Dagur - 08.06.1944, Blaðsíða 6

Dagur - 08.06.1944, Blaðsíða 6
I DAQUR e/rm sret4/v//£yM (Framhald). „Látum okkur nú sjá, — hvað skyldi nú vera í þessu horni hérna?“ Og Janoshik ruddi niður heilum stafla af matseðlum, svo að þeir urðu að vaða pappírinn í hné. Janoshik kraup niður. „Eg verð að finna það,“ og matseðlarnir og pappírsarkirnar flugu í all- ar áttir meðan hann gróf sig inn í staflann. Janoshik var búinn að erfiða alla leið inn að meðalaskápnum, Hann opnaði hann, og um leið og hann þukklaði innan um hann, eins og hann væri þar að leita að bréfinu, tókst honum að lauma !itlu samanbrotnu blaði í neðstu liilluna. Á blaðinu var utaná- skriftin, sem svo mikið valt á. Hann hafði krotað þetta á blaðið í fangelsisklefanum. En höfðu varðmennirnir nú tekið eftir þessu? Hnefaleikarinn Gruber skundaði í áttina til hans. „Er bréfið þarna?“ spurði hann, „eða er þetta allt saman helvísk uppáfinning úr þér?“ Janoshik sneri sér að skóburstunarkassanum. Hann var kominn að niðurfalli af þreytu. En nú ultu örlög skotfæraprammanna á því hversu skarpa sjón Gruber hafði. Gruber reif opinn meðalaskáp- inn og skyggndist inn í hann og innan um glösin og sárabindin kom hann auga á lítið, samanbrotið blað. Hann tók það, opnaði og hélt því upp að nefinu á sér, óþolandi lengi fannst Janoshik. Gruber hnyklaði brýrnar. „Hver fjandinn er þetta?“ spurði hann og röddin lýsti meiri for- vitni en grunsemd. Orð hans komu eins og reiðarslag yfir Janoshik. „Komdu!“ kallaði Gruber til Janoshiks. „Komdu hingað strax! Hvað á þetta að þýða?“ „Þetta?“ gloppaðist upp úr Janoshik. — „O, þetta, — það er ekk- ert sem máli skiptir.“ Gruber rak honum löðrung. Janoshik riðaði við höggið. „Þegar eg spyr um eitthvað," sagði Gruber, ,,-þá skiptir það talsverðu máli, skilurðu það?“ „Já, herra minn,“ sagði Janoshik. „Jæja, — hvað er þetta þá?“ „Það er heimilisfang." „Sei, sei, veit eg það vel, karl minn, — en heimilisfang hvers?" Janoshik hikaði við. „Það er heimilisfang læknis, — kynsjúk- dómalæknis. Við geymum það hérna, — til öryggis. Ekki vænti eg, að þér hafið neitt með það að gera?“ Janoshik sá hnefa Grubers stefna óðfluga á sig. Höggið kom á sama vangann og fyrr og Janoshik lá við falli. „Eg skal kenna þér, tékkneska svínið!“ hrópaði Gruber um leið og vöðlaði litla blaðinu saman og fleygði því á gólfið. „Nú er nóg komið af þessum skrípaleik. Hér er augsýnilga ekkert bréf. Allt saman tóm undanbrögð. í fangelsið með hann afturl Við skulum kenna honum hvað það kostar að ætla sér að leika á okkur." Janoshik lokaði augunum og andvarpaði þungan. Litla, saman- vöðlaða blaðið var gleymt og grafið. Það lá á gólfinu í Máneskjall- ara, eins og hvert annað rusl, og enginn mundi taka eftir því, vita um vonir, blóð og tár, sem við það höfðu verið tengd. Varðmennirnir þrifu óþyrmilega í hann og keyrðu hann á und- an sér út í bílinn. Eitt augabragð fannst Janoshik sem hann sæi skugga skjótast milli húsanna hinum megin við götuna. Hann kom honum eitthvað svo kunnuglega fyrir sjónir. Því að hann var hár og hlykkjóttur, eins og sköllótti flutningaverkamaðurinn. Kolajöfurinn Lev Preissinger stóð frammi fvrir Reinhardt á skrifstofu lögregluforingjans. Hann var sannfærður um, að hann hefði verið kvaddur þangað til þess að hlýða á tilkynningu um, að liann væri leystur úr haldi. Og þegar hann sá lögregluforingjann standa á fæ'tur, um leið og hann gekk inn í skrifstofuna, og heyrði hann heilsa sér kurteislega, var hann handviss um, að nú væri þessi vingjarnlegi, þýzki hermaður um það bil að bera fram afsakanir fyrir handtökuna og meðferðina á honum. Reinhardt benti Monkenberg að koma með stól fyrir Preiss- inger. Og um leið og Preissinger settist var kastljósinu brugðið upp og stóð geislinn beint í andlit honum. Undrunin og ofsabirtan liöfðu þau áhrif á Preissinger, að honum fannst hann eins og glæpa- maður í yfirheyrslu; en hann reyndi þó að bera í bætifláka fyrir lögregluforingjann með sjálfum sér. Lögreglumenn voru æfinlega svona. „Eg er Reinhardt lögregluforingi." Þannig hófst samtalið. Rein- hardt hallaði sér fram á skrifborðið til þess að sjá sem bezt framan í fórnarlambið. Þetta var í fyrsta sinn, sem hann leit augum þenn- an miðdepil málaferlanna. Því að vegna auðæfa hans var það, sem þeir Heydrich höfðu ákveðið að gera sjálfsmorð að morði, taka saklausa gisla af lífi, hans vegna höfðu þeir spunnið þennan vef allan. Preissinger ræskti sig til þess að vekja athygli Reinhardts. „Meðferðin, sem eg hefi fengið hjá mönnum yðar, herra Rein- hardt, hefir yfirleitt ekki verið sérstaklega geðfelld. Eg vona þess vegna.... “ „Eg veit það,“ greip Reinhardt fram í. Fimmtudagur 8. júní 1944 WSSSÍS4!$ÍS«Í«««SSS««SÍ!S«S5!««$ÍSÍ«SS$ÍSS5S«SS««Í3ÍSSS««SS5SÍS«Í«ÍSS$SS5«S3«5S Krosswlður tvær stærðir, fæst nú hjá. Verzl. Eyjafjörðup. ÍSSSSSSSSSSSSSÍÍSÍSSSSSÍSSÍÍÍSSSSÍSSSÍSSÍSSSSÍÍSSSSSSSSÍÍÍÍSSSÍSSSSSÍSSSSÍÍSSÍÍ Skór! Höfum fengið mikið og gott úrval af Inniskóm BARNA, KVEN og KARLMANNA. EINNIG KVEN- og KARLMANNASKÓR. KAUPFELAG EYFIRÐINGA SKÓDEILD LIPTON’S TE. Getum nú boðið hið heimsfræga LIPTON’S-TE, pakkað í blikkbauka, mun ódýrara en ameríska te- ið. LIPTON’S-TE kostar aðeins kr. 3.00 pr. lA pund og 5.90 pr. Vz pund. Verzl. Eyjafjörður h/f Áðalfund heldur „Húsmæðrafélag Ak- ureyrar“ mánudaginn 12. júní í bæjarstjórnarsalnum, kl. 8.30 e. h. Svarðarútmæling í Naustagröfum og Eyrar- landsgröfum fer fram á miðvikudögum og laug- ardögum kl. 5—7 e. h. - Útmælingu annast sömu menn og að undanförnu. OPIÐ BRÉF. (Framhald af 5. síðu). fram á marbakkann, er snar- dýpkar við. Eg veit, að þetta er ekki erfið- islaust og kostar talsvert fé. En mér sýnist það ólíkt tiltækilegra en að halda áfram úr Horninu. Og það vinnst, að frá Á getið þið haldið útgerð áfram, svo lengi sem hægt er að ýta fleytu til veiða úr þessum firði. Ykkur mun þykja nokkuð í fang færzt. af manni, sem hefir gist eina nótt í Ólafsfirði, að leggja ykkur, heima-alningun- um, ráðin. — Hugsið ekkert um það, en gaumgæfið hitt, hvort þið getið ekki fallizt á, að þau muni til bóta, ef eftir er farið. Það var þessi skoðun mín á hafnarmálum ykkar, sem orkaði því, að eg mælti gegn beiðnum ykkar á síðasta sýslufundi. Kveðja. Kristján Eggertsson. ÚR ERLENDUM BLÖÐUM, (Framhald af 3. síðu). vera 69 herfylki — 760 þúsund menn. Eitthvað af þessu liði er fluglið. 52 herfylki, eða 572 þús- und menn, eru talin vera í Frakklandi og Niðurlöndum, undir stjórn von Rundstedts marskálks. Tengdur þessu liði er líklega sérstakur her, níu til tíu herfylki, seni á að flytja þang- að sem hættan verður mest, og er undir stjórn Rommels mar- skálks. 1 Noregi eru um það bil tólf herfylki og í Danmörku fimm herfylki. Á móti þessum herafla tefla Bandamenn sam- einuðum her sínum á Bretlands- eyjum, sennilega nokkrum milljónum, búnum gnægð ný- tízku hergagna. Þjóðverjar verða auk þess alla tíð að hafa hugann við austur- vígstöðvarnar. Þar hefir verið kyrrt um langa hrfð, en búizt við, að sókn Rússa blossi upp aftur jafnskjótt og Bandamenn ganga á land að vestan. Líkur þykja benda til að megin sókn Rússa verði um Pólland. Loft- árásir þeirra að undanförnm styðja þá skoðun. Loks verða Þjóðverjar að vera á verði gegn innrás að sunnan, frá Miðjarðarhafssvæðinu, um sama leyti og innrásin að vestan og sóknin að austan hefjast. — Þjóðverjar hafa nýlega tiíkynnt, að þeir hafi styrkt mjög varnir á suðurströnd Frakklands. Bandamenn hafa raunveru- lega slegið hring um virkíð og erfiðleikar setuliðsins innan virkisveggjanna hljóta að vera gífurlegir. Ekki sízt vegna þess, að þeir geta ekki vitað „hvar, hvenær og hvernig" Bandamenn hefja árásir sínar. Þeir verða því að vera tilbúnir til skyndiflutn- ings herafla og færir um fljót- hreyfanlegan hernað. Þeir verða að reikna með blekkingarárásum í ótal myndum. Þeir verða um fram allt að halda opnum leið- um til hraðra flutninga hers og gagna. Loftsókn Bandamanna hefir nú um langa hríð verið beint gegn þessum samgöngu- leiðum. Það er fyrsti þáttur þessa leiks. Innan skamms hlýtur tjaldið að verða dregið frá og annar og veigamesti þáttur hins mikla hildarleiks að hefjast. (Lausl, þýtt), (Framhál^). STJÓRNIN. BÆJARSTJÓRI.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.