Dagur - 08.06.1944, Blaðsíða 1

Dagur - 08.06.1944, Blaðsíða 1
ií£ ANNALL DAGS —=ti===^ Föstudaginn 2. júní sl. flutti Gunnl. Hallgrímsson kennari á Svalbarðseyri alfarinn af Sval- barðsströnd til Dalvíkur. Gunn- laugur hefir verið kennari við barnaskólann á Svalbarðsströnd sl. 18 ár og þótt leysa það starf vel af hendi og notið vinsælda. Sömuleiðis hefir hann verið odd- viti sveitarinnar sl. 6 ár, einnig setið í skattanefnd sveitarinnar um alllangt skeið, auk ýmsra fleiri starfa. í tilefni af burtför Gunnlaugs, var honum haldið kveðjusamsæti í samkomuhúsi sveitarinnar 1. þ. m. og tóku þátt' í því um 120 manns. Stjórnaði Jón Laxdal bóndi í Meðalheimi samsætinu, og bauð heiðursgesti velkomna. En Benedikt Bald- vinsson bóndi Efri-Dálksstöðum, flutti aðalræðuna fyrir minni Gunnlaugs og þakkaði honum störjthans í sveitinni, en Stefán Stefánsson, bóndi Svalbarði, flutti minni frúarinnar, Huldu Vigfúsdóttur. Margar ræður voru fluttar og sungið á milli, undir stjórn Finns Kristjánsson- ar kaupfélagsstjóra, Svalbarðs- eyri._ Kjartan Magnússon, bóndi í Mógili, form. skólanefndar, til- kynnti heiðursgestunum, að ákveðið væri, að láta gera mál- verk af ákveðnum hluta sveitar- innar og gefa þeim hjónum, til minningar um veruþeirraáSval- barðsströnd. Fór samsæti þetta fram með hinum mesta virðu- leik og háttprýði, svo sem þeim hjónum sómdi. Voru borð blóm- um prýdd, en veizlusalur fánum skreyttur. ______________^_ 11 JQk ta Ll XXVII. árg. Akureyri, fimmtudaginn 8. júní 1944 . 23. tbl. Innrás Bandamanna í Norður-Frakkland. Rrezk-Amerískur her hefur náð öruggri fótfestuá 75 km strandlengju SENDIHERRAR STÓRVELDANNA ÓSKA ÍSLENDINGUM TIL HAMINGJU MEÐ ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLUNA Engilsaxnesku ríkin og Noregur tilnefna sérstaka fulltrúa til þess að vera við- stadda hátíðahöldin á Þingvöllum Tilnefningin felur í sér viðurkenningu á lýðveldinu OENDIHERRAR stórveldanna hér á landi hafa ritað utanríkis- ráðherra íslands, Vilhjálmi Þór, bréf, og færa ríkisstjórninni og þjóðinni, heillaóskir í tilefni af úrslitum þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar. Frá Húsmæðraskólafélagi Akilreyrar Næstkomandi mánudag, 12. júní, verður aðalfundur Hús- mæðraskólafélags Akureyrar haldinn í Bæjarstjórnarsalnum kl. 8.30 e. h Þar verður gerð grein fyrir hvað gerzt hefir í húsmæðra- skólamálinu fram að þessum tíma. Skólinn er þegar tekinn að rísa af grunni við Þórunnar- stræti hér ofan við bæinn, á ljómandi fögrum stað, og því verki verður ósleitilega haldið áfram á þessu sumri. ________ Hátíðahöldiri á Akureyri 17. júní n. k. fara fram á Ráðhústorgi CAMKVÆMT upplýsingum, sem blaðið hefir frá hátíða- nefndinni hér á Akureyri, verða hátíðahöldin hér í bænum 17. júní næstk. á Ráðhússtorgi. — Verða þar fluttar ræður, söngur, hljóðfærasláttur o. fl. — Ennþá hefir ekki verið gengið svo frá dagskrá, að hægt sé að birta hana hér, en í næsta tbl., 15. júní, verður dagskráin birt. Utanríkisráðuneytið hefir tek- ið saman greinargerð um að- draganda lýðveldisstofnunarinn- ar, uppsagnarákvæði sambands- laganna, ályktun Alþingis 17. maí 1941 um afnám sambands- laganna og stofnun lýðveldis, samþykktir á Alþingi í vetur í þessum málum, svo og upplýs- ingar um þátttöku í þjóðarat- kvæðinu. Þegar er bráðabirgðaúrslit þjóðaratkvæðisins voru kunn orðin úr öllum kjördæmum, lagði utanríkisráðherra fyrir sendiherra íslands í Bandaríkj- ilnum, Bretlandi, Iijá Noregs- stjórn, i Sovétríkjunum og Sví- þjóð, að tilkynna á formlegan hátt viðkomandi ríkisstjórnum úrslitin og aðdraganda þeirra. Um leið var sendiráðum þessara ríkja hér á landi tilkynnt hið sama, og bárust utanríkisráð- herra kveðjur frá sendiherra Bretlands, Sovétríkjanna og frá sendifulltrúa Bandaríkjanna. — Óska þeir íslenzku ríkisstjórn- inni til hamingju með úrslitin og óska hinu væntanlega lýð- veldi allra heilla. Sendiherra Bretlands. Bréfi brezka sendiherrans lýk- ur á þessa leið: ,,í þessu tilefni leyfi eg mér að færa yður, herra ráðherra, ríkis- stjórninni óg íslenzku þjóðinni einlægustu óskir mínar um áframhaldandi framfarir oa: far- sæld landi yðar til handa, og er það einlæg von mín, að erfiðar MESTI HERNAÐARLEIÐANGUR VER- ALDARSÓGUNNAR CENGUR VEL gANDAMENN hófu innrásina í Evrópuvirki Hitlers í dögun sl. þriðjudagsmorgun. Gengu hersveitir þeirra á land á 75 km. strandlengju á milli borganna LE HAVRE og CHERBOURG á uorðurströnd Frakklands, en fallhlífarhersveitir svifu til jarðar víða á þessu svæði, sérstaklega við SIGNUÓSA og umhverfis borg- ina CAEN, á ^árnbrautinni milli Cherbourg og PARÍSAR. — Flugherinn hélt uppi gífurleg- um loftárásum á strandvirki Þjóðverja alla nóttina og í birt- ingu lagði innrásarflotinn, 4000 flutningaskip, ásamt fleiri þús- aðstæður og óróatímar, er ríkja, þegar lýðveldið á að endurfæð- ast, geri eigi annað en að þroska það og styrkja, svo að það megi blessast og blómgast á ókomnum árum." Sendiherra Ráðstjórnarríkjanna. í bréfi sendiherra Ráðstjórn- arríkjanna segir svo: ,rÞetta ár, og þó einkum 17. júní, verður þýðingarmikill tími í sögu lands yðar. Eg leyfi mér, herra ráðherra, að færa liinni frelsisunnandi þjóð ís- lands beztu árnaðaróskir mínar og ósk um farsæla framtíð." (Framhald á 8. síðu. Kennarafundur. Kennatamót. Laug- ardaginn 10. júní næstk.^hefst aðal- fundur Kennarafélags Eyjafjarðar í barnaskólanum á Akureyri, kl. 1 e. h. Kl. 4 sama dag hefst svo ársmót Samb. norðl barnakennara og stend- ur vœntanlega 2 til 3 daga með er- indum, umrœfiufundum og sýningu. INNRASARSVÆÐI: BREZKA OTVARPID VARAR FRAKKA VID AD YFIRGEFA ÞAÐ BANNSVÆÐI: AÐEINS NAZISTUM ER HLEVFT INN A VARNARSVÆDIÐ Kortið sýnir landiön£usvæði Bandamanna á milli boréanna Lo Havre o£ Cherbourg, sömuleiðis borgina Caen, sem nú er barizt um. Talið er nú, eitir að innrásin hetir verið gerð, að Þjóðverjar haíi frekar búizt við land- éöngu, þat sem sundið et mjóst, eða yíit Doversund, og hafi varnir þeirra verið sterkari þar. Þar sem Etma- sund et breiðast — milíi Lands End og Btetagne — er það ekki méita en 200 km. breitt. Þar sem það et mjóst -r- milli Dover of Calais — er þaö aðefns 35 km, und- innrásarprömmum og öðr-. um smáskipum, út á sundið og naut vérndar mjög öflugra brezkra 09 amerískra flotadeilda. Um 630 flotafallbyssur héldu uppi látlausri skothríð á varnar- virki Þjóðverja, og undir vernd- arvæng skothríðar þessarar og þúsunda flugvéla réðust innrás- arskipin upp að ströndinni og landganga liðsins hófst. Gekk hún mjög að óskum, enda þótt veður væri óstiilt og brim tals- vert. Það er Montgomery hers- höfðingi sem stjórnar land- gönguliðinu, Sir Bertram Ram- say flotaforingi stjórnar flotan- úm, en T. Leigh-Mallory flug- foringi flughernum. Yfirmaður alls herafla Bandamanna í hern- aðaraðgerðum þessum er Dwight D. Eisenhower hershöfðingi og er aðstoðarmaður hans Sir Arth- ur Tedder flugmarskálkur. Fregnir af hernaðaraðgerðum eru ennþá af skornum skammti, en þó er ljóst orðið, að landgang- an sjálf hefir gengið* mjög að óskum og hefir tjón Bandá- manna orðið mjög lítið til þessa. Herskipin gátu þaggað niður í fjölda mörgum strandvirkjum Þjóðverja og yfirráð Banda- manna í lofti hafa verið svo al- ger, að þýzki flugherinn hefir hvergi komið nálægt landgöngu-- liðinu. Þegar þetta er ritað, sækir Bandamannaherinn inn í land alls staðar á ströndinni og er barizt um borgina Caen, 16 km. inn í lasidi. Er þar háð skrið- drekaorrus'ta. Mikil bjartsýni er ríkjandi í jöndum Bandamanna vegna þessara velheppnuðu hernaðaraðgerða. Forystumenn Bandamannaþjóðanna hafa ávarpað þær í útvarpi. Minna þeir á, að þótt vel hafi gengið til þessa, megi menn ekki vera haldnir of mikilli bjartsýni. — Mjög harðar orrustur séu vissu- lega framundan og Bandamenn verði allir að vera viðbúnir því, að frelsun meginlandsins undan oki nazismans muni kosta ægi- legar blóðfórnir áður en lýkur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.