Dagur - 17.05.1944, Blaðsíða 3

Dagur - 17.05.1944, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 17. maí 1944 DAOUR 3 ALYKTANIR 7. FLOKKSÞINGS FRAMSÓKNARMANNA (Niðurlag). 3. Flokksþingið lítur svo á, að húsbyggingamál sveitanna séu eitt hið mesta vandamál landbúnaðarins, sem þurfi skjótra úrbóta, og telur, að þeg- ar byggingarframkvæmdir geta hafizt af fullum krafti, þá verði að endurreisa illa hýst sveita- býli á svo skömmum tíma sem frekast er unnt, og vill í því sambandi leggja til, að endur- byggi'ngarstyrkur til hvers býlis verði hækkaður verulega, enda veiti Alþingi nægilegt fé í þessu skyni. Að öðru leyti ítrekar flokksþingið fyrri. samþykktir sínar um byggingamál sveit- anna. Ennfremur skorar flokks- þingið á miðstjórn flokksins og þingflokk að vinna að því, að nægilegt fé verði lagt fram úr ríkissjóði til húsabóta á jarð- eignum ríkisins. 4. Tilraunastarfsemi í þágu landbúnaðarins, varðandi jarð- rækt, búfjárrækt, garðyrkju, véla- og verkfæranotkun o. fl. verði efld sem mest. 5. Hafizt sé handa um stofn- un byggðahverfa og samvinnu- búa í sveit og við sjó, annað tveggja með því að ríkið kaupi landsvæði víðs vegar um landið þar sem rannsókn hefir leitt í ljós, að skilyrði til þess eru ákjósanleg, eða þá að nokkrir einstaklingar kaupi og starf- ræki, á samvinnugrundvelli, slík landsvæði. í sambandi við stofnun slíkra byggða verði sköpuð skilyrði til þess að hand- verk ýmiss konar og iðnaður nái að þróast, samhliða hinni venju- legu landbúnaðarframleiðslu. 6. Haldið sé áfram að fjölga býlum við skiptingu jarða í sjálfstæð býli, á svipaðan hátt og unnið hefir verið að undan- farin ár. 7. Með löggjöf verði hindrað gróðabrall á lóðum og lendum í og við kaupstaði og kauptún. Jafnframt verði gerðar nauð- synlegar ráðstafanir til þess, að verðhækkun lands vegna opin- berra framkvæmda og af öðrum félagslegum ástæðum verði eign þjóðfélagsins. Löggjöfin um erfðaleigulönd verði endurskoð- uð og henni breytt í það horf, að allt brask með þau sé fyrir- byggt. Jafnframt sé stuðlað að því, á grundvelli laga um jarða- kaup ríkisins vegna kauptúna og sjávarþorpa. að þeir staðir eignist allar lóðir sínar og svo mikið land til ræktunar sem nauðsyn krefur, að dómi Bún- aðarfélags íslands. 8. Flokksþingið lítur svo á, að auka beri búnaðarfræðsluna i landinu, og skorar því á þing- menn flokksins, að beita sér fyr- ir því, að komið verði á hið allra fyrsta framhaldsnámi fyrir bú- fræðinga í samræmi við tillögur milliþinganefndar Búnaðar- þings, og að enn verði aukið hið verklega nám bændaefna við bændaskóla landsins og á ann- an hátt. Ennfremur verði aukin notkun útvarps og kvikmynda við búnaðarfræðsluna. 9. Skipulagðir verði helztu þeettir landbúnaðarframleiðsl- unnar, að því leyti, sem rann- sókn leiðir í ljós að þörf er á, í fullri samvinnu við félagssam- tök bændastéttarinnar (sam- vinnufélög, búnaðarfélög) með það fyrir augum að fullnægja nota- og neyzluþörf lands- manna sjálfra og framleiðslu þeirra afurða, sem seljast á er- lendum mörkuðum. 10. Þess sé gætt, að það fólk, er að landbúnaðarframleiðsl- unni vinnur, hafi í öllu sam- bærileg kjör við aðrar stéttir þjóðfélagsins. 11. Flokksþingið lítur svo á, að reynsla undanfarinna ára hafi sýnt, að afurðasölulögin hafi orðið landbúnaðinum til verulegra hagsbóta og telur að störf sex manna nefndarinnar hafi skapað sanngjarnan grund- völl undir rétt afurðaverð mið- að við tilkostnað framleiðslunn- ar og kjör annarra stétta. Hins vegar telur flokksþingið fram- kvæmd þeirra ákvæða dýrtíð- arlaganna óviðunandi í ýmsum mikilsverðum atriðum: a) Ekki hefir verið tryggt að bændur fái það verð, sem sex manna nefndin ákvað, fyrir alla vöruflokka. Er það bein réttar- skerðing gagnvart bændastétt- inni, hliðstæð því að embættis- maður eða verkamaður væri sviptur hluta af umsömdu kaupi. b) Misrétti hefir komið fram milli mjólkurframleiðenda með því að halda smjörinu í óeðli- lega lágu verði, en það kemur fram á þeim framleiðendum, sem ekki hafa aðstöðu til að koma mjólk á markað. c) Sú ákvörðun að lækka verð á landbúnaðarvörum til neytenda með greiðslu úr ríkis- sjóði, verður að teljast neyðar- úrræði, en óþolandi eins og hún er nú framkvæmd, að lækka t. d. verð á einni tegund kjöts, er leiðir til verðfalls á öðrum kjöt- tegurídum, er bændur verða að taka á sig. Flokksþingið skorar því á þingmenn flokksins að beita sér fyrir lagfæringum á framan- greindum atriðum. 12. Flokksþingið þakkar þingmönnum flokksins fyrir unnin störf í afurðasölumálun- um og hve vel þeir hafa staðið gegn óréttmætum árásum and- stæðinganna á hagsmunamál bænda og samvinnufélaganna, og skorar fastlega á þá að vera framvegis á verði um hagsmuni þeirra. 13. Flokksþingið telur skóg- rækt og sandgræðslu svo þýð- ingarmikla liði í framtíðarrækt- un landsins að auka beri veru- lega fjárframlög til þeirrhr starfsemi. Sauðfjársjúkdómarnn. 14. Flokksþingið lítur svo á, að leggja beri kapp á að út- breiða þá fjárstofna á mæði- veikissvæðinu, sem virðast hafa mestan viðnámsþrótt gegn mæðiveikinni, svo að það komi í ljós eins fljótt og auðið er, hvort á þann hátt takist að draga verulega úr tjóni því, sem mæðiveikinni veldur. Hins vegar er víst að alllengi yerður að bíða eftir því, að f jár- eigendur á mæðiveikissvæðun- um yfirleitt geti dregið verulega úr tjóni af völdum mæðiveik- innar með ræktun hraustari fjárstofnanna og lítur því flokksþingið svo á, að þingmenn Framsóknarflokksins verði að beita sér fyrir því að fé verði veitt til fjárskipta í þeim héruð- um á jörðum mæðiveikissvæð- anna, þar sem bændur sam- þykkja fjárskipti á Iöglegan hátt og öruggum vörnum verð- ur við komið. Ennfremur lítur flokksþingið svo á, að gera beri eins fljótt og við verður komið tilraun með innflutning á erlendu fé, sem einangrað verði á öruggan hátt í eyjum hér við land með mæði- veiku, íslenzku fé, svo að úr því fáist skorið, hvort erlenda féð standist ekki betur mæðiveik- ina en það íslenzka og hvort er- lenda féð reynist ekki vel til blöndunar við innlenda féð eða hreinræktað. Vegamál. 15. Flokksþingið telur góðar samgöngur eitt aðalundirstöðu- atriði fyrir aukinni ræktun og verktækni og almennum fram- förum í sveitum landsins og leggur ríka áherzla á, að Fram- sóknarflokkurinn beiti sér fyrir umbótum á vegamálum þeirra. í þeim umbótum verði gengið út frá því, að hvert býli, sem •talið er eðlilegt að haldist í byggð, fái akveg heim til sín án þess að bændum verði íþyngt um of. Þess vegna leggur flokks- þingið áherzlu á, að aukin verði verulega f járframlög úr ríkis- sjóði til þjóðvega og sýsluvega, svo að sem fyrst náist það tak- mark, sem sett er hér fram, og ennfremur telur það æskilegt, að árlega .verði lagt fram fé úr ríkissjóði til hreppavega, er skipt verði á milli hreppanna, hlutfallslega við það, sem þeir leggja árlega fram. Símamál. 16. Flokksþingið leggur áherzlu á, að Framsóknarflokk- urinn vinni að því, að símalagn- ingu um sveitir landsins verði hraðað sem mest að við verður komið, þannig að öll býli kom- izt í símasamband innan 10 ára og verði þau héruð, er orðið hafa útundan um lagningu síma á undanförnum árum, lát- in að öðru jöfnu ganga fyrir um oær framkvæmdir á næstunni. DAGUR fœst heyptur i Verzl. Baldurshaga, Bókaverzl. Eddu og Bókabúð Akureyrar ORÐSENDING TIL BÆJAR8ÚA Akureyrarnefnd lýðveldiskosn- inganna leyfir sér að beina eftir- farandi til bæjarbúa: Heimakosningar I»eir, sem vegna sjúkleika, elli- hrörnunar eða heimilisanna, ekki geta komist á kjörstað, geta fengið að greiða atkvæði heima hjá sér. Þannig atkvæðagreiðsla er þegar hafin. Látið því skrifstofu nefndar- innar (sími 71) tafarlaust í té nöfn þess fólks, sem þanrtig er ástatt um, svo tími vinnist til, að það greiði atkvæði, áður en að- al atkvæðagreiðslan hefst. Atkvæðagreiðsla utan kjörstaðar Þið, sem farið úr bænum, áð- ur en atkvæðagreiðslan jliefst: Látið ekki bregðast að greiða atkvæði á skrifstofu bæjarfógeta, áður en þið farið. Ef hér í bænum eru staddir kjósendur annara kjörstaða, og hafa enn ekki greitt atkvæði, ættu þeir tafarlaust að greiða at- kvæði hjá bæjarfógeta, og skila atkvæðabréfinu á skrifstofu kosn- inganefndarinnar, en hún er á Hótel Akureyri, herbergi nr. 2. Gerist sjálfboðaliðar Kosningadagana, 20.—23. þ. m., þarf kosninganefndin að hafa allmargt fólk til aðstoðar við að fylgjast með atkvæða- greiðslunni. Væntir nefndin þess, að margir séu fúsir til að veita henni slíka aðstoð, og biður þá gera svo vel að gefa sig fram við skrifstofu nefndarinnar sem fyrst. Greiðið öll atkvæði — og það sem fyrst Þess hefir injög orðið vart, að mikil keppni er milli hinna ýmsu kjödræma, um að sýna sem glæsilegastan árangur í atkvæða- greiðslunni. Hafa sum þeirra strengt þess heit að ná 100% þátttöku. Kosninganefndin væntir þess mjög eindregið, að Akureyringar verði ekki eftirbátar annara hér- aða í þessu efni, heldur greiði allir, sem kosningarétt hafa, at- kvæði með sambandsslitunum og með stofnun lýðvelds á Islandi. Greiðið öll atkvæði — og það svo fljótt, sem við verður komið! AKUREYRARNEFND LÝÐVELDISKOSNINGANNA. Kennisetningar kommúnista endurskoðaðar. — Grein í New York Times. . Gagngerðar bretyingar eru nú gerðar á hinum marxistisku kenningum, sem kenndar eru í skólum, blöðum, á ræðupöllum og útvarpi í Sovét-Rússlandi. Kenning Marx um „arðrán“ er gjörsamlega endurskipulögð og kapítalisminn er nú ekki lengur talinn „afturhaldssöm" heldur „framsækin“ stefna. Þessi end- urskipulagning, sem nú verður kennd og túlkuð um gjörvallt Rússland mun stuðla að því, að útrýma þeim snurðum sem ver- ið hafa á samvinnu sósíal-hag- kerfis Rússlands og hinna kapitalistísku hagkerfa Bret- lands og Bandaríkjanna. Hér er á ferðinni bylting í hinni opinberu túlkun í fjár- og viðskiptamálum, sem er í eðli sínu gagngerðari en endurlífgun þjóðerniskenndar og föður- landsástar, því að þessar síðustu breytingar viðurkenna réttmæti fjársöfnunar, reksturshagnaðar, mismunandi launakjör, — við- urkenna markaðsverð og í fyrsta sinn — verkanir hag- fræðilegra lögmála, jafnvel inn- an Rússlands sjálfs. Það er hreinskilnislega játað, að hinar nýju kenningar megi kenna við Stalin frekar en Marx og Lenin. Tilgangur þeirra ér tvíþættur. Þær útrýma ofsókn- um, sem haldið hefir verið uppi gegn kapítalismanum og sem hafa spillt sambúð Rúss- lands og hins kapítalistiska heims. Þær stuðla að því, að samlaga Marxistiskar skoðanir og hinar raunverulegu and- marxistisku viðskiptareglur, sem skapast hafa í Sovétsamband- inu af tilraunum og mistökum í þróun sovét-þjóðfélagsins. Hagfræðingar gefa út yfirlýsingu. Fyrri kenningar um hag- fræðileg efni innan Sovétsam- bandsins, að því er snertir þessi atriði, eru bannfærðar og hinar nýju kenningar skýrðar og túlkaðar og 23 bl. grein í ný- legu hefti af Pod Znamenem Marxizma (Undirstöður Marx- ismans), sem er rússneskt hag- fræði-tímarit. Greinin er birt sem greinargerð frá ristjórninni, en í henni eiga sæti margir af kunnustu hagfræðingum Rúss- lands. (Upptalning á 11 nöfn- um kunnra hagfræðinga). Hagfræðileg lögmálviðurkennd. Skilgreining Sovéthagfræð- inganna á hinum nýju kenning- um til mótsetningar við úreltar kenningar, hefst á því, að skýra „lögmálin, sem stjórna fram- leiðslu og dreifingu lífsnauð- synja — hvort heldur til neyzlu eða framleiðslu, — í mannlegu þjóðfélagi á ýmsum þróunar- stigum“. Og prófessorarnir halda þannig áfram, þegar þeir eru að skýra mismun hinna nýju og (Framhald á 6. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.