Dagur - 17.05.1944, Blaðsíða 2

Dagur - 17.05.1944, Blaðsíða 2
a DAQUR Miðvikudagur 17. maí 1944 TRÚIN Á ÞJÓÐFRELSIÐ i. Frá því er skýrt í einni af fornsögum vorum, að ungur Ey- firðingur var staddur í Noregi og fór þar á fund móðurföður síns, er þar var búsettur. Eigi tók afi hins unga Ey- firðings vel við honum í fyrstu, en úr því rættist brátt, er hann hafði leyst,, af hendi þrekvirki nokkurt, er gamla manninum geðjaðist vel að. Lauk svo þeirra viðskiptum, að Vigfús hersir gaf Víga-Glúmi frænda sínum þrjá eða fjóra gripi og kvaðst vænta þess, að Glúmur mundi eigi týna virðingu, ef hann lógaði eigi gripum þessum, er þeir frændur höfðu mikinn trúnað á. Eftir útkomu Glúms, óx virð- ing hans og vegur heima í Eyja- firði. Fór svo fram um hríð, þar til hann gaf tveim sunnlenzk- um höfðingjum tvo af góðgrip- um sínum fyrir liðveizlu sér til handa. Eftir það varð hamingj- an honum hverful. Hann varð að hrekjast burt af föðurleyfð sinni, Þverá, og varð að hafast við í fremur afskekktum dal síð- asta hluta æfi sinnar, sneyddur efnum, völdum og virðingu. . II. Menn eru hættir átrúnaði á ættar- og verndargripi, og mun þar lítill skaði skeður. Vaxandi þekking hefir orkað svo á hugi manna, að þeir láta sér fátt um finnast þá gömlu kenning'u, að gæfa manna sé bundin við einhverja sérstaka, áþreifanlega hluti. Slíkt*er nú kölluð hjátrú eða hindurvitni. En hvað sem um þetta er, þá er hitt víst, að andlegir ættar- gripir er dýrasta eign hvern ein- staklings og hverrar þjóðar- heildar. Til þessara andlegu verðmæta má nefna drengskap, ættjarðarást, fómarlund, hug- rekki, hreinskilni og þó einkum óbifanlega trú á, að frelsi þjóð- arinnar og samtakamáttur sé undirstaða allrar heilbrigðrar framþróunar. íslenzka þjóðin hefir nú byggt þetta land í nokkm meir en tíu aldir. í sex hundmð ár af þeim tíma hefir hún verið háð meira og minna útlendri áþján. Á þeim langa tíma var þjóðfrelsið skammtað úr hnefa. Á þeim tímalagðist efnahagur þjóðar- innar í rústir og andleg menn- ing hennar varð að brotasilfri. Á 18. öldinni svarf svo að lands- mönnum, að lá við landauðn. Verst af öllu var, að á þessum neyðartímum týndi íslenzka þjóðin allri trú á land sitt og sjálfa sig. Þegar svo var komið, snerist allur hugur hennar að því einu, að konungsvaldið vildi líta í náð sinni til síns auma lýðs og bjarga honum frá hung- urdauða. III. Lífsstarf einstakra manna á þessum vonleysis- og volæðis- tímum, eins og t. d. Eggerts Ól- afssonar og Skúla Magnússon- ar, var að sönnu sem lýsandi stjörnur á næturhimni þeim, er grúfði yfir íalandi og íslenzkri þjóð, og boðaði komu morgun- dagsins. En morgunbirtunnar gætti þó ekki að marki, fyrr en með komu Baldvins Einarsson- ar, Fjölnismanna og Jóns Sig- urðssonar fram á svið sögunn- ar. Starf allra þessara braut- ryðjenda íslenzks þjóðfrelsis má draga saman í einn brenni- punkt: stjórnarskrána frá 1874. Um þær mundir var þjóðlífsvor að renna upp yfir íslenzku þjóð- ina, hún tók að þrá fullkomið þjóðfrelsi og fá trú á því. Þá fyrst var fenginn grundvöllur undir framförum þjóðarinnar. Sú kynslóð, sem nú er uppi, getur undrast, hversu stutt er síðan að íslendingar bjuggu við áþján og ófrelsi. Aðeins 90 ár eru síðan íslendingar fengu fullt verzlunarfrelsi, og ekki nema 70 ár síðan þeim hlotnað- ist löggjafarvald og fjárforræði. Þó að hvort tveggja væri ófull- komið og annmörkum bundið, varð það samt vísir til annars meira. Áframhaldandi þjóð- frelsisbarátta ávann innlenda stjórn 1904, og árið 1918 fékk ísland viðurkenningu Dana fyr- ir fullveldi sínu og rétt til þess að mega slíta aö fullu stjórnar- farslegu sambandi við Dan- mörku að 25 árurri liðnum, eða ettir árslok 1943. Þannig má rekja baráttusögu íslendinga fyrir stjórnarfarslegu sjálfstæði í áföngum. Alltaf hefir þokast nær takmarkinu, sem er í því fólgið, að þjóðin fái full umráð yfir öllum sínum málum og fullan rétt yfir landi sínu. Nú eiga íslendingar að stíga þetta lokaskref á næstu dögum, eitt allar þýðingarmesta sporið, er þjóðin hefir nokkru sinni stigið. Þá verður að hafa I Dana um þessi mál; þarf ekki það fast í huga, að í hvert sinn, sem losað hefir verið um bönd erlendrar yfirstjórnar og íhlut- unar um málefni íslands, hefir þjóðin þokast nokkuð fram á leið í efnalegum og andlegum skilningi. En í hvert sinn, er hert hefir verið á ófrelsisbönd- unum, hefir þjóðin sokkið dýpra í ófremdarástand. Þessar staðreyndir, sem blasa við í sögu landsins, hljóta að hvetja hvern sannan íslending til að stíga lokasporið hiklaust og djarflega. IV. Islendingum hefir nú borizt til eyma boðskapur Kristján6 konungs X., sem birtur er þjóð- inni á 11. stund, og nokkru síðar en atkvæðagreiðsla um niður- felling sambandslagasáttmálans og stofnun lýðveldis hófst. Má um þenna konungsboðskap segja eins og eitt sinn var mælt: „Þú kemur seint til slíks móts“. í konungsboðskap þessum er fram borin ósk um það, að frest- að verði ákvörðunum um nýtt stjórnarform á íslandi. Jafn- framt er tekið fram, að konung- ur geti ekki viðurkennt þá breytingu á stjómarforminu, sem Alþingi og ríkisstjórn hafa ákveðið, „án samninga við oss“. Enn er fram tekið, að ef breyt- ingamar nái fram að ganga, þá muni bræðralag milli Dána og íslendinga vfera í hættu. Af þessu síðasttalda er það ljóst, að konungur mælir þar ekki aðeins fyrir sjálfan sig, heldur og fyrir hönd dönsku þjóðarinnar. En hefir konungur haft tæki- færi til að kynna sér hug dönsku þjóðarinnar í þessum efnum? Víst er um það, að við annan tón kveður meðal frjálslyndra annað en vitna í ummæli Christ- mas Möller, sem birt voru í þessu blaði fyrir skömmu. Það væri líka mikil fyrirmunun, ef Dönum reyndist ofvaxið að skilja sjálfstæðisþrá íslendinga, eftir allt það kvalræði, er þeir hafa orðið að þola af útlendri yfirdrottnun nú um hríð. íslendingar una því ekki lengur, að æðsti maður ríkisins sé útlendur þjóðhöfðingi, hve mætur sem hann er. Allir hljóta að sjá, hversu algjörlega þetta er þýðingarlaust fyrir farsæld íslenzku þjóðarinnar. — Þar við bætist og, að konungur hefir ekki megnað að gegna störfum gagnvart íslandi í fjög- ur undanfarin ár, svo að flytja varð konungsvaldið inn í land- ið. Þaðan sleppa íslendingar því ekki aftur ótilneyddir. Og hver ætti að neyða þá til þess? Ekki lýðveldin, sem nú segjast fórna lífi og eignum m. a. og ekki sízt til að vernda frelsi og sjálfsá- kvörðunarrétt smáþjóðanna. Svar íslenzku ríkisstjórnar- innar og stjómarflokkanna við boðskap konungs er stutt og laggott. Það hefst á þessa leið: „Það er réttur íslenzku þjóð- arinnar, og hennar einnar, að taka ákvarðanir um stjórnar- form sitt.“ Og svarið eða yfirlýs- ingin endar á því, að „skora á landsmenn alla að greiða at- kvæði um lýðveldisstjómar- skrána, svo að eigi verði villzt um vilja íslendinga" V. Fyrir níu öldum sendi kon- ungur einn, sem eftir dauða sinn var gerður að heilögum manni, íslendingum boðskap sinn. Ósk- aði konungur þessi eftir bræðra- lagi milli sín og íslendinga, en mæltist jafnframt til, að þeir gæfu sér eyju eina fyrir Norður- landi. Konungur þessi sat á svikráðum við frelsi íslendinga. Kom það síðar í ljós, því þá sagði hann á reiði sína, ef ís- lendingar vikist ekki undii'vilja sinn um yfirráð lands þeirra. Þarf ekki að rekja þessa sögu nánar, því að hún er hverju mannsbami kunn. Aðeins skal á það minnzt, að það var Ey- firðingur, sem í það sinn bjarg- aði landinu frá því að verða handbendi Ólafs konungs digra. Þessi saga hefir nú endurtek- ið sig að því leyti, að Kristján X. segir á reiði Dana, að vísu með kurteisum orðum eins og konungi sæmir, ef íslendingar beygi sig ekki undir vilja hans og breyti afstöðu sinni um stofnun lýðveldis á íslandi. Þetta minnir á hliðstæðan at- burð, er gerðist á Norðurlönd- um árið 1905. Svíakonungur sendi þá Norðmönnum boðskap sinn, einnig á 11. stund, en þeir skeyttu því engu, héldu sitt strik að settu marki og hlutu sæmdir af. Síðan hefir sambúð Svía og Norðmanna verið betri en nokkru sinni fyrr. Þarna er fyrirmyndin, sem íslendingar eru staðráðnir í að færa sér í nyt. Eyfirðingar í borg og byggð gleyma ekki Einari á Þverá, er þeir ganga að kjörborðinu næstu daga. Þeir láta ekki af hendi sinn bezta grip, eins og Víga-Glúmur gerði — trúna á þjóðfrelsið. Eyfirðingar og Akureyrarbú- ar! Keppið að því marki að setja met í góðri kjörsókn. SÖGN OG SAGA ---Þjóðfræðaþættir ,J)ags“- ÞÁTTUR AF ÞÓRÐI SÝSLUMANNI í GARÐI. (Framhald). 8. Frá Þórði og gestum hans í Garði. Við andlát Stefáns amtmanns Þórarinssonar 1823 var Þórður sýslumaður settur til að þjóna amtmannsembættinu, og síðar var hann settur til hins sama starfa við utanför Gríms amtmanns Jónssonar. — Á þeim árum var það, að Jón sýslumaður Espólín kom eitt sinn í Garð. — Þórður bauð Espólín til stofu, er hann hafði þá nýbyggða. Þótti Espólín stofan of lág, því að hann rak sig upp undir bita í henni, og hafði orð á því við embættisbróður sinn. Þá svaraði Þórður: ,,Eg hefi byggt hana handa mönnum, en ekki tröllum!" — En Espólín var fullar þrjár álnir á hæð. Það var öðru sinni, að Björn hreppstjóri í Lundi kom til Þörð- ar sýslumanns í óarð. Björri var manna glettnastur og ófyrirleitn- astur í orðum. Bauð Þórður Birni inn í baðstofuhús sitt. En mitt í samræðum þeirra gengur Þórður sýslumaður, reykjandi pípu sína, fram í húsdyrnar, lítur yfir vinnufólkið, er sat þar víð vinnu sína'í frambaðstofunni, og segir: „Mikið er að forsorga allan þennan hóp.“ Því svaraði Bjöm þannig: „O, margur hefir nú skitið og ekki rembzt". 9. Lýsing Þórðar og hættir hans. Það hefir þótt lýsa nokkuð skapferli Þórðar sýslumanns, sem hann sagði við Þorstein Hjálmarsen, er þeir kvöddust, þótt ei séu mörg orð. — Þorsteinn Erlendsson Hjálmarsen, er fékk HítardaJ 1829, var skrifari hjá Þórði eitthvert tímabil áður hann tæki vígslu. Þegar Þorsteinn kvaddi Þórð, sagði sýslumaður: „Það vildi eg, að þú hefðir aldrei komið hingað, því þá hefði eg ekki þurft að sakna þín, er eg missi þig.“ En ekki þótti þó Þórður vðkvæmur fyrir öllu. Þórður var fremur smár maður vexti, og þótti ekki fríður sýn- um. Á efri árum varð hann feitur rnjög og fékk mikla ístru. Óþýð- ur þótti hann í viðmóti og hvass í orði. — Svo var honum annt um skóginn í Garðshrauni, að hann tímdi ekki að láta gera til kola í Garðslandi, heldur fékk skógarhögg hjá landsetum sínum á Tjörn og Hraunkoti. Stingur það mjög í stúf við búnaðarháttti þeirrar tíðar gagnvart skógum landsins. Kaffi drakk Þórður á hverjum morgni ásamt skrifara sínum. Tók hann sjálfur til kaffibaunirnar og fékk eldakonunni, sem oftast var frúin sjálf. Ekki brögðuðu þar aðrir kaffi hversdagslega en þeir tveir; og svo var haft eftir langömmu minni áðurnefndri, að aldrei hefði hún smakkað þann drykk þau 4 ár, er hún var vinnukona í Garði. 10. Andlát Þórðar sýslumanns og getið bama þeirra Bóthildar. Þórður sýslumaður Björnsson andaðist í Garði af steinsótt 11. dag febrúar 18341) frá allmiklum auði. Var bú hans virt til 6000 spesía og talið, að mestur hluti þess hefði verið í peningum.2) Þessi voru börn Þórðar og Bóthildar: 1. Hallgrímur, sem fyrr er getið. Hann sigldi til Kaupmanna- hafnar-háskóla og skyldi lesa þar lög. Mun Þórður hafa ætlað hon- um Garð til eignar og ábúðar eftir sinn dag. Hallgrímur hneigð- J) Aðrir telja dánardag hans 17. febr. Höf. a) S.m.iBvir I, 131.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.