Dagur - 14.04.1944, Blaðsíða 6

Dagur - 14.04.1944, Blaðsíða 6
6 DAQUR Föstudagur 14. apríl 1944 e/rrn (Framhald). Reinhardt hagræddi sér í sætinu. „Jæja," sagði hann, „kannske maður snúi sér að efninu. A fimmtudaginn var heimsótti Glasenapp liðsforingi yður, er það ekki rétt?“ „Jú, það er rétt.“ Milada svaraði rólega. Orð Breda klingdu enn fyrir eyrum hennar. — Nazistarnir kæra sig kollótta um á hvem hátt Glasenapp týndi lífinu. Þeir vilja gera sjálfa sig.örugga í sessi með því að hræða okkur. Það er tilgangur þeirra með þessum mála- rekstri. „Þér eruð fögur stúlka, ungfrú Markova. Þetta mun ekki hafa verið fyrsta heimsókn hans?“ Reinhardt strauk vanga sinn og beið eftir svari hennar. „Svona, svona, verið ekki með þessa hæversku. Hann hlýtur að hafa þekkt yður talsvert lengi?" Það var ekki til neins fyrir hana að neita þessu. Hann var þegar búinn að yfirheyra frú Klein. Milada ákvað að fórna peði í þessu örlagaríka tafli. „Það er rétt. Hann var mjög vingjarnlegur í minn garð alla tíð.“ „Eg þakka honum það ekki. Eg geri varla ráð fyrir að nokkur karlmaður mundi haga sér öðruvísi gagnvart yður. — Og var þetta allt og sumt? Aðeins vinsamlegur kunningsskapur?" .Já“ „Ungfrú Markova!" Hann ávarpaði hana eins og kennari, sem er að yfirheyra fákunnandi nemanda. „Þýzkir foringjar eru ekki venjulega svo lítilþægir. Hvernig kynntist hann yður?“ „Á götunni,“ svaraði hún eins og satt var. „Og hvað svo?“ „Við sáumst af og til.“ „Og var hann aldrei ástleitinn við yður?“ „Aldrei.“ „Maðurinn hefir verið óbetranlegur þöngulhaus. Eg skyldi hafa hagað mér öðruvísi. Og svo mundi allt þýzka foringjaliðið hér í Prag einnig hafa gert. Þess vegna, kæra ungfrú, verð eg að segja yður hreinskilnislega, að eg trúi ekki orði af þessari sögu yðar.“ „Þér um það.“ „Ungfrú Markova, — þér verðið að gera yður ljóst, að þér eigið líf yðar undir því komið, hvort eg trúi yður eða ekki.“ Hún kingdi munnvatninu, en annars var engin brevting sjáan- leg á svip hennar. Það verður fróðlegt að sjá, hve lengi hún getur haft svo gott vald á tilfinningum sínum, hugsaði Reinhardt. „Og í hverju birtist þessi vinsemd hans helzt?“ spurði hann. „Hann lánaði mér peninga þegar eg var veik. Eg ætlaði að end- urgreiða honum lánið. Þér getið þess vegna ímyndað yður undrun mína þegar ég frétti um lát hans.“ „Jú —samsinnti hann illkvittnislega, „sérstaklega þar sem það kom rétt á eftir rifrildið við yður. Merkileg tilviljun!“ Gildran var nú tilbúin og Reinhardt beið rólegur eftir að hún gengi í hana. En Milada tók ekki eftir ásökuninni, sem bjó í spurningunni. Hann vissi hvemig þau höfðu skilið síðast, Glasenapp og hún. Ekkert annað en þetta rúmaðist í huga hennar á þessu augnabliki. En hve mikið vissi hann? Ætti hún nú að segja frá hótun Glase- napps um að fremja sjálfsmorð? Reinhardt sá að hún var hikandi og gekk á það lagið. „Liðsfor- inginn kom hingað, eins og svo oft aður, hélt hann áfram. „Þið urðuð ósammála, lentuð í hörkurifrildi." Hann lét ágizkun fljóta með. „Yður þótti raunverulega alls ekkert vænt um hann. Síður en svo. Stúlka eins og þér fallið ekki fyrir mönnum eins og Glase- napp. Síðasti fundurinn var því enginn skemmtifundur. En um hvað var deilt?“ Hann hafði ætlað, að þessi skilgreining á tilfinningum hennar mundi gjörsamlega rugla hana í málfærslunni, en honum skjátlað- ist. Milödu fór að gruna, að Reinhardt væri sjálfur að fálma í myrkrinu, vissi ekki eins mikið og hann léti, „Jæja,“ sagði Milada og brosti lítið eitt við, „eg liélt að það væri ekkert nýtt að vinir deildu. Enginn kunningsskapur er án smá- misfellna----“ „Sleppum öllum almennum hugleiðingum," greip Reinhardt fram í. „Hvað sem Glasenapp kann að hafa farið fram á, þá hlýtur yður að hafa verið fullljóst, að liann gat, sem þýzkur liðsforingi, gert yður lífið óþægilegt ,ef honum hefði sýnst svo. Nei. Við skul- um aðeins leggja saman tvo og tvo, — deilu yðar við Glasenapp, — andúð yðar á honum, — morð hans. Þér hljótið að sjá, að þetta fell- ur allt prýðilega í sömu umgjörðina? Hann er að reyna að koma morðinu á mig! Þessi hugsun flaug eins og ör í gegnum huga hennar. Blóðið steig henni til höfuðs. Hún varð heit og rjóð. Henni lá við yfirliði, fannst eins og vegg- imir á herberginu væm á hreyfingu. Það tilkynnist að okkar hjartkæra móðir, FRIÐRIKA FRIÐRIKSDÓTTIR, andaðist á heimili dóttur sinnar hinn 5. apríl sl. — Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju laugar- daginn 15. apríl næstk. og hefst með húskveðju á heimili hennar, Bjarkarstíg 2, Akureyri, kl. 1 e. h. Sigurlína Aðalsteinsdóttir. Snjólaug Aðalsteinsdóttir. Margrét A. Vestmann. GRÆDDUR ER GEYMDUR EYRIR Tryggið framtíð yðar og þjóðfélagsins með því að spara sem mest af tekjum yðar og ávaxta spariféð í tryggum vaxta- bréfum. Þeim fjölgar stöðugt, sem notfæra sér þau hlunnindi, sem fólgin eru í því að ávaxta fé í 1. flokks vaxtabréfum. Bankavaxtabréf Landsbankans hafa nú í meir en 40 ár ver- ið viðurkennd ein bezta og tryggasta eign, sem völ er á. Bankavaxtabréf Landsbankans eru tilvalin til tækifæris- gjafa handa börnum og ungu fólki, vegna þess að þau veita gjafarmóttakandanum aukna öryggistilfinningu og glæða skilning hans á gildi peninga. Bankavaxtabréf Landsbankans eru fyrirliggjandi í stærð- um allt niður í 100 kr. Auk bankavaxtabréfa eru oftast fáanleg önnur trygg vaxta- bréf, útgefin af opinberum aðilum. Kaupþing Landsbanka íslands er stofnað í þeim tilgangi að greiða fyrir verðbréfaviðskiptum og gera þau sem örugg-' ust, almenningi til hagsbóta. Látið einhvern hinna 14 kaup- þingsfélaga annast viðskipti yðar á kaupþinginu, gegn til- skilinni þóknun, Vz% upphæð viðskiptanna. Látið kaup- þingsfélaga leiðbeina yður um val á vaxtabréfum, sem bezt: henta yður. Verðbréfadeild Landsbanka íslands lætur í té allar upplýs- ingar um vaxtabréf og kaup og sölu þeirra á kaupþinginu. r Landsbanki Islands Maðurinn minn og faðir okkar, STEFÁN MARZSON, andaðist að lieimili sínu, Norðurgötu 19, Akureyri, 11. apríl. Jarðarförin hefst með bæn frá heimilinu, þriðjudaginn 18. apríl, kl. 1 eftir hádegi. Jónína Jónsdóttir og böm. ITILKYNNING Viðskiptaráðið hefir ákveðið, að öll iðjufyrirtæki (verk-< >smiðjur), sem háð eru verðlagseftirliti skv. 1. um verðlag nr' >3/1943, skuli eigi síðar en 1. maí 1944, senda verðlags-* 'stjóra verðreikning (kalkulation) um sérhverja afurðateg- ,und, sem framleidd er, þar sem sýnt sé nákvæmlega hvernig< >verð hennar er ákveðið. Aðilar utan eftirlitssvæðis Reykja-' >víkur skulu senda verðreikninga sína til trúnaðarmanna* ‘verðlagsstjóra hvers á sínu svæði. Ef fyrirtæki er í vafa um, hvort ákvæði tilkynningar< >þessarar taki til þess, skal það leita um það úrskurðar verð- > lagsstjóra. Verði umræddir verðreikningar ekki komnir í hendur] skrifstofunnar á tilskyldum tíma, mun dagsektum verða< > beitt. Reykjavík, 4. apríl 1944. Verðlagsstjórinn. íill Skák nr. 8. Frá Skákþingi íslendinga á Ak- ureyri íl apríl 1944. 1. umferð, meistaraflokkur. Drottningarpeö. Hvítt: Guöm. S. Guðmundsson, Taflfél. Reykjavíkur. Svart: Jóhann Snorrason, Skákfélag Akureyrar. 1. d4, Rf6. 2. Rf3, b6. 3. Rbd2, Bb7. 4. e3, c5. 5. Bd3, e6. 6. 0—0, Rc6. 7. c3, Be7. 8. e4, cxd4. 9. cxd4, 0—0. 10. a3, d6. 11. De2, Hac8. 12. b4, He8. 13. Bb2, Bf8. 14. Hael, Hc7. 15. g3, De7. 16. Rh4, g6. 17. f4, Bg7. 18. e5! Rd5. 19. Re4, dxe5. 20. dxe5, Heb8. 21. Rf3, Bf8? 22. Hedl, Hcd7. 23. Bc4, Dd8. 24. BxB, HxB. 25. Rf6 skák, Kh8. 26. Bg5, HxH. 27. HxH, Dc8. 28. Rxf7 skák, Kg7. 29. Rd6, BxR. 30. exd, Kf7. 31. Rxh7. Gefið. Þ. í Verkamanninum Fyrir nokkru sendi eg blað- inu „Degi“ til birtingar 2 gaml- ar vísur, sem þeir Sigluvíkur- Sveinn og Jón Mýrdal tóku báðir þátt í að yrkja. — Var jafnframt sagt frá tildrögum þess, að þær urðu til. — „Dag- ur“ flutti þetta litlu seinna, og taldi eg þá víst, að þessir smá- munir væru úr sögunni. — En nú sé eg, að einhver, sem merk- ir sig með bókstafnum Þ„ tekur vísurnar og tildrög þeirra til at- hugunar í 12. tbl. „Verka- mannsins“, og það ekki á veru- lega vinsamlegan hátt. — Eg hefði nú samt ekki skipt mér af þessu, af því greinarkomið er harla lélegt, og lofað Þ. í friði að „hugsa“ og „þykja ótrúlegt“ það, sem því þóknaðist. En af því að eg get ekki betur séð, en hér sé um dálitla herferð að ræða á hendur „Degi“ og að- standenda hans, fyrir þá sök, að hann flytji afbakaðan og rang- færðan alþýðukveðskap o. fl„ taldi eg rétt að gefa dálitla skýr- ingu. — Vil eg þó áður segja Þ. það, að eg tel þetta skrif þess, þó lélegt sé, illt verk, og ómak- legt, því að margir munu það mæla, að aðstandendur „Dags“ eigi þakkir skyldar fyrir að opna dálítið rúm í blaðinu fyrir ýms þjóðleg fræði, sem nú óðfluga eru að gleymast og glatast. En skýring sú, er eg vildi gefa, er þessi: Heimildir fyrir báðum vísun- um og tildrögum þeirra eru ekki lakari en það, að hvort tveggja er frá Sigluvíkur-Sveini sjálfum. — Vísurnar eru skrifaðar eftir Iians eigin handriti, og engu þar breytt eða haggað, en tildrög þeirra færði eg sjálfur í letur eftir frásögn hans. Get eg ekki komið auga á neinar líkur fyrir því, að hann hafi þar skýrt rangt frá. Það er ekki ætlun mín að deila við Þ. út af þessu smáræði — en það heilræði vil eg gefa því, og það í fullri vinsemd, að hætta sér ekki oftar út á þann hála ís, að slá fram fullyrðingum um það, sem það veit ekki, eða skil- ur. (Framhald). Saurbæ, 2 .aprfl 1944. Hannes Jónsson,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.