Dagur - 17.05.1944, Blaðsíða 7

Dagur - 17.05.1944, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 17. maí 1944 DAOUR 7 ÓDÝR EI.DIVIÐARKAUP! ROKS á 180 kr. smálestin KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Uppboðsanglýsing Föstudaginn 26. maí n. k. verður opinbert upp* boð haldið vestan við húsið Hafnarstr. 85, Ak og þar seldur skófatnaður o. fl. tilheyrandi þrota- búi Pálma S. ólafssonar, hér. Pá verður og seldur, ef viðunnanlegt boð fæst, helmingur bifreiðarinnar A-27 tilheyrandi ofan- greindu þrotabúi. Skrifstofa Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar, 11. maí 1944. G. EGGERZ settur. NOTIÐ SJAFNAR-VÖRUR iÐUNNAR-SKÓFATNAÐUR er viðurkenndur af öllum landsmönnum fyrir gæðL Leiksviðið er járnbrautar- vagn. Persómirnar eru: Þýzkur liðsforingi, rúmenskur liðsfor- ingi, gömul kona og ung, lagleg stúlka. Járnbrautarlestin þeysir inn í dimm jarðgöng. Farþeg- arnir heyra fyrst kosssmell og síðan vel úti látinn löðrung. — Lestin .þeysir út úr göngunum og irtn í dagsbirtuna. Enginn segir orð. Gamla konan hugsar: „Vel upp alin stúlka! Hún kann sig }>essi; hún er svei mér enginn ístöðuleysingi. Unga stúlkan hugsar: „Hvers vegna skyldi gamla konan hafa gefið honum utan undir? Hún er orðin gömul og maður skyldi ekki halda, að hún tæki því illa, þótt einhver reyndi að kyssa hana! Og að minnsta kosti hefði eg aldrei trúað því, að hún hefði getað löðrungað svona kröftuglega.“ Þjóðverjinn hugsar: „Slægir náungar þessir Rúmenar! Ekki nóg með það, að þeir kunni lag- ið á því að rærta kossi, heldur koma þeir því þannig fyrir, að nágranrúnn fær löðrunginn fyrir!“ Rúmenirm hugsar: „Þetta er nú að kunna vel til vígs! Þarna fékk helv.... Þjóðverjirm það sem harm þuriti. Eg kyssi á handarbakið á sjálfum mér og rek honum síðan þennan rokna löðrung!“ ★ Bandamennirnir, Bretar og Bandaríkjamenn, hafa gaman af því að stríða hvor öðrum dálít- ið stundum. Bandaríkjamenn segja þessa sögu: Það er í Berlín, talsvert löngu eftir stríðslok. Stór, skrautlegur bíll ekur að upplýsingaskrif- stofunni þýzku. Stór, myndar- legur maður ávarpar starfs- mann einn, talar með sterkum, enskum hreim: „Afsakið,“ segir hann, „en eg gerist nú gleyminn og hefi ekki fylgst vel með í seinni tíð. En hvað varð um hann hérna, æi hvað heitir hann nú, — þennan hérna litla, með svarta skeggið?“ „Hitler? Eigið þér við hann?“ >yAuðvitað. Auðvitað. Hvað er orðið um hann?“ „Hann hefir það ágætt, bless- aðir verið þér. Hann dvelur á sveitasetri sínu og fæst við mál- aralist.“ „Einmitt það. En hvað er orð- ið um hinn náungann, — þér vitið, — þennan feita, sem skreytti sig með öllum medalí- unum?“ „Göring?“ „Já, já, Göring auðvitað. Hvað um hann?“ „Hann rekur hér prýðilegasta fyrirtæki. Smíðar heiðursmerki, verðlaunagripi o. þ. h.“. „En þessi litli, með skrítna fótinn? Eg man nú ekki hvað hann heitirf' , . „Þér eigið auðvitað við Göbbels? Hann rekur auglýs- ingaskrifstofu og gerir það bara gott.“ „Einmitt það, einmitt það.“ „Þér virðist sannarlega ekki hafa íylgst vel með því sem hef- ir gerst síðustu árin, herra minn. Má eg spyrja, hver eruð þir?“ „Sjálfsagt, sjálfsagt, vinur minn. Eg er Hess lávarður.“ ★ Amerískur hermaður er að tala við þýzkan fanga á Italíu- vígstöðvunum. „Og hvað ætlar þú að gera þegar striðið er búið og þú verður sendur heim?“ „Það fyrsta sem eg ætla að gera,“ segir Þjóðverjinn, „er að fá mér reiðhjól og ferðast um allt Þýzkalandf' „Það er prýðileg fyrirætlun. En hvað ætlarðu að gera seinni- part dags?“ ★ Ekki er langt síðan, að kerrur komu fyrst til sögunnar á ís- lenzkum þjóðvegum, og alltaf hefir það þótt við brenna, að ílutningur misfarist í þeim, sé ekki allrar varúðar gáð við um búnað harts. Meðan Kaupfélag Eyfirðinga verzlaði enn í húsinu við Hafn- arstræti, þar sem nú er Prent- verk Odds Björnssonar, kom eitt sinn roskin sveitakona inn í búðina og spyr eftir nætur- gagni. Henni eru sýndir ýmsir slíkir hlutir og lízt henni sérlega vel á einn, stórann og spegil- gljáandi. „Ekki vilduð þið nú gjöra svo vel og lána mér hann augna blik. Eg ætla að skreppa og vita hvort hann passar,“ sagði kerl- ing. Það var auðsótt, og snarast konan á dyr. En þar sem búðar mennirnir þóttust ekki almenni lega skilja, hvað hún hefði átt við, voru þeir á hnotskógi eftir ferðum hennar i búðargluggun um. Sjá þeir, að konan gengur rakleiðis að háfermdri kerru, sem bíður þar á götunni og fer að bauka við að koma gripnum fyrir innan um annan íarangur í einu horni kerrunnar. Eftir skamma stund kemur hún aftur inn í búðina og er þá hin kát asta: — „Eg ætla að taka hann,“ segir hún. „Hann passar ágæt lega.“ Alþingi samtaka — þjóðin samtaka Nú á tímum heyrist oft talað nokkuð óvirðulega um löggjaf- arsamkomu okkar Islendinga, Alþingi. Margir álasa þingflokk- unum gífurlega fyrir að geta ekki komið sér saman um myndun ríkisstjórnar, lausn dýrtíðarmálanna o. m. fl. Að vísu verður því ekki neit- að, að í þessum efnum er mik- iil ljóður á ráði þingsins, þó að margir áfellisdómar um það séu að meira og minna leyti sleggju- dómar. En eitt verður þó ekki út skafið, sem er og verður þing- llokkunum og Alþingi í heild til mikils sóma, og það er sam- comulag það, er að lokum náð- ist um niðurfelling. dansk-ís- enzka sambandslagasamnings- ins frá 1918 og í sambandi þar við stofnun lýðveldis á Islandi. Um þetta varð þingið allt sam- taka, þrátt fyrir allmikinn ágreining, er uppi var fram'an af, en úr honum tókst að slétta eins og kunnugt er. Þetta sam- komulag í háleitasta máli þjóð- arinnar sýnir þroska þingsins og hylur fjölda synda, sem það að öðru leyti kann að hafa drýgt. Þessi einhugur þingsins í sjálf- stæðismálinu getur og orðið upphaf að annarri og meiri sam- vinnu .meðal stjórnmálaflokk- anna í framtíðinni, sem sann- arlega væri ekki vanþörf á. En nú er hlutur kjósenda eft- ir. Alþingi hefir gengið frá mál- inu fyrir sitt leyti, og nú er það lagt í hendur kjósenda um land allt. Jnnan fárra daga eiga þeir að leggja lóð sitt á metaskálarn- ar til úrslita. Þau úrslit verður fróðlegt að sjá. Verður kjós- endaheildin eftirbátur Alþingis, sem margir álasa svo mjög fyrir samtakaleysi? Menn gæti þess, að ef hún á ekki að verða það, þá verða allir krossar á kjör- seðlunum að vera fyrir framan jáin tvö, en enginn fyrir fram- an neiin. Kjósendur! Verið allir sam- taka. Verið ekki eftirbátar Al- þingis. Komið allir á kjörstað. Setjið krossana á réttan stað! Kálfskinn, Gærur, Húðir Móttaka í kolahúsi voru við höfnina. Kaupfélag Eyfirðinga. AUGLÝSIÐ 1 DEGI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.