Dagur - 26.05.1944, Blaðsíða 1

Dagur - 26.05.1944, Blaðsíða 1
* Söngmót „HEKLU,, 8 karlakórar — 250 söngmerm syngja hér um hvítasunnuna. Annan hvítasunudag verður hér á Akureyri söngmót norð- lenzkra karlakóra. Aðkomukór- ar, sem sækja mótið, eru þessir: „Ásbirningar“ Sauðárkróki, söngstj. Ragnar Jónsson „Heim- ir“ Skagafirði, söngstj. Jón Björnsson, „Karlakór Bólstaða- h 1 í ðarhrepps", söngst j .Þorsteinn Jónsson, „Karlakór Reykdæla“, söngstj. séra Friðrik A. Friðriks- son og „Karlákór Reykhverf- inga“, söngstj. Sigurjón Péturs- son. Einnig taka bæjarkórarnir, Geysir og Karlakór Akureyrar þátt í mótinu. Kórarnir mæta til æfinga á Hvítasunnudags- kvöld og annan syngja þeir fimm konserta. Tvo í Nýja Bíó kl 1 og kl. 4. Á þessum sam- söngvum syngur hver kór 2 lög, og eru það því 16 lög alls í hverjum þessara samsöngva. I kirkjunni kl. 6 syngur svo hver kór eitt lag sjálfstætt og allir kórarnir sameiginlega átta lög og stjórnar sérhver söngstj. einu lagi. Söngvararnir eru um 250 og rríun margan fýsa að heyra svo f jölmennan hóp taka lagið. Gestirnir hafa ekki viðdvöl nema þennan eina dag. Að gefnu tilefni vill Lýð- veldiskosninganefnd Akureyr- ar lýsa yfir því, að orðrómur um, að Sigurður Guðmunds- son skólameistari og Snorri Sigfússon skólastjóri hafi neit- að tilmælum nefndarinnar um að draga fána að hún á skólum þeim, er þeir veita forstöðu, laugardaginn 20. þ. m., hefir ekki við rök að styðjast. Sigurður Guðmunds- son lét draga fána að hún þeg- ar er hann fékk tilmæli um það, en til Snorra Sigfússonar náðist ekki fyrr en flaggað hafði verið á skóla hans, að til- hlutun nefndarinnar, og féllst hann þá þegar á þá ráðstöfun. Akureyri 22. maí. Akureyrarnefnd lýðveldiskosninganna. N Ý K O M I Ð: Barnafatnaður, svo sem: PEYSUR, BUXUR (utanyfir), NÆRBUXUR, SKYRTUR (ull og jessy), SOKKAR, BLÚSSUR, GOLFTREY JUR, VINNUGALLAR, VINNUBUXUR, VETTLIN G AR, SKÍÐAHÚFUR, LEISTAR. \ Verzl. LONDON. Lt AGU XXVII. árg. Akureyri, föstudaginn 26. maí 1944. 21. tbl. Pjóíaratkvæíagreiíslan am nióurfelling sam- bandslagasamningsins og lýóveldísstjórnarskrána. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni allt að IOO°|oE;'og víða 100° allir Islendingar Nú taka nálega höndum Nákvæma skýrslu um þjóð-1 aratkvæðagreiðsluna og niður- stöður hennar í öllum kjördæm- J um landsins er ekki hægt að j birta að þessu sinni, þar sem at- kvæðagreiðslan ér enn óupp- gjörð í ýmsum kjördæmum. — Vitneskja er þó fengin um það, að kjörsókn í öllum kjördæm- um hefir verið framúrskarandi mikil. í mörgum hreppum á landinu hefir kjörsókn verið hrein 100% þeirra, er á kjör- skrá standa, þ. e. allir kjósend- ur hafa greitt atkvæði, og alls staðar annars staðar hefir litlu munað að 100% næðust, t. d. hér í Eyjafjarðarsýslu hefir þátttakan verið 99% og svip- uð mun hún víðast vera í sveit- um. í einu kjördæmi, Vestur- Skaftafellssýslu, greiddu allir kjósendur atkvæði. í sambandslagasáttmálanum frá 1918 var tilskilin 75% þátttaka í þjóðaratkvæða- greiðslu um uppsögn sáttmál- Sambandsslitin. Lýðveldisstjórnarskráin: ans sem lágmark. Margir voru já nei auð. óg. já nei auð. óg. hræddir við þetta ákvæði, en nú Akureyri 3256 .20 64 51 3065 114 163 49 er það í ljós komið, að sá ótti Reykjavík 24528 150 255 295 24015 405 658 150 var ástæðulaus, því að, eins og Hafnarfjörður 2235 11 2192 21 11 24 að framan greinir, er þátttakan Isafjörður 1402 16 35 35 1229 153 86 20 langt yfir þetta lágmark. Seyðisfjörður 470 2 9 7 457 7 18 6 Enn er ekki kunnugt, hvern- Siglufjörður 1559 5 16 17 1534 8 46 9 ig atkvæði hafa fallið, nema í Vestmannaeyjar 1888 7 29 31 1855 17 61 22 kaupstöðunum og örfáum Borgarfjarðarsýsla 1856 6 1826 12 4 22 sveitakjördæmum. Birtast tölur Mýrasýsla 1101 2 1087 3 13 11 um það hér á eftir. Þær tölur V.-Húnavatnssýsla 853 5 838 8 1 7 sýna, að aðeins örlítill minni Gullbr. og Kjösars. 3226 8 3171 15 hluti greiðir atkvæði á móti Alauðir og ógildir 42. sambandsslitum og lýðveldis- V.-Skaftafellssýsla 919 4 916 6 stjórnarskránni. Benda má t. d. á Akureyrarkjördæmi í því sambandi. Þar eru 3256 með skilnaði, en aðeins 20 á móti. Það er 1 á móti 163. Með lýð- veldisstofnun eru þar 3065, en á móti 114. Það er 1 móti 27.1 hinum kaupstöðunum geta menn séð hlutfallstölurnar af skýrslu þeirri um atkvæða- greiðsluna þar, sem birt er hér á eftir. Það skal sannast um það lýk- ur, að sveitakjöræmin verða ekki eftirbátar kaupstaðanna í þessum efnum, nema síður sé. Það skal sannast, að vilji þjóðarinnar kemur skýrt í ljós við nýafstaðna þjóðaratkvæða- greiðslu, og að sá vilji beinist saman. eindregið að fullu sjálfstæði ís- lendinga. En það er slíkur þjóðarvilji, sem á að ráða um stjórnarhætti á Islandi, hann og ekkert annað. Það skal sannast, að nú taka nálega allir íslendingar höndum saman. KJÖRSÓKNIN. Bráðabirgðayfirlit um kjör- sóknina lítur þannig út: (Mun væntanlega breytast lítilshátt- ar þegar öll utankjörstaðarat- kvæði eru fram komin). Reykjavík 96%, Borgar- fjarðarsýsla 98,7%, Mýrasýsla 99,2%, Snæfells- og Hnappa- dalssýsla 98,6%, Dalasýsla 99,9%, Barðastrandarsýsla 98,5 %, V.-ísaf jarðarsýsla 98 %, ísafjarðarkaupstaður 97%, N.- ísafjarðarsýsla 98%, Strarída- sýsla 98,8%, V.-Hunavatns- sýsla sýsla 99,7%, 99.1%, A.-Húnavatns Skagafjarðar- ýsla 99,5 %, Sigluf jörður 9,4%, Eyjafjarðarsýsla 98,6%, Akureyri 97%, S.- Þingeyjarsýsla 99%, N.-Þing- eyjarsýsla 99,7%, Norður- Múlasýsla 98,8%, Seyðisíjörð- ur 100%, Suður-Múlasýsla 99,1%, A.-Skaftafellssýsla 98%, V estur-Skaftafellssýsla 100%, Vestmannaeyjar 99%, Rangárvallasýsla 99,9%, Ár- nessýsla 99,5%, Gullbringu- og Kjósarsýsla 99,7%, Hafnar- fjörður 98,7%. í 113 hreppum var kjör- sóknin 100%, — þar á meðal í eftirtöldum hreppum héríEyja- firði: Öngulsstaða-, Hrafnagils-, Saurbæjar-, Árskógs-, Öxnadals- og Grímseyjarhreppum. Talning atkvæða í Eyjafjarð- arsýslu fór fram í gær, en var ekki lokið fyrr en svo seint, að blaðið hefir ekki fregnir af úr- slitum. Þessar tölur höfðu borizt, þegar blaðið fór í pressuna. Yf- irleitt eru þær ekki endanleg úrslit atkvæðagreiðslunnar, þar sem víðast er eitthvað af utan- cjörstaðaratkvæðum ókomið: Brunar í bænum s. I. nótt Tveir brunar urðu hér í bænum sl. nótt. Skipasmíðaskúr við skipasmíða- verkstæði Nóa Kristjánssonar brann að mestu í gærkvöldi og í nótt kom upp eldur á neðstu hæð hússins Hafnarstræti 20 (Höepfner), þar sem er eitt af útibúum K. E. A. í bænum. Eldsins á Tanganum varð vart um 4d. 10.30. Var eldurinn laus í norður- enda hússins, þar sem vélaverkstæðið Oddi var áður til húsa. Hafði Nói Kristjánsson húsið á leigu, en Valtýr Þorsteinsson útgerðarmaður var að smíða trillubát í húsinu. Brann norð- urendinn að mestu og allt sem í hon- um var. Blaðinu er ókunnugt um hvort hús og bátur var vátryggt. — Eldsins í innbænum varð vart um kl. 2 í nótt. Er komið var á staðinn, var reykur um allt húsið og eldur í skil- rúmum í suðurenda hússins (á bak við búðimar). Slökkviliðinu tókst brátt að slökkva, en þá höfðu orðið miklar skemmdir á búðum og vörum í þeim af reyk, vatni og eldi. INNRÁSARKORT af Evrópu. í Bókaverzlun Þ. Thorlacius. Ókunnugt um auða og ógilda. Tilraun með upp- eldi hreindýra í Eyjafirði Sl. mánudag flutti önnur ís- lenzka flugvélin 5 hreind_ýrs- kálfa austan frá Egilsstöðum hingað. Kálfarnir eru eign nokk- urra manna í bæ og sveit, sem hyggjast gera tilraun með upp- eldi hreindýra í héraðinu. — Flutningurinn gekk vel og voru kálfarnir allir við beztu heiisu við hingaðkomuna. — Það eru þeir Jón Geirsson, læknir. Ari Jónsson og Árni Jóhannesson, bændur að Þverá í Öngulsstaða- hreppi, Rósa Jónsdóttir, sama stað og Helgi Stefánsson á Þórustöðum, sem standa að þessu og verða kálfarnir hafðir á Þverá. Friðrik Stefánsson, hreindýraeftirlitsmað ur ríki sins, náði dýrunum og kom með þeim hingað. Þetta er í annað sinn, sem slík tilraun er gerð hér á síðari árum. Hina gerði Matthías læknir Einarsson í Reykjavík. Hefir hún tekist vel. — Verður fróðlegt að sjá, hversu kálfarnir á Þverá dafna. NÝJA BÍÓ sýnir í kvölcl kl. 9: í Leyniþjónustu Japana (Sýnd í síðasta sinn). Á annan hvítasúnnudag. kl. 5 og 9: FRÚ MINIVER ATH.: Aðgöngumiðar að sýn- ingunum á annan hvíta- sunnudag verða seldir frákl. 11-12 f. h. ogvið innganginn, en ekki frá kl. 1-3 eins og venjul.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.