Dagur - 09.03.1944, Blaðsíða 5

Dagur - 09.03.1944, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 9. marz 1944 DAOUR 5 Þórarinn Kr. Eldjárn: Hafnarmál Ólafsfjarðar Fyrir sýslufundi Eæjafjarðar- sýslu, er slitið var 26. febr. sl., lá beiðni frá Ólafsfjarðarhreppi um ábyrgð sýslunnar á lántöku til hafnargerðar í Cíafsfjárðar- horni. Ábyrgðarbeiðni þessari synjaði sýslunefndin, svo sem kunnugt er orðið í gegnurn út- varp, þar sem Ólafsfirðingar til- kynna það, að þeit telji sig .verða að leita ráða til að losna úr tengslum við sýslufélagið, vegna þess að þeir vilji ekki una aðgerðum sýslunefndarinnar í hafnarmálum Ólafsfjarðar. Væri óskandi að þeim tækist það, ef það er leið til að bjarga þessu stórmáli þeirra, hafnarmálinu. Þar sem óvíst er, að öllum þorra landsmanna sé ljóst. hvað hér er um að ræða, og yfirlýsing- ar Ólafsfirðinga virðast gefa í skyn, að synjun sýslunefndarinn- ar sé óvænt og óeðlileg, virðist ekki fjarri að reifa málið lítils- háttar á opnum vettvangi, svo að rnönnum gefist kostur á, eink- um Eyfirðingum. að skapa sér skoðun á málinu á hreinum grunni. Þá er sú ástæða engu minni til opinberra umræðna, að það hefir komið í ljós, að í hafnar- lögum, ekki aðeins hafnarlögum Ólafsfjarðar, heldur hafnarlög- um almennt, er ákvæði, sem ástæða sýnist til að athuga hvort eigi þurfi einhverra breytinga við, er þar átt við ábyrgð sýsln- anna á lántökum til hafnargerð- anna, en það er einmitt þetta at- riði, sem komið liefir hafnar- máfum Ólafsfirðinga í þá kreppu, sem þau nú eru í og hljóðbær erú orðin. Áður en lengra er farið út í málið, skal það tekið fram, að sýslunefndinni var fullljós nauð- syn Ólafsfirðinga á hafnarbót- um, ef atvinnulff þeirra og fjár- hagsleg afkoma á ekki að bíða hinn alvarlegasta hnekki. Til úrbóta á því vandamáli verður að finna einhverja færa leið, og getur ríkið ekki gengið fram hjá því. Hvað það er, sem gera á, er eigi á færi þess, er þetta ritar, að dæma um. Það skal meira að segja ekkert bolla- lagt um það. hvort líklegt sé eða ólíklegt, að fyrirhuguð og umrædd höfn sé það sem korna skal, eða eitthvað annað. Hér skal aðeins gengið inn á þá stað- reynd, að sýslunefndin átti að taka afstöðu til þess, hvort leggja ætti á Eyjafjarðarsýslu þá fjár- hagslegu ábyrgð, er hafnargerð- in í Ólafsfirði krafðist af henni, ef úr framkvæmdum ætti að verða, og viðhorf sýslunefndar til þessa máls. — En það er það, sem hér skiptir mestu máli. Samkværat þeim skjölum, sem fyrir sýslunefndinni lágu, hafnargerðinni, er ^ þetta: Þegar þingið semur lög höfnin í Ólasfirði um jafnstórfelldar framkvæmd- ir, sem hafnargerðir eru, er kosta milljónir, sýnist það vera hreinasti óvit, ef ekki ósann- girni. að ætla sýslufélögunum að standa ábyrgum fyrir milljóna króna lánum. viðvíkjandi áætlað, að muni kosta 5j4 milljón kr. (Lok- uð höfn, sennilega örugg). Af þessari upphæð, ef rétt reyndist, — en áætlanir hafa oft haft til- hneigingu til að standast ekki, hvernig sem fer um þessa — ber ríkissjóði að greiða 2/5 hluta, allt að 1 milljón kr. Ætti þá hafnarsjóður að bera millj., samkvæmt hafnarlögunum. — Þetta er þá sú upphæð, sem Eyjafjarðarsýsla mátti eiga von á að taka ábvrgð á smátt og smátt eftir því, sem verkinu mið- aði fram, þó ábyrgðarbeiðni sú, er fyrir sýslufundi lá að þessu sinni, væri eigi lík þessari upp- hæð, heldur langtum lægri. Mun nú ekki öllum sann- gjörnum mönnum ljóst, að hér er um hærri fjárupphæð að ræða en komið geti til mála að nokk- ur sýslunefnd með heilbrigða hugsun og snefil af ábyrgðar- kennd mundi leyfa sér að taka ábyrgð á fvrir sýslunnar hönd? Þegar nú þess er gætt, að sýslu- sjóðirnir hafa að heita má enga aðra tekjustofna en það niður- jafnaða gjald, er þeir leggja á hreppsfélögin, og því sáralitlu fjármagni yfir að ráða, ætti ekki að þurfa að fara í grafgötur til að sjá, að greiðslugeta sýslnanna er lítil, og væri rétt að sníða ábyrgðarkröfur á hendur þeim með það fyrir augum. Já, aðaltekjustofn sýslusjóð- anna eru hreppafélögin, og fram á síðustu ár var greiðslugeta þeirra eigi meiri en svo, að þau munu allmjög hafa fundið til þeirra útgjalda, og það striðsöl, sem nú er á könnunum, er eng- inn korninn til að segja hvað lengi varir eða hvað við tekur. Það er með þá staðreynd fyrir augum, að sýslurnar hafa lítil fjárráð, og sýslunefndirnar eiga að líta eftir, að hreppafélögin fari hyggilega með fjármál sín og ani ekki út í stórvafasöm fyr- irtæki, sem kynnu að ofþjaka greiðslugetu hreppsbúa, að sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu hef- ir talið sig af siðferðilegum ástæðum — þó að öðru væri sleppt — skylda til að ganga á móti málaleitun Ólafsfirðinga um nýja ábyrgð ofan á hundruð þúsunda ábyrgða, sem fyrir eru og sýslunni munu reynast nægi- lega þungar af á reynir. í synj- uninni leynist ekki hinn minnsti andúðarvottur á málum Ólafs- fjarðarhrepps, heldur er hún bein, rökrétt afleiðing af ofan- rituðu. Og þá skal komið að hinu at- riðinu, því sem eg tel hreina glompú á hafnarlögum frá lög gjafans hendi, og sem hann hlýt ur að sjá við athugun, en það er Hafi löggjafinn trú á, að hafn- argerð á einhverjum stað sé þess verð. að lagðar séu í hana milljónir, og það getur oft ver- ið, og skapi liann slíku fyrirtæki lög, verður hann í þeirn sömu lögum að ætla ríkissjóði bróður- partinn af útgjöldunum. Það má telja eðlilegt og sjálf- sagt, að meðmæli héraðsstjórna komi til, þegar um stórfelldar ] ramkvæmdir er að ræða í hérað- inu, og það er fullkomlega rétt- mætt ,að þeim sé ætluð einhver 'járhagsleg áhætta í sambandi við þær, en sú ábyrgð á að vera sniðin við það, að þurfi til að taka, sé unt að gera þessa ábyrgð gildandi. Þetta mundi skapa miklu nreira fjárhagslegt öryggi, og vaéri sæmandi hverri héraðs- stjórn undir að ganga. Hitt, að nýja sýslurnar út í ábýrgðir, sem forráðamönnum þeirra er ljóst, að er langt yfir þeirra getu, og aldrei kemur til mála að þær greiði, er blátt áfram siðspill- andi og þjóðhættulegt. Ábyrgð- arleysinu opnaðar dyrnar. Nú er fjarri nrér að álita, að þessi sé hugsun löggjafans, en mér virðist að það verka þannig í reynd. Það er skiljanlegt og mannlegt, séð frá bæjardyrum sýslunefndanna, þegar hreppsfé- lögin leita til þeirra um ábyrgð- ir á lánum til nauðsynlegra framkvæmda, að þær finni til þess að ganga á móti nauð synjamáli og verða þeirn þannig fjötur um fót. Leiðir óhjákvæmilega til þess. að hætt verður á hin tæpustu vöð, sem leitt getur eymd yfir sýslufélög- in, og er þá illa farið. Hér skal eigi teygður lengri lopi um þetta að sinni. Það skal aðeins fram tekið, að sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu hefir sent Al- þingi tillögu, sem að öllu leyti fer í sömu átt og greinarkorn þetta, og er þess að vænta, að þingið taki þá tillögu til athug- unar og sýni rnálinu fullanskiln- ing, breyti umræddu ákvæði, og ætli sýslunum ekki þyngri byrgð- ar, en þær eru færar um að rísa undir. Minningarorð Hinn 11. febr. sl. andaðist í Húsavík við Skjálfanda ft'ú Sig- rún Sigurðardóttir frá Skörðum í Reykjahverfi. Hún var dóttir hjónanna Sigurðar sál. Guð- mundssonar. er lengi bjó í Hvömmunum — Prestshvammi og Miðhvammi — í Aðaldal, og Solveigar Grímsdóttur Jóakims- sonar, er áður var gift Finnboga Finnbogasyni frá Laugavatni í Reykjahverfi. Meðal annarra barna þeirra Sigurðar og Sol- veigar voru þau Páll Sigurðsson, er lengi var símstjóri í Húsavík og sem látinn er fyrir nokkr- um árum — og Þuríður kona Verða íslendingar eftirbátar Norðmanna? Tíu vikur eru ekki langur tími, sízt í sögu þjóðarinnar. Innan aðeins 10 vikna rennur upp stór stund í sögu íslenzku þjóðarinnar. Þá eiga íslenzkir kjósendur að láta í Ijósi vilja sinn um það, hvort þeir ætlast til þess, að þjóðin ráði að öllu yfir landi sínu og málefnum í framtíðinni, þ. e. verði stjórnfrjáls þjóð, eða hvort hitt á að haldast eins og áður, að yfirráðin í vissum mál- um séu hjá erlendri þjóð og þjóðhöfðingja hinum megin við hafið. Um þetta eiga íslendingar að greiða atkvæði í maímánuði næstkomandi. Til eru íslendingar, sem lifa í þeirri trú, að stjórnmálabar- áttu þjóðarinnar hafi lokíð með fullum sigri 1918. En ef svo hefði verið, var hreinn óþarfi af íslendinga hálfti að tryggja sér í sambandslagasáttmálanum rétt til fyllra þjóðfrelsis að 25 árum liðnum. Sannleikurinn er sá, að íslenzka þjóðin hlaut ekki fullt stjórn- skipulegt frelsi 1918, þó að mikl- um mun þokaðist nær því marki en áður. Áð vísu mega íslending- ar setja sér lög að eigin vild, en ekki öðlast þau þó stjórnskipu- legt gildi, fyrr en þau hafa verið samþykkt suður við Eyrarsund. Samkvæmt sambandslagasátt- málanum fara íslendingar sjálfir ekki með utanríkismál sín og mega enga samninga gera við önnur ríki, nema í samráði við eða fyrir atbeina danska utan- ríkisráðuneytisins, og ekki öðl- ast slíkir samningar gildi, fyrr en konungurinn hefir lagt sam- þykki sitt á þá. íslendingar megæ, hafa eigin varðskip til gæzlu landhelgi sinnar, en til frekara öryggis eru þeim þó fengin dönsk skip til gæzlunnar. íslend- ingar eiga sjálfir land sitt, en jafnframt eru þeir skyldir til að þola þrjátíu sinnum mannfleiri þjóð réttinn til allra hinna sömu nota af landinu og þeir sjálfir hafa. Hvað sýnist mönnum? Er þetta óskorað stjórnfrelsi? íslendingar verða að muna það við atkvæðagreiðsluna í maí að sjálfs er höndin hollust. Dan ir hafa oft sýnt það, að þeirn geðjast vel að því að vera yfir- þjóð íslendinga. En þau yfirráð hafa jafnaðarlega reynzt íslend ingum litil heillaþúfa. Þetta mun þó aldrei hafa stafað af ill- vilja Dana í vorn garð, heldur af skeytingarleysi og skilnings- leysi á högum vorum og þjóðar- eðli. Velvilji Dana í garð íslend- inga hefir að líkindum alltaf ver ið fyrir hendi, jafnvel þegav þeim voru mislagðastar hendur eins og t. d. við friðarsamning ana 1864, er þeir höfðu ráða- gerð um að bjóða Þjóðverjum ísland í skiptum fyrir nokkra sneið af Slésvík. Fyrir skömmu flutti Ari Arn- alds sýslumaður útvarpserindi Jóns Ágústs Árnasonar. Bjuggu þau lengi í Skörðum og eru bæði enn á lífi, en hætt búskap. Dveljast þau nú hjá dóttur sinni og rnanni hennar, Jóni Þórarins- syni prests Þórarinssonar fráVal- ajófsstað. Meðal barna þeirra Solveigar og Finnboga voru þau: Jóhanna, tengdamóðir Pét- urs sál. Jónassonar framkvæmda- stjóra á Hjalteyri; Albert, faðir Eiðs skólastjóra á Fáskrúðsfirði og þeirra systkina og 'Valves, faðir Valdemars Snævarrs fyrr- um skólastjóra í Neskaupstað. — Sigrún í Skörðum — svo var hún oftast nefnd — giftist Sig- urði Sigurðssyni frá Skörðum, sem enn lifir, og bjuggu þau þar allan sinn búskap, en búi brugðu þau á síðastliðnu hausti. Þeim varð tveggja barna auðið: Drengs, er fæddist andvana, og stúlku, sem skírð var Elísabet. Hún veiktist mjög ung og þó að hún héldi lífi, sem kraftaverk mátti kalla, fékk hún hvorki heyrn né mál. Hún mun hafa andast á milli fermingar- og tví- tugsaldurs. Með þessu og fleira var foreldrunum kveðinn ærið þungur harmur, sem þau þó báru með furðanlegri stillingu. Sigrún sál. var lengstan hluta æfinnar heilsutæp. Sjóndepra ásótti hana snemma og ágerðist mjög með aldrinum. Sigrún var kona vel gefin að eðlisfari, en miklar og þungar raunir urðu einatt hlutskipti liennar og þeirra hjóna og lamaði hana mjög. En trú hennar, heit og einlæg, ntun oft hafa lyft henni yfir þreytu og mótlæti lífdag- anna. Eg hygg, að hennar verði varla að öðru en góðu einu get- ið. F.g held, að hún hafi áreið- anlega öllum samferðamönnum sínum góð viljað vera. Blessuð sé minning hennar. V. Sn. um skilnað Noregs og Svíþjóðar 1905. Stórþingið hafði gengið frá málinu fyrir sitt leyti. Síðan fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla í Noregi, og samþykkti norska þjóðin gjörðir Stórþingsins með 368.208 atkvæðum gegn 184. Um þetta fara Ara Arnalds svo orð: „Athugið, íslendingar, at- kvæðamuninn, 368208 gegn 164. Hvernig myndi þessi hlutfalls- tala samsvara íslenzkum kjós- endafjölda, miðað við síðustu kosningar? Ef reiknað er með sömu kjósendatölu, þegar at- kvæðagreiðsla fer fram urn sam- (Framhald á 6. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.