Dagur - 14.04.1944, Blaðsíða 2

Dagur - 14.04.1944, Blaðsíða 2
2 DAQUR Föstudagur 14. apríl 1944 AGREININGURINN INNAN FRAMSÓKNARFLOKKSINS ÞaÖ er ekkert óeðlilegt, þó að nokkuð ólíkra sjónarmiða gæti innan eins og sama stjórnmála- flokks um ákveðin stefnuskrár- atriði, þar sem mál- og ritfrelsi ríkir. Það er og vitanlegt, að í öllum stjórnmálaflokkum er meira og minna pottur brotinn í þessu efni. Það er t. d. alkunn- ugt um þingflokk Sjálfstæðis- manna, að hann er klofinn um nálega öll meiri háttar mál. Yf- irleitt reyna flokkamir að láta sem minnst á þessu bera út á við, leitast við að pukra með ágreininginn og láta í veðri vaka, að allt sé í einingu andans og bandi friðarins innan flokks- ins. Að þessu er þó jafnan vafa- samur ávinningur. Þessu er öðmvísi farið í F ramsóknarflokknum. Ágrein- ingsatriði, sem þar er uppi, hefir verið flutt á opinberan vett- vang, einkum af formanni flokksins, eins og sjá má af greinum hans hér í blaðinu að undanförnu og þó alveg sérstak- lega af ritgjörð hans í blaðinu í dag. J. J. virðist líta svo á, að at- hugun Framsóknarflokksins á möguleikum til myndunar svo- nefndrar „vinstri stjórnar" vet- urinn 1942—1943 hafi verið svo herfilegt pólitískt glappa- skot, að það geti aldrei orðið fyrirgefið, þar sem vitanlegt hafi verið fyrirfram, að komm- únistar væm ekki samninga- hæfir. Áður en tilraun til myndun- ar þriggja flokka stjómar var hafin, hafði farið fram rannsókn um gmndvöll að fjögra flokka stjóm, þar sem kommúnistar áttu að vera þátttakendur. J. J. var í þeirri nefnd, er hafði mál þetta til meðferðar. Hann segir að vísu, að hann hafi farið í þá nefnd með því hugarfari, að hindra að samstarf tækist með kommúnistum, ef á þyrfti að halda, en til þess kom ekki, því að starf nefndarinnar bar engan árangur. J. J. segir, að hér hafi ekki verið að ræða um tilraun til stjómarmyndunar, heldur hafi aðeins verið spurt, hvort slík tilraun kynni að vera fram- kvæmanleg. En úr því slík spuming var fyrir hendi, hlaut af því að leiða að brugðið gæti til beggja skauta um niðurstöð- una, enda lítið vit í að eyða tíma í athugun á framkvæmd máls, ef fyrirfram er vitað að það er óframkvæmanlegt. Hér var því óneitanlega gert ráð fyr- ir, að fyrir gæti komið, að kommúnistar tækju þátt í stjórnarmyndun. Það verður nú á engan hátt séð, að verkefni þeirrar nefndar, er síðar fjallaði um möguleika fyrir myndun þriggja flokka stjórnar, hafi verið öðmvísi far- ið en hinnar fyrnefndu, nema að því leyti, að í síðara skiptið vom Sjálfstæðisflokksmenn ekki viðriðnir tilraunina. Við þriggja flokka nefndina var ekki uagt: Þú étt «8 mynda I „vinstri stjóm“, en henni var fengið það verkefni að rann- saka möguleika íyrir myndun þriggja flokka stjórnar. Fram- sóknarmenn gengu rækilega að verki í þessum efnum. Niður- staðan er öllum kunn. Flokks- bræður J. J. í nefndinni, sem hann álasar fyrir kommúnista- dekur, gáfu að lokum til kynna, að kommúnistar væm ekki hæfir til að taka þátt í stjórnar- myndun með borgaralegum flokkum. Ef flokksbræður J. J. hafa verið eins óðfúsir til stjómar- samvinnu við kommúnista, eins og hann vill vera láta, mætti kannske spyrja, hvers vegna þeir mynduðu þá ekki stjóm með kommúnistum. Þeir áttu kost á því, en aðeins með þeim skilyrðum, sem Framsóknar- menn vildu ekki líta við. Þar með hættu þeir öllum samn- ingatilraunum við kommúnista. Þrátt fyrir þessa staðreynd er Framsóknarmönnum bmgðið um, að þeir hafi ekki vitað fót- um sínum forráð í 9 manna nefndinni. Það virðist þurfa alveg sér- staka trú á gmnnhygni almenn- ings, ef ætlast er til, að hann gleypi svona flugu. Ágreiningsatriði það, er hér um ræðir, er dautt mál. Ekkert liggur fyrir um að það verði tek- ið upp aftur. Allir Framsóknar- menn og samvinnumenn em sammála um, að kommúnistar séu ekki samningahæfir. Þau sannindi hafa Framsóknarmenn leitt í ljós, eftir samningatil- raunirnar við þá veturinn 1942 —1943. Afstöðu Framsóknar- og sam- vinnumanna til samningatil- raunanna við kommúnista, að minnsta kosti hér norðanlands, er rétt lýst á þessa leið: Þeir höfðu litla eða enga trú á því, að samningar tækjust, og þeir óskuðu heldur ekki eftir því, af því þeir treystu ekki á heilindi kommúnista. Eigi að síður létu þeir sér vel lynda, að samningatilraunin væri gerð, af því hún mundi leiða til þess að sýna kommúnista í réttu ljósi. Reynslan hefir sýnt, að þeir litu rétt á málið. En til hvers er þá verið að halda reiptog og áróðri um þetta dauða mál á lofti? Hver uppsker ávinning af því? Ekki Framsóknarflokkurinn, og ekki er það heldur stuðningur við nein almenn velferðarmál. — Sannarlega virðist annað þarf- ara vera fyrir höndum en að deila um atburð, er gerðist í hittiðfyrra. Nóg verkefni eru framundan, sem bíða úrlausnar. En setjum nú svo, að farið hefði verið eftir kenningu J. J. og aldrei gerð nein tilraun til samninga við kommúnista. Fyr- ir síðustu kosningar staðhæfðu kommúnistar, að þeir væru ekki lengur byltingaflokkur, en viðbúnir að taka þátt í viðreisn lands og þjóðar með öðrum umbótaflokkum. Hið stóraukna fylgi, er kommúnistum hlotnað- ist í kosningunum, bar þess vitni, að fjöldi manna lagði trúnað á þessar yfirlýsingar þeirra. Það hefði áreiðanlega verið vatn á myllu kommúnista, ef umbótaflokkarnir hefðu neit- að að taka þessar yfirlýsingar þeirra til greina og vikist undan því að eiga orðastað við þá um samstarf. Þá hefði þeim verið fengið það vopn í hendur, sem þeir hefðu sífellt haldið á lofti, að umbótaflokkamir hefðu ekki fengizt til að taka í útrétta hönd þeirra. Margir hefðu þá haldið SOGN OG SAGA -------Þjóðfræðaþættir „Dags“----------------- ÞÁTTUR ÞÓRÐAR SÝSLUMANNS BJÖRNSSONAR í GARÐI. (Handrit Konráðs Vilhjólmssonar frá Hafralæk). , 1. Talin ætt og uppruni Þórðar. Þórður hafði sýsluvöld í Þingeyjarþingi 1796—1834 ogbjó alla þá stund í Garði í Aðaldal, — Um hann segir Bogi Benediktsson á Staðarfelli, að hann væri „mesti lagamaður af sýslumönnum í Norðlendingafjórðungi á sinni tið, og þar eftir í embættisverkum og sýslustjórn".1) Faðir Þórðar sýslumanns var Björn sýslumaður í Þingeyjar- sýslu (1790—1796), Tómassonar bónda á Lundarbrekku (þar 1703), Björnssonar bónda á Stóruvöllum, Kolbeinssonar. — Móð- ir Þórðar og kona Björns sýslumanns var Steinupn Þórðardóttir bónda á Sandi í Aðaldal, Guðlaugssonar hrstj. á Bakka á Tjör- nesi (1703), Þorgrímssonar. En móðir Björns sýslumanns var Halldóra Þorláksdóttir á Grýtubakka, Benediktssonar, Pálssonar sýslumanns í Húnavatnsþingi (1607—1621), Guðbrandssonar bisk- ups á Hólum. Þórður sýslumaður var fæddur að Hafralæk í Aðaldal 1767, en um fæðingardag er mér ekki kunnugt. Þar bjó þá Björn faðir hans, og mun á þeim árum öðru hvoru hafa verið lögsagnari Jóns sýslumanns Benediktssonar í Rauðaskriðu, er þá var orðinn van- ') Encsf. I, bls, 129—131. ÞAKKARÁVARP Öllum þeim vinum mínum, er heimsóttu mig 2. febrúar síðast- liðinn, á 100 ára afmæli mínu, eða sendu mér skeyti og gjafir, og glöddu mig á einn eða annan hátt, þakka eg af heilum hug, og óska þess, að framtíðin færi þeim aila þá hamingju og bless- • ■ un, sem eg get frekast beðið þeim. Anna Lilja Jónsdóttir, Vatnsenda, Ólafsfirði. »»♦♦♦♦♦»♦♦»♦»♦♦♦♦♦»♦»»♦♦»♦»♦♦»♦»»♦»»»»«•»»»»»»»<»»»■»<$>«*: ' Öllum þeim, sem heiðruðu mig á 75 ára afmæli mínu, með j| heimsóknum, gjöfum og skeytum, færi eg hjartans þakkir. Kristján Kristjánsson frá Vöglum. CHEVIOT í FERMINGARFÖT I HVÍTAR SKYRTUR með áföstum flibba - á fermingardrengi BRAUNS VERZLUN Páll Sigurgeirsson áfram að leggja eyru við um- bótagaspri þeirra og var þeim það ef til vill nokkur vorkunn. Enginn vafi er á því, að þenna kost hefðu kommúnistar helzt kosið sér, því að þá áttu þeir hægara með að fiska í grugg- uðu vatni. En Framsóknarmenn fóru aðra leið. Þeir hófu rann- sókn á því, hver alvara byggi að baki yfirlýsingum kommúnista, og linntu ekki þeirri rannsókn fyrr en það var komið skýrt í ljós, að allt umbótahjal þeirra reyndist tóm blekking, í því skyni gerð að veiða atkvæði í kosningunum. Þessi rannsókn á innviðum kommúnista var nauðsynjaverk. J. J. getur auðvitað haldið því fram, að hans vegna hafi þeirr- ar rannsóknar ekki þurft með, en hann ætti þó að virða að ein- hverju pólitíska sálarheill þeirra mörgu, er létu veiðast í net kommúnista í síðustu al- þingiskosningum. heill maður og nokkuð hniginn að aldri, (d. 1. maí 1776 samkv. Múlakirkju-bók). — Síðar bjó Björn sýslumaður að Knútsstöðum í Aðaldal, en þaðan flutti hann að Garði sama ár og hann tók við sýsluvöldum 1790 og bjó þar síðan til dauðadags 2. október 1796. 2. Frá Bimi sýslumanni Tómassyni. Það voru munnmæli í Aðaldal, að þá er Björn sýslumaður bjó á Knútsstöðum, hefði hann haft sauðahús á Austurhellum, eyði- býli í Garðs-landi, vestur í Aðaldalshrauni, —Pétur hét sauðamað- ur, sá er gekk á beitarhúsin. Varð hann eitt sinn úti í hrauninu á milliferð sinni, og fannst örendur undir Pétursborg, sem er hraunborg utarlega í Garðs-landi, í miðjum Aðaldals-hraunum, og ber nafn af Pétri þessum. Sú er ein af harðindaminningum í Aðaldal frá síðasta fimmt- ungi 18. aldar og embættisárum Björns sýslumanns, að eitt sinn, er Björn fór í þingferð í Innsýsluna frá Knútsstöðum eða Garði, hafi hann haft með sér 1 pott af byggi til nestis. Og er hann kom ofan í Hellnasel, sem enn er bær vejtan undir hrauninu, hafi hann beðið húsfreyjuna þar, sem var Guðrún Guðmundsdóttir, langamma þeirra bræðra, Jónasar á Sílalæk og Þorkels á Fjalli, að sjóða byggpottinn sér til matar. Þótti af því mega ráða, að þá hefði víða verið þröngt í búi í dalnum, er sýslumaðurinn sjálfur var svo óríflega að heiman búinn. 3. Frá Þórði sýslumanni og kvonfangi hans. Þórður Björnsson fékk sýsluna að föður sínum látnum 1796, og kom það ár út frá embættisprófi. Tók hann þá einnig við bú- skap í Garði. Sagt var, að áður en hann sigldi, hefði hann verið trúlofaður hér dóttur sr. Þorláks Jónssonar í Húsavík, er Guðrún (Framhald).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.