Dagur - 08.06.1944, Blaðsíða 3

Dagur - 08.06.1944, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 8. júní 1944 Mannabein i Gáigahrauni DAOUB SIGURÐUR JONSSON á Arnarvatni Sól yfir frjálsu landi skín. Æskubjartur, írjáls í íasi iörunautur arm minn þreif. Hug minn greip bans áhuga asi; upp einn sjónarhól hann kleii. Eins og skipti yrðu þátta, < upp lauk nýjum sjónhring þá Hátt og vítt til allra átta yfir byggðir lands þar sá. Áhugaleiitrum augun gljéðu arm hann brá oí sjónir mér. „Eg er Tíminn. Sjáðu, \sjáðu sjö írá öldum Tímans her“! Og eg sá, frá öllum áttum yiir sérhvern byggðar-hring menn og konur, hreií í háttum, hljóð og einbeitt, stefna é þing. Leit eg yiir liðsdrátt þenna leizt hans íylgja hvergi smá: Einum fulla tugi tvenna tylitir öðrum íylgja sá. Einn síns liðs íór eigi nokkur. (Allri hulu svipti frá). Hverjum manni iylgdi flokkur; fjölbreyttan þar búnað sá. Sett var mót. Hvern mann eg eygði merkja eitt spjald — og handtök greið. Fylgja hvers þá höfuð hneigði, hendi brá sem merki um leið. Horskur sýndist hækka og stækka hópur sá, er frá hann veik, sjórtir brosa, brúnir hækka. — Bjart er yfir sigurleik! Mælt eg heyrði: „Menn og konur, mæður og feður þessa lands, ætt þín, dagsins dóttir og sonur dæmir þér hlut ins frjálsa manns; með þér á gæfu götu snúin glöð hún blessar áform þín. Gamli sáttmáli brotinn — búinn að beztu manna yfirsýn!“ Sýnin vék. Eg vegfarandi vegar stóð að markastein Sól yfir byggðum. Sól yfir landi sól yfir frjálsu landi skein! 20. maí 1944. Eg hafði ætlað mér fyrir löngu síðan að skrifa nokkur orð um mannabein þau, sem hvíla í hraungjótu austur í svo- nefndu Gálgahrauni I Aðal- Reykjadal þó ekki hafi það komizt í verk fyrr en nú. Fyrr um getið hraun mun draga nafn sitt af því, að þar eru tveir hraundrangar með ör- stuttu millibili og þar mun hafa verið aftökustaður óbótamanna og aftökur farið fram með þeim hætti, að tré hefir verið lagt á þessa hraundranga og þeir hengdir þar. í fyrrnefndri hraungjótu eru bein af tveim sakapersónum, sem munu hafa verið hengdar þarna. — Eg hefi heyrt sagt, að hér sé um að ræða systkini, sem hafi átt barn saman og verið eftir þágildandi lögum dæmd til dauða og dómnum framfylgt þarna og líkömum þeirra síðan verið fleygt í fyrrnefnda gjótu. Hvað langt er síðan, get eg ekki sagt nákvæmlega, en eg get þess til, að síðan séu liðin 150—200 ár. Það, sem mér kom til að skrifa þessa grein, er það, að mér finnst hein þessara ógæfu- sömu systkina hafi hvílt þarna nógu lengi eða réttara sagt of lengi og orðið fyrir aðkasti og ef til vill háðsglósum ýmsra, sem hafa átt leið hjá þeim og séð þau. Það er furðulegt og óvenju- legt að líkömum þessara syst- kina skyldi hafa verið kastað í þessa kröppu hraungjótu, án þess að urða þau sem kallað var og alsiða var fyrr á öldum. — En mér finnst þó enn furðu-: legra, að fyrr umgetin bein skuli hafa legið þarna fyrir allra augum, sem fara þama um, og að enginn, og þá sérstaklega síðari tíma menn skuli hafa tek- ið sig fram um það að koma beinum þessum í vígða mold Jakobína Guðnad. STEINKIRKJU. Skugga yfir skógardalinn skyndilega ber. Burtu hverfa bjarkirnar, svo berurjóður er. Hún er líka hnigin — sú, er hlúði bezt að mér. Batt hún von og vökudrauma við sín heimatún. Átti lind að einkavini undir vallarbrún. Hún var eins og ljóstær lindin, ---lindin eins og hún. Þótt hún fengi af orku og auði aðeins minnstu sneið, yl sinn gaf hún öllum þeim, er einhvers staðar sveið; úr barmi sínum blómum stráði, og brosi — á þeirra leið. Stanza eg á gamals göngu gatnamótin við. Hlusta inn í endurminning — inn í lífsins klið. Heyri, gegnum hark og drunur, hægan lindarnið. Sifurður Viíhjátmason. sem kölluð er, — því að eg hefi óá skoðun, að sú kynslóð, sem nú er á lífi, líti mildari augum á ýms afbrot og glæpi, en fólk fyrr á öldum, og dómar nútím- ans vægari, en þeir voru fyrir hundrað árum og meira. Eg álít 3ví, að það sé meira af óað- gæzlu en af strangleik að um- rædd bein hafa ekki verið enn- aá tekin og jörðuð í kirkjugarði og trúi því tæplega að einhver taki sig ekki fram um það, að óessi bein verði moldu hulin áð- ur en langt líður. Því mér finnst að þessi fyrrnefndu, ógæfusömu systkini muni áreiðanlega vera DÚin að þola sína hegningu fyr- ir hinn svokallaða glæp sinn, og aað fyrir löngu síðan, ef kalla á afbrot þeirra því nafni, en sem aau bættu fyrir með sínu eigin ] ífi. — Meira er ekki hægt að krefjast og lengra ekki hægt að ganga í dómum manna og refs- ingu, þó að beinin séu ekki óvirt og jafnvel bölvað um ófyrirsjá- anlegan tíma, í stað þess að hlúa að þeim og biðja fyrir sálum þeirra. Hvar þessi systkini áttu heima eða um attlrikin að þessu afbroti, né sögu þeirra að öðru leyti, hefi eg ekki grafið upp, en þætti fróðlegt að fá vitneskju um það, ef einhver vissi þar um, en það er nú samt auka-atriði, sem skiptir ekki máli um það, hvernig meðferð beinin hljóta. — En það er aðeins eitt, sem vakir fyrir mér, að einhver verði til að líkna sig yfir þessi um- ræddu bein, því; „Drottinn alla daémir rétt, dómar falla manna“. Jón Jákobsson. Hákón Noregskonungur tilkynnti þjóð sinni, í útvarpi írá Lon- don, innrásarmorguninn: Innrásin er ekki gerð í okkar land, — en dagur frelsisins nálúast samt. England - ísland - U. S. A. Brezkur stríðsfréttaritari ræðir um flugsamgöngur milli Ev- rópu og Ameríku í brezka útvarpinu. Baezkur stríðsfréttaritari, Ward Smith að nafni, flutti erindi um farþegaflugmál um Atlantshaf, í brezka útvarpið fyrir skömmu. Hafði hann nvlega flogið yfir hafið, norðurleiðina svokölluðu, frá Englandi um ísland til Ný- fundnalands, og þaðan til Bandaríkjanna. Komst hann svo að orði, að þessi leið mundi verða ein helzta samgönguleið milli álfanna eftir stríðið. Hefði hún reynst frábærlega örugg það sem af væri styrjöldinni. Af fleiri þúsund flugvélum, sem farið hefðu yfir hafið með viðkomu á ísiandi, hefði aðeins ein tvnzt og það af ástæðum, sem eingöngu væru hernaðarlegs eðlis. Hann lýsti för sinni vestur um haf í stórri sprengjuflugvél. Far- ið var frá Englandi klukkan 2 e. h. og flogið til íslands. Lent þar „á hrjóstugu, fábreytilegu eld- fjallaumhverfi". Þar tekið elds- neyti og farþegar fengu sér hress- ingu. Haldið af stað um kl. 9 e. h. áleiðis til Nvfundnalands. — Lent þar skömmu eftir dögun. í New York um hádegi. Fréttaritarinn sagði, að félög :! Bretlandi ráðgerðu nú farþega- flug í stórum stíl milli álfanna, þessa leið. Væri talað um að far- gjöld milli Englands og Banda- ríkjanna mundu kosta um 40 sterlingspund fram og aftur, miðað við viku dvöl. (1050 kr.). 9 „ACHTUNG! ACHTUNG!" Grein í New York Times. Tundursprengjum hefir rignt yfir Evrópuvirki Hitlers undanfarnar vikur, svo að nent- ur tveimur smálestum á hverri mínútu, nótt og dag. Þessi ofsa-. lega sókn í lofti gegn samgöngu- leiðum og varnarvirkjum Þjóð- verja, bendir til þess, að D-dag- ur, liinn örlagaþrungni innrás- ardagur ,sé ekki langt undan. — Sprengjuflugsveitir Bandamana hafa haldið uppi árásum, svipuð- um þeim, sem stórskotalið efnir til áður en megináhlaup fót- gönguliðsins hefst. í kjölfar loft- sóknarinnar hlýtur áhlaup Bandamannaherjanna á Bret- landseyjum að koma. Á meðan nreginland álfunnar nötrar undan sprengjuregninu, og útvarpsstöðvar Þjóðverja í Berlín og Vichv juku aðvaranir um yfirvofandi innrás til fólks- ins við strendur „virkisins", varð ekki vart við neinn slíkan tauga- óstyrk í Bretlandi. Menn voru þar rólegir og öruggir.' Á yfir- borðinu var ekkert, sem benti til þess, að stundin væri að koma, en allir vissu þó, að innrásarund- irbúningnum var að verða lok- ið, að allt umhverfi Lundúna- borgar, — já og meira en það, gjörvallt Bretland, frá nyrsta tanga Skotlands til syðsta tanga Cornwallskaga, var orðin ein voldug hernaðarbækistöð, þétt- skipuð velbúnum hermönnum, sem biðu skipunar urn að halda af stað. En Bretarnir hafa setið svo lengi á „eldfjallsbarmi“, að þeir eru ekki lengur æstir í skapi eða taugaóstyrkir. Nauðsyn þess, að ráðast inn í Evrópuvirki Hitlers, þrátt fyrir ógurlegar blóðfórnir, hefir verið viður- kennd meðal þeirra í meira en tvö ár. Menn hafa þráð þá stund, er innrásin hæfist, þrátt fyrir þær ógnir, sem óumflýjanlega munu fylgja henni, vegna þess, að þá er jafnframt hafinn síðasti kafli styrjaldarinnar, sem hefir þjáð brezku þjóðina í nærri fimm ár. Að þessu undanteknu er ekki margt sem minnir Lundúnabú- ann, til dæmis, á hinn mikla harmleik, sem í vændum er. Helzt það, er þeir sjá fylkingar sprengjuflugvéla þjóta um him- inhvolfið og stefna í austurátt. Með því að opna útvarp sitt get- ur Lundúnabúinn fylgst með árásarför flugvélanna, sem hann sér leggja upp í leiðangur með birtingu nær því dag hvern. Því að jafnskiótt og þær nálgast þýzku landamærin byrja Þjóð- verjar aðstöðva útvarpssendingar sínar til þess að lesa tilkynning- ar, sem liefjast svona ..Achtungl Achtung!" Tilkynning um loft- stríðið. Fylkingar óvinaflugvéla nálgast norðvestur Þýzkaland o. s. frv. - Setulið virkisins. Síðustu áætlanir segja mann- afla Þjóðverja í Vestur-Evrópu (Framhald á 6. slðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.