Dagur - 16.03.1944, Side 6
*
DAQUR
Fimmtudagur 16. marz 1944
ST£MW#em
Innilegt þakklæti vottum við öllum þeim, sem sýndu okk-
ui samúð við andlát og jaiðarför JÓNS SIGURÐSSONAR
Stóragerði.
(Framhald).
innar. Hann beið rólegur eftir því, að hún segði honum allt, því
að hann fann, að honum hafði heppnast að tengja band trúnaðar
og vináttu í milli þeirra.
„Manstu eftir bardaganum við háskólabygginguna?“ spurði hún.
Breda kinkaði kolli. „Já, eg man það. Þeir sendu hermenn til
þess að loka háskólanum og í bardaganum voru margir stúdentar
drepnir."
„Já. Glasenapp stjórnaði fylkingu hermanna og eg var á meðal
stúdentanna. Við vorum- króuð af með bvssustingjum Þjóðverj-
anna, og Pavel, einn af vinum mínum, safnaði hóp röskra drengja
um sig. Þeir áttu að ryðja okkur braut úr hringnum, í gegnum
byssustingjaröðina út á götuna, svo að við hin gætum sloppið.
Rétt í því var farið að skjóta. Eg varð fyrir skoti og missti meðvit-
undina. Eg sá Pavel aldrei aftur.“
Breda fann að hún var að rífa opið gamalt sár. Honum féll það
illa. „Hann hefir verið hraustur drengur,“ sagði hann, feimnislega,
til þess að segja eitthvað.
,,Eg elskaði hann,“ sagði Milada, blátt áfram.
„Og hvað skeði svo?“ spurði Breda.
„Glasenapp var undarlegur á margan hátt," sagði Milada, eftir
ianga þögn. „Hann hafði yndi af að segja mér frá því, hvernig
hann hefði bjargað mér frá bráðum bana. Það var orðin ástríða á
honum, að segja þessa sögu. En í sögunni nefndi hann mig^aldrei
með nafni, talaði ævinlega um „stúlkuna“, sem hann hefði bjarg-
að. Það var eins og hann kynokaði sér við að nefna mig beinlínis
á nafn.“
„Eg-get skilið það,“ sagði Breda.
„Glasenapp sagði svo frá, að hann hefði séð „stúlkuna", þ. e.
sjálfa mig, liggja meðvitundarlausa á götunni, blóðið streyma úr
öxlinni og rjóða kjólinn og götuna. Hann tók hana í fang sér, bar
hana um yfirgefnar göturnar, þangað til hann fann leigubíl."
„Hvers vegna lagði Glasenapp allt þetta á sig til þess að bjarga
þér? Samkvæmt heimspeki þeirra er meðaumkun fyrirlitleg kennd
og stranglega bönnuð innan flokksins og hersins."
„Eg veit það ekki. Eg held að Glasenapp hafi varla vitað það
sjálfur. Hann hungraði og þyrsti eftir félagsskap, — ekki hermanna,
heldur venjulegs fólks. Hann var algjörlega misheppnuð útgáfa af
forhertum nazista.
„Eg raknaði við í leigubílnum." Milada hélt áfram með sönu sína.
„Eg gat gert honum skiljanlegt hvar eg átti heima. Hann ók mér
þangað. Eg lá í sárum mínum í meira en mánuð. Hann skildi pen-
inga eftir hjá húsráðendum fyrir mat og meðul, og heimsótti mig
nær því á hverjum degi.“
„Og varð ástfanginn af þér, auðvitað?“
„Ekkert er ömurlegra, en að vera einmana og veikur," hélt hún
áfram, og lét spurningu hans ósvarað. „Sársaukinn verður eins og
sjálfstæð vera, hringsnýst og dansar fyrir augunum á rnanni. Og
svo er enginn til þess að hugga mann, — enginn til þess að taka
eftir því, þótt maður beri sig vel, — og til hvers er þá að vera að
því? Eg var hrædd og hrjáð. Eg þráði, að einhver kæmi til mín og
sæti hjá mér. Það voru eingöngu slíkar tilfinningar. sem eg bar til
hans, alla tíð. Eg leyfði honum að halda í hendina á mér. Það
garði hann hamingjusaman."
„Áttirðu ekki aðra vini?“
„Enginn kom til mín, allan tímann. Seinna frétti eg, að þegar
þeir sáu þýzkan foringja ganga út og inn um íbúð mína, héldu
þeir, að húsið væri undir eftirliti, og þorðu ekki að bæra á sér.
„Glasenapp sagði mér, að í óráðinu hefð eg kallað á Pavel. Og
undir eins og eg var farin að hressast, sendi eg til 'þess að spyrja
eftir honum. En Pavel fannst ekki, einhver ókunnugur var fluttur
í herbergið hans. Eg hélt þá, að hann mundi vera í felum, eða í
fangelsi."
„Pavel hefir verið starfandi í frelsisbaráttu stúdenta?"
„Hann var einn af leiðtogum þeirra. Hann var hraustur, djarf-
ur og fullur af ákafa og lífsþrótti. Eg gat ekki trúað því, að hann
væri dauður. Og Glasenapp hjúkraði veikum vonum mínum.
Hann sagði mér að Pavel væri lifandi, en fangi hjá Gestapo."
Breda varð þögull.
„Glasenapp breytti sennilega rétt, þegar hann laug að mér og
sagði að Pavel væri lifandi. Ef til vill hefði eg dáið, eins lasburða
og eg var, ef hann hefði ekki kveikt von í brjósti mér. Hver veit?
En loksins fékk eg að vita allan sannleikann. Eg fékk bréf frá vini
mínum. Pavel hafði verið drepinn í bardaganum í háskólanum.
„Þetta kvöld kom Glasenapp í heimsókn. F.g veit ekki hvernig eg
hafði mig upp í að tala við hann. Eg sagði ekki margt. ,Pavel er
dauður. Þú laugst. Þú draps hann‘.“
„Milada!" hrópaði hann, og andlit hans var öskugrátt.
„Þú drapst Pavel,“ endurtók eg, en lézt sem hann væri lifandi, til
þess að geta leikið þér að mér, eins og köttur að mús. Þannig farið
þið að því, að kvelja og pína. Þið berjið okkur þangað til við erum
(Framhald).
Vandamenn.
ÍBÚÐ
og atvinnu getur fjölskylda fengið hjá undirrit-
uðum frá næstu sumarmálum, eða frá 14. maí,
um lengri eða skemmri tíma. Notkun á einu kw.
rafmagns getur fylgt íbúðinni ásamt góðri
geymslu. Þá getur fylgt land til garðræktar, að-
staða til að reka hænsnabú og eitthvað af engi.
BERGSTEINN KOLBEINSSON, Leifsstöðum.
Jörð til sölu.
Hálf jörðin GRÖF í Öngulsstaðahreppi fæst til kaups og
ábúðar í næstu fardögum. Semjj ber við undirritaðan fyrir
marzmánaðarlok. Áskil mér rétt til að taka hvaða tilboði sem
er eða hafna öllum.
Gröf, 13. marz 1944.
KRISTJÁN BJARNASON.
j
w\
n
IÐUNNAR-SKÓFATNAÐUR
er viðurkenndur af öllum
landsmönnum fyrir gæði.
Hin ódauðlegu listaverk
Flateyjarbók
og
Heimskringla
Snorra Sturlusonar, koma út inn-
an skamms í miög vönduðum út-
gófum.
Upplag þessara bóka er
takmarkað, og ættu þeir,
sem haía hug á að eign-
ast þær, að gerast sem
fyrst áskrifendur. Komið
eða hringið til okkar.
Bókaverzlunin EDDA
Akureyri.
Garðyrkjukonu
vantar við Húsmæðraskólann á
Hallormsstað n.k. sumar. Nánari
upplýsingar gefur
HALLDÓRA BIARNADÓTTIR
Sfmi 488.
PRJÓNAVÖRUR
Dömupeysur
Karlm.peysur
Drengjapeysur
Barnapeysur
Kvenbolir
Barnabolir
Barnabuxur
Vefnaðar-
v!iiu(leil(l.
Sjötug sæmdar-
kona.
Sjötug varð sl. mánudag frú
Sigiíður Björnsdóttir, Brekku-
götu 11 hér í bænum. Hún er
fædd að Upsúm í Svarfaðardal
13. marz 1874. Foreldrar hennar
voru valinkunn sæmdarhjón og
faðir hennar annálaður dugnað-
armaður til sjós og lands, og for-
maður á skipum um langt skeið,
enda hið mesta karlmenni í hví-
vetna, með blossandi ákafa og
áhuga á hverju verkefni, er hann
fékkst við. Og sagt var, að hverri
fyrirætlan og orði þessa harð-
fenga og vel gefna manns ma tti
trevsta sem læsu letri.
Ung fór Sigríður úr föðurhús-
um til náms og starfs á fvrir
myndarheimilum, en þau vo-u
þá hinn eini skóli, er framgjarn-
ar og námsþyrstar meyjar átlu
kost á, og bó ekki nándar nærri
allar. En sá skóli varð líkamargri
þeirra mikilsvirði á þeirri tíð,
og enn mun torfenginn sá skóii,
sem tekur fram góðu heimili urn
möguleika til hinna blessun.tr-
ríku áhrifa.
Það er hvort tveggja, að Sig-
ríður Björnsdóttir er greind og
vel kynjuð kona og hitt, að hún
notaði vel fáskrúðuga möguleika
æskuáranna til að mennta sig og
manna og búa sig undir hið
mikla og veglega köllunarstai f
konunnar, húsmóðurstarfið, það
hefir hún rækt með þeirri prýði
að til sannrar fyrirmyndar rná
telja. Því um það mun öllum
bera saman, er til þekkja, að
heimili þeirra Sigríðar og Frí-
manns Jakobssonar, hins prúða
og listfenga manns, hafi verið
með fágætum þrifnaðar- og
menningarblæ, unaðsríkur gróð-
urreitur fyrir ungviði til upp-
vaxtar, þar sem trúin á lífið og
starfið var áttavitinn, þar sem
glaðlyndi og góðvild fyllti and-
rúmsloftið, og þar sem sterk, en
mjúk og ástrík móðurliöndirt
yljaði jarðveginn og greiddi
hverjum frjóanga veg til ljóss og
þroska.
„Eg spyr ætíð um heimilið og
móðurina", er haft eftir vitrum
höfðingja og lífsreyndum, þá er
hann valoi sér starfsmenn. Ilann
mun hafa vitað hvað hann söng.
Og nú erum við vitni þess, að
frú Sigríður hefir rækt þannig
háleita lífsköllun sína, að hún
má fagna sigri. Það er mikil
hamingja. En þannig eru jafnan
að lokum trúrra þjóna verðlaun.
Og það eru ekki aðeins vinir og
vandamenn, sem eiga skuld að
gjalda. Þjóðin öll stendur í
þakkarskuld við slíka konu og
slík heimili, því að þau eru það
bjarg, sem menning vor, frelsi
og fullveldi hvílir á.
Vermi þig sjötuga sólin og vorið,
til sæmdar varð hvert þitt æfisporið.
Signi þig englar við sólarlag
og syngi þig inn í nýjan dag.
VINUR.
AUGLÝSINGAR
og tilkynningar, sem birtast
eiga í Degi, verða að vera komn-
ar til afgreiðslunnar í síðasta
lagi á hádegi á miðvikudögum.