Dagur - 24.02.1944, Side 6

Dagur - 24.02.1944, Side 6
 Fimmtudaginn 24. febrúar 1944 0f/M sre/r/}/v//£m (Framhald). Heydrich svaraði engu. Drykklöng þögn leið. Reinhardt fannst hún hræðileg . Loks sagði Heydrich: „Hvers vegna viljið þér endi- lega sleppa Preissinger? Hvað vitið þér um fortíð mannsins?" „Það er nú af skornum skammti,“ tautaði Reinhardt. Honum var ekki um sel. Hafði hann nú gengið í gildru? „Var hann ekki einhvern tíma ráðherra hér?“ „Sjáið þér til,“ sagði Heydrich, næstum föðurlega, „það er góð regla að kynni sér staðreyndirnar áður en maður tekur ákvarðanir. Ef þér hefðuð nú til dæmis látið Preissinger út, — hefði það verið mjög svo misráðið, — mjög svo misráðið, og svo hefði fleirum þótt en mér,“ bætti hann við, gætilega. „Preissinger vinur okkar var einn af hæstráðendum innan kolahringsins áður en við komum hingað. Eigendurnir voru flestir ríkir Gyðingar. Eftir að við héld- um innreið okkar í landið, — faékkaði eigendunum talsvert og í þeim fangbrögðum tókst Preissinger að ná meiri hluta hlutafjár- ins í sínar hendur." Reinhardt var nú farinn að sjá hvar dagskíma var á lofti. „Við létum afskiptalaust á hvern hátt Preissinger sölsaði undir sig hluta- féð,“ hjlt Heydrich áfram. „Við höfum ekki skipt okkur af slíku. Við vissum að hann var okkur hliðhollur og það var nóg. Við viss- um hvorum megin hann stóð þegar tékkneska stjórnin klofnaði, eftir Múnchen-sáttmálann. Preissinger hélt ofurlítinn ræðustúf við það tækifæri. ,Hvorn viljið þér heldur — Þjóðverjann eða bolsé- vikann?‘ sagði hann þá. Þér sjáið af þessu að Preissinger var hygg- inn náungi." „Eg get fallizt á það,“ sagði Reinhardt, „en ég er ekki farinn að skilja ennþá hvernig þessi fortíð mannsins getur réttlætt fangels- un hans, eða hvernig við gætunt á þeim grundvelli skotið hann sem gisl?“ „Verið nú ekki of fljótfær, maður minn.“ Ríkiskanslarinn var enn föðurlegur í fasi og tali. — „Bæheimski kolahringurinn vinnur nú í þágu þýzka ríkisins. Þar er unnið dag og nótt til þess að full- nægja pöntunum frá Þýzkalandi. Hagnaður félagsins af þessum viðskiptum er ekki svo óálitlegur. Það er álitið á hærri stöðum í Berlín, að það sé ósanngjamt, að allur þessi hagnaður renni hljóða- laust í vasana á herra Preissinger. Hér beri að gera nokkra breyt- ingu á og þeim, sem verðugri eru, — þýzkum mönnum — beri að sýna nokkra viðurkenningu. Eða teljið þér það ekki réttmætt?“ „Vitaskuld,“ samsinnti Reinhardt. „Það er þess vegna í þágu þjóðlegra hagsmuna, — ef þessum fjár- hagsáhyggjum væri létt af herra Preissinger. Og í því tilefni óska ég yður til hamingju, herra lögreglustjóri. Þér hafið veitt vel. Mér sýnist augljóst, að yður verði veitt nokkur viðurkenning ef yður tekst að Ijúka þessu Glasenappsmáli hlífðarlaust, — eins og nú horfir og málið gefur ástæðu til“. Reinhardt var glaður og hamingjusamur. Allt hafði snúizt til betri vegar. Hann var að gera ríkisverndaranum og vinum hans greiðal Glasenappmálið lá nú opið fyrir. Því yrði lokið án nokk- urs hiks og án tafar. Hann mundi hljóta viðurkenningu, — hlut- deild í metorðum og auði. Hann langaði mest til að þrýsta hönd ríkisvemdarans. En samtalinu var lokið. Reinhardt sló hælunum saman. „Heil Hitler". Hvellur hljómur orðanna bergmálaði i hinni stóm, veggháu skrifstofu ríkisvemdarans. * * * Nýr dagur var runninn í fangelsinu. Einn klefinn geymdi fimm af gislunum. Þótt hurðin væri rammger, mátti heyra stígvélaglam og ryskingar fram á ganginn. ,,Æ, — ekki, — gerið það ekki,“ hróp- aði einhver þar frammi. Hljóðin köfnuðu í hryglu. „Morgunæfingar," sagði Lobkowitz, einn af gislunum. Hann staulaðist fram úr fletinu, sem hann hafði legið á við hlið- ina á Wallerstein. Vegalengdin frá glugganum til dyranna var fjög- ur og hálft fótmál og þeir höfðu fljótlega lært, að eina ráðið til þess að reka sig ekki hver á annan var að liggja kyrr í fletinu. Að- eins einn, í mesta lagi tveir, gátu hreyft sig í einu. Loftið var þungt, þrungið af uppgufuninni frá fimm líkömum, sem ekki höfðu verið þvegnir í tvo daga. Lobkowitz gekk um gólf. „Haldið þið,“ spurði hann, „að þessi sem hljóðaði, sé sá sami og þeir drógu út í gær?“ „Hvernig ætti eg að vita það?“ mmdi í Janoshik, hreingerning- arkarlinum. „Svona spurningar eru sízt til þess fallnar, minn kæri Lobkowitz, að hressa upp á okkur,“ sagði Prokosch í áminningartón. „Eg er viss um, að okkur rann öllum kalt vatn milli skinns og hörunds, þegar við heyrðum veinin í manngarminum. Eigum við ekki að reyna að láta sem við vitum ekkert um þetta, — hugsa ekkert um það?" „Um hvern fjandann ætti maður þá að hugsa?" andmælti Lobko- witz og hélt áfram að ganga um gólf. „Hausinn á mér er að klofna,“ sagði Lev Preissinger og reis upp við dogg. „Eg vil komast burtu héðan," (Framhald). DAGUR S*»<t><»<S>»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»<»»»»»»»<$*»»<»»»»»<»»»»<3>»><»<Stt3*S*S Þ AKK ARÁV ARP. Innilegt þakklæti votta eg öllum ættingjum mínum og vinum, svo og kveníélaginu „Hvöt“, sem glöddu mig með | heimsókn og gjötum á áttræðisafmæli mínu þann 16. iebr. f siðastliðinn. — Guð launi yður öllum. PÁLÍNA JÓHANNSDÓTTIR, Hinriksmýri, Árskógshr. Vil selja ca. 8 tonna bát með 25—30 hestafla Tuxhamvél. — Veið- arfæri geta fylgt. $ JNGIMUNDUR ÁRNASON, Akureyri. NÝ TRÉSMÍÐAVINNUSTOFA hefir verið opnuð í Strandgötu 35B, Akureyri, undir nafninu SKJÖLDUR H/F. Vinnustofan annast alls konar trésmíði, svo sem hús- gagnasmíði. LÍKKISTUR OG LÍKKLÆÐI verða óvallt fyrirliggjandi, og má fyrst um sinn panta þær í síma nr. 91. Vinnustofan leggur áherzlu á vandaða vinnu, fljóta og góða afgreiðslu. F. h. Skjöldur h/t JÓN ÞORVALDSSON TILBOÐ óskast í að flytja mjólk úr Arnamess- og Skriðudeild til Mjólkursamlags K.E.A., frá 1. maí 1944 til jafn- lengdar 1945. Tilboðum sé skilað til Stefáns Stefánssonar, Fagra- skógi, fyrir 5. marz n. k. NOTSÐ SJAFNAR-VORUR ÚR BÆNUM. Leikhúsið. Leikfélag Akureyrar sýndi tvo leiki á sunnudags- og mánu- dagskvöld. Leikir þessir voru „Grái frakkinn" og „Frúin sefur“. Yfirleitt fóru leikendurnir laglega með hlut- verk sín. Frú Rósa ívars lék Klöru og leysti það ágætlega af hendi; eru leikhæfileikar hennar alveg ótvíræð- ir. Sömuleiðis lék Haraldur Bjömsson Sivert prýðilega. Tryggva Jónatans- syni tókst vel með Seydel. Sigurður dýralæknir lék Holéer. Veltur á miklu að það hlutverk sé vel af hendí leyst. Leikur Sigurðar var sléttur og áferðarfagur, en tilbreyting í rödd og svipbrigði ekki nægileg. Gísli Magn- ússon lék Valberé og fórst það ekki ólaglega; sama er að segja um Jó- hannes Jónasson; hann lék Pétur; en fremur var leikur hans þunglamaleg- ur og ofmikill spekingsbragur yfir honum. Sama má segja um síðari leikinn: „Frúin sefur“. Hann fór laglega fram. Bezt þótti mér Jón ívars fara með sitt hlutverk. Hann lék Jósep. Þar sem þessir leikir eru á boðstól- um, eiga bæjarbúar kost ágóðri skemmtun og saklausri. (Úr Degi 26. febr. 1919). * ❖ Þrautin, sem hér fer á eftir, er úr enskri keppni. Lausnin verður birt f næsta blaði. Þótt spil allra leikenda séu gefin hér, skyldu menn muna, að í bardaganum sá S. aðeins sín eigin spil og blinds. Staðan er þessi: N: S.—x,x,x,x. H.—D,I0,x,x. T.—Á,K,D. L.-K,x. V: S,—K,x,x. H,—x,x,x,x,x. T.—6,2. L.— x,x,x. A: S,—x,x,x. H.-----T,—G,10,x,x,x. L.— x,x,x,x,x. S: S.-x,x,x. H.-Á,K,G,9. T.-9,x,x. L,— Á,Dat. Sögnin er fjögur hjörtu hjá S. Fyrstu tveir slagirnir féllu þannig: 1. V: Lx. N: LK. A: Lx. S: Lx. 2. V: Hx. N: Hx. A: Lx(II). S: HÁ. Hvernig á S. að spila til þess að vinna sögnina? Getur hann unnið hana? BRÉF (Framhald a£ 3. síðu). lega að þar hefði allt.farið vel fram. En hann gat líka um hljómsveitina sem spilaði í hús- inu þetta kvöld. Eftir hans dómi átti hún ekki við á þessu kvöldi og var óalandi og óferjandi. Þarna 'er eg nú ekki nafna mín- um sammála. Eftir því sem hann skrifar þá virðist hann vera „fanatiskur klassiker" og hata allt sem heitir „jazz“. En eitt vildi eg nú segja honum samt og það er það, að „jazzinn", eða létt lög, eiga sinn tilverurétt, alveg eins og hin sígildu lög. Og ef að gengið yrði til atkvæða um það, hvort danslögin ættu rétt á sér eða ei, meðal hins unga fólks hér í bænum, þá er eg anzi hræddur um, að þar yrði nafni minn í minni hluta. Danshljómsveit Óskars Ósberg er viðurkennd að vera með því bezta, sem hægt er að fá af því tagi hér í bænum. Mér þykir þess vegna leitt, að heyra sett út á hana. Eg verð að segja það, að eg var ekki síður ánægður yfir starfi hennar, held- ur en öðru sem gerðist í húsinu þetta kvöld. Eg vil hér með þakka hljómsveitinni hjartan- lega fyrir skemmtunina, og von- ast til þess, að eg eigi oft eftir að heyra til hennar eftirleiðis. ÁKI.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.