Dagur - 04.05.1944, Blaðsíða 1

Dagur - 04.05.1944, Blaðsíða 1
Þýzk flugvél yfir Akureyri I tilkynningu frá Amerísku herstjórninni hér segir: Hættu- merki var gefið á Akureyri sl. föstudag. Ókunn fjandmanna- flugvél flaug yfir bæinn, en varpaði ekki sprengjum. Skotið var á vélina úr varnarbyssum hersins. 14 sýningar á »Gullna hliðinu« við ágæta aðsókn. Frk. Arndís Bjornsdóttir á för- um héðan. Frk. Freyja Antons- dóttir tekur við hlutverki hennar. Leikfélag Akureyrar hefir haft 14 sýningar á „Gullna hlið- inu" eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi að undanförnu. — Hefir aðsókn verið með ágæt- um. -^— Frk. Arndís Björnsdótt- ir, sem leikið hefir aðalhlutverk- ið, sem gestur Leikfélagsins, er nú á förum héðan, — því að eins og fyrr er frágreint hér í blaðinu var ákveðið að hún dveldi hér til þessara mánaða- móta. Treysti hún sér ekki að vera hér lengur sökum aðkall- andi stárfa heima fyrir, í Rvík. Er því heimsókn ungfrú Arndís- ar hér lokið að sinni og munu hlýjar kveðjur og þakkir leik- hússgesta fylgja henni héðan. Frk. Freyja Antonsdóttir tekur við hlutverki því, er frk. Arndís hefir haft með höndum. Æfði hún hlutverkið með Leikfél. í vetur og gat sér hið bezta orð. „Gullna hliðið verður næst sýnt næstk. laugardags- og sunnudagskvöld. y XXVII. árg. Akureyri, fimmtudaginn 4. maí 1944 18. tbl. dra ríkii Aukin garðrækt og fegurri skrúðgarðar Rafmagnshituð gróðurhús, þar sem ekki fæst heitt vatn. Samtal við EDVALD B. MALMQUIST, garðyrkjuráðunaut um garðræktina á þessu sumri og framtíðarhorfur í þeim málum. Það hefir orðið að samkomulagi rnilji Búnaðarsambands Eyja- fjarðar og Bæjarstjórnar Akureyrar, að búnaðarráðunautur Sam- bandsins Edvald B. Malmquist, annaðist garðyrkjuráðunautsstörf fyrir bæinn þrjá mánuði ársins. Er þetta í fyrsta skipti, sem Akur- eyringar hafa átt völ á leiðbeiningum slíks ráðunauts, enda þótt margir hafi notið ágætra leiðbeininga hjá Ræktúnarfélagi Norð- urlands, Jóni Rögnvaldssyni garðyrkjumanni o. fl. — Ráðunaut- urinn verður til viðtals fyrst um sinn að Eyrarvegi 14 alla virka daga milli kl. 1 og 2. Geta menn leitað ráða hjá honum um allt er viðkemur skipulagi húsalóða, skrúðgarða, svo og um matjurta- garða og annáð er þeir er garðrækt stunda, kunna að hafa á hjarta. „Dagur" kom að máli við Edvald Malmquist fyrir skemmstu og ræddi við hann um garðræktina hér um slóðir og framtíðar- horfur í þeim málum. — Fórust honum orð á þessa leið m. a.: H ósmæðraskólanum á Laugalandi var sagt upp fyrsta sumardag, að aflokinni guðsþjónustugerð er sóknarpresturinn flutti í skól- anum. 32 námsmeyjar voru út- skrifaðar. Forstöðukonan, frk. Svanhvit Friðriksdóttir.gatþess í ræðu, er hún flutti til nem- enda við skólauppsögnina, að heilsufar hefði verið ágætt í skólanum yfir veturinn og ástundun og vinnuafköst nem- enda í bezta lagi. Fæðiskostnað- ur hafði numið kr. 5.64 á dag. Námsmeyjar gáfu við brottför sína rúmar 700 kr. í píanósjóð skólans. Hæsta aðaleinkunn hlutu: Oddný Ólafsdóttir, Ak- ureyri og Gerður Kristinsdóttir frá Möðrufelli, báðar 9.07. Skólinn er þegar fullskipaður fyrir næsta vetur. Kantötukór Akureyrar heldur fyrsta samsöng sinn í Nýja-Bíó n.k. sunnu- dag kl. 3 e. h. — Söngskráin er fjöl- breytt. Kórsöngur, einsöngur og tví- söngur, Þó takmarkið sé fyrir hverju heimili að koma sér upp falleg- um skrúðgarði með litfögrum plöntum og háum trjám, — þá er það í rauninni ekki það, sem telst fyrsta og grundvallaratrið- ið í skrúðgarðaræktinni, heldur hitt, að hirða og skipuleggja á húsíóðunum, sem haganlegast, þannig, að garðurinn í framtíð- inni njóti sín, bæði fyrir þá er í húsinu eru og vegfarendur. Það ríður því mikið á að vanda til undirbúnings starfsins. Undantekningarlítið þarf að bæta jarðveginn áður heldur en plantað er á lóðina til fram- búðar. Hinir eldri garðar bera þess gleggst vitni, að framtíðarstíll og skipulagning hefir í flestum tilfellum gleymst og þess vegna fá garðarnir aldrei sitt raun- verulega gildi. Vitanlega er ekki hægt að gefa algildar reglur um tilhögun og skipulagniiígu skrúðgarða, því að í flestum tilfellum eru allar aðstæður það breytilegar. En hver sá, er skipuléggur hús- lóð sína og ætlar sér að koma upp skrúðgarði á henni, verður að muna: Að garðurinn er hvíldar- og skemmtistaðurheim- ilisfólksins. í garðinum þarf því að vera smá leikvöllur fyrir börnin. Skjólgóður staður, svo þreyttir geti hvílst og farið í sól- bað. Að húsmóðirin geti látið fólkið matast úti til hátiðis- brigða, án þess að þurfa að bera matinn langar leiðir. Þá þarf að ætla rúm fyrir flaggstöngina, því að íslenzka fánann má ekki vanta hér. eftir við íslenzku heimilin. Og umíram allt þarf að hafa hugfast, að betra er að hafa engan éarð en illa hirtan garð. ERFIÐLEIKAR VEGNA ÓFRIÐARINS. Við garðræktina, sem í öðru. hefir stríðið haft sín áhrif. Við höfum misst öll yiðskipti og fræðslusambönd frá Norður- löndum. En sem gefur að skilja hæfir betur við okkar staðhætti fræ og plöntur t. d. frá Norður- Noregi en Englandi eða Ame FRANK KNOX flotamálaráðherrra Bandaríkjanna síðan 1940, lézt í sl. yiku. Hann átti mikinn þátt í eflingu flotans fyrir Pearl Harbor-árásina og endurbyéé- -ingu hans og hina stórien&le&u aukn- in^u eftir 7. desember 1941. þó á sömu breiddargráðu sé. Af þessari ástæðu m. a. verður enn meiri nauðsyn á því, að taka nútímatæknina til eflingar ræktuninni í heild og vernda hana móti hinni köldu og óstöð- ugu veðráttu. Fyrir utan heita vatnið í jörðinni, sem Reykvík- ingar, og reyndar allir íslend- ingar, gera sér bjartar framtíð- arvonir með á þessu sviði, eig- um við annan aflgjafa, fossana, sem mun tryggja þróun garð- ræktarinnar, ekki sízt á þeim Skoða^bæ og byggð í fögru veðri LELAND B. MORRIS, sendi- herra Bandaríkjanna á ís- landi og" frú hans, Alexei Krassilnikov, sendiherra Sovét- ríkjanna, August Esmarch, sendi- heiTa Noregs og frú hans, frú Fr. le Sage de Fontenay, kona sendiherra Dana og sonur henn- ar, Tourtellott, hershöfðingi flugliðs Bandaríkjanna, Vil- hjálmur Þór utanríkisráðherra og fríi hans komu hingað til bæjarins i gær loftleiðis, í stutta heimsókn og halda til Reykja- víkur í dag. Skoðuðu gestirnir bæinn og nágrennið í gær og í dag. Veður var nijög fagurt við hingaðkomuna, svo að ekki varð á betra kosið. Erindi gestanna hingað mun einkum hafa verið að skoða landið í góðviðrinu, en sendiherra Bandaríkjanna, Le- land B. Morris, er nú á förum af landi burt. „Dagur" býður þessa ágætu gesti allá velkomna norður hingað. ríku. Er því tæpast von til, að stöðum, er lítið er um heitt vatn nú sé hægt að f á mikið úrval af sumarblómum, þ. e. a. s. það harðgerðum, að þau dafni hér vel. Og er í flestum tilfellum nauðsynlegt að rækta þau fyrst í gróðurreitum en planta síðan út í garðinn, þegar líður á sum- arið. Smekklegt og ódýrt griðing- arefni hefir og verið erfitt að fá síðan í byrjun ófriðarins, og hamlar það mikið skrúðgarða- ræktuninni. Nú sem stendur verður ódýr- ast, miðað við endingu, að steypa girðingu í kringum lóðir, enda fer bezt á því, þegar um steinhús er að ræða. Af stein- steyptum girðingum verður ' lengdar metrinn, miðað við girðingu 110 cm. háa, ef undir- staða er sæmileg, um 5—10 kr. FRAMTÍÐARHORFUR. Við verðum' að sætta okkur við, að land okkar liggur norð- arlega á hnettinum, en auk þess verður mun óhagstæðara með ræktunina, að hér er reglulegt úthafsloftslag, sem gerir það að verkum, að við fáum ekki notið eins mikils sumarshita og þar, í jörðu. Rafmagnið má nota bæði til upphitúnar gróðurhúsa og vermireita og jafnvel enn heppilegra til upphitunar gróð- urreita. í Noregi var t. d. árið 1940 um 35—40% af gróðurreitum landsins hitaðir með rafmagni. Hinn hlutinn m'eð heitu vatni eða áburðargerjun. Verður það að teljast mikil rafmagnsnotkun með tilliti til þess, að það eru aðeins 20 ár síðan fyrst var byrjað á tilraunum með þetta. Hvert heimili þarf nauðsyn- lega að hafa smá gróðurreit, ef það vill ala sjálft upp blóm og trjáplöntur til heimilisþarfa. — Verður því vonandi ekki langt að bíða, að bæjarbúar hér fái ódýrt næturrafmagn til upphit- unar gróðurreita, en það er nægilegt í flestúm tilfellum, þar eð hitinn helzt lengi í jörðinni, þó straumur sé tekinn ai reitn- um. Nú hefir flutzt á markaðinn frá Ameríku svokallað sólgler eða sóldúkur, sem er mun ódýr- ara en venjulegt rúðugler, auk þess óbrjótanlegt og hæfir því sem er meira meginlandslofslag, sérstaklega vel yfir gróðurreitit. Þó er að gæta að því, að í verzlunum hér hefir aðallega komið tegund af sóldúk er nefn- ist Glass-o-Net, sem er léleg gerð og endingarlítil. Þessi gerð er með grænum möskvum. Screen-Glass, sem er allra bezta gerðin, hefir aftur á móti ekki sézt hér í verzlunum. Wyr- O-Glass er næst sterkasta teg- und af sólgleri og hefir fengist hér eitthvað lítilsháttar. Auk þeirra kosta við sóldúk, er þegar hafa verið nefndir, þá hleypur sólgler í gegn hinum út- fjólubláu sólargeislum, er því afar heppilegt í sólskýli og glugga í gripahúsum, t. d. hænsnahúsum. Þá er sólgler mikið léttara og handhægara efni en venjulegt rúðugler, sem er mikill kostur, ekki sízt, við garðræktina. Eitt af tilfinnanlegum vanda- málum garðræktarinnar hér er nú kálmaðkurinn, sem hefir herjað á flest okkar grænmeti til stórtjóns. Af þeim þrem mót- varnarlyfjum, sem reynd hafa verið við tilraunastöðina hér hefir sublimat gefist bezt. Á meðan ekki er hægt að fá nógu handhægt og ódýrt mót> eitur við kálflugulirfuna, ættu menn að rækta meira af gulræt- um og grænkáli, en það eru hvort tveggja f jörefnis- og bæti- efnaríkar plöntur. Kálmaðkur- inn herjar lítið *á grænkál og ekkert á gulrætur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.