Dagur - 09.03.1944, Blaðsíða 3

Dagur - 09.03.1944, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 9. marz 1944 DAQUR 3 Jónas Jónsson: MILLI FJALLS OG FJÖRU Þegar liðnar voru aldir frá því að Shakespeare andaðist, keyptu Englendingar hús hans í Stratford on Avon og gerðu það að al- þjóðareign og minjajþip allra enskumælandi þjóða. Var þá að vonum fátt eitt til af þeim gripum, sem verið höfðu í húsinu í tíð skáldsins og vandamanna hans. En svo mikils þykir vert um þetta Shakespeare-heimili, að þangað koma í heimsóknir hundruð þúsunda ár hvert og þykjast góðu bættir að sjá, þó ekki sé meira en húsið, þar sem skáldið bjó og dó. — Þjóðverjar voru meira á verði með heimili Goethes í Weimar. Það stendur enn óhreyft, eins og það var, þegar skáldið andaðist. Yfir rúm hans er breitt sama teppið eins og þar var, þegar Goethe kvaddi heiminn með orðunum: Meira ljós. í fátækt okkar íslendinga er ekki verndað svo mikið sem eitt heimili til minningar um andans menn þjóðarinnar. En eitt slíkt heimili er til, sem enn er hægt að vernda. Það er hús Matthísar Jochumssonar við hlið hinnar nýju kirkju á Akureyri. Skáldið byggði þetta hús, bjó þar lengi með börnum og barnabörnum og andaðist þar. Að vísu hefir lnisinu verið breytt lítils háttar síðan þá, en það má auðveldlega lagfæra. Auk þess er svo skammt liðið frá andláti skáldsins og mörg náin skyldmenni lians enn á lífi, að ekki ætti að vera bundið sérstökum erfiðleikum að gera húsið að miliningarsafni um einn höfuðskörung íslenzku þjóðarinnar. Þangað rnætti safna öllum útgáfum af verkum skáldsins, þýðing- um, og ritum um hann og verk hans. — Það væri eðlilegt, að Ak- ureyringar hefðu forustu um framkvæmd í þessu máli. Nokkrir áhugamenn í bænuin liafa nú þegar keypt og geyrnt merka hluti úr eigu skáldsins. Akureyri og ríkið í samlögum ættu að kaupa hús skáldsins, og halda því síðan við sem Matthíasarsafni. • • • Það vakti að vonum mikla eftirtekt í vetur, þegar 1. þm. Rang- æinga, Helgi Jónasson, gat ekki starfað á þingi af því, að ekki var unnt að fá nokkurn lækni í stað hans, meðan á þingi stóð. Sama er saga annarra héraðslækna, að þeir eru algerlega bundnir við heimili sín, vegna þess, að ekki er unnt að fá vana menn. Þó eru miklu fleiri menn við læknanám í háskólanum, heldur en þörf er fyrir hér á landi, og erlendis stunda nú framhaldsnám hálfu fleiri læknar heldur en héruð eru á íslandi. Ég bar í vetur fram þings- ályktun um, að heilbrigðisstjórnin beitti sér fyrir löggjöf í þá átt, að stytta bóklestrartíma læknaefna um eitt ár, og láta iæknanem- ana hins vegar vera um stund aðstoðarmenn út um land, þar sem þess væri þörf. En þetta mál var svæft í nefnd í þinginu. Heil- brigðisstjórnin svaf sínum væra blundi. Héraðslæknarnir sváfu líka, og það sem hættulegast er: Fólkið í dreifbýlinu, sem á mest undir að héraðslæknar geti notið sín við hin þýðingarmiklu störf sín, segir heldur ekki neitt. Ef almennur skilningur og áhugi væri fyrir þessari urpbót, yrði hún framkvæmd tafarlaust. • • • íslenzka þjóðin hefir í rúmlega 1000 ár lifað í sérkennilegum híbýlum, lágreistum bæjum úr tirnbri, grjóti og torfi. Um meira en títi alda skeið hefir öl 1 menning þjóðarinnar verið ofin saman við sveitabæina. Nú eru þessir bæir að hverfa úr sögunni. Og þjóðin hefir verið svo gálaus, að láta meginið af þessum fornu heimilum hverfa svo að segja sporlaust, með öllu, sem þeim til- heyrði. Sú kynslóð, sehi nú vex upp í landinu, veit h'tið um heimili og lífskjör forfeðranna, hvað þá síðari kynslóða. Enn er hægt að bæta úr þessu. Það þarf að vernda nokkra gamla bæi, með öllum húsbúnaði og áhöldum. Nokkur hreyfing er á komin í þessu efni. Vestfirðingar safna fé í bæ, sem á að reisa skammt frá ísafjarðarkaupstað. Skagfirðingar og Þingeyingar vinna að því að vernda og endurbæta prestsetrin í Glaumbæ og Grenjaðarstað. Austfirðingar vilja halda við bænum á Burstarfelli í Vopnafirði. Við Eyjafjörð er einn hinn myndarlegasti bær á landinu, prest- setrið í Laufási. Innan skamms verður Laufás kominn í gott ak- vegasamband. Þá fer að verða freistandi fyrir byggðirnar við Eyja- fjörð, að gera þann bæ að sínu safni. AVARP Mikill fjöldi danska flótta- manna dvelur í Svíþjóð og víðar um þessar mundir. Flestir þess- ara manna hafa komist úr landi slyppir og snauðir og munu eiga litla kosti atvinnu og vera mjög hjálparþurfa. Fólk þetta er úr öllum stéttum þjóðfélagsins og meðal þess margt barna, kvenna og gamalmenna. íslenzka þjóðin hefir þegar sýnt Finnurn og Norðmönnum samúð sína í verki og efnt til almennrar fjár- söfnunar þeim til handa. Eru það þá Danir einir af hinum nauðstöddu Norðurlandaþjóð- um, sem enginn slíkur vináttu- vottur hefir verið sýndur. Mun það hafa komið af því, að fram til þessa hafa íslendingar litið svo á, að eigi væri hægt að veita þeim hjálp, er að gagni mætti koma, en nú mun þörf hinna dönsku flóttamanna í Svíþjóð vera einna brýnust þeirra Norð- urlandabúa, sem unnt er að rétta hjálparhönd eins og sakirstanda. íslendingar eru aflögufærir öðr- um til styrkfar og munu þeir fúsir til að sýna Dönum þannig vinarhug í verki. Verði þátttak- an almenn, erum við færir um að létta verulega raunir margra danskra flóttamanna, og það án þess að nokkur einstaklingur taki nærri sér. Væntum vér því, að íslendingar liggi nú ekki á liði sínu heldur láti gjafir skjótt og vel af hendi rakna, enda er ætlunin, að söfnunin standi yfir aðeins næstu mánuði. Mun sannast sem jafnan, að fyrsta hjálpin er bezta hjálpin, enda verði féð sent jafn óðum og það kemur inn. Það rná ekki ein vörðungu telja rétt, að íslenzka þjóðin efni til slíkra samtaka, ingar mega aldrei láta hlut sinn eftir liggja, þegar unnið er að mannúðarmálum. Reykjavík, I. marz 1944. Sigurður Nordal, prófessor. Kristján Guðlaugsson, ritstjóri. Lúðvík Guðmundsson, skólastj. Stefán Jóhann Stefánsson, formaður Norræna félagsins. Benedikt G. Waage, form. Í.S.Í. Páll S. Pálsson, form. Stúdentar. Björn Br. Björnss., tannlæknir. Auk framkvæmdanefndar rita undir ávarpið: Forseti Alþingis, forsætisráð- herra, formenn þingflokkanna, ritstjórar flokksblaðanna, for- menn ýmissa landssambanda og stéttarsamtaka og fleiri málsmet- andi menn. Bókaverzlanir á Akureyri taka á móti framlögum í fjársöfnun þá, er ofanskráð ávarp fjallar um. ANNÁLL DAGS (Framhald af 1. síðu). til þess að líta á olíugeymasmílð- ina, og varð Hallgrími þá að orði: „Á þennan brúsa kemur aldrei olía“, en Héðinn sagði: „Það var slæmt að þeir skyldu ekki byggja hann á lóðinni minni, þá þyrfti eg ekki að flytja hann“. Eysteinn Jónsson var olíusamlaginu alltaf haukur í homi, meðan hann var við- skiptamálaráðherra. Nú býr sam- lagið við óhagstæðan samning við olíufélögin, en í hugum samlagsmanna lifir vonin um að bráðum sé ófriður úti. ★ Öfugþróun virðist mönnum það, þegar fimmfölduð var trygging á fólki því, sem vinnur við útgerðina í landi, og slysa- trygging sjómanna þrefölduð um næstliðin áramót, samtímis og allar aðrar tryggingar em að lækka, og umhugsunarefni er það, að þessi atvinnurekstur skuli vera svo réttlaus hjá þjóð- félaginu, að þessi gjöld séu að þarflausu margfölduð, án þess að nokkmm, sem koma mál þessi við, sé gefinn kostur á að koma fram gagnrökum. ★ Talstöðvaokrið er annar liður, sem sífellt er verið að hækka í afnotagjaldi og er leitt til þess að vita að það opinbera bókstaflega dragi úr notkun góðra öryggis- tækja með tilefnislausu gjalda- okri, því fyrir smáútgerðina er þetta tilfinnanlegt. ★ Sigurður Kristjánsson, sem ber gælunafnið Mosaskeggur, mun tvímælalaust sá maður, sem útgerðinni er óþarfastur á síðari ámm. Hann hefir komizt á þing á velvildargaspri um útgerð og útgerðarmálefni. og gerir svo ekki annað en standa fyrir álagn- ingu nýrra og nýrra kvaða á at- vinnurekstur þennan og stofnun sjóða, sem hann vill geyma, og síðan vill hann gefa sömu aðil- um hluta af fé því, sem af þeim er þannig tekið í formi ölm- usu. ★ Raforkuleysi og samgöngu- leysi eru þeir hlutir, sem verst kreppa nú að Eyjabúum. í Eyj‘ unum er rafstöð, sem rekin er með olíumótomm, og er að von- um orðin alltof lítil og hindrar þannig framkvæmdir, sem raf- orku þarf til, auk þess að raf- magnið er allt of dýrt. Iðnaðar- rafmagn kostar kr. 0.50 kw. og rafmagn til ljósa kr. 1.25 kw. Á þessari jafnréttisöld væri ekki ó- sanngjamt að rafmagn væri alls staðar á landinu selt með sama verði, enda hníga öll rök að þvi, þar sem öll stærri raforku- verin eru byggð á herðum þjóð- arheildarinnar. Úr samgöngun- um rætist ekki með öðm móti en því, að komið verði upp flug- velli, og er það út af fyrir sig ekkert þrekvirki. H. B. DAGUR fœst keyptur i Verzl. Baldurshaga, Bókaverzl. Eddu og Bókabúð Akureyrar HART BRAUÐ Kringlur og ,,extra“ góðar tví- bökur, fást í heild- og smásölu. Sími 57. A. SCHIÖTH. Fást einnig hjá: Pöntunarfélagi verkalýðsins. Turninum í Norðurgötu. Lok Evrópustyrjaldarinnar. „Árið 1944 mun sjá byrjun á liefnarhug Þjóðverja til nazist- anna. Hitler mun í lengstu lög reyna að halda völdum nreð ógn- aröld, en þegar herirnir á víg- völlunum vilja ekki berjast lengur, verður borgara- og her- lögregla Himmlers magnlaus. Hluti af þýzka hernum mun leggja niður vopn og margir her- flokkar gera uppreisn. Þetta mun verða merkið um hrunið, sem á eftir kemur. Útlendu verkamennirnir og stríðsfang- arnir innan Þýzkalands munu gera uppreisn. Fyrst verður yfir- ráðaklíku nazistanna útrýrnt og síðan nmn þjóðlélagsbákn þriðja ríkisins hrynja. Þýzka hernaðarvélin mun verða moluð á suðurvígstöðvun- um í Rússlandi. Á þessum víg- stöðvum verða úrslitin. Þýzka víglínan á norðurvígstöðvunum, fyrir sunnan Leningrad, mun falla saman. Ösigrar Þjóðverja á suðurvígstöðvunum munu opna rauða hernum leið inn í Balkan- löndin og til Dónárdalsins. Ósigrarnir á norðurvígstöðvun- um munu hins vegar opna leið- ina inn í Austur-Prússland. Árið 1944 mun þýzka hernaðarvélin horfast í augu við upplausn í Suðaustur-Evrópu. Á þessum slóðum munu síðustu áhangend- ur Hitlers yfirgefa hann. 111- skeyttur skæruhernaður verður tekinn upp og margir þýzkir her- flokkar umkringdir og einangr- aðir. Innrásin að vestan mun heppn- ast. Brezk-ameríski herinn, flot- inn og flugherinn munu brjóta niður varnir Þjóðverja. Þjóð- verjar munu aðeins eiga um tvennt að velja: í fyrsta lagi að draga herinn úr Rússlandi og flytja hann vestur á bóginn. í öðru lagi að flytja síðustu leifar varaliðsins til Rússlands og þá um leið að skilja vesturvíglín- una eftir óvarða. Þýzka herinn mun skorta hermenn á báðum aðalvígstöðvunum í austri og vestri. Frá suðri, austri og vestri munu Þjóðverjar mæta ofur- þunga Bandamanna. Víglínan mun rofin á mörgum stöðurn, án þess að Þjóðverjar stöðvi fram- rásina. Ósigrum þessum mun fylgja minnkandi mótspyrna og síðan algerður ósigur. Tímabilið milli hinnar minnkandi mót- spyrnu og algers sigurs mun verða stutt, fáeinir mánuðir eða jafnvel vikur. Atburðirnir munu gerast með leifturhraða. Rússnesku, ensku og amerísku herirnir munu greiða hvert höggið á fætur öðru. Skæruh’ernaðurinn á bak við víglínu Þjóðverja mun leiða til almennrar uppreisnar her- teknu þjóðanna. Vonleysi stríðs- þreyta og andstaðan við Hitler mun magnast innan Þýzkalands. Örlög þriðja ríkisins eru auð- sæ. Árið 1944 mun sjá algert hrun Þýzkalands, bæði hernað- arlegt og fjárhagslegt. Fullyrð- (Framhald á 6. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.