Dagur - 09.03.1944, Blaðsíða 7

Dagur - 09.03.1944, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 9. marz 1944 DAOUR 7 IÐUNNAR SKÓFÁTNAÐUR er viðurkenndur af öllum v landsmönnum fyrir gæði. LAUSSIAÐA Kaupfélagsstjóra vantar við Kaupfélag Patreksíjarð- ar. Umsóknir ásamt launakröfu og öðrum upplýs- ingum sendist til ÁRNA G. ÞORSTEINSSONAR, Patreksfirði, sem gefur allar nánari upplýsingar. 1KHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKKKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKH NIDURSODID KJÖT Höfum til sölu ágætt niðursoðið kindakjöt. í hverj- um kassa eru 24 heildósir og kostar kassinn kr. 180.00 frítt á höfn, hvar sem er á landinu. Útflutningsdeild S. í. S. tekur á móti pöntunum. Samband íslenzkra samvinnufélaga. SKATTSTOFA AKUREYRAR er í Skipagötu 6 (II. hæð). — Viðtalstími skattstjóra kl. 5—7 alla virka daga, nema laugardaga, og á öðr- um tímum eftir samkomulagi. SK ATTST J ÓRINN. TILKYNNING til verzlana um innflutning á skófatnaði Bandaríki Norður-Ameríku hafa nú úthlutað íslandi ákveðnum skammti af skófatnaði fyrir l..ársfjórðung þessa árs. Er skammt- urinn miðaður við ákveðinn parafjölda af verkamannaskóm, karl- mannaskóm, kvenskóm, barnaskóm og inniskóm. Viðskiptaráðið mun nú þegar og næstu daga senda verzlunum gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir þessum skámmti. Eru leyfin bundin við það magn og þá sundurgreiningu sem tilgreind er á leyfunum. Vegna þessa breytta viðhorfs vill Viðskiptaráðið benda á eftir- farandi: E Óafgreiddar beiðnir um titflutningsleyfi fyrir skófatnaði til íslands, sem nú liggja fyrir hjá sendiherra Islands í Washington, þarf að afturkalla og senda inn nýjar beiðnir í samræmi við leyfi þau, sem nú verða gefin út. 2. Beiðnir um útflutningsleyfi fyrir skammti L ársfjórðungs þurfa að vera komnar til réttra aðila fyrir 1. apríl n. k. Að öðrum kosti fellur útflutningskvótinn úr gildi. Verzlanir utan Reykja víkur, sem kunna að fela öðrum að annast innkaup fyrir sig, þurfa því að gera það nú þegar. 3. Gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir skófatnaði, sem gefinn voru út á sl. ári, gilda ekki fyrir útflutningsskammti þessa árs. Skófatnaðar-skammturinn fyrir 2. ársfjórðung þessa árs mun verða svipaður og fyrir 1. ársfjórðung. Gjaldeyris- og innflutnings leyfi fyrir honum vestra þýðir ekki að leggja fram fyrr en eftir 1. apríl næskomandi. Reykjavík, 22. febrúar 1944. Viðskiptaráðið. Hér er nafnaþula yfir heimil- isfólk í Miklagarði í búskapar- tíð Ketils Sigurðssonar þar, en Ketill var föðuríaðir Hallgríms Kristinssonar forstjóra og þeirra bræðra, frú Aðalbjargar Sigurð- ardóttur og Hallgríms Davíðs- sonar forstjóra Höepfnersverzl- unar á Akureyri og þeirra syst- kina: Sigríðar tvær og Sigurður, Sigrún, Margrét og Hallgrímur, Ketill og Davíð, kær hans bur, Kristinn, Rósant og Þorvaldur, In&ibjörg, Friöbjörg og Sveinbjörg, Aöalbjörg, Rósa og Sigurbjörg, þar næst Guðlaugu hirðir fés, Hólmfríður, Manga og Jóhannes. Naínaþula þessi ber það með sér, að ekki hefir verið fámermt eða fólksekla á stórbýlum í þá daga. ★ Kerling heyrði sungið í Hug- vekjusálmunurru „Útvaldir skína eins og sóT‘. Heyrðu menn þá, að hún taut,aði við sjálfa sig: „Það kæmi ekki vondu augun- um t méf'. Eg verð þá víst að taka hlut- ina hægt og rólega, eins og þeir liggja fyrir“, sagði inrtbrotsþjóf- urinn, þegar læknirinn ráðlagði honum að hafa hægt um sig vegna heilsunnar. ★ Svo segir í gamalli dómábók íslenzkri, að það sé almanna- rómur, að svo sé háttað fólki í fjórðungunum á íslandi, að fyr- ir vestan séu vísindamenn, fyrir norðan hofmenn, fyrir austan búmenn en fyrir surman mang- arar og kaupmerm. — Lík er þessi „fjórðungalýs- ing‘: „Austlendingar eiga mest og urta verst. Sunnlendingar selja mest og svíkja flest. Vesttirðingar vita mest og vilja verst. Norðlendingar ríða mest og raupa flest. ★ Trúboði nokkur dvaldi eina nótt í gistihúsi, sem var svo yf- irfullt af gestum, að aðeins eitt herbergi var autt, en í því fékkst enginn til að sofa, sökum þess, hve þar átti að vera reimt. Það varð þó úr, að trúboðinn skyldi sofa þar um nóttina. — Um morguninn spurðu gestirnir hann, hvernig hann heíði sofið, og sagðist horrum þá frá á þessa leið: „Eg svaf alveg ágætlega. Raunar varð eg þess var, ein- hvern tíma kringum miðnættið, að eg var ekki eirm í herberg- inu, og litlu síðar kom hvít- klædd, draugaleg vera að rúm- stokknum hjá mér. „Hver eruð þér“ spurði eg, en fékk ekkert svar. „Nú, hver sem þér eruð, kæri vinur,“ sagði eg, „þá vona eg að þér séuð fús til að leggja ofurlítið aí mörkum til kristni- boðsins í Kína, sem mjög þarf nú á fé að halda“. En óðar en eg sleppti orðinu, var þessi aumingja vera hlaupin á dyr, og varð eg ekki var við hana, það sem eftir var nætur“. ★ Eiginmaðurinn: Þú ert víst orðin leið á mér. Þú segir aldrei „góði minn“ við mig, eins og konur annarra manna gera.“ Eiginkonan: „Segja þær það, góði?“ ' ★ Karl nokkur var að lýsa hörð- um vetri, sem hann mundi eftir frá því hann var ungur: — „Það kom átta vikna skorpa á þorr- anum“, sagði hann, — „og rúu vikna skorpa á góunni, og var sá veturinn kallaður lurkurinn langi“. ★ Karl einn kom á bæ og sá glanzmynd af Kristi hanga þar á þili. Hélt Kristur þar á kaleik í hendinni. Karl horfir á mynd- ina um stund og segir síðan með fyrirlitningarsvip: „Hún er víst að staupa sig, þessi drós“. — Sami karl kom eitt sinn inn og sagði þau tíðindi, að komnir væru útlendingar. — „Ekki veit eg, hvaða tungumál þeir tala“, sagði harm, „en bezt gæti eg trúað, að það væri kaþólska“. I 20-30 þúsund manns víðsvegar á landinu lesa Dag að staðaldri. Auglýsendurl Athugið, að Dagur er bezta auglýsingablað dreifbýlisins. ►*^*^*^*^*^*^*^*^*^*^*^*^*« Kálfskinn, Gærur, Húðir Móttaka í kolahúsi voru við höfnina. Nýtt! Nýtt! PIQUE CHUTNEY-SÓSA Ljúffeng með kjöti og fiski Nýlendu- vörudeild Frægur flugmaður Lance Wade liðsforingi, er fræg- astur amerískra flugmanna með brezka flughernum. Hann hefir skotið niður 14 þýzkar flugvélar samtals.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.