Dagur - 26.05.1944, Blaðsíða 2

Dagur - 26.05.1944, Blaðsíða 2
DAOUR Fimmtudagur 25. maí 1944 a Ekkert undrunarefni. Fáein sænsk blöð hafa sent íslendingum kaldar kveðjur vegna stefnu þeirra og ákvarð- ana í sjálfstæðismálum þjóðar- innar, sem öllum eru kunnar. Ummæli þessara blaða bera þess ljósan vott, að þau hafa mjög takmarkaða þekkingu á málstað íslendinga í sambandi við sjálfstæðiskröfur þeirra, svo að af þeirri ástæSu einni er óþarfi að taka ummælin alvar- lega. Þess hefir þó orðið vart, að sumum mönnum hefir hnykkt við út af hinum köldu kveðjum frá Svíþjóð, og hefir slegið á þá óhug nokkrum af þessum sök- um, ekki á þann hátt að þeir hafi orðið hikandi í sjálfstæðis- málinu við nýafstaðna at- kvæðagreiðslu um það, en þeir segja sem svo: Ætlar reyndin að verða sú, að hin þrátt umtalaða og marg- lofaða samvinna Norðurlanda sé svo haldlaus og óheil, að hin- ar stærri Norðurlandaþjóðir snúist á móti því, að minnsta þjóðin öðlist fullt frelsi og megi óáreitt og að eigin vilja sníða sér það stjórnarform, sem hún telur henta sér bezt? Spurningin er að vísu ekki óeðlileg, en sé dýpra grafið, verður þó að treysta því, að hún sé óþörf. Það er sem sé fyrirfram vit- að, að í öllum löndum, og þar á meðal Norðurlöndum, hafa ver- ið, eru og munu verða þröng- sýnir afturhaldsmenn, sem aldr- ei geta lært að meta frelsi þjóða réttilega og er beinlínis í nöp við það. Þessir menn, sem til eru á öllum tímum, þola ekki, að lítil þjóð megi verða frjáls. Þegar litið er á málið í þessu ljósi, eru hinar köldu kveðjur frá Svíþjóð ekkert undrunar- efni, ekkert annað en það, sem búast mátti við. Og við verðum að vera við því búnir að fá meira af þvílíku góðgæti (!) ekki aðeins frá Svíþjóð, heldur einnig frá Danmörku og jafnvel frá öllum Norðurlöndum. En við megum ekki kippa okkur upp við þetta. Því verður að treysta, að þessar raddir séu sprottnar af þröngsýnni aftur- haldssemi, sem, eins og áður er fram tekið, þróast með hverri þjóð að einhverju leyti, að ís- landi meðtöldu. Það skorti ekki aðvaranirnar, hótanirnar og ill- spárnar hér innanlands, meðan íslenska þjóðin var að búa sig undir að stíga lokaskrefið á sjálfstæðisbrautinni. En eins og þessar íslensku raddir voru í hverfandi litlum minni hluta á íslandi, svo mun hið sama verða upp á teningnum annars staðar á Norðurlöndum. Allar Norður- landaþjóðirnar berjast af alefli fyrir frelsi sínu og verndun sjálfstæðis síns Hvers vegna skyldu þær þá ekki skilja frelsisþrá íslendinga, að undan- teknum Kvislingum og þröng- sýnustu afturhaldsmönnum? Sænska blaðið Göteborgs- och Handelstidning hefir rætt úm sjálfstæðismál íslands og þar á meðal um orðsendingu Kristjáns X. til íslendinga. Kveður þar við annan tón en í hinum áminnstu blöðum. Blað- ið ræðir um málstað íslendinga af velvild og skilningi. Um boð- skap konungs segir blaðið m. a.: „Kristján konungur hefir nú látið til sín heyra og þar með rofið hina löngu þögn sína. Það er ekki sem konungur Dan- merkur, sem hann talar. í því landi er sem stendur ekki til nein lögleg stjórn og konungur- inn í raun og veru stríðsfangi. En Kristján konungur getur íeldur ekki gegnt skyldum sín- um sem þingbundinn konungur íslands. í fjögur ár hefir þetta itla eyríki í Norður-Atlants- rafi orðið að stjórna sér sjálft. Og þetta ástand hefir það notað til þess að rjúfa í eitt skipti fyrir öll tengslin við sambandsland- ið. Samkvæmt nýrri stjórnar- skrá, sem samin hefir verið, á ísland framvegis að vera lýð- veldi. Að þróunin skyldi hægt og hægt verða þessi, kemur engum á óvart. Síðan 1918, þegar full- veldi íslands var viðurkennt í konungssambandi við Dan- mörku, hefir það verið augljóst, að ekki væri nema um bráða- birgðaástand að ræða. Enginn efaðist um, að ísland myndi segja upp sambandslögunum, þegar það hefði heimild til, eða með öðrum orðum, árið 1941. Hefði heimsstyrjöldin ekki skollið á áður, hefði þessu máli nú verið lokið í bróðerni milli Dana og íslendinga með fullum skilnaði. Málið er nú komið svo langt áleiðis, að það er ótrúlegt, að íslendingar snúi aftur á síðustu stundu. — Einmitt þessa daga eru 3 ár, síðan Alþingi sam- þykkti formlega uppsögn sam- bandslaganna. Málsmeðferðin er að ýmsu leyti lík þeirri, sem Norðmenn höfðu 1905, þegar því var yfirlýst, að Óskar kon- ungur hefði látið af konung- dómi vegna þess, að hann gat ekki fengið myndað ráðuneyti. Sennilega verður boðskapur Kristjáns konungs engu áhrifa- meiri en ávarp Óskars konungs til norsku þjóðarinnar". Ritstjórn Handels- och Sjö- fartstidning hefir orðið sannspá hér um. En hvað er þá um konungs- boðskapinn að segja með hlið- sjón af þröngsýnni afturhalds- semi og skilningsleysi á málstað íslendinga? Er konungurinn þröngsýnn afturhaldsmaður? Öll framkoma Hans Hátignar alla hans konungstíð hefir geng- ið í þveröfuga átt. Hann hefir verið einn allra vinsælasti kon- ungur, m. a. vegna frjálslyndis, ekki aðeins í Danmörku, heldur og á íslandi. Hann er dáður um víða veröld vegna þess hetju- skapar, er hann hefir sýnt undir járnhæl erlendrar kúgunar nú síðustu árin. Hvernig getur þá á því staðið, að í boðskap sínum til íslenzku þjóðarinnar talar hann eins og Stór-Dani? Þetta stingur alveg í stúf við alla hans fyrri framkomu. Hér verður engin tilraun til skýringar á þessu atriði gerð, ekki sízt fyrir SOGN OG SAGA --------Þjóðfræðaþættir ,J)ags“__________________ ÞÁTTUR AF ÞÓRÐI SÝSLUMANNI í GARÐI. r (Framhald). ist til ölfanga og óregki og kom heim frá Höfn sama ár og faðir hans andaðist og tók við búsforráðum í Garði. Ári síðar (1835) kom út konuefni hans, danskur kvenkostur, Kristjana að .nafni (fædd Hoffmann). Giftust þau og bjuggu skamma hríð í Garði, því að Hallgrímur andaðist þar 1836. Haft var eftir Hallgrími, er hann frétti lát föður síns, að hon- um þætti þá líkast því, sem létt væri af sér torfu.1) S 'v 2. Sigríður hét annað barn þeirra hjóna. Þótti hún ágætur kvenkostur, og fékk hennar Tómas Sæmundsson, er síðan varð prófastur á Breiðabólsstað í Fljótshlíð (1835—1841). Giftust þau í Neskirkju 24. október 1834. Dvaldi Tómas í Garði veturinn eft- ir giftingu sína en fluttist með konu og tengdamóður suður um Sprengisand í júlí 1835. Mundi amma mín, Guðrún Jónsdóttir á Sílalæk frá barnsárum sínum í Stóru-Tungu í Bárðardal, er þaðan sást til ferðar þeirra Tómasar suður með „Fljótinu“ að vestan, áður en lagt var. upp á Sprengisandsveg. Sagði hún, að séra Tóm- as hefði sézt ríða liðugt'langan spöl á undan lestinni; og var það á orði haft til merkis um áframhald og áhuga Tómasar. — 1 þeirri för var það, að séra Tómas lenti í blindbyl og..fann Tómasarhaga. Þau Sigríður og Tómas voru foreldrar Þórðar læknis á Akur- eyri og Þórhildar móður Jóns biskups Helgasonar.2) D Eftir Jóhannesi Guðmundssýni afabróður. — Höf. , 2) Sjá að öðru leyti: Tómas Sœmundsson eftir J. bp. H. Rvík 1941 Bls. 108—115. þá sök, að skýringin liggur ekki laus fyrir., Orðsending konungs mun reynast öllum íslending- um torskilinn leyndardómur að sinni, hvað sem síðar verður. Forsætisráðherra íslands hef- ir 11. þ. m. sent sendiráðinu í Kaupmannahöfn símskeyti, er hljóðar svo á íslenzku: „Sendiráðið er beðið að til- kynna Kristjáni konungi X. að eg haii, samkvæmt ósk kon- ungs, látið birta íslenzku þjóð- inni símskeyti það, sem sendi- ráðið sendi áíram, og haíði inni að halda persónulega orðsend- ingu Hans Hátignar irá 2. maí. Óska eg að konungi sé gerð kunn sú sanníæring mín, að þjóðaratkvæðagreiðslan, sem lýkur 23. maí, muni sýna óskir þjóðarinnar um iramtíðar- stjórnaríormið, sem Alþingi ger- ir síðan ályktun um að komast skuli í framkværrtd, svo íremi hinn stjórnskipulega ákveðni fulli meiri hluti atkvæða íellur á þann veg. Það er ástæða til að taka það iram, að vera erlends herliðs hér í landi er því ekki til tálmunar, að þjóðin geti með fullu frelsi látið uppi vilja sinn. Hér er litið svo á, að hin gildandi íslenzka stjórnskipun sé byggð á og stað- festi þá grundvallarreglu, að í fullvalda ríki eigi einungis þjóð- in sjálf að kveða á um stjórnar- formið. Eg get fulfvissað Hans Há- tign um það, að hann nýtur hjá íslenzku þjóðinni hinnar mestu virðingar persónulega, og danska þjóðin hirmar innileg- ustu vináttu.“ i Undir öll þessi orð forsætis- ráðherra vors munu allir íslend- ingar vilja skrifa. Súpur! Allskonar súpuefni í pökk- um. Verð frá 1.60 til 4.90 pakkinn. / KAUPFÉLAG EYFIRDINGA Nýlenduvörudeild og útibú. Rúsínur Sveskjur Gráfíkjur Bl. ávextir Kramdir tómatar í dósum Súrkál KAUPFÉL. EYFIRÐINGA N ýlenduvörudeild. 3. Þriðja barn Þórðar og Bóthildar var dóttir er hét Steinunn, t>g dó á ungum aldri.1) Séra Vernharður Þorkelsson prestur í Nesi (1817—1826) og vinnumaður hans, er Þorsteinnhét.ortusóknarvísuríNessóknum alla bændur sóknarinnar og húsfreyjur þeirra. Mun prestur hafa ort um konurnar, en Þorsteinn um bændurna. Þessar vísur munu nú varla vera til í heild og sumar því týndar, en sumar þeirra kann sá er þetta ritar. — Upphaf þeirra mun vera vísa eftir Vern- harð prest: Að mér tók eg efnin vönd, ekta greina af sprundum: En annar skók sinn orða vönd að öllum fleina pundum Meðal bændavísnanna er þessi um Þórð sýslumann og virðist vera síðari vísa af tveimur: f Kanselliráð2) af kóngsins náð, kjörinn í bráð amtmaður, , — vizkuláð þess vel fær gáð — í völdunum dáðahraður. Minnismerki voru í Neskirkjugarði á legstöðum þeirra feðga, Þórðar og Hallgríms, er lágu saman suðvestan til í gamla garðin- um (garðurinn er nú stækkaður suður). Yfir Þórði var svokölluð „kapella" úr timbri, er hafði verið rauðmáluð utan. Var hún ris- löguð, kringum alin á hæð ög nokkuru meira á breidd, en á lengd eins og venjulegt leiði. Hafði hún verið læst með skrá og lykli þannig, að önnur súðin (að norðan) liafði verið á hjörum við mæninn. Að innan hafði „kapellan" verið svert eða svartmáluð, og skrifuð innan með stóru hvítu snarhandar-letri, sem hefir ]) Þórð telur og Espólín son þeirra, og hefir hann þó dóið ungur. J) Þórður sýelum. fékk kanselliróðs-nafnbót 8/9. 1810.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.