Dagur - 26.05.1944, Blaðsíða 6

Dagur - 26.05.1944, Blaðsíða 6
DAQVR Föstudagur 26. maí 1944 e/sm sr£f4iir#evAt (Framhald). „Það stendur einhver þarna í skugganum við innganginn,“ sagði hann. „Sýnist hafa gráan hatt á höfðinu. Róleg, róleg! Misstu ekki bollann!" Hún dreypti á kaffinu og varð rólegri. „Ó, og nú hefi eg dregið þig með mér út á þessa ófæru,“ sagði hún. „Það var heimskulegt af mér. Eg hefði átt að vita betur, eftir að Reinhardt kom í heimsóknina--------“ „Reinhardt? Lögregluforinginn sjálfur?" Hann settist við hlið hennar á rúmið, tók hönd hennar þéttings- fast og hélt henni í sterklegri hendi sinni. „Þér er sama þótt við kveikjum ekki ljósið?“ sagði hann. „Það er ástæðulaust að láta þá þarna niðri vita í hvaða herbergi þú ert, því að það eru ekki margir sem hafa Ijós á þessum tíma nætur." „En hvað gera þeir nú við þig?“ „Heyrðu nú, Milada! Fimmtíu manns búa í þessari byggingu, — sum herbergin snúa að götunni, önnur að garðinum. Gráhattur þarna niðri veit ekki hvar þú ert, — bíður bara þangað til þú kemur aftur. „Verður þú nú ekki grunaður?" „Það getur vel verið, — en eg er vanur að fást við þá.“ „En þeir bíða úti fyrir!“ „Eg hafði ekki ætlað mér að koma hingað aftur í nótt. Þess vegna er bezt 'að þú verðir kyrr, og þegar eg fer héðan, eftir dálitla stund, skal eg sjá um Gráhatt. Ætli ekki verði einhver ráð til þess að losna við hann.“ Hann saup á kaffibollanum. „Hræðilegur drykkur!" hrópaði hann, — „en við hverju er að búast? Hvað sagði Reinhardt?“ Rósemi hans hafði áhrif á hana. Hún sagði honum alla söguna. Fyrst, hversu hún hefði verið gripin undrun og ótta, þegar hún sá Reinhardt bíða sín heima hjá frú-Klein, að hann hefði vitað um deilu hennar og Glasenapps, og hvernig hann hefði reynt að láta líta svo út, sem hún hefði drepið Glasenapp. Síðan hefði hún verið komin á flugstig með að hrópa upp, að Glasenapp hefði framið sjálfsmorð, — en hefði áttað sig á síðasta augnabliki og tekið þann kost, að svara engu. Hann hefði orðið fyrir vonbrigðum, og sagt að skilnaði, að hann mundi fylgjast vel með því, sem hún tæki sér fyr- ir hendur. •Hún gat ekki setið kyrr á meðan hún upplifði í endurminning- unni allt sem fram farið hafði á milli hennar og Reinhardts. í bjarma eldsins, sem brann í arninum sá hann hana reika eirðar- lausa um gólfið og skugga hennar, stóran og afskræmdan, þjóta um vegginn. „Mér finnst eg vera í gildru, — engrar bjargar von. Eg get gefið upp alla vörn.“ Hún lauk sögunni með þessum orðum, og lét fall- ást í sætið aftur. Breda hafði hlustað með athygli. Nú fól hann andlitið í hönd- um sér og hrópaði: „Gerðu það ekki Milada! Eg skal reyna að hjálpa þér.“ Eg elska hana, hugsaði hann, og þó get eg ekki verndað hana. Elskhuginn óskar einskis frekar en að vernda ástmey sína, umvefja hana hlýju og þægindum, byggja fyrir hana hús. En þeir sprengja húsin okkar í loft upp, brjóta upp dyrnar með byssuskeftunum og svívirða konur okkar. Dásamlegt væri að rífa óvininn á hol með berum höndunum! — En við erum þögulir, hlekkjaðir og óvopn- aðir og bíðum, — bíðum og kveljumst. „Eg skal segja hvað eg ætla að starfa í nótt,“ sagði Breda, „því að það snertir þig beinlínis — eykur hættuna sem þú ert í. Sittu hjá mérl" Hún hlýddi. Það var eins og rödd hans væri ómótstæðileg, drægi hana að sér eins og segull. „Við verðum tveir um þetta, — eg og starfsmaður við útvarps- stöðina hér í Prag. í gegnum hann tekst mér ef til vill að koma tölsku útvarpi gegnum stöðina, — ef mikið liggur við. Og nú ligg- ur einmitt mikið við. Ætlunin er að svipta tjaldinu frá svívirðingunni sem Gestapo er nú að fremja. Við getum ekki varnað þeim að drepa gislana. En við getum sent nazistalýgina heim til föðurhúsanna. Við getum ’átið alla þjóðina vita í einu vetfangi hver er sannleikurinn í Glasenappmálinu. Við getum á þann hátt hefnt Janoshik, — hefnt þín, — já og allra annarra." Ákefð hans og festa gerði hana óttaslegna, en tofraði hana þó. Hann var hermaður og hún dáðist að honum. Öttinn var þó rík- astur í sál hennar. Hún hafði misst Pavel. Hún vildi ekki missa Breda líka. „Hvað verður um þig?“ hrópaði hún. „Þú hugsar ekki um sjálf- an þig, — en eg geri það.“ Hann var hrærður. Hún gleymdi lífshættunni og ógnunum, sem biðu hennár, og hafði áhyggjur af framtíð hans! Hvað gat hann boðið henni? Hann átti ekkert, — varla lífið sjálft. Hvað gat hann sagt henni? Gat hann rastt við hana um framtíð sem var mistri hul- (Framhald), Frá SjómannadegiDum Ákveðið er að keppni í eftirtöldum íþróttum fari fram á Sjómannadaginn, 4. júní 1944. 1. Kappróður: Þátttaka heimil stéttarfélögum sjó- manna, einstökum skipshöfnum og „nótabrúk- unum“. 2. Stakkasund: Þátttaka heimilöllumsjómönnum. 3. Reipdráttur: Þátttaka heimil stéttarfélögum sjómanna. 4. Knattspyrna: Þátttaka heimil stéttarfélögum sjómanna. - Þess er fastlega vænzt að félög og einstaklingar rilkynni þátttöku sína hið allra fyrsta. SJÓMANNADAGSRÁÐ AKUREYRAR. AÐALFUIVDUR i FLUGFÉLAGS ÍSLANDS H.F., verður haldinn í Oddfellowhúsinu í Reykja- vík miðvikudaginn 31. maí næstk., kl. 2 e. h. I DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. KHKHKhKHKHKHKHKHKHKHKBKKKHKHKHKHKHKHKHKHKhKHKhKHKKHK Handklæði Hvít og mislit handklæði tekin upp í dag (föstudag). KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA V ef naðarvörudeild HÍhKHXHKHKHKHKHXHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHXKHKHKHKHKHKÍ VINDLINGAKVEIKJARAR, 3 tegundir LÖGUR Á VINDLINGAKVEIKJARA, í glösum, kr. 5.75 glasið. Nýlenduvörudeild og útibú. FRÁ HÚSAVÍK. (Framhald af 5. síðu). framt skorar fundurinn á ríkis- stjórn og Alþingi að gera nauð- synlegar ráðstafanir til þess að það verði ein af fyrstu athöfn- um hins nýja lýðveldis, að tryggja sjálfstæði sitt með því að greiða erlendar skuldir ríkis- ins“. Að kvöldi fyrsta og annars fundardags sóttu fundarmenn og aðrir félagsmenn, eftir því sem húsrúm leyfði, skemmtanir í Samkomuhúsi Húsavíkur í boði félagsins. ★ Nýlega hafa látizt 3 Húsvík- ingar hér á sjúkrahúsinu. í apr- ílmánuði þau Jónína Helgadótt- ir, miðaldra kona, gift Guðna Jónssyni sjómanni, og Jóhann- es H. Jónsson skósmiður, rúm- lega fimmtugur, ókvongaður, og 13. þ. m. Pétur Sigurgeirsson bílstjóri, ungur maður, átti konu og tvö börn. FOKDREIFAR (Framhald af 4. siðu). leysi og ofbeldi því, sem stjórnar- stefnu hennar er samfara, en fangels- in og fangabúðimar eru enn fyrir hendi sem fyrr, og þar er hverjum þeim búinn staður, sem leynilögregl- an hefir vanþóknun á. Vonir þær, er rússneska þjóðin gerði sér um stjórnarfarslegar og fé- lagslegar umbætur í upphafi þessarar styrjaldar, hafa aðeins reynzt tál- vonir. Styrjöldin er enn ekki til lykta leidd, en þó eru valdhafarnir í Kreml þegar teknir að búa nýja kynslóð und- ir nýja styrjöld. Ef heimsfriður á að vera tryggður og þjóð mín að fá not.- ið farsældar og farnaðar, verður önn- ur stjómmálastefna að komast á í Rússlandi en sú, sem sovétstjómin aðhyllist“. gKOÐUN MÍN er sú“, segir " Kravchenkov, „að Rússar þarfnist jafnvel flestum öðrum þjóð- um fremur, stjórnmálalegs frelsis rit- frelsis og málfrelsis, frelsis frá skorti ög frelsis frá ótta. En ríkisstjórn þjóð ar minnar hefir ekkert gert til þess að færa henni þessi sjálfsögðu mannrétt- indi, enda þótt hún hafi ekki sparað varaþjónustu sína við frels'ð og mannréttindin. Rússneska þ;óðin hef- ir átt við ógn og skort að búa árum saman. Rússneska þjóðin á vissulega kröfurétt á frelsi og mannréttindum oftir ægifórair þær, sem hún nú hefir tært í baráttunni við hinn þýzka inn- rásarher. Fómir hennar og barátta hefir vissulega verið meira virði en framlag valdhafanna og orkað meiru til gerbreytingar viðhorfutn hildar- leiksins. Eg hefi orðið glögglega var við bar- áttuaðferðir sovétstjórnaiinnar gegn andstæðingum hennar og veit þvi á hverju eg muni eiga von. En eg læt það engin áhrif hafa á afstöðu mína“. J£RAVCHENKOV bætti því við yf- irlýsingu sína, að heimsókn sín til Bandaríkjanna „hafi orkað miklu í því efni, að glöggva skilning n.inn á ýmsu því, sem athygli mín hafði raun ar löngu beinzt að heima á Rússlandi. Eg hefi fengið þann grun minn stað- festan, að lýsing sú, sem áróður sovét- stjórnarinnar gefur af hinu svonefnda kapitalska lýðræði, styðst ekki við neina stoð í raunveruleikanum. Bandaríkjamenn geta vart skilið ]iað, hvers virði það hefir reynzt mór, að hafa aldrei verið krafinn um að fram- vísa vegabréfi mínu þá sjö mánuði, sem eg hefi gist land þeirra“. Hann kvað og þannig að orði, að meginhluti rússnesku þjóðarinnar væri sér raunverulega sammála og legði lítt trúnað á loforð sovétstjórn- arinnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.