Dagur - 09.03.1944, Blaðsíða 1

Dagur - 09.03.1944, Blaðsíða 1
ANNALL DAGS > Úr Þingeyjarsýslu er skrifað 25. f. m.: ------Með góubyrjun voru hér víða haldnar samkomur norður í sveitunum. Stóðu þær í sam- bandi við konudaginn, sem allir kannast við. Samkomur þessar voru nefndar „hjónaböll" og eru fyrst og fremst fyrir gift fólk, yngra og eldra. Á þessum fund- um er sungið og dansað, ræður fluttar og kvæði lesin. Hvert heimili hefir með sér veitingar og fer kaffidrykkja fram sameig- inlega við eitt borð á fundar- staðnum. Þetta eru, svo að segja, einu samkomurníu- sem hús- bændur láta eftir sér að sækja, enda voru þær prýðilega sóttar — mikið betur en kirkjurnar. r- Allir eru glaðir og reifir og skemmta sér hið bezta. Þarna spjalla menn saman um daginn og veginn og ber margt á góma. Þar ræða menn um sín einka- málefni undir fjögur augu, og þar ræða menn um alvarlegustu málefni, sem á dagskrá eru, eins og t. d. sjálfstæðismálið. En þar eru allir sammála, eftir því er bezt verður vitað, og gleðjast yf- ir því, að fullur skilnaður milli íslands og Danmerkur verði eigi síðar en 17. júní n. k. Það þarf varla að kvíða því að í sveitunum norður hér finnist margir dansklundaðir íslend- ingar. Svo mun það reynast í sveitum landsins yfirleitt — guði sé lof! *' Tíðarfarið afaróstillt síðan um nýár. f janúar setti niður snjó, svo að bifreiðaumferð tepptist. En í febrúar tók upp snjó að nokkru, og eru nú bifreiðar farnar að ganga út um sveitirnar. * Inflúenzufaraldur gekk hér um sveitir í vetur og hafa nokkr- ir menn dáið. Hefir þeirra flestra verið getið bæði í blöðum og útvarpi. * Mæðiveikin er í fullum krafti og drepur fé að meira og minna leyti í sveitunum austan Skjálf- andafljóts og eins í Köldukinn. Að öðru leyti eru ástæður bænd- anna góðar.------ Frá Vestmannaeyjum. (Framh. úr síðasta tbl.). Olíusamlagið. sem er eitt af samvinnufélögum útgerðar- manna í Eyjum, annast olíu- dreifinguna. Þegar olfusamlagið var stofnað, gerði það hvort- tveggja að lækka olíuverðið og hindraði fyrirhugaðar verðbreyt- ingar hjá olíuhringunum. Lítil saga frá þeim tíma sem olíusam- lagið byggði olíugeymi sinn, varpar nokkru ljósi um afstöðu þeirra íslenzku olíukónga gagn- vart þessu litla félagi. Hallgrím- ur og Héðinn voru þá á ferð til útlanda og komu í land i Eyjum Framh, á ?. siðu. XXVII. árg. Akureyri, fimmtudaginn 9. marz 1944 10. tbl. r _ r BYRJÁD A NYJli HAFNARMANNVIRKJUNUM HERIVOR Bæjarstjórnin hef ir samþykkt heimild til hafnarnefndar, að láta hefja vinnu við byggingu skjólgarðsins nú þegar Skipulagsnefnd hefir gert nýjan skipu- lagsuppdrátt af Oddeyri, með tilliti til fyrirhugaðra hafnarbóta þar p^ BÆJARSTJÓRNARFUNDI sl. þriðjudag báru þeir Árni Jó hannsson og Jakob Frímannsson fram eftirfarancli tillögu í sambandi við hin fyrirhuguðu hafnarmannvirki á Oddeyrartánga: „Bæjarsíjórn heimilar háfriar- nefnd að látá hefja vinnu við fyrirhugaðann skjólgarð vegna hafnarvirkja á Oddeyri og að ákveða gerð garðsins í samráði við Finnboe:a Rút Þorvaldsson verkfræðing, enda samþykki vitamálastjóri garðinn". Samkvæmt þessu er hafnar- nefnd bæjarins heimilt að hefja framkvæmdir við byggingu skjólgarðsins nú þegar, og er þess að vænta, að sú heimild verði notuð. Með þessari tillögu hefir bæjarstjórn samþykkt fyrir sitt leyti að hefja framkvæmdir á áætlun um dráttarbraut, báta- kví og kolabryggju á Oddeyri, er áður hefir verið greint frá hér í blaðinu, þótt ekkert sé ennþá um það ráðið, hvenær hvert ein- stakt þessara mannvirkja verði fullgert, eða hversu framkvæmd- Ánægjuleg skemmtikvöld Ársskemmtun skólabarnanna hér fór fram fyrir og um síðustu helgi í Samkomuhúsi bæjarins. Aðsókn var hin bezta eftir venju, og skemmtu áhorfendur sér prýðilega. — Skemmtiatriði voru í svipuðu formi og áður hefir tíðkast: Söngur, upplestr- ar, smáleikir og dansar; fór allt fram vel og snyrtilega og bar vott um alúð kennaranna og barnanna við undirbúningsstarf- ið að skemmtikvöldunum. Alveg sérstaka ánægju vakti smáleikur, er yngstu börnin (1. bekkingar) sýndu, ekki vegna leiksnilldar, sem enginn gat gert kröfu til, lieldur sökum hinnar barnslegu gleði og saklausu einfeldni, er lýsti sér í leik þeirra. Veitir fátt meiri unun en að sjá ómengaða starfsgleði speglast í svip og framkomu litlu barnanna. Áhrifin af því eru sálbætándi fyrir fullorðna fólkið. Hafið þökk fyrir skemmtun- ina, börnin góð. Áhorfandi.« um verður háttað í einstökum atriðum. Skjólgarðurinn, sem nú á að liefja byggingu á, ei riiikið mannvirki, gerður i'u grjóti að mestu leyti, og kostar því aðallega vinnu og akstur. Áður en þessi ákvörðun var tekin hafði bæjarstjórinn, Steinn Steinsen, undirbúið mál- ið í för sinni til höfuðstaðarins fyrir skemmstu. Fékk hann sam- þykki Skipulagsnefndar og vita- málastjórnar á fyrirhuguðu fyr- irkomulagi maniivirkjanna, og er nýr skipulaæjtppdráttur af Oddeyri, dreginfi með tilliti til hinna nýju mannvirkja, þegar fullgerður og kominn til álits bæjarstjórnar. Bygginganefnd hefir á fundi ályktað, að hún sé uppdrættinum samþykk í meg- inatriðum, þótt hún flytti ekki tillögu um samþykki hans að svo stöddu. Má telja fullvíst, að hinn nýji uppdráttur fáist sam- þykktur og staðfestur í meginat- riðum. — Þá hefir þingmaður kaupstaðarins borið fram frum- varp á Alþingi um breytingu á hafnarlögum Akureyrar frá 1915. Er frumvarpið og flutt í sambandi við hin fyrirhuguðu (Framhald á 8. síðu. Aðalfundur Framsóknarfé- lags Akureyrar. KÐALFUNDUR Framsóknar- félags Akureyrar var haldinn í Skjaldborg s.l. mánudagskvöld. Stjórn félagsins var endurkosin, en hana skipa: Guðmundur Guðlaugsson, formaður, Mar- teinn Sigurðsson, gjaldkeri, Haukur Snorrason, ritari, og meðstjórnendur: Haraldur Þor- valdsson og Gunnar Jónsson. — Fulltrú;aráð félagsins var einn- ig endurkjörið, en það skipa, auk stjórnar: Þorsteinn M. Tóns- son, Jakob Frímannsson, Arnþór Þorsteinsson, Björn Sigmunds- son, Jóhann Frímann, Ingimar Eydal, Ólafur Magnússon, dr. Kristinn Guðmundsson, Bryn- jólfur Sveinsson, Halldór Ás- geirsson, Árni Jóhannsson, Þor- steinn Stefánsson, Hershöfðingjar Eandaríkjamanna á Kyrrahafssvæðinu Myndin er af Douglas MacArthur (t. h.) yfirhershöfðiiigja, og Robert L. Eichelberger, hcishöfðingja. Voru þeir báðir á eftirlitsferð um hemaðarsvæði Kyrrahafsins fyrir skemmstu. LEITÁÐ TILBODA í ÞRJÚ STÓR ISKISKIP FYRIR BÆINN Útvegsmálaneínd bæjarstjórnar ráðgerir hlutaf élagsstofnun til útgerðar héðan yTTVEGSMÁLANEFND sú, er kjörin var af hálfu bæjarstjórnar í sambandi við erindi fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna um at- vinnumál bæjarfélagsins, skilaði áliti og tillögum til síðasta bæjar- stjórnarfundar. Fundargerð nefndarinnar, sem til umræðu var, er svohljóðandi: -f' Föstudaginn 3. marz 1944, var fundur haldinn í útvegsmála- nefnd, á skrifstofu bæjarstjóra. Rætt var um fyrirhuguð skipa- kaup, og skýrði Gunnar Larsen frá því, að hann hefði samkvæmt síðustu fundarsamþykkt skrifað atvinnumálaráðherra og einnig talað við hann í síma, og skýrði hann frá því, seín atvinnumáía- ráðherra upplýsti, og var það á þá leið að skipastærð sú, sem yrði óskað um tilboð í frá Sví- þjóð væri 50—75 og ca. 100 smá- lesta. Styrkur yrði að ö.llum lík- indum ekki greiddur út á skip þessi, en líkur væru fyrir hag- kvæmum lánum, en ekki væri búið að semja reglugerð hér að lútandi. Ennfremur upplýsti atvinnu- málaráðherra, að kaupverð skip- anna yrði að greiða í ákveðnum innborgunum, þannig, að ákveð- inn hluti yrði greiddur, t. d. ca. 1/6 hluti við samningagerð og síðan í ákveðnum hlutum á meðan á byggingu stæði, svoleið- is að kaupverðið væri allt greitt. er smíði væri lokið. Væntanlegir kaupendur yrðu að sýna fram á um leið og kaup verða gerð, að fé til kaupanna verði fyrir hendi þegar til þess þarf að taka, (Framhald á 8. síðu. Bæiarstiórn óskar samvinnu við Eyia- f jarðar- og Þingeyj- arsýslur um bygg- ingu fullkomins sjúkrahúss FYRIR bæiarstjórnarfundinum ,síðastl."þriðjudag lá m. a. fundar- gerð fjárhagsnefndar og spítala- nelndar, um erindi fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í bænum, þes$ efnis, að bærinn láti hefja byggingu sjúkrahússins ti þessu vori. _ ir (Framhald á 8. síðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.