Dagur - 14.09.1944, Blaðsíða 3

Dagur - 14.09.1944, Blaðsíða 3
Fimmtudaginn 14. september 1944 DAGUR 3 Jón Jónsson frá Gautlöndum: HUGLEIÐINGAR UM SAMVINNUMÁL (Framhald. III. Kauplélög í öðrum löndum eru, eða voru öll í upphafi að- eins neytendaféíög; þ. e. útveg- uðu meðlimum sínum neyzlu- vörur, og síðar allar eða sem flestar þarfir þeirra gegn stað- greiðslu, þ. e. peningum út í hönd. — En jreningar voru af mjög skornum skemmti í landi voru á þeim tímum, er kaupfé- lögin voru að rísa upp. — Sel- stöðuverzlunin skammtaði þá úr hnefa viðskiptamönnum ,en keypti ekki vörur fyrir peninga. — Kaupfélögin urðu því að taka útflutningsvorur félaga sinna, bændanna, og senda þær á ábyrgð þeirra á útlendan mark- að. — Umboðsmaður félaganna erlendis seldj vörurnar og útveg- aði skip til að flytja þær. — Kaupfélögin tóku ekki sláturfé fyrstu árin, en sauði á fæti, eða algelt fé á ýmsum aldri. Eng- lendingar voru búnir að koma hér til fjárkaupa á undan félög- unum, en þau seldti þeim aldrei fé; — enda komu þeir stopult og liættu því eftir fá ár. — Kaupfé- lögin tóku sauða-útflutninginn alveg í sínar hendur um allt land og héldu honum uppi sem næst 20 ár, eða til 1912. — Þá voru sauðirnir því nær horfnir úr landinu, og dilkar komnir í þeirra stað. Hér var þá kominn annar að- al-þáttur kaupfélaganna ís- lenzku, og ekki sá þýðingar- minni. — Eg efast um, að al- menningur viti vel, og ekki held- ur samvinnumenn, hve stórt spor var hér stigið og örlagaríkt, — út úr myrkviði selstöðuverzl- unarinnar, eins og J^að var fyrir aldamót; enda munu það fáir þekkja nú. — Okkar útfluttu að- alvörur voru hver annarri verri. Saltkjötið var neyðarkostur fá- tæks fólks og sjómanna;-ullin var Jró tiltölulega verri. — Það er næstum ótrúlegt hvað mikið var flutt út af sandi og skít og hörð- um flókum; — en að vísu mun þetta hafa verið töluvert mis- jafnt og. ekki allir átt óskilið mál. — Saltfisk sendu félögin ekki út framan af árum; en hann mun jafnan hafa verið talin góð vara héðan síðan á oldinni sem leið. — Sömuleiðis æðardúnn, Jró sennilega sé það enn misjöfn vara. Þetta var nú fyrsta sporið, en mörg komu örðug á eftir. — Það varð að skipuleggja og samræma verkun og sölu á vörum bænda; — ekki aðeins í hverju kaupfé- lagi heldur öllum saman. — Samband þingeysku félaganna komst á 1902; Samband ís- lenzkra samvinnufélaga 1907 eða 1908. — Aðal-starf Sambandsins var fyrst að samræma útflutn- ingsvöruna og selja sameiginlega á útl. markaði. Elzta kaupfélagið skapaði sér strax reglur um vöru- vöndun, og svo hvert af öðru, unz sambandsfélagið tók það að sér. — Ullin tók fljótt stakka- skiptum; mun svo einnig hafa verið hjá kaupmönnnm. — Um aldamótin risu upp sláturliúsin í félögunum. — Munu ]>au ekki hafa tekið teljandi sláturfé fyrri. Þau breyttu algerlega meðferð og verkun saltkjötsins; að- greindu féð vandlega í flokka Þá voru dilkarnir að koma í stað sauðanna, og urðu ein aðal-út- flutningsvaran héðan. — Fékk nú saltkjötið mjög gott orð á út- lendum markaði, og Jiótti jafn- vel fyrsta flokks vara. — Enda var nú ekki flutt út kjöt nema af algeldu fé. — Áður var það rnylkar ær, sem kaupmenn tóku mikið. — Nú fylgdust þeir með kaupfélögunum; byggðu slátur- hús og vönduðu vöru sína. — En svo fór á fyrri stríðsárunum að þrengjast um saltkjötsmarkað- inn, af ástæðum, sem hér verða ekki greindar. — Varð nú að taka upp nýja aðferð, til þess að fá nýjan nrarkað: það var frysta kjötið. — Frystihús hafa komið upp kringum allt land og á flest- um verzlunarstöðvum, á fám ár- um. — Frysta kjötið er nú flutt mest til Englands, en Jrar var uldrei tekið neitt salkjöt frá okk- ur. Nú hefir stríðið truflað alla verzlun vora, og sérstakléga út- flutning landbúnaðarvara. — Nú hafa samvinnufélögin og S. í. S. haft með höndum og skipulagt sölu á [rví nær allri landbúnaðar- vöru vorri um tvo áratugi sem næst. Svo er að vísu einnig nú orðið um—sjávarafurðir vorar mestar, að sala [oeirra er skipu- lögð, þó það sé með öðrum hætti en í samvinnufélögunum. IV. Það er orðið torvelt nú að skrifa unr þá andlegu hreyfingu senr hratt af stað kaupfélögun- um í Þingeyjarsýslu og víðar fyr- ir aldamótin; eða máske réttara, þá hreyfingu sem vaknaði með þeim. — 1 rauninni þarf maður að hafa lifað J)á hreyfingu til að skilja hana til fulls. En nú eru flestir þeir dánir, sem stóðu að fyrstu kaupfélögunum, eða reistu J)au. — Það er áreiðanlegt að hreyfingin var ekki innflutt. Menn Jreir, sem stóðu að stofnun Kaupfél. Þingeyinga voru alveg ókunnir svipuðum félagsskap í öðrum löndum. Enda var skipu- lag okkar félaga mikið annað og miklu róttækara; og varð að vera það til J?ess að nokkur árangur næðist. — Verður síðar komið að þessu nánar en að framan er gert. Hvernig var ]>á ástandið í Þingeyjarsýslu? — Hin mestu harðindi stóðu þá yfir, eins og áður er sagt. Verzlun Ö. 8s W. á Húsavík var þá forsjón flestra og bjargræði. — En sá hugur var fyrir löngu vaknaður almennt, um frjálst líf og sjálfstæði, en hins vegar var J?að ekki svo auð- velt hér eins og sakir stóðu. Þá voru Ameríkuferðir sennilega éfst á dagskránni í Þingeyjar- sýslu. — Eg held hugur fjöldans hafi þangað stefnt um skeið. — Mjög margir settust aftur, sem ákveðnir voru í að fara. — En það hygg eg, að samvinnuhreyf- ingin liafi orkað þar mestu um afturhvarfið, — og svo hafi verið víða um land. — Ameríkuferð- irnar stóðu aðallega, yfir frá 1870—1890 í Þingeyjarsýslu. — Ekki verður móti því borið, að nokkrir þjóðnýtir menn stóðu hér að Ameríkuferðum í upp- hafi, sem J)ó aldrei fóru vestur, eins og ritstj. -Sögu Vestur-ís- lendinga Þ. Þ. Þ. heldur fram, t. d .Einar í Nesi og Jakob Hálí- dánarson, sem hann bendlar mjög við Brasilíu-æfintýrið, sem hann kallar. — Ekki er ósenni- legt, að J.H. hafi séð í anda hóp landa sinna byggja einhver sól- skinslönd í Brasilíu, og stofna þar samvinnufélag, undir blíð- ara loftslagi en hér heima. En Jakob lifði það að sjá sínar hug- sjónir rætast hér, og hann var svo lánssamur, að geta ]>ar slitið kröftum sínum fyrir J>ær. — Það má að nokkru leyti segja það sama um ýpsa þá, sem sneru aftur. — Þeir sáu allt í einu, að framtíðarlandið var hér. — Það var J>essi ungi félagsskapur, sem opnaði J>að fyrir þeim. — Kaupfélag Þingeyinga var að- eins pöntunarfélag frá uppliafi og allt að aldamótum. — Á því tímabili fékk það J>ann þroska og styrk, sem vann bug á verzlun' &. & W. á Húsavík, og vakti svo að segja alla Þingeyinga af svefni í viðskiptamálum. Hinni yngri kynslóð hættir til að líta smáum augum á pöntunarfé- ‘lögin, skilningi, sem eg álít að þurfi að uppræta. — Mun skipu- lag þeirra nú orðið lítt kunnugt mönnum. Pöntunariélögin hér tóku að sér sölu innlendra vara og kaup aðfluttra, hvort tveggja á erlend- um markaði, — og greiddu hvort tveggja með sannvirði. Félags- mönnum var skipt í deildir, 10— 15 menn í hverri deild — og einn þeirra kjörinn deildarstjóri. Hann hélt fund snemma á árinu, hvert ár; tó£ J>á eða litlu eftir vörupöntun hvers, og vöruloforð á móti, — byggðri á áætlun um vöruverð, er félagsstjórnin samdi. Eiginlega var þá gerð áætlun um allar tekjur og gjöld mannsins eða búsins, sem hann stóð fyrir, um yfirstandandi ár. Á deildarfundinum voru rædd félagsmál, og gerðar ályktanir, er bera skyldi upp á aðalfundi kaupfélagsins. Undirskrifuð var sameiginleg (soledarisk) ábyrgð allra í deildinni. — Án þess gat enginn verið félagsmaður. — Starf deildarstjóra var töluvert mikið og vandasamt. Hann varð eins konar forsjón hins efnalitla bónda, í stað verzlunarstjórans, er hann varð áður að knékrjúpa oftar en einu sinni á ári. —Deild- arstjórinn var nágranni hans, og hann gat hæglega leitað til hans, án þess að vera honum skuld- bundinn að nokkru, ef hann stóð við loforð sín. — Pöntun sína var hann skyldur til að taka alla samkvæmt skrá hjá afhendingar- manni á verzlunarstaðnum. — Þangað fór hann einnig með innleggsvörur sínar, og afhenti samkvæmt skrá, sem móttöku-. maður hafði um vöruloforð hans. — Mönnum var )>arna eins og hrundið inn í viðskiptalífið allt í einu, er allir urðu að kunna nokkur skil á. Viðskipta- málin, þau er menn varðaði mestu, urðu eins og opin bók, sem allir gátu kynnt sér; enda gerðu menn það rækilega. Menn vönduðu útflutningsvöruna eftir föngum og kynntu sér hvernig hún ætti að vera, til Jress að selj- ast vel erlendis. — Menn fylgdu með sérstakri athygli útflutn- ingi sauða, er J>eir voru fluttir út lifandi. Hann var mjög áhættusamur, og verðið á J>ein> töluvert reikult. En J>að var lengi aðal-innlegg bænda í Þing- eyjarsýslum og víðar. — En oft- ast var salan mjög hagstæð bændum móts við sláturf járverð. — Umboðsmaður flestra kaupfé- laganna um langt skeið var L. Zöllner, Newcastle, liinn hæfasti maður að allra dómi, og reyndist félögunum mjög vel, og var }>eirra aðaltraust um nálægt 30 ár, eða J>ar til Samband ís- lenzkra samvinnufélaga varð J>ess umkomið að taka að sér starf hans. — Starfsemi pöntunar- félaganna kostaði lítið fé, móts við það sem kaupmenn J>urftu að kosta til, í húsum, ntanna- haldi, meira og minna nauðsyn- legum vörubirgðum, er áttu fyr- ir að ganga úr sér og fleiru. — Þeir gátu með engu móti keppt við félögin um - vöruverð, og reyndu lengi elcki til þess. — Verðmunurinn varð stórkostleg- ur; — og [>ó kaupmenn borguðu vel hina innlendu vöru, þá gátu ]>eir ekki keppt við sauðaverðið. Búðargöngur félagsmanna ti kaupmanna lögðust að mestu niður, enda höfðu aldrei verið nema litlar hjá sveitafólkinu; og viðskiptin áður fyrr fóru fram snemma sumars; í sumarkaup- tíðinni. — Þá var farin vöruferð- in, sem var einn merkasti at- burður ársins fyrir unga og gamla. — Þá var keypt flest það, sem menn girntust, þarft eða óþarft, ef það fékkst, og eft-ir því sem kringumstæður leyfðu. — Aðra tíma var þar lítið að fá, ut- an mjög fábreytta neyzluvöru og almennar nauðsynjar. — Það voru því næsta lítil viðbrigði fyrir félagsmenn ,að þeir urðu að sætta sig við pöntunina eina saman. Enda kom það brátt í ljós, að félagsmenn fengu fjöl- breyttari vörur gegnum pöntun sína, en þeir gátu fengið hjá kaupmönnum. — Þeir fengu fjöl- breyttari og betri neyzluvörur, en tíðkaðist áður, og efnamenn einir höfðu getað veitt sér. — Það var jafnvel breitt út af and- stæðingum, að félögin innleiddu eyðslu og óhóf í ýmsum grein- um. — Því verður ekki neitað, að vörukaup frá útlandinu jukust með pöntunarfélögum. En ástæðan var sú, að kaupgetan óx með þvi að fá nú nauðsynjar sín- ar margar þriðjungi ódýrari en áður, og kröfur til menningar- lífs jukust. — En vitað er og við- NÝR UNDRAVIÐUR. Um líkt leyti og Bandaríkja- rnenn bjuggu sig undir að mæta miklum timburskorti í landinu, vegna Jress að miklu meira al timbri hefir farið til stríðsþarfa en skógar landsins hafa framleitt, kom fregnin um J>að, að fyrir nýja uppfyndingu séu möguleik- ar Bandaríkjanna til J>ess að framleiða harðvið margfaldaðir. Ýmsir mjúkir viðir, svo sem hin hraðþroska lura, sem J>ekur a. m. k. 180.000.000 ekrur lands í Suðurríkjunum, rauðviður og fleiri tegundir, sem hingað til hafa verið álitnar ónothæfar og óseljanlegar, koma nú á markað- inn, sem góðviðir, harðari og betri en eik, valhnota og fleiri slíkar tegundir til fínni smíða- vinnu. Af 1000 tegundunr sem vaxa í skógum Ameríku voru að- eins 50 tegundir verzlunarvara. Nú má segja að nær því allar. tegundirnar séu nothæfar. Raunar má segja um hinn nýja undravið, að hann geti varla kallast timbur, því að hér er um algerlega nýtt efni að ræða. Efnafræðingar hjá du 'Pont félaginu hafa orðið til þess að fullkomna tilraunir um þetta efni, en skógræktarstofnunin ameríska hafði byrjað á þeim. Viðurinn er gegnVættur, und- ir þrýstingi, í ódýrri efnablöndu. Þessi efnablanda samlagast sýru- efnum viðarins og verður að „plastiskri“ kvoðu, sem fyllir all- ar holur og æðar í viðnum. Þetta timbur lítur síðan að öllu leyti út eins og venjulegur harðviður. Hversu hörð, sem viðartegund kann að vera í eðli sínu, verður hún enn harðari eftir þessa með- ferð. Af Jressu leiðir, að viðar- tegundir þessar brenna ekki og J>ola bleytu, rispur o. fl. Þykir efnið því sérlega gott í húsgögn. Ennþá er ekki kominn veru- legur skriður- á þessa framleiðslu, en allar líkur benda til að hún eigi nrikla framtíð fyrir hönd- um. (Or „American Forests"). kennt, að pöntunarfélög og kaupfélög hafa flutt svo lítið inn af óþarfa — en töluvert er urn deilt hvað rriá nefna }>ví nafni — sem þau geta komizt af með, og hafa ætíð reynt að halda uppi farsælum og heilbrigðum við- skrptunr; )>að er einn þeirra lröf- uðkostur. — En þessi lítilsigldu pöntunarfélög orkuðu ]>ví, að viðskiptamenn þeirra gátu lilað meira nrenningarlífi en áður. Þau innleiddu ýnrs áhöld og nruni fyrir sveitaheimilin, áður lítið þekkt hér; — t. d. landbún- aðarvélar nrargs konar innleiddu )>au; eldavélar og ofnaT og annað steypujárn kom ekki í sveitirnar fyrri en með pöntunarfélögun- um. Sama má segja unr skilvél- arnar, senr á fánr árum breiddust um land allt, sem ekkert sveita- (Framhald á 6. »10u).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.