Dagur - 09.03.1944, Blaðsíða 8

Dagur - 09.03.1944, Blaðsíða 8
8 DAQUR Fimmtudagur 9. marz 1944 ÚR BÆ OC BYGGÐ I. O. O. F. = 12531081/2 = Messað í Lö&matmshlíð næstk sunnudag kl. 1 e. h. Sóknarpresturinn, sr. Friðrik J. Rafnar, vígslubiskup, er nýkominn heim úr Reykjavíkurför sinni. Frestað drætti. Frestað er drætti í happdrætti Bindindisheimilisins Skjaldborg, I. O. G. T., Akureyri, til 15. apríl næstkomandi. Skattstofa Akureyrar hefir opnað í Skipagötu 6, II. hæð (hús Eyþórs Tómassonar, inngangur um portið) og er viðtalstími skattstjóra kl. 5—7 e. h. alla virka daga, nema laugardaga og á öðrum tímum eftir samkomu- lagi. Sjá auglýsingu í blaðinu í dag. Kvenfél Iðunn heldur dansleið í þinghúsi Hrafnagilshrepps næstk. laugardag, 11. marz, kl. 10 síðdegis. Ölvun bönnuð. Bazar. Kvenfélag Akureyrarkirkju hefir bazar í kirkjukapellunni næstk. sunnudag, 12. marz, klukkan 4 e. h. Félagskonur eru áminntar um að koma munum til nefndarinnar ekki síðar en um hádegi á laugardag. ,£íorí‘. Föstusamkoma verður á föstudagskvöld kl. 8.30. (Passíu- sélmar). — Almenn samkoma á sunnudagskvöld kl. 8.30. — Gunnar Sigurjónsson, can. theol. talar. Allir velkomnir! — Barnasamkoma á sunnudag kl. 10.30 f. h. St. Brynja heldur fund í Skjald- borg þriðjud. 14. marz kl. 8.30 e. h. Dagskrá: Inntaka, kosið í húsráð, framhaldssagan, erindi (um siði og tákn reglunnar). Allir þeir, sem geng- ið hafa í regluna í vetur, eru sérstak- lega beðnir að mæta. Barnastúkan Bernskan heldur fund í Skjaldborg næstk. sunnudag kl. 1 h. h. B-flokkur skemmtir. Framhalds- sagaiL Sjúkrahússmálið (Framhald af 1. síðn). Svofelld ályktun var sam- þykkt: . Þar sem Alþingi hefir ekki viljað verða við kröfu bæjar- stjórnar Akureyrar um að ríkið taki að sér að reisa og reka sjúkrahús á Akureyri fyrir Norð- urland, þá beinir bæjarstjórn þeirri fyrirspurn til sýslunefnda Eyjafjarðarsýslu og Þingeyjar- sýslu, hvort þær vilji taka að sér að reisa og reka í félagi við Ak- ureyrarbæ sjúkrahús fyrir bæinn og sýslurnar á þeim grundvelli, að bæði kostnaður við sjúkra- húsið og þátttakan í stjórn þess skiptist milli aðila, sem næst eft- ir fjölda legudaga sjúklinga þeirra. Sjái sýslunefndirnar sér ekki fært að verða við framangreind- um tilmælum bæjarstjórnar, getur svo farið að bæjarstjórn neyðist til að miða byggingu hins væntanlega sjúkrahúss við þarfir Akureyrarbæjar. HEFI REYPT innrömmunarvinnustofu Elenors Jóhannssonar, Akureyri. — Tek að mér innrömmun á myndum og málverkum. Þeir, sem eiga myndir á vinnustof- unni tali við mig sem fyrst. — Vinnustofan verð- ur í sama stað Brekku- götu 1. EYÞÓR H. TÓMASSON, Frá Ferðafélagi Akureyrar (Framhald af 6. síðu). Stjórnina skipa nú: Árni Jó- hannsson, formaður, Þorst. Þor- steinsson, varaformaður, Þor- móður Sveinsson, ritari, Björn Þórðarson, gjaldkeri og með- stjórnendur Edvard Sigurgeirs- son, Aðalst. Tryggvason og Sig- urjón Rist. í ferðanefnd voru kosnir: Þor- steinn Þorsteinsson, Baldur Ei- ríksson, Ármann Dalmannsson, Jónas Hallgrímsson og Herbert Tryggvason. e í- skemmtinefnd voru þessir menn kosnir: Anna Laxdal, Tryggvi Þorsteinsson, JónasÞór, Kristinn Jónsson og Sigurjón Rist. Fokdreifar. (Framhald af 4. síðu). starfa. Ber þetta vitni hæfileika hans, dugnaði og vinsældum. Mörgum mun líka finnast að þjóðinni beri skylda til, að fá þessu einna mesta tónskáldi, sem hún hefir eignast, eitthvað veg- legra hlutverk í hendur en að fást við litið merkilega kennslu alla æfi. Út- varpskór, undir stjórn Björgvins Guð- mundssonar, mundi verða útvarpinu til vinsælda og vegsauka og þjóðinni til mikillar ánægju og sæmdar“. Þetta er vel mælt og skörulega. En talsvert kvað við annan tón hjá úthlutunarnefnd listamannafjárins hér á dögunum, þegar hún setti þá Björg- vin Guðmundsson og Sigvalda Kalda- lóns á sama bekk og einna lægsta allra hlutgengra tónlistarmanna, — t. d. svo langt neðan við meistarann Jón Leifs, að þeir eygja hann sjálf- sagt naumast í bezta kiki þar uppi á tindinum! En allt verður það að vera á sömu bókina lært hjá þeim, bless- uðum, enda láta þeir sól sinnar náð- ar og réttlætis ávallt skína jafnt yfir réttláta og rangláta, svo sem vera ber! Skipakaupin (Framhald af 1. síðu). og muni ríkisstjórnin sjá um yf- irfærslu þess. Ráðherra upplýsti einnig, að samkv. upplýsingum frá Svíþjóð væri áætlað að smálestin myndi kosta nálægt 5000 ísl. kr. í skip- unum afhentum í Svíþjóð, en að þessi upphæð gæti jafnvel orðið lægri. Smíðatíminn er 12 mán- uðir frá því að gengið er frá samningum. Skipin eru á ábyrgð skipa- smíðastöðvarinnar á meðan á smíði stendur. Eftir að smíði er lokið, verða skipin á ábyrgð kaupenda. Ríkisstjórnin mun gangast fyrir að semja í einu lagi, ef þess gerist þörf, um trygging- ar á skipunum, eftirlit og við- hald eftir að smíði er lokið, þar til hægt yrði að taka skipin heim. Nefndin ræddi málið frekar og gerir ráð fyrir að beita sér fyrir stofnun hlutafélags til út- gerðar eins og um hefir verið rætt, og leggur til að bæjar- stjórn samþ. neðangr. ályktun: „Bæjarstjórn Akureyrar óskar eftir að hið háa atvinnumála- ráðuneyti útvegi fyrir bæinn til- boð í 1 skip 75 smálesta, 1 skip hundrað og 1 hundrað og fimmtíu smálesta, og séu þessi skip með útbúnaði og innrétt- ingu fyrir tog og síldveiðar, ganghraði 11 mílur“. Bæjarstjór nsamþykkti álykt- un þessa einrþmib Jarðarför mannsins míns, AÐALSTEINS HALLSSONAR á Miðlandi, er andaðist þann 3. þ. m., fer fram að Bakka mánudag- inn 13. marz næstk. og hefst með húskveðju að heimili hans kl. 11 fyrir hádegi. Miðlandi, 0. marz 1944. Kristjana Þorleifsdóttir. Maðurinn minn, ÞÓRHALLUR M. KRISTJANSSON frá Sæ- borg, Hjalteyri, andaðist sunnudaginn 5. marz í Sjúkrahúsi Akur- eyrar. — Jarðarförin ákveðin laugardaginn 11. marz kl. 2 e. h. að Möðruvöllum í Hörgárdal. Þórhanna Rögnvaldsdóttir. KARLMANNA-SKYRTUR Verð frá kr. 15.60, 18.00, 19.45, 20.00, 21.00, 22.60, 27.00. BRAUNS VERZLUN Páll Sigurgeirsson % £U*«$«!5!55«S«5«!S!$$5!SS«!$5!0«5«5í555!5«$55«5!S<»5«555««5«5«$55«$5!«S Nýju hafnarmannvirkin (Framhald af 1. síðu). mannvirki og að tilhlutan bæj- arstjóra og bæjarstjórnar. Er þar gert ráð fyrir að Akureyrarhöfn fái að njóta sömu hlunninda hjá ríkinu og t. d. Reykjavíkurhöfn, en það er m. a., að ríkið greiði 1/3 kostnaðarverðs nýrra hafn- armannvirkja. — Akureyrarhöfn hefir til þessa engra slíkra ríkis- styrkja notið, en með tilliti til hinna áætluðu framkvæmda þótti vitaskuld sanngjarnt, að ríkið gerði bænum að þessu leyti jafn hátt undir höfði og Reykja- vík og fleiri höfnum. Frumvarp þetta liggur nú fyrir þinginu. Af þessum ráðagerðum öllum, svo og tillögum sem frá er greint í blaðinu í dag um athugun á aukinni útgerð héðan er sýnt, að bæjarstjórnin ætlar að snúast drengilega og skynsamlega við þeim vandamálum, sem blasa við Akureyri á komandi tímum, — þ. e. með því að freista að stuðla að stofnun arðbærra at- vinnufyrirtækja, sem skapi í senn verðmæti og atvinnu fyrir bæjarbúa. |í DAG íeru síðustu forvöð! að kaupa miða í Happ-| drætti Háskólans. j Verða seldir |til kl. 11 í kvöld, eða meðan endast, því að5 lítið er orðið eftir. ÞAÐ ER HYGGILEGT að vera með frá byrjun. ÚÚÚÚ<H>l5íKHKtlWKHKB>I«HW5l«KHW Góð íbúð til sölu fyrir lágt verð Vil selja strax góða íbúð í ný" legu steinhúsi. ÁRNI BJARNARSON. DÚNN MÓÐURÁST Föstudaginn kl. 9: SERKJASLÓÐIR Laugardaginn kl. 6 og kl. 9: MÓÐURÁST Sunnudag kl. 5 og kl. 9: SERKJASLÓÐIR í yfirsængui', kodda og púða, er ennþá til. Fyrsta flokks yfirsængurdúnn væntanl. Tekið á móti pöntunum. Söluturninn við Hamarstíg BLANDAÐ GRÆNMETI og ýn.sar áðrar niðursuðuvörur. Það borgar sig að koma í Söluturninn við Hamarstíg VÖRULISTI frá útibúi voru í Hamarstíg 5: Síróp, margar teg. Sykurvatn Hindberjasaít Sultur, margar teg. Marmelade Súrkál T ómatsaii Salatolía Soya Súpustengur Búðingar, alls konar Súpur í pk., m. teg. Bökunardropar alls konar Súkkat, dökkt Kardemommur, heilar og steyttar Karry Kokómalt Ovaltine * Makkarónur Spaghetti Mjólkurostur Mysuostur Sm jörlíki Skyr Mjólk Rjómi Alls konar brauð og kökur irá brauðgerð- inni, o. íl. o. íl. Nýlendu- vörudeild I- Skemmtibátur til sölu. yfirbyggður, tekur 8 farþega. — Til sýnis í fjörunni fyrir neðan Hafnarstræti fij. Jd. fi-7 e, h.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.