Dagur - 14.04.1944, Blaðsíða 3
Föstudagur 14. apríl 1944
3
DAGUR
Jónas Jónsson:
ATHUGASEMD ÚT AF RITDÓMI
Inn í mjög velviljaðan ritdóm í Degi um bók mína, „Rauðar
stjörnur", hefir slæðzt einkennileg villa, sökum óglöggra heim-
ilda. Það er sem sé látið liggja að því, að urn nokkurra vikna
skeið, haustið 1942, hafi eg litið öðrum augum á kommúnista,
lreldur en næstu 20 árin á undan og þau missiri, sem liðin eru
síðan. Lesendur fá þá hugmynd af framannefndri grein, að eg
hafi á þessum tíma haft hliðstæða aðstöðu um samstarf Fram-
sóknarmanna og kommúnista eins og Hermann Jónasson og Ey-
steinn Jónsson, sem stóðu fyrir þeirri markvissu viðleitni, sem
þá var um langt skeið höfð í frammi, til þess að koma á laggir
svokallaðri „vinstristjórn“.
Sumarið 1942 og veturinn eftir, var allmörgum af samherjum
mínum í þingflokki Framsóknarmanna ekki nógu ljóst, að án
flokksþingssamþykkis var óheimilt fyrir Framsóknarmenn að
rnynda ríkisstjórn með byltingarflokki, sem sannanlega stóð undir
óábyrgu valdi áhrifanranna í framandi landi. Slíkt samstarf var
þverlega bannað með einróma samþykktum flokksþinganna 1937
og 1941. Kom þá þegar fram mjög ákveðinn skoðanamunur um
þetta atriði milli þessara manna og reyndustu leiðtoga samvinnu-
hreyfingarinnar hér á landi. Þar á meðal var formaður S. í. S.,
Einar Árnason, forstjórinn, Sigurður Kristinsson, framkvæmdar-
stjórarnir Aðalsteinn Kristinsson og Jón Árnason. Vilhjálmur Þór
og flestir helztu kaupfélagsstjórar landsins voru á sörnu skoðun.
Eg beitti mér eftir því sem eg hafði aðstöðu til gegn þeirri stefnu-
breytingu og broti á flokkssamþykktum Framsóknarmanna.
' Hermann Jónasson, Eysteinn Jónsson og allmargir aðrir af
þingmönnum flokksins voru á allt annarri skoðun. Þeir vildu
koma á „vinstri stjórn“, og þeir trúðu fastlega, að það væri hægt.
Eftir ráðum fráfarandi forsætisráðherra, Ólafs Thors, bað rík-
isstjórinn alla fjóra stjórnmálaflokka þingsins7 að tilnefna tvo
menn hver, til að ræða sarnan um, lwort nokkur grundvöllur vceri
fyrir samstjórn allra flokkanna. Hér var ekki um að rœða tilraun
til stjórnarmyndunar, heldur spurt, vegna ríkisstjóra, hvort slík
tilraun kynni að vera framkvæmanleg. Þeir, sem fóru í nefndina,
gátu verið fyrirfram ákveðnir, eins og Eysteinn Jónsson, um að
kommúnistar gætu verið þátttakendur í sanrstjóm með borgara-
flokkunum. En nefndarmenn gátu líka, eins og verkefnið var,
farið í þessa rannsóknarnefnd fyrirfram ákveðnir, að samstjórn
með kommúnistum væri háskaleg vitleysa. Þetta var aðstaða mín.
Eg tók sæti í nefndinni til að hindra, ef með þyrfti, að samstjórn
tækist, og til að safna gögnum um framkomu og stefnu byltingar-
flokksins, til að geta því betur notað þau rök móti þeim mönnum,
sem gáðu ekki að hættunni, og stefndu beint út á þá braut, sem
engum lýðræðisflokki liefir verið fær hingað til.
í rannsóknarnefndinni um skilyrði til fjögra flokka stjórnar-
myndunar, fórum við E. J. hvor sína leið. Hann leitaði að þeim
fáu þráðarendum, sem lágu frá kommúnistum í átt til borgara-
legu flokkanna. Eg hafði miklu fjölbreyttari feng. Eg kom úr
nefndinni með fangið fullt af fyrstu sönnunum fyrir því, sem
reynslan leiddi í Ijós undir vor 1943, um að kommúnistar væru
ekki samstarfshæfir.
Eg hafði farið í rannsóknarnefndina vel vitandi um eðli og
ástand kommúnista. Eg hafði í nefndinni safnað gögnum gegn
vélræðum þeirra. Eg hafði, eftir að störfum lauk, skýrt samflokks-
mönnum mínum ýtarlega ft'á niðurstöðum mínum. Það er ekki
á minni ábyrgð, að sumir þeirra fóru aðra leið heldur en eg
rnælti með.
Meðan fundir voru í rannsóknarnefndinni, fóru kommúnistar
ekki dult með það, við þingmenn í öðrum flokkum, að eg væri
þrándur í götu í skiptum þeirra við Framsóknarmenn. Eg skal
ekki fullyrða, hvaða áhrif þessar orðræður hafa haft á flokksbræð-
ur mína. En svo mikið er víst, að Hermann Jónasson og Eysteinn
Jónsson litu svo á, að eg væri ekki á sömu ,,línu“ og þeir. Eftir
að Vilhjálmur Þór var kominn í tvær vandamestu deildir í stjórn-
inni, mátti ætla að minnkað hefði löngun pólitískra samvinnu-
manna til að fella hann úr stjórn og fá kommúnista í hans stað.
En svo var ekki. Nú voru í fyrsta sinn í flokknum, síðan Ásgeir
Ásgeirsson ruddi sér braut að forsetastóli sameinaðs Alþingis 1930
höfð leynisamtök í flokknum, til að koma að þrern tilteknum
mönnum úr hópi Framsóknarmanna í nefnd, til að semja við
kommúnista um myndun „vinstri stjórnar“. í þessa nefnd var
enginn kosinn af „sambandsmönum“. Stundum áður hafði þótt
gagnlegt góðum málefnum, að leita til þeirra. En nú átti að
mynda „vinstri stjórn“, og þá þótti ráðlegra að útiloka algerlega
frá samningagerðinni menn, sem kommúnistar höfðu ömun á.
Það var ekki beinlínis hægt að vænta mikillar löngunar frá hálfu
reyndra samvinnumanna um að koma á laggirnar ríkisstjórn, þar
sem Vilhjálmi Þór var vísað á dyr, til að fá í hans stað Áka Jakobs-
son eða Þórodd Guðmundsson.
Þess eru dæmi, og þatr því miður ekki mjög sjaldgæf, að mynd-
arkonur neyðast til að sitja langar stundir á drykkjuknæpum í
veikri von um að geta bjargað vandamönnum frá enn meira óláni
heldur en fram er komið. Aldrei hefir heyrzt, að dómbærir menn
teldu að þeSvSÍ björgunarstarfsemi væri hafin eða framkvæmd af
löngun til að vera í drykkjuknæpum eða innan um ölvaða menn.
Þegar Héðinn Valdimarsson og Sigfús Sigurhjartarson brutu sam-
Jrykktir Alþýðuflokksins og leituðu sambýlis við kommúnista,
varð það hlutverk Jóns Baldvinssonar, að standa í bjargráðum,
þar sem áfengi ófullnægðs metnaðar sveif á gamla félagsbræður
lians, sem liann vildi ekki að raunalausu skilja við í tiöllahönd-
urn. Jóni Baldvinssyni tókst ekki að bjarga öllu, sem bjarga mátti.
En hann bjargaði sæmd sinni og fór í gröfina með óskoraða viður-
kenningu fyrir að hafa aldrei brugðizt skyldu sinni eða málefnum,
sem honum var trúað fyrir.
Það hefir oftar en einu sinni verið reynt að halda því fram, að
•eg hafi brotið samjrykktir Framsóknarflokksins frá 1937 og 1941
til að koma Framsóknarflokknum í samstjórn með kommúnist-
um. Eg hygg, að þetta verði jafnan talin frámunalega illa tilbúin
skáldsaga. Ríkisstjóri bað ekki nefndarmenn þá, er hann kvaddi
til mála, að korna á ríkisstjórn, heldur að rannsaka, hvort slík
framkvæmd væri möguleg. í nefndinni leitaði eg, eins og vera
bar, að hinum mörgu veilum byltingárflokksins. Viðleitni mín
bar þá strax þann árangur, að kommúnistar kvörtuðu sáran um,
að iðja þeirra stiandaði á mér. Að lokinni rannsókn gaf eg skýrslu
á viðeigandi stað, urn að kommúnistar væru ekki samstarfshæfir
fyrir borgaraflokka. Samflokksmenn mínir, sem vildu koma á
samstjórn með kommúnistum, og trúðu að það væri hægt, höfðu
vel undirbúin samtök til að liindra það, að eg eða einhver af
skoðanabræðrum mínum um þetta málefni, kærnu nærri samn-
ingum við kommúnista. Þegar Brynjólfur Bjarnason kyaddi sendi-
nefnd Framsóknarmanna undir vor, gaf hann mönnum úr þeim
flokki engan kost á að lifa í samfélagi við bolsévíka, nema upp-
fyllt væru tvö skilyrði: Flokksmenn áttu að slíta pólitískt samstarf
við mig, og koma síðan eins og þjakaðir strandmenn og leita griða
í kommúnistaflokknum. Þetta var lokavitnisburður kommúnista
um viðhorf mitt til þeirra varðandi sambúðarmálin. Þegar eg sá,
að félagar mínir voru staðráðnir í að fara slóð Héðins Valdimars-
sonar, hætti eg að skipta mér af málatilbúningi þeirra, og tók
engan þátt í atkvæðagreiðslunni varðandi þetta efni. Eg taldi
miðstjórn og þingflokk ekki hafa leyfi til að breyta samþykkt
flokksþings, fremur en sýslunefnd getur breytt landslögum. Að
öðru leyti mun reynslan skera úr, hvort við Jón Baldvinsson höf-
urn vísað rétta eða ranga leið.
Nútíma-Mörður
Eftir að eg hafði lesið grein
Árna Jakobssonar í „Degi“ 2.
marz þ. á., vaknaði hjá mér
löngun til að skrifa nokkrar
línur og biðja „Dag“ fyrir þær.
Það mun vera sjaldgæft fyr-
irbrigði nú á þessum síðustu og
verstu tímum, að verkamaður
taki sér penna í hönd og verji
málstað bændanna.
En við munum vera orðnir
nokkuð margir verkamennirnir,
sem gjarnan vildum taka í
höndina á bóndanum í Skógar-
seli og þakka honum, hvað vel
og drengilega hann hefir svarað
þeim skætingi og svívirðingum,
sem einn miður vel þokkaður
„þurfalingur þjóðarinnar“ hefir
látið sér sæma að skrifa um
eina mest vinnandi stétt lands-
ins — bændurna.
Okkur verkamönnum furðar
á því að sjá níðskrif um bænd-
ur, þessa vinnandi stétt, í blöð-
um, sem verkalýðurinn er tal-
inn gefa út. Og þó við spyrjum,
hvað sé meint með svona vinnu-
brögðum og hvað eigi að vinn-
ast með þeim, þá fást engin
svör.
Á elleftu öld var uppi maður
hér á landi, sem Mörður var
nefndur. Hans verður lengi
minnzt í sögunni. Ekki vegna
glæsimennsku og drengskapar,
heldur vegna þess, hvað langt
hann komst í því að rægja sam-
an vini og frændur með þeim
sorglegu afleiðingum, sem lengi
munu í minnum hafðar.
Nú virðist svo sem að þjóðin
sé búin að eignast annan Mörð.
Nútíma-Mörð. Og gifta fylgir
nafni! Hann hefir nú valið sér
það hlutskipti að rægja saman
vinnandi stéttir í landinu. Vini,
frændur og venzlafólk. Hvað
langt hann kemst í þessari iðn
sinni, er ennþá óskráð saga.
En fari svo, að hann verði
í engu minni en nafni hans og
frændi, þá vil eg spyrja: Hvað
bíður okkar í náinni framtíð?
Hvað bíður alþýðu þessa lands,
sem hefir í sátt og samlyndi í
alda raðir haldið um árina, orf-
ið og rekuna.
Þessi níðskrif um bændur og
sveitabúskap virðast vera skrif-
uð í þeim eina tilgangi að koma
sem mestri óánægju og illindum
milli þeirra, sem í sveitum búa
og hinna ,sem við sjóinn búa.
En þetta er háskalegt sambúð
okkar og framtíð. Það þarf ekki
um það að deila, að svo bezt
vegnar okkur, hvar sem við bú-
um á landinu, að á milli okkar
allra ríki bróðurhugur og
bræðralag. Að lífið sé byggt á
gagnkvæmum skilningi, dreng-
skap og fórnfýsi, — það er leið-
in fyrir okkur til heilla og ham-
ingju. Látum því ekki nútíma-
Mörð vinna okkur slík óheilla-
verk og nafni hans vann alþýðu
manna hér á landi á elleftu öld.
Verkamaður.
Verður Evrópa „undir
ráðstjórn“ eftir stríðið?
Utdráttur úr grein eftir
DEMAREE BESS
í Saturday Evening Post.
Þegar Bretland, Bandaríkin
og Rússland komu sér saman
um, að tilkynna hernumduþjóð-
unum í Evrópu, að eftir sigur
Bandamanna mundi þeim leyft
að kjósa sér það stjórnarfyrir-
komulag, sem þær sjálfar vildu,
komst verulegur skriður á bylt-
ingastarfsemina á meginland-
inu. Þar er að finna skýringuna
á borgarastríðinu í Júgoslafíu
og Grikklandi, erjunum meðal
Frakka í Algier og lykilinn að
erfiðleikum landaflótta ríkis-
stjórnanna í London og Kairó.
Sennilega er ekki algjört
samkomulag um neitt á meðal
hernumdu þjóðanna sjálfra,
nema að ekki komi til mála, að
endurreisa status quo fyrir-
stríðsáranna. Eg ferðaðist um
þýzkhernumda hlutann af Ev-
rópu árin 1940 og 1941 og
jafnvel þá gerðu menn sér það
ljóst, að Hitler hefði umhverft
öllu svo á meginlandinu, að
ekki mundi mögulegt að sníða
þjóðum og löndum sama stakk-
inn og áður.
Þrátt fyrir þetta, og þangað
til Rússland gerðist styrjaldar-
aðili, var eins og Bretar og
Bandaríkjamenn skildu ekki, að
evrópisk bylting væri óumflýj-
anleg. Landflótta ríkisstjórnir
voru stofnsettar í London, og
flestar voru sniðnar sem næst
því, er gilt hafði fyrir stríðið.
Mælikvarðinn var aðeins, hvort
þær væru þýzk-fjandsamlegar
eða ekki, og leiðtogar aftur-
haldsklíkna á Balkanskaga virt-
ust jafn velkomnar í London
eins og framsæknir og frjáls-
lyndir stjórnmálamenn. Nú er
þetta viðhorf breytt. Leiðtogar
Breta og Bandaríkjamanna
gera sér ljóst, að evrópisk bylt-
ing er í deiglunni og ef að
engilsaxneskra áhrifa á að gæta
að nokkru í Evrópu framtíðar-
innar, verða þeir að haga stefnu
sinni í samræmi við staðreyndir.
Á Moskva-ráðstefnunni varð
samkomulag um, að Banda-
mennirnir þrír skyldu sjá um
reglu á meginlandinu þangað
til unnt væri að koma við al-
mennum kosningum í löndun-
um, þar sem þjóðirnar sjálfar
veldu sér stjórnarfyrirkomulag.
Vitaskuld verður engri þjóð
leyft að endurreisa fasistastjórn.
En ýmsir Ameríkumenn líta
með lítilli gleði til þess, ef ein-
hver lönd veldu ráðstjórnarfyr-
irkomulag.
Rússneska stjórnskipulagið
og okkar eigið skipulag eru val-
ið, sem bíður þessara þjóða.
Flestir engilsaxar eru andvígir
(Framhald á 7. síðu).