Dagur - 14.04.1944, Blaðsíða 5

Dagur - 14.04.1944, Blaðsíða 5
Föstudagur 14. apríl 1944 D AQUR 5 Þorsteinn Þorstei nsson frá Lóni Á Skírdagsmorgun blöktu fánar í hálfa stöng yfir bænum og bærðust varla í hlýjum, sunnan andvara. Hinn fagri, mildi norðlenzki vormorgun, sem boðaði hækkandi sól og vaxandi yl og gróður, vakti söknuð í brjósti. Því að einn þeirra, sem héldu merki vors og sólar hæst á lofti í þessu bæjar- félagi um langan aldur, var dá- inn, horfinn. Þorsteinn Þorsteinsson frá Lóni lézt í Landspítalanum í Reykjavík á Skírdagsmorgun. Hann hafði skömmu áður flogið suður um fjöll til þess að leita sér lækninga við sjúkleika, er ásótt'i hann æ meir. En hann átti ekki afturkvæmt til heim- kynnanna, nema á leið til grafar. Þorsteinn var fæddur að Skipalóni 16. dag júnímánaðar árið 1887 og var því 57 ára gamall. Foreldrar hans voru Þorsteinn Daníelsson og kona hans, Gunnlaug Gunnlaugsdótt- ir, er þar bjuggu lengi. Þor- steinn yngri ólst upp að Skipa- lóni og á Möðruvöllum, þar sem faðir hans annaðist bú fyrir Jón Hjaltalín um tveggja ára skeið, meðan Möðruvellir voru enn höfuð menntasetur norðanlands. Ungur kom Þorsteinn hingað til Akureyrar til trésmíðanáms hjá Sigtryggi Jónssyni, bygginga- meistara, þeim haga og hyggna manni. Lauk Þorsteinn því námi og stundaði síðan bygg- ingameistaraiðn hér í bænum til æviloka. Hafði hann umsjón með byggingu fjölmargra stór- bygginga hér í bænum, svo sem Akureyrarkirkju, íþróttahússins og nú síðast hins nýja stórhýsis pósts og síma, sem honum entist ekki aldur til að sjá fullgert. En þótt Þorsteinn hafi þann- ig reist sér virðulegan minnis- varða úr grjóti og steypu á „brekkum báðum“ og í Bót, þá eru það ekki þeir, sem reynast munu óbrotgjarnastir þá tímar líða og ekki þeirra vegna aðal- lega, sem samborgarar hans minnast hans með söknuði og trega. Því að áhugi Þorsteins var jafnvel ennþá meiri á öðr- um sviðum. Eins og svo margir ' landar hans átti hann þess eng- an kost að sinna þeim áhuga- málum sínum, nema í frístund- um frá erfiðu dagsverki. Og þar var það, sem mannkostir hans og fágætt skaplyndi nutu sín allra bezt. Það mun ekki of- mælt, að enginn mun hafa tek- ið jafnmikinn þátt í félags- og skemmtanalífi þessa bæjar sem Þorsteinn frá Lóni, þau 40 ár, sem hann var búsettur hér. Það mun fljótlegra upp að telja þau menningar- og skemmtifyrir- tæki þessa bæjar, sem hann var ekki viðriðinn um áðurnefnt árabil, en hin, sem hann veitti þátttöku sína, og stóð þar venju- lega í fylkingu, er mest á mæddi, Honum var margt til lista lagt. Hann var ágætur skák- maður og á tímabili einn hinn fremsti í þessum bæ. Hann reyndist í þeim félagsskap eins og ævinlega annars staðar hinn ágætasti félagi. Um líkt leyti hóf hann fyrst þátttöku í söng- félagsskap. „Geysir“ var stofn- aður í desember 1922 og var Þorsteinn einn stofnenda. Hann var þá strax kjörinn í stjórn hins nýja félags og í stjórn „Geysis“ var hann til æviloka og formaður kórsins síðastliðin 10 ár. Og fyrir þau störf er hann kunnastur orðinn og þeim unni hann mest. „Geysir“ og Þor- steinn frá Lóni voru tengdir böndum, sem enginn gat rofið, nema dauðinn. Hann unni fé- lagi sínu, helgaði því hverja frí- stund, gladdist yfir sigrum þess og bar sorg í hjarta, þá miður gekk. Hann blés eldi áhuga í brjóst samstarfsmanna sinna með ósérhlífni sinni, ást sinni á söngnum og góðum félagsskap. Hann var stoltur af félaginu og latti ekki, þegar stórræði bar á góma. Samband hans við félaga sína og samstarfsmenn var ham- ingjusamt, því að eins og hon- um þótti vænt um kórinn þótti Borgar sig að stofna sjúkrasamlag? Samkvæmt núgildandi lögum á, á þessu ári, að fara fram at- kvæðagreiðsla í öllum þeim sveitafélögum þessa lands, þar sem ekki eru þegar stofnuð sjúkrasamlög, um það hvort stofna skuli sjúkrasamlög eða ekki. Það ber sízt að lasta, að það skuli á þenna hátt lagt á vald al- mennings í landinu, livort lög koma til framkvæmda. Gæti eg trúað, að margir vildu gjarna eiga atkvæði um ýms þau lög, sem hið háa Alþingi setur án þess að spyrja um vilja kjósend- félögunum vænt um hann. Hann var einn þeirra fágætu manna, sem ganga að starfi af fögnuði og gleði, án þess að gera sér nokkra von um aðra umbun :yrir en eigin, innri gleði. Þorsteinn frá Lóni var rösk- ur meðalmaður á hæð, þéttvax- inn, og mun verið hafa vel að manni. íþróttir stundaði hann á yngri árum, og var þar, sem annars staðar, hinn skeleggasti. Reglumaður var hann hinn mesti um alla hluti. Áfengi Dragðaði hann ekki fyrr en lann var nálægt þrítugu, neytti ^ess jafnan í hófi, og var þó manna veitulastur á það, sem annað. Var hann höfðingi heim að sækja, enda var oft gest- cvæmt hjá honum. Hann var hinn mesti gleðimaður í þess orðs beztu merkingu, vinmarg- ur og trölltryggur, bóngóður og greiðvikinn með afbrigðum. — Hann unni mjög foreldraheimili sínu, sem hann kenndi sig við, og dvaldi þar venjulega um há- tíðir. Var hann sannnefndur augasteinn ástvina sinna. Þorsteinn var ókvæntur og átti enga afkomendur. Naut hann þó hinna mestu vinsælda hjá kvenþjóðinni, eigi síður en körlum, en hann umgekkst konur með þeirri háttprýði og virðingu, sem dæmafá mun vera. Að öllu samanlögðu var Þor- steinn frá Lóni sérstæður mað- ur. Hann fyrnist seint þeim, sem af honum höfðu nokkur kynni, og þessi bær breytir um svip við brotthvarf hans. Blessuð sé hans minning. V i n u r. anna. Eitt frumskilyrði, sent jafnan þarf þó að vera til staðar, til þess að atkvæðagreiðsla eins og þessi fyrirhugaða nái tilgangi sinum, virðist mér lítt hafi verið hugsað um af hendi löggjafans^ en það er að gera einhverjar ráðstafanir til þess, að kjósendurnir viti eitt- hvað meira um málið en rétt hvað það heitir. Enda þótt menn hafi heyrt sjúkrasamlag nefnt, þá vita menn yfirleitt næsta lítið hvaða hlunnindi þau veita og hvað þessi hlunnindi kosta, hvaða réttindi og skyldur menn hafa hér um að velja. 1 Vil eg því beina þeirri áskorun til héraðs læknis okkar, að hann gegnum blöðin á Akureyri fræði þá, sem hann þann veg nær til, um þetta þarfa mál. Til ritstjórnar „Dags“ beini eg þeirri ósk, að hún lofi lesendum blaðsins að heyra hvernig þeim líkar að vera í sjúkrasamlagi, sem þegar liafa reynt það í nokkur ár. Vona eg að slíkar upplýsing ar geti hjálpað bæði mér og fleirum til þess að greiða at- kvæði um stofnun sjúkrasamlags meira af þekkingu en trú. G, H. AUGLÝSINGIIM HÁMARKSVERÐ Með tilliti til árstíðarsveiflna á verði eggja, hefir Við- skiptaráðið ákveðið eftirfarandi hámarksverð á eggjum frá og með 1. apríl 1944: í heildsölu ..... kr. 13.40, í smásölu........ kr. 16.00 Með auglýsingu þessari er úr gildi fallin auglýsing Við- skiptaráðsins um hámarksverð á eggjum, dags. 24. sept. 1943. Reykjavík, 29. marz 1944. Verðlagsstjórinn. Kristján Kristjánsson 75 ára. Kristján Kristjánsson, fyrrum bóndi að Eyrarhúsum við Tálknafjörð, en nú til heimilis hjá dætrum sínum og tengda- sonum að Reykhúsum II. í Eyjafirði, varð 75 ára 8. apríl sl. Foreldrar Kristjáns voru Kristján Ingjaldsson og kona hans, Helga Stefánsdóttir, og bjuggu á Mýri í Bárðardal og þar er Kristján fæddur 1869. Móður sína missti hann fjögra ára gamall. Árið 1879 flutti faðir hans búferlum að Hall- gilsstöðum í Fnjóskadal og þar ólst Kristján upp til 19 ára ald- urs, en þá fór hann til Her- manns Jónassonar skólastjóra á Hólum. Hann gekk í búnaðar- skólann þar árin 1889—1891, en hvarf þá aftur heim til föður síns að Hallgilsstöðum. Stund- aði jarðabætur í Fnjóskadal og Bárðardal næsta ár, en 1892 réðist hann til jarðabótastarfa vestur í Ketildalahrepp í Arn- arfirði. Hann fór að heiman frá Hallgilsstöðum 22. maí um vor- ið; þá var síðgróið og hafís fyrir Norðurlandi. Hann gisti að Mel- um í Hrútafirði á uppstigning ardagsnótt, daginn eftir fyllti Miðfjörð af hafís. Vestur að Selárdal kom hann föstudaginn í fardögum, og hafði þá séð Uppsögn samninga Samkvæmt lundarsamþykkt 2. aprfl sl. lætur Verkamanna- félag Akureyrarkaupstaðar fara fram allsherjaratkvæða- greiðslu um það, livort segja skuli upp launakjarasamningi félagsins við atvinnurekendur. — Atkvæðagreiðslan fer fram í Verklýðshúsinu fimmtudaginn, föstudaginn og laugardaginn 20.-22. apríl næstk. og stendur þá daga kl.^5-7 og 8-10 e. h. Fastlega er skorað á alla félagsmenn að greiða atkvæði, svo vilji félagsins komi sem gleggst fram. FÉLAGSSTJÓRNIN. UPPBOD Slægjulönd kaupstaðarins —: hólmarnir — verða seld á leigu til tveggja ára á opinberu uppboði, sem haldið verður í bæjarstjórnarsalnum miðvikudaginn 19. apríl n.k. og hefst kl. 2 e. h. Uppboðsskilmálar verða birtir á uppboðsstaðnum. Bæjarstjórinn á Akureyri, 11. apríl 1944. STEINN STEINSEN. votta fyrir gróðri í hlaðvörpum á tveimur bæjum í allri ferð- inni. í Selárdal var þá prestur Lárus Benediktsson, Þórðarson- ar frá Kjarna í Eyjafirði, hjá honum átti Kristján heimili í tvö ár, stundaði jarðabætur á sumrum en barnakennslu á vetrum. Vorið 1894 fluttist Kristján að Sveinseyri við Tálknafjörð, og kvæntist næsta ár Þórunni Jóhannesdóttur Þor- grímssonar dbr.m. á Sveinseyri. 1899 reistu þau Kristján og Þórunn bú að Eyrarhúsum, en sú jörð er í næsta nágrenni Sveinseyrar. Eftir að Kristján hóf búskap sinn í Eyrarhúsum, varð hann að sinna fleiri störfum en þeim er beinlínis tilheyrðu búskapn- um. Alla þá tíð er hann bjó vestra, hafði hann á hendi margháttuð trúnaðarstörf í þágu sveitarinnar; var varafull- trúi í sýslunefnd, og sat á öllum sýslunefndarfundum. Hrepp- stjóri í Tálknafjarðarhreppi frá 1902 til 1923. Símastjóri frá 1909 til 1923 og annaðist bréf- hirðingu og póstafgreiðslu frá 1908 til 1923, og sáttanefndar- maður um langt skeið. Skömmu eftir komu Krist- jáns vestur í Tálknafjörð, var stofnað þar pöntunarfélag, en 1912 var því breytt í kaupfélag, var Kristján einn af aðalstofn- endum þess, og stjómarformað- ur, unz hann fluttist þaðan úr hreppnum. Þegar þess er gætt, að þetta voru allt aukastörf er bættust ofan á aðra búsýslu, og sjávarútveg, er rekinn var haust og vor, er auðsætt að sá er fékk þessu afkastað, hefir verið meira en meðalmaður að dugn- aði og forsjá. Árið 1923 fluttust þau Krist- ján og Þórunn kona hans úr Tálknafirði að Vöglum í Fnjóskadal. Þar hafði þá búið um allmörg ár bróðir Kristjáns, Stefán Kristjánsson skógar- vörður, en hafði þá misst konu sína. Þau Kristján og Þórunn voru hjá Stefáni, unz hann and- aðist 1928, en þá var Kristján settur skógarvörður og gegndi því starfi til ársins 1936, en þá fluttust þau hjónin til Akureyr- ar og ráku þar greiðasölu um nokkur ár. Þau Kristján og Þórunn eign- uðust 12 börn, 10 eru á lífi, flest búsett á Akureyri og nágrenni. Kristjáni Kristjánssyni hefir verið gefið mikið andlegt og líkamlegt þrek. Hann er enn gildur á velli og kann vel að segja frá atburðum liðins tíma, en er laus við allt karlaraup. Friðgeir H. Ber£.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.