Dagur - 17.05.1944, Blaðsíða 6

Dagur - 17.05.1944, Blaðsíða 6
I DAQUR Miðvikudagur 17. maí 1944 (Framhald). fram með svo mikilli varfærni en þó á svo ísmeygilegan hátt, að Reinhardt greip hana á lofti, grunlaus. Ef til vill mundi það fljót- asta leiðin til þess að hressa upp á minni hálfvitans, að setja hann x sitt fypra umhverfi. Janoshik var hræddur um að svipur hans mundi endurvarpa æsingunni, sem brauzt um innan í honum. Mundi Reinhardt nú gleypa agnið? í raun og veru grunaði Reinhardt Janoshik að- eins um þetta venjulega, að hann væri að í'áðgera flótta. Honum þótti því rétt að gefa honum ofurlitla áminnixVgu. „Ef að þú ert með einhver áform um að sleppa úr haldi, þá er bezt fyrir þig að gera þér grein fyrir öllum aðstæðum: Þú ferð í þessa litlu sendiför traustlega hlekkjaður við tvo af mönnum mín- um. Og þeir verða engir aukvisai’, karl minn. Og ef þú finnur ekki bréf Glasenapps, þá skal eg sjá til þess, með eigin hendi, að ekki verði blóðdropi eftir í skrokknum á þér, áður en þú skilur við.“ Janoshik skyldi það mæta vel. Hann hafði vitað það allan tímann, að eftirleikurinn yrði ekkert barnagaman. En þrátt fyiir það var hann fagnandi, langaði mest til að dansa og syngja. Lífið var stórkostlegt og fagurt, og dauðinn var stórkostlfgur og fagur líka. ,,Út með þig héðanl“ hrópaði Rexnhardt. „Gruber liðsforingi mun sjá um framhaldið." Janoshik hneigði sig djúpt. „Þakka yður fyrir yðar hágöfgil Þakka yður fyrir." Það var liðið nær miðnætti þegar Milada vaknaði af hinum draumlausa og hvíldarlausa svefni. Hún settist upp í rúminu og hugsaði um það, að nú voru margar klukkustundir liðnar síðan Reinhardt skildi við hana, en nauðsynlegt að Breda fengi vitn- eskju án tafar um, að Gestapo væri að draga netið að höfði þeirra. Hún snaraði sér í fötin og íhugaði orð hans, er hann skildi við hana síðast: „Komdu ekki nema það sé nauðsynlegt.“ Lítið mundi hann gruna hversu brátt þessa nauðsyn mundi bera að. Þrátt fyrir allar ógnir og áhyggjur, hlýnaði henni um hjartaræturnar þegar hún hugsaði til þess að nú mundi hún fá að sjá hann aftur. Hún óttaðist að hússins væri gætt af götunni og laumaðist því út um bakdyr og þaðan niður fáförulan stíg. En þrátt fyrir alla var- kárni auðnaðist henni ekki að sjá skugga, sem skaust út úr húsa- garði og veitti henni hljóðlausa eftirför. Heimilisfangið sem Breda hafði kennt henni átti við gamla sam- byggingu. Hún var svo öi'ugg um að enginn hefði séð hana, að hún hringdi dyrabjöllu Breda tafarlaust og beið svars. Hún heyrði um- gang í stiganum og sá ljósi brugðið upp í ganginum. Hann sneri stórum lykli í skránni og birtist alklæddur i dyrunum, þótt liðið væri á nóttu. „Miladal" hrópaði hann. „Stattu ekki þarna eins og feiminn krakki, - komdu inn!“ Hann tók liönd hennar og leiddi hana upp dimman stigann. „Eg bjóst eiginlega ekki við gestum," sagði hann glaðlega, — „en eg ætti þó að geta hitað brúna vatnið, sem þeir kalla kaffi nú á dögum, - það verður heitt að minnsta kosti, og þér er kalt, — þú skelfur eins og hrísla í vindi.“ Breda bjó í einu herbergi og var gengið inn í það úr löngum, skuggalegum gangk Hann bauð Milödu sæti á rúminu. „Það er eina almennilega sætið,“ sagði hann afsakandi. „Eg man þó þá tíð, að maður bjó betur þetta. Já, þá hafði eg litla, snotra íbúð, - nóg af bókum, - marg skonar þægindi, - þú veizt------------“ „Mér lízt vel á mig hérna. En herbergið hefði náttúrlega ekkert illt áf því, þótt kvenmaður tæki til í þvf,“ bætti hún við og reyndi að brosa. „Segirðu sattl" Hann virtist fara hjá sér og sneri sér að kaffi- könnunni og sýslaði við að laga „kaffið". Milada sat þögul um stund, vissi ekki á hverju hún átti að byrja. „Það var gott að þú komst," sagði hann. „Mér leiðist." „Eg var hrædd um, að þér mundi þykja miður að eg kom hér,“ svaraði hún. „Því að þú sagðir, að- eg mætti ekki heimsækja þig, nema erindið væri mjög áríðandi." „Sleppum því,“ sagði hann. „En þú hefir varla mikla ánægju af því að sitja hér og spjalla við mig. Eg er ekkert skemmtilegur. Eg er í fötunum, af því að eftir tvær klukkustundir þarf eg að inna starf af höndum og eg er alltaf órólegur áður en við látum til skar- ar skríða. Svo eg var að reyna að „drepa tímann" þangað til,- - reyna að lesa mér til afþreyingar, því að eg get ekki sofið á svona nóttum.“ Hann setti fínt gerfiduftið á könnuna og byrjaði að hella upp á. „Og hvað hefir komið fyrir þig?“ „Eg hljóp alla leiðina hingað. Eg hélt kannske að þeir myndu veita mér eftirför. En eg er viss um að mér tókst að sleppa frá þeim.“ Breda slökkti ljósið. Því næst gekk hann að glugganum, ýtti gluggatjaldinu lítið eitt til hliðar, nógu mikið til þess að sjá út án þess að sjást sjálfur að utan. (Framhald). <8x§x§x$x$xSx£<$^<$>^x$<Jx$xJ>§x$x$x$xí^kí>^^x$xSxSxSx$x$>^<^$x$>^<$x£<s>3x$>^x^xíx$x§x$x$x$xS Velour gluggatjaldaefni, nýkomið KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA V ef naðarvörudeild Karlmannaskór - ameriskir - í fjölbreyttu úrvali. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA SKODEILD «><S^xS>^X$XÍ^X$X$X$X$X$X$XÍx«xSx$>^X$X$XÍX$X$X$>^>e^Mx$X$X$>«X»^X»<$X$xíx^<$X^ÍX^X$>^SxJ IERUM VEL BIRGIR AF ALLS KONAR málningarvörum og lökkum KAUPFÉLAG EYFIRDINGA Járn- og glervörudeildin. I ÚR ERLENDUM BLÖÐUM (Framhald af 3. síðu). bannfærðu kenningu: „í kennslubókum vorum hefir oft verið haldið fram þeirri yfir- borðslegu og röngu hugmynd, að innan sósíal-hagkerfis sé ekk- ert rúm fyrir hagfræðileg lög- mál. Slíkar kenningar eru nú „ó- vísindalegar" og „ekki marxis- tiskar í eðli sínu.“ Þessu næst taka þeir fyrir hugmynd, sem sósíalistar hafa úr riti Friedrichs Engels um „Upphaf fjölskyldunnar, einka- eign og ríki.“ Engels var sam- starfsmaður Marx og í Sovét- Rússlandi hefir hann verið tal- inn einn af aðalhöfundum sósí- alismans. Því er nú haldið fram að nýjustu rannsóknir hafi hafnað þeirri kenningu Engels, að í frumþjóðfélaginu sé þjóð- skipulagið ekki eingöngu mark- að af framleiðsluháttum, held- ur og af fjölskylduskipan. í hinni nýju boðun er ekkert minnst á fjölskylduna. Önnur hugmynd, sem nú er talin röng og er bannfeerð í grein þessari, er um „frumstæð- an kommúnisma“, sem er sagð- ur vera í beinni mótsögn við sögulegar staðreyndir. — Hin nýja boðun, leggur áherzlu á „sögulegar takmarkanir frum- stæðs kommúnisma, séu í. eðli sínu bæði mjög lágt stig fram- leiðslugetu með frumstæðum tækjum og allra vesalasta stig mannlegs Hfs.“ „í vissum tilfellum varð frum- stæður kommúnismi til hindr- unar fyrir þjóðfélagslegar fram- farir“, segir ennfremur. „Hann varð að víkja fyrir nýjum fram- leiðsluháttum, sem gáfu nýjum aðferðum meira svigrúm. Með hinni nýju boðun er rutt úr vegi ýmsum hindrunum fyrir góða samvinnu Rússlands og kapítalistisku ríkjanna í vestri, því að samkvæmt henni er hag- kerfi þeirra ekki lengur „arð- ráns-skipulag“ heldur er það nú orðið „nauðsynlegur áfangi á vegi þjóðfélagslegra fram- fara“. Mesta breytingin er, þar sem rætt er um lögmálið um verð. Þar segir svo í greininni: „í Sovét-kennslubókum stendur sú óheilbrigða hugmynd föstum fótum ,að í sósíal-hagkerfi, sé ekkert rúm fyrir lögmálið um verðgildi. Það er í rauninni barnalegt að halda, að þeir Marx og Engels hefðu getað séð fyrirfram og útskýrt óvéfengj- anlega leið til þess að stjórna lögmálinu um verðgildi til hags- bóta fyrir sósíalismann“. Frá þessum sjónarhól taka hagfræð- ingarnir sér fyrir hendur, að sanna, að það sem sé orðið að reglu í hagskipan Rússlands, sé í rauninni hinn rétti sósíalismi, hvað sem kenningum Marx líði og á þessum grundvelli, rétt- læta þeir „akkorðs-vinnu“, mis- munandi launakjör, — „þar s*m þáð sé staðreynd, starf lil! Skák teíld á Skákþingi ísl. 1944. (5. umferð 10. apríl). Hvítt: Guðm. S. Guðmundsson, T. R. Svart: Margeir Steingrimsson, Skók- félag Akureyrar. 1. d4, Rf6. 2. Rf3, e6. 3. Rbd2, d5. 4. e3, c5. 5. c3, Rc6. 6. Bd3, Bd6. 7. 0—0, 0—0. 8. De2, e5. 9. dxe. Rxe5. 10. RxR, BxR. 11. f4, Bc7. 12. h3, He8. 13. g4, g6 (c4! og vinnur mann). 14. Hf2, Bd7. 15. Rfl, Bc6. 16. Rg3, Dd7. 17. Dfl, d4. 18. He2, dxc3. 19. Bc4, b5. 20. Bb3, c4. 21. Bc2, Re4. 22. RxR, BxR. 23. bxc3, BxB. 24. HxB, Bb6. 25. Df3, Dd3. 26. He2, Hd8. 27. Bd2, He4. 28. Hel, He8. 29. Kg2, a5. 30. Kf2, b4. 31. cxb, c3. 32. Bcl, axb4. 33. h4, f6. 34. Kg2, h6. 35. Kf2, g5. 36. f5? Hf4. 37. Gefið. Guðm. S. Guðmundsson varð sigur- vegarinn í meistaraflokki á skákþing- inu hér. Þetta var eina skákin, sem hann tapaði. Árni Jóhannesson frá Flatey Fæddur 2. okt. 1911. Dáinn 21. apríl 1944, eftir 6 ára sjúkdómslegu. Fregninni er fagnað, fegnastur allra lofar guð lifenda laus við öll bönd góðfrændinn glaður, gleðilegt sumar ómar í eyrum frá eilífðarströnd. Efalaust eru umskipti þessi ábati öllum, en inndælust þeim aldrei sem eiga aftur á jörðu batavon, bana bjóða þeir heim. Vetur er vikinn, veikindin sigruð, greið mun nú gatan tá gróanda braut. Farsælir frændur fagnandi bjóða: Velkominn, vinur, í vemdarans skaut. Emilía Sigurðardóttir. þegnanna í sósíalistisku þjóð- félagi, sé ekki jafnt að verð- gildi“, og réttlæta mismun tekna bænda og verkamanna. Á sama hátt er samkeppni og „markaðs- verð“ ekki lengur bannfærðar. Þrátt fyrir allt þetta, er langt frá því, að Sovét-sósíalismi sé ekki lengur dáður og kenndur í skólum Rússlands. Gallar kapí- talismans verða vissulega dregnir fram í dagsljósið. En munurinn er orðinn sá, að hag- fræðikennarar Sovétríkjanna halda því nú ekki lengur fram, að sovét-sósíalismi sé hið eina hagkerfi, sem vinni að þjóðfé- lagslegum umbótum. Sovét- kerfið er þó sagt vera það, sem lengst er komið. (Útdráttur úr grein eftir Will Lissner í N. Y. Times).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.