Dagur - 16.03.1944, Page 3
Fimmtudagur 16. marz 1944
DAGUR
3
Jónas Jónsson:
LÆKIR
RENNA EKKI UPP BREKKU
Rennandi vatn leitar að hentugasta farvegi. Sama lögmál gildir
um andlegar hreyfingar. Einræðisstefnur, rússneskar og þýzkar,
hafa verið boðnar Skandinövum og Engilsöxum. En þeir lækir
hafa ekki runnið upp brekkuna.
Menn eru auðugir með ýmsu móti. Ríkar, ungar stúlkur vest-
anliafs verðleggja sig stundum í dollurum. Guðmundur í Nesi í
Selvogi á stærsta sauðfjárbú á íslandi, Óskar Halldórsson flestar
síldartunnur, Kveldúlfur mest af togurum. Og um mig hafa á
undangengnum 30 árum verið sögð meiri pólitísk ósannindi en
um aðra menn hér á landi. Þó undarlegt sé, er þetta líka eins
konar auðlegð. Hver verður að gæta að sínu. Stórbóndinn í Nesi
hefir umhyggju fyrir hjörð sinni, útvegsmaðurinn fyrir tunnu-
forða sínuin. Maður, sem miklu er logið um á landsmálasviðinu,
þarf líka að gæta að því undarlega fyrirbrigði.
Hatröm ósannindi í landsmálabarátunni eru ótvíræð merki
þess, að sá sem fyrir því verður, starfar að gagnlegum nýungum.
Því meira sem er í húfi um þjóðleg málefni, því fastar vera and-
stæðingar fram ósannar heimildir. F.g tek aðeins fá dæmi. Þegar
eg vann að eflingu Akureyrarskólans og Laugarvatns, var haldið
fram í bæði skiptin, að ég vildi búa mér þar til lífsstöður. Þegar
ég vann að undirbúningi framfaralántökunnar' í London 1930,
var fullyrt í blöðum og manna á milli, að eg fengi enga áheyrn.
Um líkt leyti unnu nokkrir læknar að því mánuðum saman, að
útvega mér ævilanga vist á Kleppi, og bréfum því til stuðnings
var dreift út um allt land. Nú gengur bréfahríð frá skáldskapar-
miðstöðinni í Rvík út um land, að undirlagi upplausnarhreyf-
ingarinnar í landinu og frá ýmiss konar lausamönnum, sem vænta
sér hagsmuna við slysfarir þjóðfélagsins. Mér eru jafnótt send
sýnishorn af þessum bréfum utan úr sveitum. Þar er fullyrt, að
eg vilji koma íslandi undir stjórn eins eða tveggja stórvelda, fram-
selja samvinnufélögin undir auðvald landsins, leggja Framsókn-
arflokkinn niður, fá útlent herlið til að kúga verkamannastéttina.
Svo sem að launum fyrir þessar margháttuðu syndir, á eg að vera
háður ritskoðun og ritbanni hjá útgefendum Dags á Akureyri. í
eitt kjördæmi, til dæmis að taka, er með hæfilegu millibili dreift
40—60 bréfurn með þess háttar innihaldi, þegar andinn kemur
yfir hinn ötula bréfritara.
Hér er ekki staður né stund til að fjölyrða um allar þessar skáld-
sögur. íslenzkir samvinnumenn láta „grön sía“ og betur en Sín-
fjötli, þegar þeijn er borinn eiturblandinn drykkur. Hér vil ég
aðeins gera að umtalsefni skáldsöguna um útgáfustjórn Dags. Rit-
skoðun og ritbann var algeng og allsráðandi, meðan kúgunar-
stjórn var í Evrópu. Þegar frelsisaldan brauzt um heiminn frá
Englandi og Ameríku, þótti það einna mestur andlegur sigur, að
brjóta ritskoðunar- og ritbannshlekkina. Þegar fleiri og fleiri lönd
tóku upp þingstjórn og lýðstjórn, var ætíð tryggt í stjómlögum
landsins, að ekki væri leyfilegt að beita ritskoðun eða ritbanni.
Stjórnlög íslands tryggja þetta frelsi á hátíðlegan hátt. Þegar naz-
ismi og kommúnismi tóku að færast í aukana í Evrópu, voru tekin
upp og endurbætt öll kúgunartæki frá miðöldunum. Þar voru
ritskoðun og ritbann í fremstu röð. íslenzkir kommúnistar mæla
með þessu, og hafa sett ritbann á „krata“ í stjórn Alþýðusam-
bandsins í sambandi við tímaritið „Vinnuna". Allar ráðagerðir
um ritskoðun og ritbann á íslandi standa í sambandi við áróður
kommúnista. Mér er ekki kunnugt um, að útgefendur Dags hafi
nokkurn tíma beitt þessu miðaldatæki, ritbanninu. Ef eg yrði þess
var, að eitthvert blað, sem eg sendi grein, væri komið á sama stig
um andlegt frelsi eins og böðlar einræðisþjóðanna, myndi ég jafn-
skjótt hætta að vera í þeim félagsskap, jafnvel þó að sú ákvörðun
snerti inig ekki persónulega. Þeir menn, sem þekkja anda sam-
vinnustefnunnar, láta ekki bjóða sér eiturblöndu frá vanþrosk-
uðum stjórnendum gamalla og nýrra kúgunarþjóða.
Hin öfundarkennda gremja, sem býr í hugum einstakra sam-
tíðarmanna í minn garð, er auðskýrð. Fyrir hér um bil 30 árum
byrjaði ég að beita í íslenzkum landsmálum tækni, sem var að
vísu gömul, en kom ýmsum viðvaningum nýstárlega fyrir sjónir.
Eg leitaði að skynsamlegum áhugamálum á framfarasviðinu, bar
þau fram í ræðu og riti, og leitaði síðan eftir bandamönnum hvar
sem þess var kostur, til að koma þeim í framkvæmd. Það má sjá af
gamanvísu eftir Þorstein Gíslason frá bæjarstjórnarkosningum
1918, að þessi tækni, sem eg beitti, kom eins og „þjófur úr heið-
skíru lofti“ yfir þunglamalega broddborgara, sem bjuggu til ótrú-
legar ýkjusögur um hið nýstárlega vald dreifbýlisins:
„Og þar er líka Hriflon, og því skal minnzt á hann,
því allir um hann tala, þann undarlega mann.
Hann sjálfur aldrei sést,
en sagður ráða mest.
Og læðist um í laumi,
og leikur á bak við flest.“
Eg vil stuttlega nefna áhugamál og bandalög frá 1916 til yfir-
standandi tíma.
1) í kosningunum 1916 vann eg að því að koma á í kyrrþey
sambandi milli 4 flokka, tveggja bændaflokka, verkamanna og
„þversum"mánna, undir stjórn R, Kr. og Sig. Eggerz. Þetta banda-
lag stöðvaði Mbl„ svo að þeir gátu ekki myndað veika stríðsstjórn.
2) Bandalag þessara fjögra aðila leiddi til jress, að mynduð var
sambræðslustjórn 1917—20. Nálega allt þingið og öll þjóðin unnu
þá saman. í skjóli jress friðar kom lausn Sambandsmálsins 1918,
landsverzlun stríðsáranna, ný kaupfélög í þrem fjórðungum, hrað-
fara efling Sambandsins, ummyndun Landsbankans úr kotbanka
í þjóðbanka, sem hefir þjóðnýta forustu um fjárhag landsmanna.
3) Á árunum 1920—22 var máttvana Mbl.stjórn. Á jrví tímabili
tókst að koma á samvinnulöggjöfinni, með ópólitísku samstarfi
utan við ríkisstjómina.
4) Næst kom Framsóknar- og ,,[iversum“stjórn 1922—24. Þá
tókst að koma á landsverzlun með olíu vegna útvegsins, og byggja
Esju sem mannflutningaskip með ströndum fram. Áður var fátækt
fólk flutt í lest eins og skepnur. Þá var þjóðleikhússlöggjöfin gerð,
með launbandalagi milli manna úr Framsóknar- og Sjálfstæðis-
flokknum.
5) íhaldið fór með völd 1924—27, en hafði ótryggan meirihluta.
Þá var hrundið í framkvæmd héraðsskólabyggingu á Laugum,
yfirbyggð sundlaug á sama stað, hin fyrsta á landinu, byggingu
vegna Eiðaskóla og undirbúningi Alþingishátíðar 1930. Öllum
jDessum nýungum var komið í verk með ópólitískum samtökum
Framsóknarmanna, Jóns Baldvinssonar og jakobs Möllers.
6) Bandalag Framsóknar- og Alþýðuflokksins stóð frá 1927—31.
Mesta framfaratímabil í sögu þjóðarinnar á síðari öldum. Bygg-
ingar- og landnámssjóður og sjóðir til að reisa hús handa verka-
mönnum, taka til starfa. Sett er á stofn bændaverzlun með tilbú-
inn áburð, Búnaðarbankinn, tvö mjólkurbú sunnanlands, ríkis-
bræðslur á Siglufirði, byggt björgunarskipið Óðinn, Arnarhvoll,
sjálfvirka símstöðin, Sundhöllin, margar sundlaugar og héraðs-
skólar. Byrjað að nota jarðhita til margskonar þarfa. Komið upp
ríkisprentsmiðju, menntaskóla norðanlands og allmörgum gagn-
fræðaskólum. Sett löggjöf um byggingu og lóðamál háskólans.
7) Ásgeir Ásgeirsson stýrir á árunum 1932—34, með parti af
Framsóknarflokknum og Mbl.mönnum, en mjög að óvilja sam-
vinnumanna í landinu. Karakúlféð flutt inn og gerður fjármála-
samningur erlendis, sem er einstakur í sinni röð.
8) Þrátt fyrir vaxandi afbrýðisemi yngri leiðtoga Alþýðuflokks-
ins tókst 1934, að koma á starfsbandalagi milli hans og Framsókn-
armanna sem stóð að rnestu óslitið í 5 ár. Þá var hrundið í fram-
kvæmd skipulagi á sölu kjöts og mjólkur, sem leiðtogar kaupfé-
laganna og Sambandsins höfðu undirbúið, og margþættri trygg-
ingarlöggjöf, sem undirbúin var af Alþýðuflokknum.
9) Á árunum 1937—39 reyndi ég að koma á samstarfsskilyrðum
milli Framsóknarmanna og Sjálfstæðisflokksins. Án jiess hefði
upplausnin byrjað rétt fyrir stríðið. Þjóðstjórnin 1939—42 spratt
upp af bandalagsstarfsemi minni. Hafði fylgi nálega allra Jiing-
manna líkt og 1917—20. Á Jiessum árum tókst að skapa þjóðlega
einingu um Sjálfstæðismálið, halda dýrtíðinni nokkurn veginn í
skefjum, og verja þjóðina mörgum áföllum vegna styrjaldarinnar.
10) Með lögbindingunni haustið 1941, gerðardóminum í árs-
byrjun 1942, og ákvörðun um almennar kosningar vorið 1942,
var ný kynslóð í Framsóknarflokknum tekin að ráða ákvörðunum
um þessi málefni. Á hálfu ári voru rofin samstarfsböndin við Al-
þýðuflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn. Upp úr því komu tvennar
kosningar, háskaleg stjórnarskrárbreyting og hóflaus vöxtur dýr-
tíðarinnar. Síðan reyndu nokkrir áhugamenn úr Framsóknar-
flokknum, mjög á móti ráðum allra reyndustu samvinnumanna,
sem átt höfðu meginþátt í að mynda Framsóknarflokkinn, að ná
bandalagi við kommúnistaflokkinn. Eftir margra mánaða við-
leitni í Jjessa átt, neituðu kommúnistar öllum samstarfstillögum
við Framsóknarmenn, og hafa bæði áður og eftir gert allt til að
skaða fólkið í dreifbýlinu, samvinnufélögin og Framsóknarflokk-
inn.
Þannig eru megindrættirnir í sögu íslenzkra stjórnmála um
aldarfjórðungs skeið. Sú aðferð, sem ég byrjaði að beita 1916, átti
vel við allar kringumstæður. Þúsundir samvinnumanna uin land
allt beittu henni við óteljandi vandamál. Hver sigur jók umbóta-
mönnum fjör og bjartsýni. Bandalög um málefnin voru gerð með
skilningi á sálarlífi annarra. í 25 ár reyndi teg aldrei að koma á
bandalagi til lausnar umbótamalum, á þann hátt að eg fengi
neitun frá hinum aðilanum. En þeir, sem lögðu starfslínur á
vegum Framsóknarflokksins frá ársbyrjun 1942, fóru nýjar leiðir.
Alþýðuflokkurinn fór í haturshug og fann upp kjördæmamálið.
Næst urðu slit við Sjálfstæðisflokkinn. Bónorðsförin til kommún-
ista var eins og vatnsveiting upp brekkuna. Bandalagstilboðið við
kommúnista var m. a. hættulegt vegna þess, að kommúnistar lágu
í opinberum ófriði við kaupfélögin og Sambandið.
Á undanförnum mánuðum hefi eg í Degi bent á stórt framtíð-
armál, og líklegustu bandalagsskilyrðin fyrir Framsóknarmenn.
Eftir verðhrunið legg eg til, að hlutaráðning og hlutaskipting
komist á í öllum meiriháttar atvinnurekstri. Á þann hátt einan
má tryggja innanlandsfrið og réttláta skiptingu þjóðarteknanna. í
öðru lagi bendi ég á nauðsyn bandalags í mörgum deilum milli
þeirra, sem ekki vilja láta gera krónuna verðlausa, þurrka út allar
Gislar.
1 nýlegu hefti af ameríska
vikuritinu „Time“ er greint frá
því, að búið sé að kvikmynda
söguna „Gis!ar“ eftir tékkneska
skáldið Stefan Heym; aðalblut-
verkið, Milada, er leikin af Lou-
ise Rainer. Saga Jiessi er fyrsta
framlialdssaga „Dags“.
•
Vísindin og stríðið.
Meiri framför hefir orðið á
sviði uppfyndinga og vísinda í
Bandaríkjunum á undanförnum
þremur árum, en á næsta manns-
aldri þar á undan, segir í grein-
argerð sem Rockefeller-vísinda-
stofnunin í New York hefir ný-
lega gefið út. Herinn og flotinn
verja nú 100.000.000 dollara á
ári í rannsóknir og tilraunir. —
Starf vísindamannsins er talið
svo mikilsvert, að í fyrsta sinn í
sögunni á borgaralegur vísinda-
maður sæti í æðsta ráði hers og’
flota. Margt af því, sem áunnist
hefir. er ennþá hernaðarleyndar-
mál og verður ekki opinbert gert
fyrr en ófriðnum er lokið. En
margt er þegar kunnugt. Til
dæmis Jjað ,að vísindamennirnir
hafa nú aflað sér svo mikillar
þekkingar í næringarfræði,
skurðlækningum og vörnum
gegn útbreiðslu sjúkdóma, að
áætlað er, að hver hermaður eigi
helmingi minna í hættu af ásókn
sjúkdóma eða af sárum, en var
í fyrri heimsstyrjöld.
Bandaríkjaherinn notar nú
meira af viðtækjum og loft-
skeytatækjum en öll ameríska
þjóðin gerði árin fyrir stríðið.
Sú deild hersins, sem starfrækir
þau, er fjölmennari en allur her
Napoleons við Waterloo.
Ótrúlegir hlutir eru mönnum
nú kunnir í sambandi við raf-
magn og segulmagn. Því nær
ótakmarkaðir möguleikar hafa
opnast til framfara á Jjeim svið-
um, til hagsbóta fyrir mannkyn
allt.
Styrjöldin hefir leitt mikið
böl yfir mannkynið. En þróun
tækninnar hefir fyrir hennar til-
verknað orðið slík, að endur-
reisnin ætti að geta orðið glæsi-
legri og fljótvirkari en nokkurn
gat órað fvrir í stríðsbyrjun.
Time.
innstæður, eta upp allar inneign-
ir og láta fáráða viðvaninga eyði-
leggja dreifbýlið og- sjálfstæðan
atvinnurekstur hvar sem er.
Innan Framsóknarflokksins er
ekki skoðahamunur nema um
eitt atriði. Nokkrir menn, sem
skortir innsýn í sálarlíf annarra,
vilja koma flokknum í samstarfs-
aðstöðu við kommúnista og
þeirra fylgilið. Allt þeirra starf
er vatnsveiting upp brekkuna.
Hins vegar er meginþorri sam-
vinnumanna í landinu. Þeir vilja
eiga jarðir sínar, skip, báta og
nýjar og gamlar innstæður. Þeir
munu smátt og smátt koma á
samstarfi, ópólitísku eins og um
Alþingishátíðina, með mörgum
deildum borgaralegra manna úr
ýmsum landsmálaflokkum.