Dagur - 17.05.1944, Blaðsíða 1
ANNÁLL
. DAGS
stffi
Á bæjarstjórnarfundi í gær
var tekið fyrir erindi Atvinnu-
málaráðuneytisins,. þar sem lagt
var til, að athugað yrði, hvort
ekki væri hagkvæmt, að leggja
störf Vinnumiðlunarskrifstof-
unnar hér undir skrifstofur bæj-
arins. Fjárhagsnefnd kaupstað-
ardns hafði tekið málið til með-
ferðar og var svofelld ályktun
samþykkt: Nefndin telur tæpast
fært, að taka störf Vinnumiðl-
unarskrifstofunnar inn á skrif-
'stofur bæjarins, þótt henni sé
ljóst, að talsvert mætti spara
með því, þegar jafnlítið er um
umsóknir um vinnu og verið
hefir síðastl. ár. Jafnframt lítur
bæjarstjórnin svo á, að hún hafi
ekki heimild til að breyta þeirri
ákvörðun vinnumiðluiiarstjórn-
ar, að ráðá sérstakan skrifstofu-
stjóra og setja upp sérstaka skrif-
stofu, en Vinnumiðlunarskrif-
stofan á Akureyri var fyrst sett á
stofn eftir fyrirmælum atvinnu-
málaráðherra, en ekki eftir ósk
bæjarstjórnar. •
•
Fyrir sama bæjarstjórnarfund-
inum voru drög að skipulags-
skrá fyrir fþróttahús Akureyrar
frá fþróttafulltrúa ríkisins.
Er þar gert ráð fyrir, að 3ja
manna húsnefnd annist rekstur
eignarinnar, sem verði sjálfs-
eignarstofnun, og verði nefndin
kosin þannig: 2 af bæjarstjórn
Akureyrar og 1 af héraðsþingi
íþróttamarma, eða þangað til
það verður stofnað, af íþrótta-
ráði Akureyrar.
Nýr amerískur
sendiherra
Leland B. Morris
fer til Iran
Fréttatilkyrminé irá utanríkis-
ráðuneytinu:
Samkvœmt tilkynningu frá
sendinefnd Bandaríkjanna, hef-
ir Mr. Leland B. Morris sendi-
herra, af forseta Bandaríkjanna
verið skipaður Ambassador í
Iran, og lœtur hann því af störf-
um hér. Mr. Morris mun fara
héðan mjög bráðlega. í stað
hans hefir Mr. Louis Goethe
Dreyfus sendiherra í Iran verið
skipaður sendiherra Bandaríkj-
anna hér, og mun hann væntan-
legur hingað til lands innan
skamms.
Pétur Benediktsson
gengur á fund Kalinins
v Fréttatilkynning irá utanríkis-
ráðuneytinu:
Utanríkisráðuneytinu hefir
borizt frétt um það, að sendi-
herra íslands í Moskva, Pétur
Benediktsson, hafi þann 10.
maí afhent Kalinin forseta
eeðsta ráðs Sovétríkjanna em-
bœttisskilríki sín.
DAGUR
XXVII. árg.
Akureyri, miðvikudaginn 17. maí 1944
20. tbl.
STÚRKOSTLEGUR GRÖÐIEIMSKIPAFELAGSINS A S. L. ÁRI
Viðskiptaráðið lækkar farmgjöld félagsins um 45%
Ríkisstjórnin byrjar eftirlit með nauð-
synjabirgðum Norðurlands, til öryggis,
ef ís legðist að landinu
Telur innkaup verzlana aðalatriðið, en virðist ganga
fram hjá siglingamálunum
Fyrir bæjarstjómarfundinum í gær lá m. a. erindi, sem settur
bæjarfógeti, G. Eggerz, hafði sent bæjarstjórninni, um nauðsynja-
birgðir héraðisns, er Viðskiptamálaráðtfneytið hafði sent Oddvita
sýslunefndar Eyjafjarðarsýslu. Fer bæjarfógeti fram á, að bæjar-
stjórnin taki afstöðu til málsins.
Erindi ráðuneytisins er svo-
hljóðandi:
—¦ Ráðuneytinu hafa borist
áskoranir um, að það hlutist til
um, að nægilegar birgðir elds-
neytis og annarra lifsnauðsynja
séu œvinlega fyrirliggjándi á
þeim stöðum, sem hætta er á að
ís . geti lagst að landi og tafið
samgöngur. Skilyrði til þess að
ráðuneytinu sé fært að aðstoða
í þessu efni er, að hlutaðeigandi
héraðsstjórnir hafi eftirlit með
að verzlanir á héraðssvæðinu
geri nægilega mikil innkaup eft-
ir eftir því sem héraðsstjórn
álítur. Verða hlutaðeigandi
sýslunefndir og bæjarstjórnir
því að fylgjast með innkaupum
verzlana í héraðinu eða bænum
og brýna fyrir þeim, að hafa
nægar þirgðir fyrirliggjandi. ¦ -
Það er fyrst ef þetta reynist
ekki bera árangur, að ríkis-
stjórnin hefir ástæðu til þess að
grípa í taumana. Er því hér
með beint til yðar, að rannsaka
hvort verzlanir í bænum eru
viljugar til þess að kaupa og
eiga þær birgðir af slíkum vör-
um, sem bæjarstjórnin álítur
hæfilegar og láta ráðuneytinu í
té vitneskju um þetta eigi síðár
en 20. þ .m.
Eins og sjá má af þessu, telur
ráðuneytið það aðalatriðið í
þessu máli, hvort verzlanir hér
um slóðir séu viljugar til þess
að kaupa og eiga nægar
birgðir af vörum til
þess að fyrirbyggja skort, ef
samgöngur tef ðust. -— Þessi mál
öll hafa oft verið til umræðu
hér i blaðinu og er lesendum
kunnugt um skoðanir blaðsins
á þessu. Vér höfum alltaf talið,
að aldrei hafi staðið á því, að
verzlanir vildu eiga nægar
birgðir, væri þeim það íært. Það
er aðalatriði málsins. Hættan á
skorti hefir stafað af ófullnægj-
andi siglingum til Norðurlands
og fyrst og fremst af umhleðslu-
fargani því, sem Eimskipafélag-
(Framhald á 8. síðu.
Nýstárleg
málverkasýning
' Á morgun hefst nýstárleg
málverkasýning í Zíon hér í
bænum. 14 nemendur Hauks
Stefánssonar málara sýna þar
um 80 olíumálverk af fjöl-
breyttum viðfangsefnum. Sýn-
ingin verður opin frá kl. ,10 í
fyrramálið, til 21. þ. m., frá kl.
10 til 22 4ag hvern.
ólöglegur innflutn-
ingur fólks í bæinn
400 manns hafa komið síð-
an 1941, og meirihlutinn
ólöglega
GUNNAR JÓNSSON, spí-
talaráðsmaður heíir sagt sig út
húsnæðisneínd Akureyrar. — I
bréfi er hann hefir ritað bæjar-
stjórninni og lá frammi á síð-
asta fundi segir m. a.: Höfuð-
ástæðan (fyrir úrsögn úr nefnd-
inni) er, að eg hefi ekki fengið
því framgengt, að hafnar yrðu
athuganir og aðgerðir gegn inn-
flutningi fólks í bæinn. Það er
álit mitt að ef tekið væri fyrir
innflutning fólks, eins og húsa-
leigulögin heimila, þá væri ekki
um neitt húsnæðisleysi að ræða.
— Eg tel óverjandi, að aðflutt
fólk taki húsnæði frá bæjarbú-
um og komi svo á eftir inn í at-
vinnuleysingjahópinn. Eg hefi
lagt innflytjendaskýrslu fyrir
fasteignanefnd, og síðan húsa-
leigunefnd, um innflutning
(Fnmhald á 8. líðu.
Viðskiptaráð heíir tilkynnt, að írá og með 9. maí s.l.
lækki öll iarmgjöld með skipum Eimskipaiélagsins í
Ameríkusiglingum um 45%. Þessi ákvörðun vekur
gííurlega athygli hvarvetna um land, því að ai henni
og greinargerð, sem íylgdi, er ljóst orðið, að gróði Eim-
skipaiélagsins á síðastliðnu ári aí óhæíilega háum
iarmgjöldum hlýtur að vera stórkostlegur, enda þótt
engar opinherar tölur liggi íyrir að svo komnu máli.
í greinargerð Viðskiptaráðsins er aðeins sagt, að reikn-
ingar télagsins sýni svo góða aíkomu á s.l. ári, að iært
haíi þótt að gera þessa ráðstöíun.
YFIRMAÐUR AMERISKA
FLUGHERSINS.
Myndin er af Henry H. Arnold
hershöíðingja.
Barnaskóla Akur-
eyrar slitið
300 börn í vorskólanum
BARNASKÓLA AKUREYR-
AR var slitið 10. þ. m. Skóla-
stjórinn, Snörri Sigfússon, flutti
ýtarlega skýrslu um störf skól-
ans í vetur og ávarpaði
fullnaðarprófsbörnin og við-
tadda foreldra.
Um 720 börn stunduðu nám
í skólanum í 28 deildum. Luku
106 þeirra fullnaðarprófi og þar
af 83 með ágætiseinkunn og
fyrstu einkunn. Flest börnin
höfðu lokið sundprófi og allar
stúlkurnar prófi í matreiðslu.
í bókasöfnum skólans eru nú
560Ó bindi bóka. í sparisjóðinn
höfðu safnast 2400 krónur.
Fjölmennur foreldrafundur var
haldinn á árinu og blað sent inn
í heimilin fyrir jólin. Margt for-
eldra höfðu heimsótt skól'ann til
viðtals og kynningar.
Hin árlega skemmtun, sem
börnin halda jafnan fyrir bæjar-
búa, var óvenjulega f jölsótt og
varð að sýna í fimm kvöld sam-
fleytt. Ágóðinn gekk að nokkru
til Barnahjálparinnar, en ann-
(Framhald á 8. slðu.)
Óstaðfestar fregnir herma,
að gróði félagsins á síðastl. ári
nemi 18—20 milljónuin króna.
Ef þessar tölur eru nærri lægi,
og það verður að teljast líklegt
af þeim ráðstöfurium sem hið
opinbera hefir þegar gert, er
augíjóst hvern þátt forráða-
menn félagsins eiga í yfirstand-
andi dýrtíð með óhæfilega há-
um farmgjöldum, þvi að ofan á
þau bætist síðan tollur og á-
lagning verzlana. Þess má geta
til samanburðar, að öll sala á
mjólk og mjólkurvörum til
Reykjavíkur og Hafnarfjarðar
á s. 1. ári nam svipaðri Upphæð,
og hefir mikið verið rætt um
þátt þeirrar sölu í dýrtíðinni í
Reykjavíkurblöðunum. Hins
vegar virðist þáttur farmgjald-
anna hafa farið fram hjá þess-
um blöðum að mestu til þessa.
Það vekur nokkra furðu, að
forráðamönnum félagsins skuli
hafa haldizt svo lengi uppi að
' (Framhald á 8. síðu).
Skortur á varahlut-
um í landbúnaðar-
vélar
Járnsmíðaverkstæði
Magnúsar Arnasonar hér
í bænum tekur að sér við-
gerðir og nýsmíði, eftir
því sem fön? verða á
Magnús Á. Árnason járn-
smiður, Lundargötu 2 hér í
bænum, er nýlega kominn heim
úr ferð til Reykjavíkur, þar sem
hann leitaðist við að kynna sér
hvað til væri af varahlutum í
landbúnaðarvélar, en verkstæði
Magnúsar hefir á undanförnum
árum sérstaklega lagt stund á
viðgerðir þessara véla. Þar sem
Degi var kunnugt, að margir
bændur eru í vanda staddir
vegna bilana á landbúnaðarvél-
um, sneri blaðið sér til Magnús-
ar og spurðist frétta um útlit í
þessum málum. Fórust Magnúsi
svoorðm. a.:
„Eg komst að raun um, að
mikill skortur er á ýmiss konar
(Framhald á 8. síðu).