Dagur - 14.04.1944, Blaðsíða 1

Dagur - 14.04.1944, Blaðsíða 1
ANNALL DAGS Nýr sagnaþáttur hefst í blað- inu í dag. Er hann af Þórði sýslU- manni Björnssyni í Garði í Að- aldal, skráður af Konráð Vil- hjálmssyni. Hefir þessi þáttur hvergi verið prentaður áður. Bílar hafa ekið yfir Öxnadals- heiði a. m. k. tvisvar í þessari viku. Færi hefir verið erfitt, en þó mun það einsdæmi, að bílfært hafi verið talið alla leið milli Reykjavíkur og Akureyrar á þessum tíma árs. Flugferð var norður hingað s. 1. miðvikudag, og er það síðasta ferð nú um sinn, meðan skipt er um hreyfla í flugunni. Hefjast flugferðir væntanlega aftur eftir viku til tíu daga. Frk. Jóninna Sigurðardóttir, hóteleigandi, átti 65 ára afmæli sl. þriðjudag. Hún er löngu landskunn orðin fyrir ritstörf sín um málefni kvenna og áhuga á framfaramálum kvenþjóðarinn- ar. Frk. Jóninna hefir lengi rek- ið fyrirmyndar gisti- og matsölu- stað á Hótel Goðafoss hér í bæn- um. * Heimilisiðnaðarfélag Norður- lands óskar þess getið, að það sýni ýmsar gerðir vefnaðar frá nýafstöðnu námsskeiði sínu hér í bænum n.k. sunnudag kr. 2—7 á Hótel Norðurlandi. Auka-bæjarstjórnarfundur var var haldinn í gær. Á dagskrá voru þrjú mál: 1. Fundargerð kjörskrá og undirritun kjörskrár Akureyrarkaupstaðar við þjóð- aratkvæðagreiðslu í maí. 2. Kosning nefndar til að hafa með höndum undirbúning að þjóð- aratkvæðagreiðslu. 3. Kosning nefndar til að hafa með höndum undirbúning hátíðahalda vegna lýðveldisstofnunar á íslandi. Dagur kemur næst út á mið- vikudaginn 19. apríl, þar sem fimmtudagurinn, hinn reglulegi útkomudagur blaðsins, er sum- ardagurinn fyrsti. Guðm. Karl Pétursson, yfir- læknir við Akureyrarspítala, sem dvalið hefir í Ameríku undan- farna mánuði, er væntanlegur til landsins nú næstu daga. Guðm. Karl var fulltrúi fslands á skurð- læknaþingi í Philadelphia á sl. hausti, en að því loknu ferðaðist hann um vestra og kynnti sér ný- ungar á sviði handlækninga. ^y ^^b^^SssS ^Bsf XXVII. árg. Akureyri, föstudaginn 14. apríl 1944 15. tbl. sins W SEtl í Leikfélag Akureyrar: GULLNA HLIDIÐ Frumsýningin annan páskadag Hvert sæti í leikhúsinu var skipað á mánudagskvöldið, er Davtö skáld frá Fagraskógi lióf að lesa „prologus" siriri fyr'ir „Gullna hliðinu". Áheyrendurn- ir hylltu skáldið með áköfu lófa- taki, en að því búnu hófst tjaldið og menn skyggndust inn í hugar- heima fornrar, íslenzkrar þjóð- trúar og þjóðsagna, þar sem tví- veldiskenningin situr í öndvegi og djöfullinn og hans útsendarar ganga ljósum logum um tilver- una og leitas't við að hremma hverja sál um leið og hún slepp- ur með harmkvælum úr búkn- um. En kerlingin á kotbænum er staðráðin í því, að bjarga „sál- inni hans Jóns míns" — svo breyzk og brotleg sem hún þó er — frá logum hinnar eilífu út- skúfunar og skila henni heilli á húfi inn fyrir dyrastaf Himna- Guðmundur S. Guð- mundsson úr Reykja- vík sigraði á Skák- þinginu. CKÁKÞING ÍSLENDINGA, sem hófst hér í bænum 5. þ. m., lýkur í kvöld. Meistara- flokkskeppni lauk á þriðjudags- kvöld og urðu úrslit þar þessi: 1. Guðmundur S. Guðmunds- son, Reykjavík, 3J/2 v. 2. Kristján Sylveríusson, Rvík, 3 v. 3.-4. Jóhann Snorrason, Ak- ureyri, ZYz v- 3.-4. Sturla Pétursson, Rvík, 2i/2 v. 5. Júlíus Bogason, Ak., 2 v. 6. Margeir Steingrímsson, Ak., li/2v. 1 fyrsta flokki stóðu leikar þannig í gær: Steingr. Bern- harðsson, Ak„ 4 v. — Albert Sig- urðsson, Ak., 3 v. — Steinþór Helgason, Ak., 3 v. og voru þá tvær umferðir eftir. Jarðarför ÞORSTEINS ÞORSTEINSSONAR frá Lóni fer, að öllu forfallalausu, fram miðvikudaginn 19. þ. m., og hefst með kveðjuathöfn frá Akureyrarkirkju kl. 1 e. h. Síðan verður haldið að Möðruvöllum í Hörgárdal og jarðsett þar. F. h. vandamanna. Karlakórinn „GEYSIR". ríkis. Og hún kemur karli sínum fyrir í skjóðu sinni, snarar henni á bak sér og leggur ótrauð á brattann, sem HggurAipp að hinu gullria hliði. Og þótt kerlingin sé ekki mikil fyrir sér, fyrir mannanna sjónum, er ást 'henn- ar og umhyggja fyrir Jórii sínum seig og ódrepandi eins og erfða- syndin, og hún lætúr hvergi bug- ast á hverju sem gengur, — hvort sem púkar og drýsildjöflar eða englar og kerúbar leitast við að varna henni vegarins, — unz hún hefir potað bónda sínum inn fyr- ir hið gullna hlið — í trássi við guð og menn. — En „það er löng leið frá íslandi til Himnaríkis", og margt her til tíðinda á þessu ferðalagi kerlingar, svo sem að líkum lætur. Ungfrú A rndis Björnsdóttir, leikkona úr Reykjavík, leikur aðalhlutverkið, kerlingu Jóns bónda, með hinni mestu prýði og skörungsskap. Ungfrú Arndís er, svo sem kunnugt er, ein af þekktustu leikkonum hér á landi. Okkur Akureyringum er auðvitað ekki síður en öðrum landsmönnurii kunnugt um orðs- tír þann, er hún hefir getið sér 'yrir íþrótt sína á leiksviði höfuð- staðarins nú um langt skeið. Við höfum oft hlýtt á leik hennar í Ríkisútvarpið, og síðast en ekki sízt munum við minnast hinnar ágætu og ógleymanlegu frammi- stöðu ungfrúarihnar, er hún lék eitt aðalhlutverkið í „Orðinu" hér á okkar eigin leiksviði síðast- liðið sumar. Leikhússgestir munu því vissu- lega hafa vænzt mikils af leik ungfrú Arndísar á mánudags- kvöldið, og óhætt mun að full- yrða, að þeir hafa ekki orðið fyrir vonbrigðum. Leikur ungfrúar- innar er látlaus og eðlilegur, en þó sterkur og markviss, enda var henni vel fagnað af leikhússgest- um, og margir fagrir blómsveigar bárust henni upp á sviðið í við- urkenningarskyni fyrir íþrótt hennar. Björn Sigmundsson lék annað aðalhlutverk leiksins, Jón bónda — í skjóðunni og utan hennar. Betri frammistöðu er varla hægt að kjósa sér í því hlutverki. Leik- ur Björns er myndugur og hnit- miðaður frá upphafi til enda, (Framhalcl n 8. slðu.) Frú Chiang Kai-Shek Myndín er af frú Chiang Kai-Shek, konu hins þrautseiga foringja Kínverja í barátt- unni gegn Japan. Frú Chiang er fædd og menntuð í U.S.A. Hún er mjög mikilhæf og mikilsrnetin kona. M/s „Snæfell" bjargar skipi á Atlantshaf i j SÍÐUSTU ferð m/s „Snæfells" hins nýja skips Útgerðarfél. K. E. A., til Englands, bjargaði það íslenzka fiskiskipinu „Rifs- nes", er þá var statt 180 mílur frá landi á útleið og dró það til skozkrar hafnar. Rifsnes var vél- arvana er „Snæfell" kom að því, en fullfermt fiski. Skipstjóri á „Snæfelli" er Egill Jóhannsson. Þingið sækir fjöldi fulltrúa, úr öllum héruðum landsins 7. þing Framsóknarflokksins var sett af formanni flokksins, Jónasi Jónssyni, að Hótel Borg í Reykjavík kl. 4 e. h. sl. mið- vikudag. Voru þá komnir til þings lull- trúar úr öllum héruðum lands- ins og eru á þinginu alls um 280 manns. Fyrsti fundarstjóri var kjörinn Einar Árnason á Eyrar- landi. Héðan að norðan fór fjöldi fulltrúa með bifreiðum á annan páskadag, þar á meðal eftirtaldir fulltrúar héðan frá Akureyri: Árni Jóhannsson, forseti bæjar- stjórnar, Árni Bjarnarson, bók- sali, Arnþór Þorsteinsson, sölu- stjóri, Elías Tómasson, banka- gjaldkeri, Guðm. Guðlaugsson, verksmiðjustjóri, Gunnar Jóns- son, spítalaráðsmaður, Halldór Ásgeirsson, sölustjóri, Haraldur Þorvaldsson, verkamaður, Jakob Frímannsson, framkvæmdastjóri, Marteinn Sigurðsson, formaður Verkamannafélags Akureyrár- kaupstaðar og auk þess mætir Vilhjálmur Þór, atvinnumála- ráðherra, sem fulltrúi Framsókn- arfélags Akureyrar á þinginu. Á miðvikudaginn var kosið (Framhald á 8. síðu.) VERKAMENN KREFJAST GRJÓT- VINNUTAXTA VIÐ HAFNARGERÐINA ÁODDEYRI Bæjarstjórnin heimilar hafnarnefnd að hætta við verkið, ef kröfunni verður haldið til streitu Grjótvinnutaxtinn svokallaði var upphaflega sam- inn fyrir grjótmulningsvinnu bæjarins CKÖMMU eftir að vinna hófst við byggingu skjólgarðsins á Oddeyri fór að bera á því, að ýmsir verkamenn töldu, að þeim bæri að fá greiddan svokallaðan grjótvinnutaxta við vinnuna, en hann er allmikið hærri en hin venjulegi dagvinnutaxti. Hinn svokallaði grjótvinnutaxti var upphaflega miðaður við grjót- mulnings- og grjótsprengingar- vinnu bæjarins. Var talið eðlilegt að sú vinna væri betur borguð en alm. vinna, þar sem hún er sér- staks eðlis, svo sem kunnugt er. í prentuðum töxtum verka- mannafélaganna í bænum hefir þetta jafnan verið kölluð ,,'grjót- vinna" aðeins og skilið sem vinna við grjótsprengingu og grjótmulning. Eigi að síður var samþykkt á fundi í Verkamannafélagi Akur- (Framhald á 8. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.