Dagur - 26.05.1944, Blaðsíða 3

Dagur - 26.05.1944, Blaðsíða 3
Föstudagur 26. maí 1944 DAOUR 3 JÓNAS JÓNSSON frá Brekknakoti: ÁLYKTAN I. ' • y „Tímarnir breytast og menn- irnir með“, segir málsháttur gamall og í mörgu sannur, ekki sízt nú á tímum. En þótt margt sé breytt og umsnúið frá því, sem áður var, er þó eðli mannsins ekki svo á'hverfanda hveli statt, sem margt hið ytra. Hitt er annað mál, að nú þarf oft meira til þess að eðlinu verði til fulls þjónað. Kröfur fólksins vaxa og vaxa, eins og ráðríki barnsins, sem allt er látið eftir, og hefir það til, þegar á unga aldri, að segja bæði pabba og mömmu fyrir verkum. Og auð- vitað eiga verkin öll að snúast um það. Hversu lengi þetta get- ur blessast, veit eg ekki. Og hvort líkur eru til að slíkt upp- eldi skapi andlega og líkamlega heilbrigða og starfsglaða æsku, virðist enn vafasamara. En, sem sagt, kröfur okkar eru farnar að minna nokkuð freklegá á kröfur eftirlætisbarnsins, sem vant er orðið valdinu. En umhyggja fyrir öðrum og tillitssemi við aðra eru höfuð- dyggðir, sem hvergi mega vera fyrir borð bornar. Ása og Helga, dætur karls og kerlingar í koti, voru næsta ólík- ar að skapgerð og í háttum. Sú fyrrnefnda gerði kröfur stórar til annarra og ætlaði allt að vinna án verðleika, án kær- leika og samúðar, án fórna — en hlaut ekkert, nema hrak- farir og smán. En Helga sem öllum vildi hjálpa, ótrauð gekk til allra verka og engan krafði neins, hlaut fyllstu hamingju og drottningarsessinn. Þjóðsaga----en þó ætíð sönn saga, hvað boðskapinn snertir. En er það ekki svo að við gleymum þessum sannindum oft og séum farin-íslenzka þjóðin, dóttir karls í koti — að líkjast í mörgu Ásu í sögunni — ölu meira en Helgu? Því miður virðist margt benda til þess. Lít- um í kringum okkur. Að vísu sjáum við oft fúslega veitta f jár- hagslega aðstoð, þegar eftir er leitað, til handa þeim, sem á einn eða annan hátt hafa orðið hart úti. En peningar eru fljótt fengnir nú á dögum og nógir til hjá mörgum, og kostar minni fórn nú en oft ella, að láta ríf- lega af mörkum krónurnar. En komið á skemmtistaðina og sjá- ið hvers þar er krafist og bezt talið. Komið í verzlanirnar og sjáið hvað á boðstólum er og mest keypt. Komið í vínverzl- anirnar og hugleiðið hvílíkur manndómur og fullveldisáhugi hlýtur að liggja á bak við áfengiskaup fyrir meira en 20 millj. á ári! Komið í kirkjurnar og vitið, hvort ekki er auðveld- ara að telja fólkið en bekkina, sem auðir eru. — Komið í sali Alþingis og athugið vinnu- brögðin — og samtökin þar. — Komið á vinnustaðina og kynn- ist viðhorfi þeirra, !$em vinna, Greinargerð ríkisstjórnarinnar um vegavinnu- deiluna. mönnum væri það í sjálfsvald sett, hverjum hóp fyrir sig, og skyldi meiri hluti ráða, hvort unnið væri. a) 10 stundir á dag í 6 daga. b) Nærri 10 stundii»á dag í 5 daga, eða c) 8 stundir á dag í 6 daga allt með dagvinnukaupi. 3. Alþýðusambandið gerði kröfu til, að sama fyrirkomulag yrði um kaupgreiðslu og svæða- skiptinu og var síðastliðið ár, þannig að greitt væri gildandi kaup verklýðsfélaga á hverju félagssvæði en utan þeirra væri greitt kaup þess verklýðsfélags, sem næst væri, en þó með viss- um takmörkum. Ríkisstjórnin var fús til að greiða gildandi kaup verklýðs- félaga á félagssvæði þeirra og sama kaup og síðastliðið ár ut- an félagssvæðanna, en jafn- framt bauð hún kaupjöfnun á stóru svæði, sem fól í sér veru- lega hækkun frá fyrra ári sök- um þess að hún hefir talið sam- ræmingu vegavinnukaupsins í sveitunum réttmæta og æski- lega. Meðan að samningarnir stóðu yfir, gaf Alþýðusambandið út yfirlýsingu um það, að verkfall yrði hafið í vegavinnu um allt laríd 3. maí ef samningar hefðu þá ekki tekist. Verkfall var einn- ig lýst við vitabyggingar þótt ekki væri ríkisstjóminni kunn- ugt um, að ágreiningur væri um kaup og kjör í slíkri vinnu. Þrátt fyrir þessa hótun í garð ríkisstjórnarinnar, leyfði hún vegamálastjóra að halda áfram samningaumleitunum. Að kvöldi 2. maí var útséð um að Alþýðusambandið vildi engar verulegar tilslakanir gera á ofangreindum atriðum og næsta dag átti að hef jast verkfall, sem ríkisstjórnin taldi vera ólöglegt, áleit hún sér því skylt að slíta samningum og krefjast dómsúr- skurðar um verkfallið. Alþýðu- sambandið fyrirskipaði samúð- arverkfall í nokkrum ríkisstofn- unum, frá morgni 15. maí, sem það, er til kom, treystist þó ekki til að láta koma til fram- kvæmda. Félagsdómur hefir í dag dæmt verkfallið ólöglegt. Um það leyti er málflutningi var lokið fyrir Félagsdómi hóf- ust samtöl að nýju fyrir atbeina sáttasemjara ríkisins. Sættir tókust í gærmorgun um fram- angreind atriði, á eftirfarandi grundvelli: 1. Alþýðusambandið féll al- gerlega frá kröfunni um for- gangsrétt félagsbundinna verka- manna innan Alþýðusambands- ins. 2. Á nokkrum stærstu fjall- vegunum yfir sumarmánuðina ráði vinnuhóparnir því sjálfir með einföldum meiri hluta, hvort þeir vinna 10 stundir á dag í 6 daga eða nærri 10 (Framhald á 5. síðu). bæði til starfsins og þeirra, sem vinnuna veita, — eða horfið á verkefnin og verkfærin, sem bíða og bíða — í kyrrstöðu. Og eftir þessa rannsókn er okkur víst hressing að því, að opna útvarpstækið og heyra úr öllum krókum og kimum !ands- ins, og frá alls konar hópum, samhuga, eldheitan og aflþrung- inn vilja er „lýsir eindregið yfir fylgi sínu við stofnun lýðveldis á íslandi, eigi síðar en 17. júní næstk.“ — Já, vissulega er mál komið að íslenzk þjóð verði aft- ur frjáls og fullvalda, en það verður bara ekki — nema að nafninu einu — ef að við göng- um ekki fram með hugarfari Helgu en ekki Ásu. Það er meg- inskilyrði. Ekki bara að heimta, heldur fyrst og fremst að leggja að sjálfum sér, ekki aðeins að njóta, heldur og að fórna, ekki einvörðungu að hugsa um sig og eigin hag — heldur — a. m. k. á þessu ári — um það, á hvern hátt við, — þú og eg — fáum bezt að því unnið að þjóð okkar fái í raun og veru verðskuldað á ný frelsi og fullt sjálfstæði. Því betur hafa nú'margir þetta í huga, — vafalaust, — og leitast við að sinna þessum skyldum sínum sem bezt. En þar verða allir að eiga þátt í, ef að vel á að fara. Streita og drátt- ur milli flokka, stétta og at- vinnuvega innan þjóðarinnar koma í veg fyrir það, að stærstu afrekin verði unnin og hún eign- ist þjóðminjadag, sem öllum verði kær og helgur. Og hver stétt, hver fylking og hver at- vinnuvegur hefir sannarlega sitt hlutverk að vinna, í samvinnu og einingu með öllum hinum, en ekki sundurþykkju. • Bændastéttin og landbúnað- urinn hafa verið umdeildir aðil- ar í þjóðarbúskapnum á síðustu árum. En flestir landsmenn munu þó undir niðri sammála um það, að bændastéttin, sem nú er mjög tæpt stödd vegna fólksfæðar, megi ekki draga enn saman seglin í framleiðslu sinni. Hvernig færi t. d. ef bændur hættu að framleiða mjólkuraf- urðir nema fyrir sitt eigið heim- ili? Án þeirra megum við ekki vera. En þetta verður erfitt, ef að kaupgjald á enn að hækka. Þrátt fyrir miklar breytingar til bóta á ýmsum sviðum í sveit- inni þykir mörgum fábreytt þar enn, og byggist þar á að nokkru fólksfæðin. Ein skörungs-hús- freyja í heimasveit minni, sem lifað hefir rúm 80 ár, hefir verið eina einustu nótt æfi sinnar annars staðar en á sínu heimili, —- sama stað alla æfina. Mörg- um sinnum og mörgum fremur hefði hún getað veitt sér það að ferðast og finna vini og vanda- menn, nær og fjær. En heimili hennar og fjölskylda áttu hug hennar og krafta og þurftu ^ þessa við, mun henni hafa fund- (ist. — Þetta mun nú nærri eins- dæmi, en ennþá er þó margri sveitakonunni erfitt að losna frá j heimilisstörfum og hverfa á braut, þótt aðeins sé um nokk- urn tíma að ræða. En samkv. upphafi máls míns vil eg benda á, að í því sé eðli manna óbreytt að allir og á öllum tímum, þurfi sér eitthvað að eiga til yndis og hugarléttis, eitthvað sem stund og stund fjarlægir erfiðleika og áhyggjur hversdagslífsins. En oftast virð- ist hver eiga nóg með sig og sitt og gleyma öðrum. Til eru þó undantekningar frá *þessu, þakkaverðar, og vil eg að síð- ustu minnast tveggja slíkra sem gjarna mættu verða öðrum til eftirbreytni. Ungmennafélag sveitar einn- ar hafði fyrir reglu að fara eina sameiginlega skemmtiferð á sumri. En einu sinni brá það venju þessari en bauð í staðinn eldra fólki sveitarinnar, feðrum, mæðrum o. fl. í skemmtiför í bíl einn sólskinsdag til Mývatns, en var sjálft — unga fólkið — við bústörfin heima. Og öllum varð nýjung þessi til gleði og blessunar. Búnaðarféla^ Arnarnesshr. í Eyjafirði hefir innleitt hjá sér athygliverða nýbreytni. Það er árleg samkoma, eins til tveggja daga námsskeið, fyrir húsfreyj- ur og annað vaxið kvenfólk í hreppnum. Hugmyndin mun vera frá Árna Björnssyni kenn- ara og var fyrsta mótið fyrir 4 árum og það'síðasta núna 30. apríl sl. og var eg þá svo hepp- inn að fá tækifæri til að kynn- ast þessu nánar. í þetta skipti var bara um einn dag að ræoa, og hófst sam- koman kl. 2 e. h. Um 50 konur, yngri og eldri, voru mættar og boðnar velkomnar af einum úr nefnd þeirri, sem hafði fram- kvæmd mótsins méð höndum, Jóni Melstað, bónda á Hallgils- stöðum. Þarna var svo kven- fólkinu boðið á skólabekk að nýju, og fyrirlesarar tóku til máls einn eftir annan og ræddu ýmislegt til fróðleiks og skemmtunar. Öðru hvoru var þó staðiÖ upp og sungið — en frammi í salnum fór að heyrast glamur í bollum og skeiðum og kaffiilmurinn úr kjallaranum lofaði góðu. Og efndimar urðu ekki síðri, en nefndarmenn buðu til borðs og renndu í boll- ana. Höfðu þeir þar alla frammistöðu á hendi, bæði í eldhúsi og veizlusal, og virtist prýðilega frá öllu gengið, jafnt kökuröðunum á ótal fötum og hlutfallinu á milli kaffi og vatns í könnunum. Var glatt yfir borð- um og að lokum bæði sungið og ræður fluttar. Kom þar greini- lega í ljós, að konurnar mátu að verðleikum þessa viðleitni karl- mannanna, tóku hana bæði sem hvatningu til dáða og ágæta ánœgjustund, eins og geisla frá í lok marzmánaðar hófust umræður um kaup og kjör í vegavinnu milli vegamálastjóra f. h. ríkisstjórnarinnar og samn- inganefndar er Alþýðusam- bandið tilnefndi. Hinn 2. maí slitnaði upp úr samningaum- leitunum og var þá ágreiningur um eftirfarandi þrjú atriði: 1. Alþýðuasmbandið gerði kröfu til að meðlimir allra fé- laga innan sambandsins skyldi hafa forgangsrétt til allrar vinnu við vegagerð og brúar- smíði. Ríkisstjórnin neitaði þessu skilyrðislaust, þar sem hún gat ekki viðurkennt þá meginreglu, að allir landsmenn ætti ekki jafnan rétt til vinnu hjá ríkinu. Þar að auki er þess að gæta, að meira en helmingur þeirra, er unnið hafa að vegagerð eru ófé- lagsbundnir menn úr sveitum landsins, sem með þessu hefði verið gerðir réttlægri en aðrir og átt algerlega undir högg að sækja með vegavinnu. 2. Á síðastliðnu ári krafðist Alþýðusambandið þess að hvergi væri unnið á dag lengur en 8 stundir fyrir dagkaup. Nú krafðist sambandið hins vegar að unnið væri nærri 10 stundir daglega með dagvinnukaupi 5 daga vikunnar, laugardagurinn frí, þegar verkamenn óskuðu og unnið væri svo langt frá heimil- um að ekki þætti henta að þeir færi heim daglega. Afstaða ríkisstjórnarinnar til þessarar kröfu var, að til þess að komast hjá mjög almennri óá- nægju meðal vegavinnumanna, sem áberandi var síðasta ár, sér- staklega í fjallvegum, með 8 stunda vinnudaginn, krafðist ríjcisstjórnin þess, að vegavinnu- sól gegnum skýjaþykkni hvers- dagsanna. Þarna voru flutt 5 erindi og að lokum sýnd kvikmynd. Sum- um myndi nú sennilega þykja nóg um að sitja undir öllum þeim orðastraum — og þarna skki á neinum dillibekkjum, — -n ekki gætti þess hjá konun- um, og var ágætlega hlustað. — Héraðslæknirinn, Jóh. Þorkels- æn, hefir flutt erindi á öllum mótunum. Aðrir fyrirlesarar1 hafa verið víða að, en þó helzt frá Akureyri, ráðunautar, kenn- arar o. fl. Víst er, að víða um sveitir yrði tækifærum sem þessum vel fagnað. Kostnaðarhliðin virtist ekki ægileg, helztu liðirnir bíl- far fyrirlesara og svo efni til veitinganna — en hvorugt háar upphæðir. Framfarasjóður bún- aðarfél. hefir lagt til nokkurt fé og síðan er skotið saman að auki eftir því, sem til hefir þurft. Ekki mun þessi fundur hafa sent frá sér neinar ályktanir um æskilegt sjálfstæði íslands, en rann vann að framgangi þeirrar hugsjónar, og mun það ekki eins mikilsvert?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.