Dagur - 09.03.1944, Blaðsíða 4

Dagur - 09.03.1944, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 9. marz 1944 DAGUR Rltatjóm: Inqimar EydaL Jóhann Frimcmn, Haukur Snorraaon. Af<jrsi8alu og innheimtu cmnaat: Sigurður Jóhannesson. Skrifstofa vl8 Kaupvangstorg. — Sími 96. Bla8i8 ksmur út á hverjum fimmtudeai. Árgangurinn kostar kr. 15.00. Prsntverk Odds Bjömssonar. Norræn samvinna J^ORRÆNA FÉLAGIÐ varð 25 ára þann 1. þ. mán. í tilefni þess afmælis gekkst Islands-deild félagsins fyrir hátíðahöldum, og var starfsemi þess og stefnumála m. a. minnzt með sérstakri út- varpsdagskrá nú á dögunum. Norræna félagið hefir unnið allmikið og gott starf á þessu tímabili. Það gefur út vandað ársrit um norrænt samstarf og menningarmál. Fyrir styrjöldina voru jafnan á hverju sumri haldin fjöldi móta og námskeiða á vegum þess víðs veg- ar á Norðurlöndum. Fór þátttaka íslendinga í mannfundum þessum stöðugt vaxandi. — Is- lenzka deildin hafði og mjög aukið starfsemi sína síðustu árin fyrir stríðið. M. a. gekkst félagið hér fyrir námskeiði fyrir kennara árið 1938. Auk þess stóð það fyrir „Sænskri viku á íslandi", ásamt „Sænsk-íslenzka félaginu", árið 1936. Eftir að stríðið brauzt út, hefir íslands-deildin hafið útgáfu ársritsins „Norræn jól“, og hefir það nú komið út þrjú sl. ár, — vandað rit að efni og frá- gangi. Hinar norrænu þjóðir eru allar greinar á sama stofni, og sameiginlegar erfðir, náskyldar tungur og menning hafa steypt þær allar mjög í sama móti. Með norrænni samvinnu mun nú naumast lengur vera átt við hernaðarlegt bandalag þess- ara þjóða, hvorki til sóknar né varnar. Hinn norræni andi er ekki framar andi ójafnaðar og yfirtroðslu, heldur leitar hann réttar síns og frama á vegum friðar, samstarfs, lýðfrelsis og- bróðernis. Engin norræn þjóð mun nú framar girnast að sitja yfir rétti annara þjóða eða skerða rétt þeirra né virðingu í neinu. En þær þola heldur ekki órétt né yfirgang framandi þjóða, og vilja af tvennu illu heldur láta sverfa til stáls en gerast viljugar fótaskinn erlendrar áþjánar og einræðis. — Mjög er vaíasamt, að kjör allrar al- þýðu hafi nokkurs staðar í heiminum verið jafn- ari og betri en þau voru á Norðurlöndum, áður en flóðbylgja ófriðarins skall yfir þau að ósekju, og hvergi stóð alþýðumenntunin og önnur menning með meiri blóma en einmitt á honum norrænu ströndum. Blóðug loppa ófriðar og mannhaturs hefir á undanförnum hörmungarárum skorið á mörg bönd, sem áður knýttu þessar þjóðir saman. Þær hafa orðið að spila upp á eigin spýtur, hver fyrir sig, — safna biturri lífsreynslu hver í sínum garði. En loppan bleika hefir þó enn ekki náð að skera á hinn vígða þátt sameiginlegra erfða, máls og menningar, sem tengir þessar þjóðir saman. Og Norræna félagið mun enn eiga sinn góða hlut í því verkefni að auka kynni þeirra og samstarf, þegar striðinu lýkur. DAGUR r Þýzkar grafir á Italíu Spjall um „búmannsklukku“. ■y'ORIÐ ER í VÆNDUM. Klukk- unni hefir þegar, að boði vald- stjórnarinnar, verið flýtt um eina klukkustund. — Það er gamall og góður, íslenzkur siður að hafa „bú- mannsklukku", eins og það var sums staðar kalláð í gamla daga. Hitt er svo annað mál, hvort sá timi, sem valinn hefir verið til þess að flýta klukkunni, þegar líður að vori, og seinka henni aftur að haustinu, er sem heppilegast valinn. Um það verður sennilega deilt. — Eg hafði í fyrrakvöld tal af dugnaðarmanni, sem stjórnar fjölmennum vinnuflokki. Hann sjálfur og menn hans rísa árla úr rekkju hvern virkan dag og taka til óspilltra málanna við dagsverkið. — „Þeir gera okkur óþægindi og skaða með þessu brölti, svona snemma á vorin,“ sagði hann. — „Nú verðum við aftur að fara að vinna við ljós fyrst á morgnana, en hættum svo aftur á kvöldin, meðan enn er langt til myrkurs. Þetta er eflaust gert vegna þeirra, sem ekki fara til vinnu sinnar fyrr en kl. 9 á morgn- ana. En fyrir okkur hina, sem byrjum vinnu klukkan 7 að morgni, er breyt- ingin gerð a. m. k. hálfum mánuði of snemma, bæði haust og vor“. Þetta var nú hans skoðun, og mun hann hafa mikið til síns máls. — En meðal annarra orða: Hvers vegna er ekki þessi breyting látin fara fram á jafndægrum, bæði á vori og hausti? Það virðist þó í alla staði eðlilegast, og hentugast fyrir erfíðismenn, — að dómi þessa kunningja míns a. m. k. Menningarlegar rökræður! ■^TERKAMANNINUM*1 finnstþað " hin mesta fjarstæði, að „Dagur" talaði nýlega um „harmleikinn finnska" i sambandi við styrjöldina milli Rússa og Finna. Blaðinu hefði sjálfsagt þótt það sanni nær að tala um hinn „mikla gamanleik" á víg- stöðvunum austur þar. Finnar eru sem sé alls ekki frændur okkar (væntanlega ekki hinn særiskumæl- andi og sænskættaði hluti þjóðarinn- ar heldur!), og ekki eru þeir heldur nágrannar okkar! Það er bara eins og hver önnur heimska „Dags“ að vera nokkuð að fást um það, þótt þeim blæði út á vígvöllunum og borgir þeirra séu skotnar í rústir! Þeir eiga sannarlega ekki betra skilið, banditt- arnir þeir arna, segir Verkamaðurinn! Og þegar þetta málgagn hinnar nýju verkmenningar hefir ausið úr skálum reiði sinnar yfir þessari voðalegu þjóð varmenna og kvalasjúkra níð- inga, eins og það lýsir Finnum, og valið öllum þeim, sem leggja þeim minnsta liðsyrði eða harma hlutskipti þeirra, hin háðulegustu nöfn og skammaryrði frá eigin brjósti, grípur blaðið til þess réðs að bæta við sig nokkrum hreystiyrðum úr þýddri, rússneskri áróðursgrein, af allra ógeðslegasta og heimskulegasta tagi, þar sem fullyrt er, m. a., að Finnar hafi ætlað sér að leggja undir sig allt Evrópuveldi Sovétríkjanna og stofna „Stóra-Finnland“ með landamæri eft- ir Úralfjöllum!! Trúleg saga — fyrir rússneska alþýðu kannske, en varla fyrir aðra — að hinn austræni jöt- unn hafi orðið að níðast á litla-put- anum finnska ,svo að hann legði hann ekki sjálfan að velli! — í grein þess- ari eru svo Finnar — sjálfsagt til að „punta upp á“ röksemdafærsluna að öðru leyti — kallaðir „illir stjúpsyn- ir náttúrunnar", „hamslausar skepn- ur“, ,.morðingjar“, „hvítliða-banditt- ar“ og fleiri álíka menningarlegum gælunöfnum! í snjöllu kvæði, sem Tómas skáld Guðmundsson las upp á útvarps- kvöldvöku Norræna félagsins fórust honum m. a. orð eitthvað á þessa leið, þegar hin harmsögulegu örlög Finna bar þar á góma: „. . . . Látum þá eina undrast hátt- erni þitt, sem aldrei myndu verja föðurland sitt“. Hann skyldi þó aldrei hafa átt við kommúnistaleiðtogana íslenzku? Lofsamleg ummæli. JTKKI VERÐUR sagt með sanni, að reykvísku blöðin eða listdómar í höfuðstaðnum geri listamönnum, sem búsettir eru utan hinnar sælu höfuðborgar Islands, alltof hátt undir höfði að jafnaði, eða fái hversdags- lega slíka ofbirtu í augun af ljóma þeirra, að ekki sjái þeir sína menn, þegar heiðurslaununum er úthlutað. Því sjálfsagðara er að geta þess að maklegleikum, þegar undantekningar verða á slíkum aðalreglum. A. J. Johnson ritar nýlega grein í „Alþýðublaðið", um útvarpið og dag- skrá þess. Leggur hann m. a. til, að nýr útvarpskór verði stofnaður og mjög til hans vandað í hvívetna, enda verði honum ekki hvað sízt ætlað það hlutverk að kynna þjóðinni íslenzka tónlist, svo sem stærri tónsmíðar, sem hingað til hafa verið lítil tök á að koma á framfæri. I sambandi við þessa tillögu sína farast greinarhöfundi svo orð m. a.: „Til söngstjórans yrði að vanda vel. Hann þarf að vera vel menntað- ur, duglegur og vinsæll af söngfólk- inu. Sjálfsagt eru hér til nokkrir menn, er hafa allt þetta til brunns að bera. En sjálfkjörnastur í þessa stöðu (að öllum öðrum ólöstuðum) finnst mér vera tónskáldið og söngstjórinn Björgvin Guðmundsson. Hann hefir unnið það þrekvirki að geta látið lifa, starfa og blómgast um mörg ár all- stóran kór í ekki stærri bæ en Akur- eyri er, þar sem nokkrir kórar aðrir (Framhald á 8. síðu. Nokkur boðorð um bamauppeldi. Hafðu sjálf fyrir börnunum þínum. Láttu börnin finna, að þér þyki vænt um þau. Sýndu það ekki síður í verki en í orði. Ávinn þér trúnað þeirra. Ef þú gjörir það ekki, munu aðrir gjöra það þegar þau eldast. Þegar synir þínir eldast, áttu að velja þeim félaga, annars fá þeir sér þá sjálfir. Lofaðu börnunum þínum að hafa hátt endur og sinnum. Ánægja þeirra er eins mikils virði og taugar þínar. Virtu leyndarmál þeirra, þótt létt- væg séu. Ef þú stríðir þeim, trúa þau þér fyrir engu. En þolinmæðin vinnur allt. Leyf þeim að hafa sjálfstæðar skoðanir, þegar þau eldast. Gjör þau sjálfstæð að öllu leyti, en ekki að eftirhermum annarra. Gleym ekki að andlegir hæfileikar eru lítils virði ef heilbrigðina vantar' Leitastu vð að gjöra þau ánægð, frjálslynd og glaðvær. Það styrkir sál og líkama. Mundu eftir því, að þú ber a,ð miklu leyti ábyrgð á tilhneigingum barna þinna. Umber því með þolinmæði bresti og veikleika þeirra. Vertu vongóð í tali við börn þín, þegar þú tal- ar um lífið og framtíðina. Þú hefir ekki leyfi til að gjöra þau kjarklaus, þó að þú hafir þurft að líða margt sjálf. Leitaðu eftir hvaða nám þeim er mest að skapi. Það er betra en að eyða tíma, peningum og fyrir- höfn til þess sem þau hafa hvorki vilja né hæfi- leika til. Innrættu þeim snemma, að allar gjörðir manna hafa afleiðingar og að enginn getur komizt hjá þeim þótt hann iðrist sárt eftir verkinu. Þegar dætur þínar vaxa upp, átt þú að venja þær við heimilisverk og kenna þeim matreiðslu. Þær munu seinna þakka þér fyrir það. Reyndu að taka þátt í hugmyndalífi dætra. þinna, þótt þér þyki þáð hlægilegt, með því styrkir þú áhrif þín yfir þeim, og þær munu síð- ur leita til annarra. Mundu jafnan, að þó þti sért rnóðir allra barna Jrinna, þá hafa þau hvort fyrir sig sérstakar lynd- is einkunnir og hæfileika og galla. Reyndu því að fara með þau eins og ólík blóm, en rnældu þau ekki öll með sömu stikunni. Ef þér er mögulegt að gefa þér tíma til að leika við þau, átt þú að venja þau við að hafa þig með sér í skemmtunum sínum. Þegar þau seinna verða sjálf foreldrar, munu minningin um sjálfs- afneitun þína kom þeirn til að vera eins við sín börn. Njóttu gleðinnar með þeim þeirra vegna. Sorgirnar og áhyggjurnar koma nógu snemma. Neitir þú þeim um eitthvað, þá átt þú að halda fast við Jrað. Tak ekki bann þitt aftur, nema þú hafir fyllstu ástæðu til þess. Hugsaðu um, að það sem eru smámunir fyrir Jrig, er mikilvægt fyrir þau. Vertu áreiðanleg við þau í smáu sem stóru. Getir Jrú ekki útskýrt eitt- livað, sem þau spyrja um, eða viljir það ekki, þá áttu að neita að segja þeim Jrað. Þú mátt aldrei segja þeiin ósatt. Þegar gestir hæla börnum þínum, áttu að minnast þess, að þeir gjöra það til þess að geðjast þér, og að það hrós, sem börnin heyra sjálf, hefir skaðleg áhrif á þau. Hafir þú misst barn, þá áttu að minnast þess, að þú getur ekkert gjört fyrir það, en allt fyrir þau sem lifa. Því áttu að yfirbugá harminn fyrir sakir barna þinna sem lifa. ★ HÚSRÁÐ. Málið neðsta þrepið á kjallarastiganum livítt. Það getur forðað slysi þegar farið er niður stig- ann í myrkri, eða ef skuggsýnt er venjulega í stiganum. ★ l Sá, sem breiðir yfir bresti, eflir kærleika, en sá, sem ýfir upp sök, veldur vinaskilnaði. Orðskviðir Salómons.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.