Dagur - 15.06.1944, Blaðsíða 6

Dagur - 15.06.1944, Blaðsíða 6
DAQUR Fimmtudagur 15. júní 1944 STe/yW#em (Framhald). „Ekkert er fullkomið. Gestapo hefir í svo mörg horn að líta um þessar mundir, að það er tæpast hægt fyrir mig að fylgjast nákvæm- lega með hegðun hvers einstaklings.“ „Eg get vel skilið það,“ sagði Preissinger og brosti fleðulega, „það er varla hægt að búast við því.“ Preissinger beið nú í þögulli eftirvæntingu. Hann átti von á því, að.Reinhardt mundi tilkynna honum lausnina. En sú von átti sér skamman aldur. Því að á næsta augnabliki skaut Reinhardt algjörlega óvæntri spurningu að hon- um: „Hvenær sáuð þér Glasenapp liðsforingja í síðasta sinn?“ Preissinger varð svo undrandi, að honum vafðist tunga um tönn. „Hvað þá? Glasenapp?" „Svarið spurningunni greiðlega og afdráttarlaust,“ sagði Rein- hardt. „Haldið þér að eg sé eitthvað við glæpinn riðinn, eða hvað?“ andæfði Preissinger. „Hvenær sáuð þér hann síðast?" „Eg sá hann alls ekki, — það er að segja, eg kann að hafa séð hann þótt eg viti það ekki. Eg þekkti hann nefnilega ekki. Eg var vitaskuld bæði undrandi og reiður þegar þeim datt í hug að hand- taka mig. Og eg verð að leyfa mér. ..." „Herra minn, —“ Reinhardt greip fram í og bandaði hendinni til þess að stöðva málæðið í Preissinger. „Eg held þér misskiljið þenn- an fund. Hér er það eg sem leyfi mér að spyrja og gefa fyrirskip- anir!“ „En, — en hafa ekki verið gerðar eftirgrennslanir mín vegna af félögum mínum? Þér getið ekki látið mig hverfa svona formála- laust." Reinhardt kinkaði kolli. „Jú, jú. Starfsmenn yðar hafa sýnt mjög svo lofsverðan áhuga fyrir velferð yðar. Við höfum fengið hverja fyrirspurnina af annari. Það hefir ekki vantað.“ „Ah, það gleður mig að heyra,“ andvarpaði Preissinger. Hann var ekki týndur, ekki gleymdur! Þessi Gestapoforingi var bara einn af þessum náungum, sem þurfa að teygja lopann út af smámunun- um, áður en þeir komast að efninu. „Vitaskuld," flýtti hann sér að segja, „skal eg gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að upp- lýsa hver valdur er að morðinu. Það er sjálfsagt mál. Og nú þætti mér vænt um, ef þér vilduð gera svo vel að láta mig fá nauðsynleg gögn til þess að. . . .“ '■ Reinhardt leit upp, undrandi á svip og flýtti sér að grípa fram í. „Hvaða gögn?“ „Um að eg sé leystur úr haldi. Þurfið þér ekki að gefa út eitt- hvert vottorð til þess að eg komizt fram hjá varðmönnunum, — þér vitið — hvað eg á við----?“ Síðustu orðin uilðu að hvískri. Reinhardt rak upp hlátur, hló hátt og lengi. Hann naut þessarar stundar í ríkum mæli. Það kitlaði hégóma- girni hans að sjá hvernig hann hafði beygt Preissinger, sjá hann drúpa höfði um leið og sannleikurinn varð honum ljós. Sjá stutta, feitlagaða fingur hans á eirðarleusri hreyfingu „Hélduð þér í raun og veru, að við ætluðum að sleppa yður?“ spurði Reinhardt. „Hélduð þér, að þér væruð svo mikilsmegandi af því að þér eruð Lev Preissinger, forstjóri Bæheimsku kolafélag- anna?" Preissinger sat hreyfingarlaus, orðlaus. „En eg vann með ykkur,“ stundi hann loksins upp. „Eg gerði allt sem þið báðuð um. Eg lét auka framleiðsluna í námunum til þess að geta iullnægt þörfum þýzku stjórnarinnar. Eg gerði allt sem í mínu valdi stóð til þess að styrkja ykkur, — aðstoða ykkur." „Eg veit, — eg veit,“ sagði Reinhardt í afsökunartón. „En þér gerið yður enga grein fyrir þeirri aðstöðu, sem við erum nú komn- ir i. Ef við sleppum yður úr haldi, segja landar yðar: Gislar, ha, ha, — það er ekkert nema blekking, ,nazistarnir meina ekkert með því, — sjáið Preissinger! Þeir slepþtu honum undir eins! Nei, herra minn. Hér er blátt áfram um málstað okkar að tefla.“ Um leið og Reinhardt nefndi „málstað" fannst Preissinger hann stöðvast á brún hengiflugs, og jafnskjótt tók hann að feta sig upp á við aftur inn í heim skynsamlegra rökræðna. Því að hann þóttist þekkja útrétta höndina, þar sem lófinn sneri upp, tilbúinn til þess að taka á móti ríflegri umbun. „Ykkar málstaður, —“ endurtók hann. „Já, vitaskuld er þetta al- veg rétt hjá yður, herra lögregluforingi. Alveg hárrétt. En mér mundi finnast eg hafa betri aðstöðu til þess að Tæða þetta nánar við yður, ef þér létuð einkaritara yðar fara út á meðan, — rétt á meðan. Því að eg þarf að ræða ofurlítið við yður persónulega. . . . “ „Einmitt," sagði Reinhardt og brosti við. „Einmitt það, já. Þú mátt fara, Monkenberg." Preissinger hallaði sér áfram í sætinu. „Eg skil aðstöðu yðar, herra lögregluforingi," byrjaði hann í vingjarnlegum fleðutón. „Skil liana mjög vel. Það getur orðið erfitt fyrir ykkur að láta það vitn- ast, að mér hafi verið sleppt. En það er ósköp einfalt að koma því haganlega fyrir. Ef þér létuð mig fara, gæti eg farið til Sviss og búið þar ura hríð undir öðru nafni. Tek það rólega þar og bíð míns (Framhald). Hjartanlega þökkum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför KRISTJÁNS JÚLÍUSAR SIGTRYGGSSONAR, Steinkoti. Sérstaklega þökkum við kvenfélaginu Baldurs- brá fyrir þátttöku þess í jarðarfararkostnaðinum. Aðstandendur. Það tilkynnist hér með, að faðir minn, Valdimar Grímsson, andaðist að heimili sínu, Leifshúsum, Svalbarðsströnd, þriðjudaginn 13. þ. m. Jarðarförin verður auglýst síðar. Leifshúsum, 14. júní 1944. Sigurjón Valdimarsson. ÞAKKARÁVARP. íbúum Flateyjarhrepps þakka eg at hrærðum huga alla þá vinsemd, sem þeir sýndu mér við burtíör mírta úr Flatey eftir 37 éia dvöl. Sérstaklega þakka eg nemendum rrúnum, eldri og yngri, iyrir það ágæta listaverk er þeir gáfu mér. Blessist og blómgist þessi támerma sveit. Jóhannes Bjarnason. TILHÖGUNARSKRÁ LÝÐVELDISHÁTÍÐAHALDANNA Á AKUREYRI 17. JÚNÍ 1944 Kl. 10 f. h. Hornablástur á Torginu. Kl. 10,15 f. h. Skrúðganga af Torginu um bæ- inn í kirkju. Kl. 11 f. h. Hátíðarmessa í kirkjunni. Kl. 1,15 e. h. Útvarp frá Þingvöllum á Torginu tíl kl. 2,45. Kl. 2 e. h. Kirkjuklukkum samhringt í 3 mínútur. Kl. 2,03 e. h. Alger þögn í 1 mínútu. öll um- ferð stöðvuð. Kl. 2.45 e. h. Hornablástur á Torginu. Kl. 3 e. h. Hátíðin sett. (Friðrik J. Rafnar). Fullveldisræða. (Þorst. M. Jónsson). Minni Jóns Sigurðssonar (Steingr. Jónsson). Héraðsminni. (Einar Árnason). Fánaminni. (Sigurður Róberts- so). — Þjóðsöngurinn. — Kórsöngur og hornablást- ur á milli ræðanna. — Sæti verða fyrir nokkur hundruð manns á Torginu. Væntir hátíðanefnd- in þess, að gamalt fólk verði látið sitja fyrir þeim. Flaggið allir, sem flögg eigið. Fjölmennið í skrúð- gönguna. Hátíðarnefndin. TIMBUR Notað bryggjutimbur - staurar, tré og borðvið- ur - ýmsar stærðir, er til sölu með tækifæris- verði. SVERRIR RAGNARS. ÍÍÍÍÍSÍÍÍÍÍ4ÍÍÍÍ44ÍÍÍÍÍ4ÍÍÍÍÍÍ$ÍÍ4Í«ÍÍÍ$$$<$$ÍÍ$ÍÍÍ4!Í$Í$$$Í$ÍÍÍÍSÍ44Í44Í5Í4 ÚR BÆ OC BYCGÐ Kirkjan: Hátíðármessa í Akureyrar- kirkju laugardaginn 17. júní kl. 11 f. h. — Messað í Lögmannshlíð sur.nud. 18. júní kl. 1 e. h. (Safnaðarfundur). Giftinéar. Olafur Jónsson frá Siglu- firði og María Jónsdóttir, Akureyri. Angtantýr Hjélmarsson, Villingadal, og Torfhildur Jósefsdóttir frá Torfu- felli. Aheit á Akureyrarkirkju: Kr. 50.00 frá hjónunum Bertu Valdimarsdóttur og Jóni Péturssyni, Vestmannaeyjum, áheit kr. 15.00 frá N. N., áheit kr. 20.00 frá N. N. — Þakkir. — Á. R. Eftir ósk undirbúningsnefndar há- tíðahaldanna 17. júní, beinir stjórn Kvenfélags Akureyrarkirkju þeim til- mælum til meðlima félagsins, að þær fjölmenni eftir föngum við skrúð- gönguna nefndan dag. Frá starfinu í Zíon. Laugardaginn 17. júní verður þakkar- og bænarsam- koma kl. 8.30 — Sunnudaginn 18: Samkoma eins og venjulega á sama tíma. Kristnir menn og konur! Fjöl- mennið í Zíon 17. júní. Þökkum guði fyrir andlegt og tímanlegt frelsi. Biðj- um fyrir landi okkar og þjóð, að hún megi varðveita sjálfstæði sitt, og að hún megi endurgjalda drottni alla hans náð og varðveizlu á umliðnum árum, með því að gefast honum. Leiðrétting. Stefán Eggertsson lauk kandidatsprófi i guðfræði frá Háskóla íslands með II. einkunn betri. í Degi nýlega var sagt II. eink. aðeins. Stefán hefir raunverulega aðeins stundað haskolanámið 3 vetur, segir ennfrem- ur í athugasemd er blaðinu hefir bor- izt í tilefni þessarar fréttar. Sumarmót Hvitusunnumanna byrj- ar þ. 20. júní og stendur yfir dagana, 20.—28. júní. Mótið verður sett kl. 4 e. h. í Zíon, Akureyri. Nils Ramselius. FOKDREIFAR. (Framhald a£ 4. síðu). vizkusamlega af hendi. Enda fæ eg ekki betur séð en að slæpingsháttur fari ört vaxandi yfirleitt. Umvandanir heyrast ekki, og ónytjungurinn fær jafnt kaup og eljumaðurinn og jafn- vel meiri frama fyrir að vera svo skynugur að slíta sér ekki út fyrir atvinnurekendur, hvort sem þeir eru einstaklingar eða ríkið sjálft. Mér er sagt, að nágrannaþjóðir okkar, hin- ar viðurkenndu menningarþjóðir í austri og vestri) rækti með sér orð- heldni, stundvísi og samvizkusemi í starfi sem ómissandi borgaralegar dyggðir. Skyldi þá ekki vera hollt okkar ungu þjóð að leitast við að lag- færa það, sem é vantar í þessum efn- um, áður en hin skefjalitla og vægðar- lausa samkeppni um framleiðslu og markaði þjoða a milli hefst á ný eftir þetta stríð.“ gVO FARAST „Eyrarkarli“ orð. Ef til vill er hann full bölsýnn á ástapdið. Sem betur fer eru enn til margir eljumenn í öllum starfsgrein- um, sem kunna góð skil á þýðingu stundvísinnar og halda sig vel að verki. En hitt er vafalaust rétt, að þungir straumar hverfa nú í það horf, sem „Eyrarkarl“ lýsir, og eru varnað- arorð hans því hin athyglisverðustu. NYJA BÍÓ | I sýnir í kvöld kl. 9: : : i Sögur frá Manhattan | jFöstudag kl. 9: Með flóðinu I Laugardaginn kl. 6 og kL 9: | Sögur frá Manhattan ! j Sumnidaginn kl. S: | Nú er það svart, maður! ; Sunnudag kl. 5 og kl. 9: Með flóðinu 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.