Dagur - 26.05.1944, Blaðsíða 4

Dagur - 26.05.1944, Blaðsíða 4
4 DAGUR Rltstíócn: Inqhnffr Eydrd. lóhxmn Frimcma. Hanknr SnoiraMB. AftjrelÖelu og lnnhetmtu annast: Slgfús Sigvcrrðsson. Skriistoía við Kaupvangstorg. — Simi 96. Bldðið kemur úi á hverjum hmmtudegi. Áxgangurinn koBtar kr. 15.00. PvMitvMdk Odds Blörnssoaar. »Eigi skal dauðum gefin sök.« Svo SEGIR í NJÁLSSÖGU, að Gunnar á Hlíðarenda „gat fyrir engum manni um,“ er þeir Otkell í Kirkjubæ og félagar hans höfðu riðið „á hann ofan“ og sært hann, þar sem hann starfaði að voryrkju á sáðlandi sínu, en það vissu menn þó, þeir, er kunnugastir voru hon- um, að hann myndi hyggja á hefndir. Kolskeggi bróðir hans fannst þögn Gunnars um þessa at- burði eigi hyggileg og mælti: „Þetta skalt þú segja fleiri mönnum, at eigi sé þat mælt, at þú gefir dauðum sök, því at þrætt mun vera í móti, ef eigi vitu vitni áðr, hvat þér hafið saman átt.“ Gunnar sagði þá nábúum sínum, „ok var lítil orðræða á fyrst.“ gEGJA MÁ, að íslendingar hafi þessa síðustu daga starfað að voryrkjum á sáðlandi sínu — og það í margs konar skilningi. Þjóðin hefir næstum því einhuga neytt atkvæðisréttar síns, þegar henni gafst færi á að láta í ljós þann vilja sinn að slíta til fulls síðustu stjómarfarslegu tengslin, sem bundið hafa hana við erlendar þjóðar. Atkvæðin hafa enn ekki verið talin, en telja má fullvíst, að yfirgnæfandi meiri hluti landsmanna hafi við kjörborðið goldið jákvæði við fullum sambandsslitum við Dani og stofnun lýðveldis á íslandi. Auðvitað mun það þó koma í Ijós við þetta tækifæri eins og endranær, að til er hér þeir menn — ekki síður en annars staðar — sem „engdust í keng væri spor stigið beint“ og hrökkva á hlið við játun og neitun, líkt og Fróðárpaurinn forðum. Um slíkt er ekki að sak- ast, því að auðvitað er hverjum manni fullkom- lega frjálst að hafa sína skoðun — eða skoðana- leysi — á hverju máli í lýðfrjálsu landi og stað- festa sérstöðu sina við kjörborðið sem annars staðar. En á það skal þó bent, að eins og hér var í pottinn búið — að úrslit kosninganna voru fyrirfram vituð — gátu ágreiningsatkvæði þess- ara manna enga þýðingu haft aðra en þá, að gefa óvildarmönnum íslenzks sjálfstæðis átyllu til þess í framtíðinni að draga í efa einhug þjóð- arinnar í þessum efnum og veikja þannig að- stöðu hennar, er hún tekur það skref, sem öllum er fyrirfram ljóst, að hún mun stíga á næstu tímum. Og má hver, sem vill, hrósa svo mark- lausri sýndarathöfn, sem illt eitt getur af sér leitt. fJITT ER SVO ANNAÐ MÁL, að þjóðin mun minnast þess, hverjir það voru, sem „riðu á hana ofan“ með ókvæðisorðum og heitingum á opinberum vettvangi, meðan á kosningaundir- búningnum og kosningunum sjálfum stóð. Það mun að vísu ekki vekja neina sérstaka athygli alþjóðar, þótt málgagn á borð við „Alþýðu- manninn" hér hafi t. d. séð ástæðu til þess að gefa út sérstakt aukablað einmitt þegar kosning- in stóð sem hæst, til þess eins að spilla fyrir kjörsókninni og hvetja menn að öðrum kosti til þess að greiða atkvæði GEGN lýðveldisstofn- uninni. Er þar farið hinum háðulegustu orðum um hina nýju stjórnarskrá, sem kölluð er for- smán og svik við þjóðina. Að visu segir hið fom- kveðna, að „ómerk séu ómaga orð“, en þó mun rétt að minnast hér orða Kolskeggs forðum og „segja fleirum mönnum, at eigi sé þat mælt, at þú gefir dauðum sök, því at þrætt mun vera í móti, ef eigi vitu vitni áður, hvat þér hafið sam* _______PAGUR ___________ HERLEIÐTOGAR BANDARÍKJAMANNA. Myndin er af aðstoðarmönnum hers, flota og flughers Bandarikjanna. Þeir eru (v. t. h.): Ernest J. King, ílotaforingi, George C. Marshall, hershöföingi o£ Henry H. Arnold, flughershöfðin£i. ,Jiæ>éra er að kenna heilræðin en halda þau“. gÓNDI Á NORÐURLANDI skrifar blaðinu nýlega eins konar ber- söglismál um ýmsa hluti: stjórnmél, blaðamennsku, fjármál, málvöndun og margt fleira. Finnur hann m. a. flokksblöðunum yfirleitt það til for- áttu, að þau séu um of lokuð fyrir öðrum skoðunum en þeim einum, sem „passa í ,kram“ flokka þeirra, er að út- gáfu blaðanna standa. Virðist bréfrit- arinn telja það æskilegast, að blöðin gerðust sem frjálsastur vettvangur fyrir hinar sundurleitustu skoðanir og sjónarmið. Síðar í bréfinu deilir hann svo á „Dag“ fyrir það, að blaðið skuli hafa opnað dálka sína fyrir greinum Halldórs Halldórssonar byggingar- fulltrúa um gengismálin. Telur bréf- ritarinn skoðanir Halldórs á þeim efnum harla fráleitar og hættulegar og reynir að færa nokkur rök fyrir þeirri ályktun sinni. Að vísu Ieiðir sú röksemdafærsla það helzt í ljós, að hann hefir lítið sem ekkert botnað í kenningum Halldórs og rangfærir þær því mjög — sjálfsagt óviljandi þó. Mtin ekki frekar út í þá sálma farið hér að sinni, en aðeins á það bent í þessu sambandi, að „Dagur“ hefir aldrei gert skoðanir Halldórs um gengismálin að sínum, né nokkra óbyrgð á þeim tekið aðra en þá að ljá greinum hans rúm í blaðinu, enda eru þær vel og skilmerkilega ritaðar og hinar athyglisverðustu í hvívetna, hvaða skoðun sem menn kunna að hafa ó gildi þeirra að öðru leyti. En bréfritaranum skal annars á það bent í allri vinsemd, að hann hefir farið rækilega gegnum sjólfan sig, er hann amast við því, að greinar, sem flytja annan boðskap en þann, sem honum sjálfum fellur bezt í geð, séu birtar í blaði því, sem hann les. Hvað er þá orðið af kenningunni um hinn frjálsa vettvang? % an átt“. — Vafalaust á Alþýðu- flokksbrotið hér á Akureyri eft- ir að falast eftir fylgi kjósenda við einhverjar kosningar í fram- tíðinni, og færi vel á því, ef jafngiftusnauðir „foringjar" fara þá með málefni þess eins og þeir, er nú stýra penna „Al- þýðumannsins“, að kjósendur svöruðu bónorði þeirra með orðum Gunnars, er hann gegndi köpuryrðum Otkels forðum: „Þá er vit finnumst næst, skalt þú sjá atgeirinn". „Úr álögum“ — nr. 2. JJÁTTSETTUR, RÚSSNESKUR * embættismaður, Victor Kravchen- kov, sem undanfarin ór hefir gegnt ýmsum mikilsverðum trúnaðarstörf- um fyrir sovétstjórnina, hefir nýlega sagt skilið við fyrri húsbændur sína og setzt að í Bandaríkjunum, en þar var hann á sl. óri á ferð sem meðlim- ur rússneskrar viðskiptanefndar. Hef- ir atburður þessi vakið mikla athygli erlendis, ekki sízt í Ameríku. í grein- argerð fyrir þessari ákvörðun sinni, sem Kravchenkov hefir birt í stór- blaðinu New York Times og síðar í vikublaðinu The New Leader segir svo m. a.: ~p*G HEFl árum saman unnið af “ trúmennsku fyrir þjóð mína í þjónustu sovétstjórnarinnar og hefi fylgzt af kostgæfni með þróun stjóm- málanna í Sovétríkjunum á hinum ýmsu stigum hennar. Vegna hags- muna Sovétríkjanna og þjóða þeirra hefi eg gert mér ítrasta far um að loka augunum fyrir ýmsum þóttum þessarar þróunar, sem eru í senn við- bjóðslegir og uggvænlegir. En nú fæ eg ekki orða bundizt lengur. Hags- munir hinnar þjáðu og þrautpíndu þjóðar minnar varðandi styrjö.ldina valda því, að eg mun láta margt liggja í þagnargildi. En hins vegar hlýt eg að gera að umræðuefni stefnu sovét- stjórnarinnar og leiðtoga hennar varð- andi stríðsreksturinn og vonir allra þjóða um nýja skipun alþjóðamála til tryggingar friði og viðreisn eftir stríðið. Eg get ekki lengur þagað yfir þeim skollaleik sovétstjórnarinnar, sem birtist í því ,að hún læzt vilja hafa sem bezta samvinnu við Bandaríkin og Bretland jafnframt því, sem hún aðhyllist skoðanir og efnir til stjórn- málaaðgerða, sem eru alls kostar ósamræmanlegar samvinnu við fyrr- greind ríki. Samvinna við lýðræðis- ríkin getur aldrei blessazt, meðan sovétstjórnin og leiðtogar hennar að- hyllast raunverulega allt aðrar skoð- anir en þær, sem þeir flíka gagnvart þessum þjóðum" ENN SEGIR Kravchenkov: „Rússneska þjóðin verður enn sem fyrr að una hinni ógnlegustu kúg- un og harðstjórn. Leynilögreglan rúss- neska, er hefir þúsundir njósnara í þjónustu sinni, drottnar enn sem fyrr yfir þjóðinni af harðýðgi og grimmd, sem er einsdæmi í sögunni. í héruð- um þeim, sem innrásarher nazista hefir verið hrakinn brott úr, vinnur sovétstjórnin að því að koma á lög- (Framhald á 6. slðu). Föstudagur 26. maf 1944 Eg bið kvenlesendur mína afsökunar á því, að eg verð að nota dálkinn að þessu sinni, til þess að svara „skólamanni“ einhverjum, sem sendi mér kveðju í síðustu „Fokdreifum". v ★ Eg verð að játa það, að mér varð blátt áfram bilt við, er eg las sendinguna frá „skólamanni" í síðustu „Fokdreifum", því að eg var svo gjör- samlega grandlaus um það, að eg hefði gert nokkrum manni eða menntastofnun rangt til eða deilt á „beint eða óbeint“, eins og eg er sök- uð um. En það er eins og sumir mpnri séu fædd- ir með þeim ósköpum, að skilja ýmislegt á ann- an veg, en til er ætlazt, og vekja sjálfir upp drauga til þess að glíma við. Svo er þessum „skólamanni“ farið a. m. k. og er leitt til þess að vita. Annars er það á vissan hátt heiður fyrir mig, að skólamenn skuli láta svo lítið að lesa þennan dálk — eyða sínum dýrmæta tíma til slíkra iðkana! Það, sem helzt virðist hafa farið í taugarnar á þessum háttvirta „skólamanni" er, að eg skyldi segja, að gagnfræðaskólahúsið væri: „Geysi- stórt“. Það má vel vera, að mér skjátlist þarna, því að eg hefi aldrei komið inn í skólahúsið, en utan frá sér virðist það „geysistórt", en það kann að minnka eitthvað, þegar inn er komið. En að eg hafi verið að „fást um“ stærð þess, 'er ímyndun ein og heilaspuni. Þá vil eg leiðrétta þann reginmisskilning, að eg sé leiðtogi í skóla- málum hér á Akureyri, eins og þarna er sagt. Ekki skil eg, að þessi dálkur minn sé svo spá- mannlega vaxinn, að hann geti verið verk „leið- toga í skólamálum“ — eða var þessari sneið beint í aðra átt? Ef svo, þá vil eg upplýsa það, að um það, er í þessum dálki stendur, er bezt að eiga við mig, og mig eina, og algerlega ástæðu- laust að ætla það öðrum. Mér þykja það engin stórtíðindi, að skóla- húsið skuli eiga að nota út í yztu æsar á næsta vetri, því að svo er og um aðra skóla hér, og þó víðar sé leitað, en í sambandi við það, hve handavinnukennsla sé heimtufrek á húsnæði, þá væri nógu gaman að sýna „skólamanni" þess- um stofurnar, sem notaðar eru til þessarar kennslu í þrengslunum í barnaskólanum hérna. Mér þykír vænt um að heyra, að handayinnu- kennsla sé í uppsiglingu hér við gagnfræðaskól- ann, og því vildi eg óska, að fleiri gagnfræða- og unglingaskólar tækju hana upp. Eg vil ekki deila við „skólamann" um það, hvort handavinna skuli kennd við menntaskól- ana eða ekki, enda sagði eg: „Það má kannske segja, að handavinnukennsla sé utan verka- hrings menntaskólanna" (orðrétt) og við það hefi eg engu að bæta. En eg er „skólamanni“ al- gerlega sammála um það, að allt skólafólk, við hvaða stofnun sem það nemur, mundi hafa jafn gott af handavinnunámi, en mér finnst, í minni fávizku, að verklegt nám standi nær gagnfræða- og unglingaskólum, sem starfa á breiðum grund- velli, heldur en menntaskólum, sem einskorða kennslu sína við háskólaundirbúning, en þar er, eins og „skólamaður" kannske veit, ekkert slíkt nám. — Eg læt svo útrætt um þetta mál, en óska vildi eg þess, að eg þyrfti ekki að „rífast um keisarans skegg“ við fleiri skólamenn. „PueIIa“. ★ ELDHÚSIÐ. (Berlínarbollur). 150 gr. hveiti. — 1/2 dl. mjólk. — 1/2 tsk. sykur. — 1/2 tsk. salt. — 30 gr. smjörlíki. — 15 gr. ger. — 1 egg. Sykur og ger hrærist vel saman. Þá er mjólk- in hituð, ger og sykur hrært út í mjólkina og smjörlíkið brætt þar í. Eggið er þeytt; hveitið sigtað og allt sett í. Degið er nú láitð lyfta sér á heitum stað. Flatt út og tekið undan glasi. Sulta sett í miðju, eggjahvíta borin á rendurnar og köku hvolft yfir. Bakað í h$itri tólg.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.