Dagur - 14.04.1944, Blaðsíða 8

Dagur - 14.04.1944, Blaðsíða 8
8 DAGUR Föstudagur 14. apríl 1944 ÚR BÆ OC BYGGÐ I. O. O. F. = 12541481/2 = KIRKJAN. Messað í Akureyr- arkirkju næstk. sunnudag kl. 2 síðdegis. M öðru vallaklaustursprestakall: Messað sunnudaginn 16. apríl kl. 2 e. h. Messur í Grundarþingapresta- kalli: sunnudaginn 30. apríl kl. 2 e. h. (Safnaðarfundur). — Munkaþverá, sunnudaginn 7. maí, kl. 1 e. h. Áheit á Akureyrarkirkju: Kr. 50.00 frá N. N., kr. 15.00 frá N. N., kr. 50.00 frá Unni Björnsdóttur. Þakkir. Á. R. ZÍON. Samkoma á sunnudaginn kl. 8.30 e. h. Barnasamkoma kl. 10.30 f. h. — Allir velkomnir. Bazar, til ágóða fyrir barnaheimil- issjóð sinn, halda stúkurnar ísafold og Brynja í Skjaldborg næstk. sunnu- dag kl. 3 e. h. — Þeir, sem enn ekki hafa skilað munum, eru vinsaml. beðnir að skila þeim í Skjaldborg, ekki síðar en á föstudagskvöld. Munið bazarinn og kaifisöluna í Zíon í dag kl. 3 e. h. Bazar heldur kvenfélagið Hlíf á Sumardaginn fyrsta kl. 2 e. h. í Skjaldborg. Félagskonur eru áminnt- ar um að koma munum sínum til baz- arnefndar í síðasta lagi um hádegi á miðvikudag. Stúkan Ísafold-Fjallkonan nr. 1 heldur fund (systrakvöld) næstk. þriðjudag kl. 8.30 í bindindisheimil- inu Skjaldborg. Kosning embættis- manna. — Kaffidrykkja. — Skemmti- atriði. — Bræðrunum sérstaklega boðið á fundinn. Barnastúkan Samúð heldur fund næstk. sunnud. kl. 10 f. h. í bindindis- heimilinu Skjaldborg. — A-flokkur skemmtir. Áríðandi að sem flestir mæti. Frá Leikíélaéinu: Sýningar á „Gullna hliðinu“ nú um helgina og í næstu viku, sbr. auglýsingu hér í blaðinu í dag. Þar sem leiksýningum verður að vera lokið um mánaðamót, ættu þeir, sem hafa í huga að sjá leikinn, ekki að draga það lengi, held- ur útvega sér aðgöngumiða að næstu sýningum. Aðgöngumiðasalan opin leikdagana frá kl. 1. Dánardœgur. Þriðjudaginn 11. þ. m. andaðist að heimili sínu, Norður- götu 19 hér í bænum, Stefán Marz- son, fyrrum bóndi að Spónsgerði í Amarnesshreppi, eftir þunga legu. Hann var fæddur 26. júní 1872, af fátæku bændafólki kominn og varð því snemma að spila upp á eigin spýt- ur. Innan við tvítugt nam hann org- anleik hjá Magnúsi Einarssyni og varð síðar um langt skeið organleik- ari í Möðruvallaklausturskirkju. Um tvítugsaldurinn stundaði hann nám í Möðruvallaskóla, gerðist síðansveita- kennari, rak búskap um mörg ár og hafði með höndum verkstjóm við jarðabætur og vegavinnu. Hann var orðlagður fyrir verkkunnáttu og verk- lagni og leysti öll störf sín af hendi af hinni mestu prýði. Var unun að sjá, hve öll störf léku í höndum hans. Þrítugur að aldri fór Stefán til Dan- merkur og vann um eins árs skeið á bóndabýli í Borgundarhólmi. Síðustu árin var Stefán búsettur á Akureyri. Eftirlifandi kona hans er Jónína Jónsdóttir frá Spónsgerði, hin mesta myndar- og dugnaðarkona. — Eiga þau nokkur uppkomin böm. Bazar heldur verkakvennafélagið „Eining“, sunnudaginn 16. þ. m., kl. 4, i Verklýðshúsinu. Kvöldvaka. Síðasta kvöldvaka á vetrinum verður haldin í Skjaldborg föstudaginn 14. þ. m. kl. 8.30 e. h. — 1. Stutt ferðasaga (Snorri Sigfússon, skólastjóri). 2. Einsöngur (Helga Jónsdóttir). 3. Upplestur ýmislegs efnis. — Byrjað verður með því að hlýða á útvarpssöguna. Á eftir verður kaffidrykkja fyrir þá, sem þess óska. Þess er vænzt, að sem flestir kvöld- vökugestir frá vetrinum mæti. Skemmtisamkomu heldur kvenfél. | „Hjálpin" að Saurbæ laugard. 15. GULLNA HLIÐIÐ (Framh. af 1. síðu). þrunginn af skapsmunum, lífi og sérstæðum persónuleika, sem varpaði skýru og ótvíræðu ljósi yfir veru þessa gamla, íslenzka bónda, forherta syndara og guð- lastara. Björn er snillingur á leik- sviðinu, þegar hann fær þar við- fangsefni við sitt hæfi, og menn gætu jafnvel freistazt til að halda, að þetta hlutverk hafi sérstaklega verið samið fyrir hann, svo sterk- ur og ógleymanlegur var leikur hans að þessu sinni, — og væri þó synd að segja, að Jón sálugi væri sérlega fyrirferðarmikill á svið- inu, karlskepnan! — Vilborg grasakona var leikin af frú Sigur- jónu Jakobsdóttur, ágætavel og örugglega, með næmum skiln- ingi á anda og erfðum íslenzkra þjóðsagna og þjóðtrúar. Leik- stjórinn, Jón Norðfjörð, fór með hlutverk sjálfs Óvinarins. Gerfi hans er ágætt og leikur hans hæfilega djöfullegur. Önnur hlutverk leiksins eru öll fremur lítil, þótt jiau hafi sína fullu þýðingu fyrir heildarsvip sýningarinnar. F.n þau eru miklu fleiri en svo, að nokkur kostur sé að geta þeirra hér hvers um sig sérstaklega. Segja má, að þau séu öll sæmilega leikin og sum með ágætum. Halldór Jónsson verður minnisstæður í hlutverki bóndans, sem leiðist hálfvegis öll dýrðin og hóglætið í Paradís, lætur þó kyrrt liggja, en spyr með innfjálgum og hrærðum rómi frétta af tíðarfari og skepnuhöldum heiman úr sveit sinni. Jóhann Ögmundsson leikur Lykla-Pétur virðulega og með góðum skilningi, og sama má segja urn leik Stefdns Jónssonar í hlutverki Páls postula. Ymsir þekktir leikarar bæjarins höfðu fengið þama svo lítil hlutverk, að þeirra verður hér ekki sérstak- lega getið. En allir áttu þeir sinn þátt í því, að heildarsvipur sýn- ingarinnar var sérlega góður og öllum hlutaðeigendum til sóma. Mun Vigfús Þ. Jónsson, sem mál- að hefir leiktjöldin, eiga skilið sinn skerf af því lofi. Einkum má telja það furðulegt, hve löng- um og veglegum liimnastiga hon- um hefir tekizt að koma fyrir með pensli sínum og litum á hinu þrönga og lága leiksviði okkar. Leikurinn virðist sérlega vel settur á svið, þegar tekið er tillit til hinna að ýmsu leyti óhent- uga og þröngu skilyrða hér. Á leikstjórinn, Jón Norðfjörð, því þakkir skyldar fyrir starf sitt. Jakob Tryggvason stjórnar kórnum og hljómsveitinni, er syngur og leikur liin fögru lög, er Pdll ísólfsson hefir samið í sam- bandi við leik þennan. Frú Þór- hildur Steingrimsdóttir hefir samið og æft barnadansinn, en ljósameistari er Ingvi Hjörleifs- son. Að leiksýningunni lokinni var höfundur sjónleiksins, leikstjór- inn og aðalleikendur kallaðir fram og þeim sópart klapþað lof í lófa. apríl næstk. — Til skemmtunar verð- ur: Hlutavelta og dans. Skemmtunin hefst kl. 10 e. h. — Skemmtinefndin. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför litla drengsins okkar, ÓSKARS. Sérstaklega þökkum við „Kunningjum“. Fanny Clausen og Jónas Stefánsson. HJARTANLEGT ÞAKKLÆTI til allra vina sem glöddu mig á 75 ára afmæli mínu 6. þ. m., með heim- sóknum, gjötum, skeytum og bréfum. Sérstaklega þakka eg þeim 35 bændum og fleirum í Ljósavatnshreppi, er sendu mér ávarp og stóra pen- ingagjöf. — Guð blessi ykkur öll! PÁLL G. JÓNSSON, Garði, Fnjóskadal. TILKYNNING Slægjuspildur í Kjarnanýræktinni verða seldar á leigu á þessu vori til tveggja ára. Leiga eftir dagsláttu, án áburðar, er kr. 30.00 til kr. 40.00 eftir gæðum. Umsóknum sé skilað á skrifstofu bæjarstjóra fyrir 20. apríl næstkomandi. Bæjarstjórinn á Akureyri, ll.apríl 1944. Steinn Steinsen. 5þ<HKHKHKHKHKHKHKHKBKHKHKHKHKHKHKHKBKHKHKHKHKHKHKHKHK <H»<HKHKHKH><HttH><H«HS<HÍ<HKHKH><H><HKHKHKHKH><Hn><H»<HKH3H><H><KH GULLNA HLIÐIÐ Sýningar laugardags-, sunnudags-, þriðjudags-, mið- vikudags- og fimmtudagskvöld. Hefjast kl. 8. — Að- göngumiðasalan opin leikdagana frá kl. 1. — Athygli skal vakin á því, að af sérstökum ástæðum verður sýningum að vera lokið um mánaðamót. Þeir, sem hafa hugsað sér að sjá leikinn, ættu því ekki að draga það, heldur útvega sér aðgöngumiða að NÆSTU SÝNINGUM. LEIKFÉLAG AKUREYRAR. SkhKhkhkhkhkhkhkhkhkhKhKhkbkhkhkhKhkhkhKhkhKhkhkhkhk FLOKKSÞIN GIÐ (Framhald af 1. síðu). í 11 nefndir, en annað ekki starfað þann dag. í gær flutti Ól- afur Jóhannesson, lögfræðingur, erindi um lýðveldisstjórnar- skrána og urðu síðan miklar um- ræður um það mál. Nánari fregnir af þinginu verða birtar í næsta tbl. Þingið mun taka til meðferðar öll mikilvægustu þjóðmál og marka stefnu Fram- sóknarflokksins í vandamálum komandi tíma. Búizt er við að þinginu verði lokið um miðja næstu viku. Verkamenn krefjast grjót- vinnutaxtans. (Framhald af 1. síðu). eyrarkaupstaðar 2. þ. m. að „halda fast við að borgað verði grjótvinnukaup fyrir vinnuna við hafnargarðinn". Mál þetta kom til kasta bæjar- stjórnar á síðasta fundi hennar, fyrra þriðjudag. Bæjarfulltrú- arnir (nema kommúnistar) vildu ekki fallast á þessa kröfu, sem enda verður að teljast mjög ósanngjörn og ekki spá góðu um framtíð hinna nýjukhafnarmála. Var svohljóðandi tillaga sam- þykkt í málinu með 7 atkv. gegn 3: „Þegar bæjarstjórn samþykkti að heimila hafnarnefnd að hefja verk við væntanl. hafnarmann- virki á Oddeyri, gekk hún út frá að kaup yrði greitt eftir sömu reglum og gilt hafa við sambæri- lega vinnu hjá bænum. Krafa sú, er nú hefir komið fram frá Verkamannafél. Akur- eyrarkaupstaðar, er ekki í sam- ræmi við þær reglur. Getur bæj- arstjórn því ekki fallizt á að verða við kröfunni, en felur hafnarnefnd að reyna að ná sam- komualgi við verkamannafélag- ið á sama grundvelli og gilt hef- ir, en náist það ekki, heimilar bæjarstjórn hafnarnefnd að láta hætta við verkið. Kaupakonur Kaupamenn Starfsstúlkur STULKA óskast í vist frá 14. maí n.k. Sérherbergi. ELISE ERÍKSSON, Ámes 2, Glerárþorpi. Nokkrar stúlkur vantar að Kristneshæli frá 14. maí næstkomandi. — Hátt kaup! Stuttur vinnu- tími. — Upplýsingar hjá yfirhjúkrunarkonunni. Línustúlkur vantar í sumar. Vinnumiðlunarskriístofan. sýnir í kvöld kl. 9: Frá liðnum árum Skemmtisamkomu halda VÆRINGJAR í þinghús- inu að Þverá í Öngulsstaðahr., laugardaginn 15. apríl næstk. — Byrjar kl. 9.30 e. h. Til skemmt- unar verður: Gamanleikur (Apa- kötturinn). — Dans. — Veitingar á staðnum. NEFNDIN. GIFTIN G ARHRINGUR, karlmanns, fundinn á göt- unni. TVENN GLERAUGU nýlega fundin á götum bæjarins. Lögregluvarðstofan. TIL SÖLU: 2 ungar kýr og nokkrar ær. JÓN GUÐNASON, Aðalstræti 58. Laugardag kl. 6: Frá liðnum árum Kl. 9: Harðjaxl Sunnudaginn kl. 3: Smámyndir Kl. 5: Yankee Doodle Dandy Kl. 9: Harðjaxl Lögregluvarðstofan. Hjólkoppur af Plymouth-bifreið tapaðist milli Akureyrar og Bægisár sl. miðvikudag. Finnandi vinsaml. beðinn að skila gegn fundar- launum til Kristjáns Jónssonar bakara. {JTSÆÐI fæst hjá JÓNI GUÐMANN, sími 291 Stórt, afgirt erfðafestuland hér í bæjarlandinu til sölu nú þegar. Á landinu eru skepnuhús og íbúðarhús í byggingu. — Tækifæri fyrir bónda, sem vill flytja inn í bæinn. Upplýsingar veitir BJÖRN HALLDÓRSSON, sími 312, Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.