Dagur - 14.04.1944, Blaðsíða 7

Dagur - 14.04.1944, Blaðsíða 7
Föstudagur 14. april 1944 DAGUR Kálfskinn, Gærur, Húðir Móttaka í kolahúsi voru við höfnina. ÍÐUNNAR-SKÓFATNAÐUR er viðurkenndur af öllum landsmönnum fyrir gæði. Húseignin Brautarhóll í Grýtubakkahreppi er til sölu. Tilboðum só skilað til undirritaðs fyrir 10. maí n. k. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboðum sem er, eða hafna öllum. Hóli. 5. apríl 194*1. Jóh. Jónsson. Hafið þér lesið RAUÐAR STJÖRNUR eftir Jónas Jónsson frv. ráðherra Hann ritar þar um: Stríð kommúnista við öxulríkin, Helgi ís- lenzkra fornrita, Nauðungartvíbýli í íslenzkum kaupstöðum, And- lát Húsavíkur-Lalla, Mr. Ford og Bolsévíkar, í fylgd með Leon Blum og fleira. Lesið þessa bók. Hún er skemmtilega rituð, eins og allt, sem Jónas Jónsson ritar. Bókin er 205 bls. og kostar gðeins kr. 15.00. Fæst hjá bóksölum um allt land. 20-30 þúsund manns víðsvegar á landinu lesa Dag að staðaldri. Auglýsendurl Athugið, að Dagur er bezta auglýsingablað dreifbýlisins. TÓMAR FLÖSKUR •kki teknar lengur. Sápuverksmiðjan SJÖFN ÚR ERLENDUM BLÖÐUM (Fi’amhald af 3. síðu). ráðstjórn. Eigum við þess vegna að gera ráð fyrir að þeir spyrni gegn stofnsetningu ráðstjórnar á meginlandinu? Rússar eru hrifnir af sínu skipulagi. Eigum við að gera ráð fyrir, að þeir muni þess vegna stuðla að stofnsetningu þess í nærliggj- andi löndum? Eins og sakir standa eru horf- ur á, að hvers konar óreiða og óeirðir gangi yfir áður en hin stríðsþjáða Evrópa kemst réttan kjöl á ný. En þó er vel hægt að ímynda sér hvernig málum muni háttað þegar frá stríðslokunum líður. Það virðist sennilegt, að Belgía, Holland, Danmörk, Nor- egur og Svíþjóð muni óska að búa áfram við þingbundna kon- ungsstjórn. Stjórnskipulag þess- ara þjóða stóð á föstum lýð- ræðisgrundvelli, sem ósennilegt er að haggað verði. Það má einnig búast við, að vestrænt lýðræði verði ofan á í þeim hluta Finnlands, sem kemur í hlut Finnanna eftir uppgjörið við Rússland. Við megum bú- ast við að Svissland haldi sínu skipulegi óbreyttu og að Tékko- slovakía muni taka upp þráð- inn, þar sem hann féll niður 1938. Á hinn bóginn hefir So- vétstjórnin lýst yfir opinber- lega, að ætlunin sé að stofn- setja ráðstjórn í baltnesku lönd- unum þremur, ásamt hlutum af Finnlandi, -Rúmeníu og Pól landi. Að því er virðist hafa engilsaxnesku ríkin látið undan síga á þessum svæðum. Á milli þessara flokka liggja „vafaríkin“ og þar kunna að gerast atburðir, sem hafa áhrif á framtíð gjörvallrar Evrópu. Þessi ríki eru Þýzkaland, Ítalía, ásamt leppríkjunum núverandi, Ungverjalandi, Búlgaríu og Rú- meníu. Frakkland mun einnig teljast til vafaríkjanna ásamt Spáni, Póllandi, Grikklandi, Júgoslafíu og Albaníu. Framtíð Þýzkalands er mest- um vafa bundin. Þýzka þjóðin verður ekki þurrkuð út. Stalin hefir minnt okkur á það. Sextíu milljónir Þjóðverja verða að taka þátt í uppbyggingu Ev- rópu. Líkur benda til, að þeir muni frekar óska eftir sterkri stjóm, til þess að taka á erfið- leikunum, sem áreiðanlega bíða Skömmu eítir að „Scharn- horst“ var sökkt birtist skop-l mynd í rússneska blaðirtu „Rauða stjarnarí‘. Myndinsýndi einmanalegan dáta hverfa í bár- urnar meðan dr. Göbbels til- kynnir í þýzka útvarpinu: „Við höium urmið frægan sigur. Þýzki neðansjávarílotinn hefir aukist um 26000 smálestirí. Útvarpssagan, sem Helgi Hjörvar les, þykir góð skemmt- un hér sem armars staðar. Af sunnanblöðunum að dæma eru Sunnlertdingar farnir að yrkja um þá félaga, Helga og Bör. Norðlendingar vilja ekki vera eftirbátar þeirra í þessu efni frekar en öðrum, svo sem eftir- farandi staka, sem blaðirm hefir borist frá ónafngreindum, sýrtir: Andans spörvar eiga fjör, ástapör og gott húmör. Ekki er Hjörvar amatör, ekki Bör neitm amésjarmör. Kannske fleiri lesendur vilji senda „Hvippinum og hvappin- um“ vísur um þetta fróðlega yrkisefni? ★ Skáldið: — Allar stjörnur himinsins horfa niður til okkar, elskan mín. Urmustan: — Guð almáttug- ur. Er hatturirm minn ekki skakkur? ★ Bermi var að læra undir íermingu hjá prestinum, og ein- hverju sinni spurði prestur harm: „Hvers vegna biðjum við dag- lega: Gef oss i dag vort daglegt brauð? Væri ekki nóg að biðja um það vikulega eða mánaðar- Iega?“ Bermi þegir um stund og at-' hugar málið allspekingslega: „Það er líklega til þess, að við getum alltaf fengið það nýbak- að“. ★ Kaupmaðurirm: „Hvað ætlið þér að gera við öll þessi mál- verk?“ Málarirm: „Auðvitað ætla eg að selja þau“. Kaupmaðurirm: „Segið mér, hvaða kaup viljið þér fá hjá mér. Að slíkum sölumanni hefi eg netnilega verið að leita alla æfi mína, síðan eg gerðist skranvörukaupmaður“. ★ A.: „Er þetta virkilega mynd af hershöfðingjanum? Eg heíi oít séð harm við Iiðskörmun, og þá hefir harm ávallt litið út eins og hugrakt Ijón, en hér er hann eirts og sauðmeinlaust lamb á svipirm“. Ljósmyndarirm: „Frúin var viðstödd, þegar hann lét taka myndina“. ★ Sören Sörensen (firmað Sör- ensen & Hansen) situr að snæð- ingi og les morgunblöðin, eins og venja hans er til. Þegar hon■ um verður litið á dánartilkynn- ingarnar, bregður honum ákaf- lega, svo að allur maturinn stendur í honum. Þar stendur nefrdlega skýrum stöfum, að hann sjálíur, Sören Sörensen stórkaupmaður, sé dáirm. Sören æðir nú að símanum, hringir til Hansens félaga síns og æpir áhaldið: — „Hansen, Hansen! Hefir þú séð dánartilkynning- una mína í blaðinu?“ — »Já, en hvaðan hringir þú armars?“ svarar Hansen hinn rólegasti. Séra Bjarrd Jónsson og séra Friðrik Hallgrímsson mættu Öla Maggadon á götu í Rvík og gáfu sig á tal við hann. JSéra Friðrik spyr þá Óla, hvern hann vilji nú helzt láta gifta sig, ef til þess skyldi koma. „Séra Bjarna,“ svarað ÓIi Maggadon. „Ekki er honum alls varnað, aumingjanum“ varð séra Bjarna þá að orði. þeirra. Þjóðverjar bjuggu við vestrænt lýðræði á tímabili eft- ir fyrra heimsstríð. Það gekk illa. Þeir hafa nú um hríð búið við skipulag sem er nær sovét- einræði en vestrænu lýðræði. Mér sýnist, að líkurnar fyrir dví, að þeir muni lenda okkar megin, séu ekki sterkar. Næst stærsta ríkið á megin- landinu er Frakkland. Stefna Djóðfrelsisnefndarinnar frönsku kann að gefa bendingu um ívaða stefna muni ráða í heimalandinu á eftirstríðstíma- Dilinu. Gengi De Gaulles er vaxandi heima fyrir. Engilsaxar margir telja ástæðuna til þess Dá, að hann sé tákn baráttunn- ar gegn hinu þýzka hervaldi. Mér virðist hins vegar að vax- andi vald hans og gengi sé ekki að síður af völdum andspyrnu hans gegn ensk-amerískum áhrifum. Hann skilur, að Frakk- inn óskar að vera frjáls frá íhlutun Breta og Bandaríkja- manna, þegar Þjóðverjar hafa verið brotnir á bak aftur. Önnur ríki Austur- og Mið- Evrópu, sem gerðu tilraunir með vestrænt lýðræði eftir fyrra stríð, hurfu frá því og tóku upp einræði innan skamms tíma. Sum þeirra fengu þó aldr- ei neitt verulegt tækifæri til þess að reyna lýðræði og þing- ræði því að afturhaldsklíkur náðu völdunum strax og hafa ríkt með harðri hendi síðan. Þessi lönd eru ágætur akur fyr- ir byltingastarfsemi, svo sem dæmin sýna í Grikklandi og Júgoslafíu. Innanlandserjurnar, sem þar geysa eiga rót sína í byltingastarfsemi. Annar hlut- inn vill róttækar, pólitískar og fjárhagslegar breytingar, — hinn berst gegn þeim. Byltinga- mennimir treysta stórveldun- um vestrænu til þess að sigrast á Hitler, en þeir treysta þeim ekki jafnvel í skiptunum við hina byltingasinnuðu forvígis- menn. Ef til vill er það ekki mesta gátan, hvernig málefni Evrópu skipast eftir stríðið, heldur hvernig verður sambúð engil- saxanna við hina evrópisku byltingu. Þeir, sem gjarnan gera áætlanir um skipulag mála eft- ir stríðið, gera sér oft á tíðum ekki grein fyrir tveimur mikil- vægum atriðum: í fyrsta lagi, er það engan veginn víst, að flestar þjóðir á meginlandinu muni velja sér vestrænt lýð- ræðisstjórnskipulag. í öðru lagi er það misskilningur að ætla, að utan að komandi öfl muni geta ráðið því hvað verður ofan á í þeim efnum. Evrópa er á krossgötum. Það er í okkar eigin þágu, að stuðla að því að þjóðirnar þar taki upp þingræði og lýðræði og vest- rænt hagkerfi. En Rússar verða öflugir þegar sigurvegararnir setjast að friðarborðinu. Þeir munu styðja þau öfl í Evrópu, sem vilja aukið vald ríkisins yf- ir málefnum þegnanna og ríkis- skipulagt hagkerfi. Ef nógu margir Evrópumenn vilja fara þá leið verður Ameríka að gjör- breyta viðskiptalegu, jafnvel pólitísku, sambandi sínu við Ev- rópu. (Lausl. þýtt).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.