Dagur - 15.06.1944, Blaðsíða 3

Dagur - 15.06.1944, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 15. júní 1944 DAOUR LYÐVELDISHÁTIÐAHÖLD I NÆR ÞVl HVERRISVEIT OG BÆ NORÐANLANDS Akureyrarbær og Eyjafjarðarsýsla efna til hátíðahalda á Ráðhústorgi í hverri sveit og hverjum bæ hér norðanlands verða hátíðahöld í tilefni lýðveldisstofnunarinnar 17. júní næstk., ýmist eru byggðalög ein um hátíðahöldin eða nærliggjandi sveitir efna til móta með fjölbreyttum skemmtiskrám og mikilli þátttöku. Hér á Akureyri fara hátíðahöldin fram á Ráðhús- torgi að tilhlutun kaupstaðarins og Saurbæjar-, Hrafna- gils-, Öngulsstaða- og Glæsibæjarhreppa. Nefnd kjörin af sýsln og bæ stendur fyrir þeim fagnaði og eiga sæti í henni: Af hálfu kaup- staðarins sr. Friðrik J. Rafnar, vígslubiskup, Þorsteinn M. Jóns- son, skólastjóri og Áskell Snorra- son, tónskáld. Af hálfu sýslunn- ar: Davíð Jónsson, hreppstjóri á Kroppi, Einar G. Jónasson, odd- viti á Laugalandi og Magnús Hólm, bóndi á Krónustöðum. Hátíðin á Ráðhústorgi hefst kl. 10 f. h. Leikur Lúðrasveit Akureyrar þá á torginu. Að því búnu verður skrúðganga um bæinn í kirkju. Þar flytur sókn- arpresturinn, sr. Friðrik J. Rafn- ar, vígslubiskup, hátíðarmessu. Kl. 1,15 hefst útvarp frá Þing- völlum og heyrist það gegnum gjallarhorn um Ráðhústorg og nágrenni. Kl. 2 e. h. verður kirkjuklukk- um samhringt í 3 mínútur og síðan verður alger þögn í 1 mín- útu og öll umferð stöðvast. Kl. 2,45 leikur Lúðrasveitin á torginu en kl. 3 e. h. setur sr. Friðrik J. Rafnar, vígslubiskup, hátíðina með ræðu. Að því búnu verða minni flutt. Þorsteinn M. Jónsson, skólastjóri flytur full- veldisminni, Steingr. Jónsson, fyrrv. bæjarfógeti, minni Jóns Sigurðssonar, Einar Árnason, fyrrv. alþingismaður, minni hér- aðsins og Sigurður Róbertsson, rithöfundur, fánaminni. Að lok- um sunginn þjóðsöngurinn. — Kórsöngur og hornablástur á milli ræðanna. Karlakórar bæj- arins annast söng. Nokkuð hundruð sætum verð- ur komið fyrir á torginu fyrir eldra fólk. Nefndin ætlast til að allir, sem fána eiga, dragi þá að hún. Hátíðahöld í hreppunum út með Eyjafirði. Arnarnesshreppur: Hátíðahöld að Möðruvöllum og Reistará. Kl. 1 e. h. verður hátíðaguðs- þjónusta á Möðruvöllum, en að henni lokinni gefst kirkjugest- um kostur á að hlýða á útvarp frá Þingvöllum. Síðan haldið að Reistará og miðdegisverður snæddur þar á staðnum, en und- irbúningsnefndin annast um matföng og framreiðslu. Þá.hefj- ast ræðuhöld og söngur, og fer sá þáttur hátíðahaldsins frarn í Freyjulundi, skógræktarreit Kvenfélagsins, ef veður leyfir. — Flytur Davíð skáld Stefánsson frá Fagraskógi hátíðarræðu dags- ins. Að lokum verður stiginn dans í samkomuhúsinu, en að- gangur þar aðeins heimilaður hreppsbúum vegna takmarkaðs húsrúms. Árskógshreppur: Samkoma við heimavistarskól- ann á Árskógsströnd. Ræðuhöld og söngur. S varf aðardalur: Lýðveldishátíð Svarfdæla 17. júní 1944. Tilhögun: Kl. 12.30: Skrúðganga barna. — Kl. 1 Há tíðin sett (Þór. Kr. Eldjárn hreppstjóri). Guðsþjónusta (sr. Stefán Snævarr). Útvarp frá Lýðveldishátíðinni á Þingvöll- um. Fánahylling. (Sungið: Rís þú unga íslands merki). Þjóð- söngurinn. Lýðveldisræða (Krist- ján Eldjárn cand. mag.). Söngur: Eg vil elska mitt land. Ræða: Minni Jóns Sigurðssonar (Jón Jónsson skólastjóri). Söngur: Sjá roðann á hnjúkunum háu Ræða: Minni Eyjafjarðar (Ingi mar Oskarsson kennari). Söng ur: ísland ögrum skorið. Ræða Minni Svarfaðardals (Helgi Sí monarson bóndi). Söngur Blessuð sértu sveitin mín. Lúðra sveit leikur (undir stjórn Jakobs Tryggvasonar). Handknattleik ur. Söngur: Blandaður kór (und ir stjórn Gests Hjörleifssonar) Dans á útipalli. (Danshljómsveit Karls frá Krossanesi leikur). A1 mennur söngur. Hátíðinni slitið kl. 12 e. h. (Tryggvi Jónsson oddviti). — Hátíðarsvæðið verð ur við Sundskála Svarfdælá. Ólafsfjörður: Útihátíðahöld að HringveíS koti, spöl innan við kauptúnið Þar fara fram ræðuhöld, söngur og íþróttir. Þorsteinn Símonar son lögreglustjóri flytur minni lýðveldisins, Gunnl. Jónsson minni Jóns Sigurðssonar og Þórður Jónsson oddviti ntinni sveitarinnar. Um kvöldið verður dansleikur í samkomuhúsi kaup túnsins. Grenivik og Höfðahverfi: Hátíðahöldin hefjast með vígslu nýrrar sundlaugar að Bárðartjörn. Að því búnu hefst samkoma á Grenivík. Þar verða ræðuhöld, söngur o. fl. Sunnu daginn 18. júní verður fjö mennt af Grenivík og úr Höfða hverfi til héraðsmóts Suður Þingeyinga að Laugum í Reykja- dal. S valbarðsströnd: Hátíðahöld hefjast kl. 4 laug- ardaginn 17. júní með guðs- rjónustu í Svalbarðskirkju. Að rví búnu skrúðganga frá kirkju að gróðurreit við samkomuhús rreppsins og þar fara aðalhá- tíðahöldin fram. Þar verða flutt minni lýðveldisins, rninni Jóns Sigurðssonar, minni sveitarinnar fl. 30 manna blandaður kór syngur bæði í kirkju og við úti- samkomuna. Um kvöldið verð- ur dansað í Samkomuhúsinu. Þingeyingar hafa héraðsmót að Laugum sunnudaginn 18. júní. Sýslunefnd Þingeyjarsýslu gengst fyrir fjölbreyttum hátíða- höldum að Laugum sunnud. 18. júní og verður þar aðal lýðveld- ishátíð Suður-Þingeyinga. Hátíð- hefst með guðsþjónustu að Laugum kl. 1 e. h. og prédikar Friðrik A. Friðriksson, pró- fastur. Að því búnu hefjast úti- hátíðahöld. Sýslumaður Þingey- inga, Júlíus Havsteen, flytur há- tíðaræðu. Ýms minni verða flutt og kvæði. 150 manna blandaður kór, úr 6 sveitum, syngur og að auki 3 karlakórar: Þrymur á Húsavík, Karlakór Reykdæla og Karlakór Reykhverfinga. 100 manna flokkur víða að úr sýsl- unni. sýnir fimleika. Þá verða glímusýningar, sundsýningar o. fl. Að lokum verður stiginn dans. Á Húsavík fara hátíðahöld daginn 17. júní. fram laugar- N orður-Þingeyjarsýsla. Norður-Þingeyingar efna til hátíðahalda að Lundi í Axar- firði fyrir Axarfjörðinn, Keldu- hverfi og Fjöll og að Raufarliöfn fyrir Presthólahreppsbúa. Skagafjörður. Héraðshátíð á Sauðárkróki, undir forstöðu Héraðssambands skagfirzkra ungmennafélaga. — Hefst kl. 3 e. h., að undangeng- inni guðsþjónustu. Ræðumenn: Gísli Magúnsson í Eyhildarholti og séra Halldór Kolbeins á Mælifelli. Á eftir hópsýning, fimleikar og keppni í frjálsum íþróttum. Karlakórarnir „Heim- ir“ og „Ásbirningar“ syngja sam- eiginlega á hátíðinni. VIL SELJA 2 ungar kýr. JÓN PÁLSSON, Aðalstræti 32. Sjötugur ÁRNI STEFÁNSSON RNI STEFÁNSSON húsameistari hér í bæ varð sjötugur 8. júní síðastl. Hann er austfirðingur að ætt, fæddur 8. júní 1874 á Geststöðum í Fáskrúðsfirði, en missti ungur föður tn og ólst upp á Hafranesi við Reyðarfjörð hjá þeim heiðurshjónum Guðmundi Einarssyni og Helgu Jóns- dóttur. Rösklega tvítugur fór Árni til Reykjavíkur til trésmíðanáms og lauk sveinsprófi hjá Sigurði Árnasyni smíðameistara árið 1898. Að því loknu fór Árni austur í átthagana aft- ur og gekk að eiga heitmey sína, Önnu Friðriksdóttur frá Þernunesi. Onnu missti Ámi eftir þriggja ára sambúð. Árni stundaði húsasmiðar á ýmsum stöðum austanlands og norð- an á þessum árum, en sigldi eftir að hann varð ekkjumaður og vann við smíðar um nokkurt skeið bæði í Nor- egi og Danmörku. Árið 1907 gekk Árni að eiga Jón- ínu Friðfinnsdóttur, sem er ættuð úr Svarfaðardal. Þau hjónin reistu fyrst bú á Seyðisfirði og þar eru þrjú elztu börnin fædd, síðan fluttu þau hingað til bæjarins og hafa búið hér eða i nágrenninu síðan. Alls hafa þau Árni og Jónína eignazt fjórtán börn og eru ellefu þeirra nú á lífi; fjórar dætur uppkomnar og .sjö synir. Eru börn þeirra hjóna atgerfis- og myndarfólk. Árni er hinn mesti elju- og dugn- aðarmaður, en ekki er gott að gera upp á milli, hvort starfið sé meira, að hafa reist nær hálft hundrað húsa í tveim landsfjórðungum eða að hafa alið upp, með aðstoð konu sinnar, hinn stóra barnahóp og komið börn- unum öllum til einhverra mennta. Þau hjónin eru við góða heilsu og gengur Arni enn daglega til sinnar vinnu. Svíar viðurkenna lýðveld- ið. Skipa sérstakan sendi- herra. Utanríkisráðuneytið tilkynnir: „Ríkisstjórnin hefir þá ánægju að tilkynna, að sænski sendifull- trúinn hefir 12. júní tjáð utan- ríkisráðherra, að sendifulltrúan- um, Herra Otto Johanssen, hafi verið falið að vera sérstakur sendiherra Svíþjóðar, sem envoyé en mission spéciale á lýð- veldishátíðinni og að flytja við þetta tækifæri íslenzku þjóðinni kveðjur og árnaðaróskir. Sá vináttuvottur, sem sýndur er af hálfu þessarar norrænu frændþjóðar, með þessum að- gerðum, er mjög kærkominn. — Afstaða Noregs og Svíþjóðar, sem nú er í ljós komin, skoðar ríkisstjórnin sem framrétta bróð- urhönd til áframhaldandi norr- ænnar samvinnu“. KENNARAMÓT Sambands norðlenzkra barna- kennara. Rætt um stofnun uppeldisheim- ils fyrir vandræðabörn á Norðurlandi. Fyrir ári síðan stofnuðu kennarafélög á Norðurlandi með sér samband til að efla samstarf, fræðslu og kynningu kennara á félagssvæðinu. í sambandinu eru öll kennarafélög á Norður- landi, en þau eru 6 að tölu. Þetta ár hefir stjórn sambandsins setið á Akureyri og hefir Snorri Sigfússon skólastjóri verið for- maður hennar. Fyrsta kennara- mót sambandsins fór fram á Ak- ureyri 10,—12. júní sl. Á mótinu mættu 45 kennarar víðs vegar að af Norðurlandi. Aðalumræðu- efni mótsins voru: móðurmáls- kennsla, skriftarkennsla, reikn- ingskennsla, kennsluskipunin nýja, uppeldisheimili fyrir vand- ræðabörn og innanlands náms- ferðir kennara. Þá var fjöllireytt sýning á handavinnu, teikning- um, vinnubókum og skrift barna frá 7 skólum á sambandssvæð- inu. Á mótinu voru flutt 4 er- indi. Hannes J. Magnússon um efnið: Geta börn verið tauga- veikluð? Jónas Jónsson frá Brekknakoti um uppeldisáhrif barnaskólanna, Magnús Péturs- son um handavinnukennslu og Egill Þórláksson um lestrar- kennslu. Á sunnudagskvöldið var skemmtun í Samkomuhúsi bæj- arins fyrir þátttakendur mótsins. Fór þar fram kórsöngur og leik- sýning 8—9 ára barna og kvik- myndasýni'ng, en sameiginleg kaffidrykkja á eftir. Næsti mótsstaður var ákveð- inn Húsavík, og stjórnin því kos- in úr því kennarafélagi sam- kvæmt lögum sambandsins. í stjórn voru kosnir: Sigurður Gunnarsson, skólastjóri, Húsa- vík, Jóhannes Guðmundsson, kennari, Húsavík og Jón Kr. Kristjánsson, kennari, Víðivöll- um. Á mótinu ríkti almennur áhugi og lauk því með snjöllu ávarpi frá Snorra Sigfússyni, skólastjóra, um siðalög kennara. Að síðustu fóru kennararnir skemmtiferð út í Árskógarskóla- og skoðuðu hann. Alyktanir kennaramótsins verða birl,ar síðar. Bifreið til fólks* og vöru- FLUTNINGA er til sölu. — Ef um kaup semst, fylgir atvinna við fólks- og mjólkurflutning úr Glæsibæjarhreppi. Laugalandi, 13. júní 1944. Einar G. Jónasson. w^khkhkhkhkbkhkkhkbkkhkhkhkhkbkhkhkhkbkbkhkhkbkhkhíö! Skrifstofur vorar og sölubúðir verða lokaðar þjóðhátíðardaginn, sem hér segir: Föstudaginn 16. júní: Skrifstofur og sölubúðir, nema mjólkur- og brauðbúðir, lokaðar frá kl. 3 e. h. Laugardaginn 17. júní: Skrifstofur og sölubúðir lok- aðar allan daginn. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA CHKBKBKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHf VERZLUNARM.FÉLAGIÐ Á AKUREYRI óskar að allar verzlanir og skrifstofur á Akureyri loki kl. 3 e. h. föstudaginn 16. þ. m. STJÓRNIN.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.