Dagur - 14.09.1944, Blaðsíða 8

Dagur - 14.09.1944, Blaðsíða 8
8 ÚR BÆ OG BYCCÐ Söngur frú Davinu Sigurðsson og Einars Sturlusonar, með undirleik Páls Kr. Pálssonar, var endurtekinn með óbreyttri söngskrá á vegum Tón- listarfélags Akureyrar á sunnudaginn var í Nýja-Bíó, og fjölmenntu bæjar- búar í húsið að þessu sinni. Hverju lagi var tekið með fádæma fögnuði og dynjandi lófataki mannfjöldans. Mun ekki orka tvímælis, að söngur frúarinnar sé sérstæður viðburður í sönglistarlífi hér í bæ. Einar Sturlu- son fer og mjög viðkunnanlega með sín hlutverk. Hafi Tónlistarfélagið þökk fyrir að efna til þessarar söngskemmtunar. Leiðréttiné við tilkynningu bæjar- stjóra Akureyrar 31. ágúst, í 36. tbl. Þar stendur: Skuldabréf þessi verða greidd í skrifstofu bæjargjaldkerans á Akureyri hinn 2. janúar 1944, en á að vera 1945. Nýr skólastjóri (Framhald af 1. síðu). málaleitan með bréfi, 10. sept., og segir þar: „Eg hefi móttekið bréf frá háttv. bæjarstjórn ög skólanefnd, þar sem farið er viðurkenningar- orðum um stjórn mína á barna- skólanum, og jafnframt skorað á mig að halda þar áfram störfum. Urn leið og eg þakka einlæg- lega þessa viðurkenningu vil eg tjá háttv. bréfriturum, og öðr- um bæjarbúum, sem í fjölmörg- um viðtölum síðustu daga hafa látið sömu ósk í ljós, að eg sé mér ekki fært að verða við þess- um óskum, eins og málum er komið, á annan hátt en þann, að taka aftur uppsögn mína frá 25. ágúst sl., og fresta að taka endan- lega ákvörðun til næsta vors, enda hefi eg tekið að mér annað starf í vetur. Hér verður því annar skóla- stjóri settur við barnaskólann í vetur, svo sem þegar hefir orðið samkomulag um x skólanefnd og samþykkt af fræðslumálastjóra“. Skólanefnd mun þegar hafa samþykkt, að mæla með því, að Hannes J. Magnússon verði sett- ur skólastjóri í vetur og mun fræðslumálastjórnin hafa fallist á það. Eins og í ljós kemur af því sem fyrr er sagt, starfar Sn. Sigfússon ekki við skólann í vetur, en óráð- ið til næsta vors, hvort hann hverfur aftur að skóláhum, eða segir starfinu lausu til fullnustu. MIG VANTAR ÍBÚÐARHER- BERGI frá 1. okt. — Lítilsháttar heimiliskennsla gæti komið til greina. JÓNAS JÓNSSON, kennari, sími 308. Atvinna um lengri tíma. Ábyggilegur unglingspiltur óskast nú þegar. Gott kaup. FISKBÚÐIN STRANÖG. 6. Steinþór Helgason. ÍBÚÐARHÚS TIL SÖLU. Afgreiðslan vísar á. Góður svörður til sölu. - Upplýsingar í Mrna 26fi. D A G U R Fimmtudaginn 14. september 1944 Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför BOGA ÁGÚSTSSONAR. Aðstandendur. KÆRAR ÞAKKIR til félaga í hestamannafélaé- inu „Léttir” á Akureyri, fyrir hina rausnarlegu gjöf, er þeir færðu mér. HALLDÓRA KARLSDÓTTIR. 1STÚLKUR vantar á Hótel KEA. Sömuleiðis í verk- smiðjur félagsins. Upplýsingar á skrifstofum K. E. A. Dilkakjöt seljum við í haust eins og að undan- förnu í heilum skrokkum og smá- stykkjum. \ Verzlunin Eyjafjörður h.f. Tilkynning frd Hótel KEA Þar sem mesta sumarannríkið er nu um garð gengið, lækkar herbergjaverð á Hótel KEA frá og með 15. þ. m. um 25%. Frá sama tíma verður bætt við nokkrum mönnum í fasta fæðissölu. Hótel KEA Minningarorð (Framhald af 5. síðu). þaðan af hjá Tryggva syni sín- um. Sinnti hann enn féhirðingu og kambagerð um langa stund. Þegar Sigmundur varð 80 ára, héldu börn hans og fleiri vinir honum veglegt samsæti og sæmdu hann gjöfum. Sigmundur naut góðrar heilsu og var sívinnandi að heimilis- þörfum frarn yfir áttræðisaldur. Glaðværð og góðlyndi hélt hann til æfiloka, las blöð og bækur og fylgdist vel með því, sem fram fór. Hann var einlægur stuðn- ingsmaður samvinnuhreyfingar- innar og fagnaði hverjum nýjum sigri þeirrar stefnu. Hann var hverjum manni vinsælli, enda vildi hann öllum vel. Síðasta sumarið, sem Sigmund- ur lifði, mun hann ekki hafa getað gengið að slætti eins og vandi hans var, en hafði þó fóta- vist fram ttndir haustið. Hann lézt að heimili sínu 22. nóv. sl. og var jarðsunginn í Kaupangi 30. sama mán. að viðstöddu fjöl- menni. S. G. Höf. er beðinn velvirðingar ó, að greinin hefir lengi beðið birtingar. Aukafundur sýslunefndar (Framhald af 1. síðu). uppfylltum skilyrðum. Eru þessi helzt: Sýslusjóður og sýsluvegasjóðitr gerizt þannig upp, er skiptin fara fram, að í hluta Ólafsfjarð- ar komi 1/7, ef um sjóðsinneign er að ræða, en Ólafsfjörður greiði '1/7, ef um skuld er að ræða, samkvæmt úrskurðuðum reikningum greindra sjóða það ár, sem skiptin fara fram. Frá sjóðunum dragast þó enn- fremur skuldbindingar, sem sýslan hefir tekizt á hendur áð- ur en skiptin fara fram, að svo, miklu leyti, sem þeim er ófull- nægt, eins og t. d. loforð sýsl- unnar um tillag til sjúkrahúss og til björgunarskútu. Þær ábyrgðir, sem sýslusjóður Eyja- fjarðarsýslu hefir þegar tekizt á hendur, séu sameiginlegar með- an sýslusjóður Eyjafjarðarsýslu stendur í ábyrgðum vegna Ól- afsfjarðarhrepps. Sérstakir sjóðir verða eign Eyjafjarðarsýslu. Fundur presta, kennara og leikmanna (Framhald af 1. síðu). Gullfossi og fóru þar fram mikil ræðuhöld og mikill söngur. Á fundinum mættu 14 prestar, 15 kennarar og allmargt annarra leikmanna, meðal annars Pétur Sigurðsson, erindreki . Næsti fundur var ákveðinn að Hólum í Hjaltadal á næstkom- andi sumri og í undirbúnings- nefnd fytir þann fund voru kosin: Séra Björn Björnsson, Vatnsleysu, séra Halldór Kol- beins, Mælifelli, Jón Þ. Björns- son, skólastjóri, Sauðárkróki, Guðrún Sveinsdóttir, kennslu- kona, Herselía Sveinsdóttir, kennslukona. Fundurinn var í heild mjög ánægjulegur og bar vott um ein- dreginn vilja til meiri samvinnu um kristindóms- og uppeldis- málin, og voru gerðar um það ýmsar samþykktir. NÝJA BÍÓ sýnir í kvöld kl. 9: Skautarevýan Föstudaginn kl. 9: Bill sjóari Laugardaginn kl. 6 og 9: Skautarevýan Sunnudaginn kl. 3: Skautarevýan Sunnudaginn kl. 5 og 9: Bill sjóari Ágætt húsnæði geta hjón fengið á Dagverð- areyri í vetur, ef þau vilja taka að sér að hirða og mjólka kýr. Talið við INGIMAR EYDAL, ritstj., eða KRISTJÁN SIGURÐSSON, kennara. TILBOÐ ÓSKAST í húseign mína, Holtagötu 5 fyrir 17. þ. mán. Réttur áskilinn til að taka hverju tilboðinu sem er, eða hafna öllu/m. SNORRI PALSSON, múrarameistari. TIL SÖLU vörubíll 1V2 tonns á góðum gúmmíum. Upplýsingar í síma ,173. HAFLIÐI GUÐMUNDSSON, * Sólbakka, Glerárþorpi. HÚS TIL SÖLU. Efri hæð og rishæð i norður- enda hússins nr. 29 við Brekkugötu, er til sölu og laust til íbúðar 1. okt. n.k. Skipti á húsinu og jörð í grennd við Akureyri gæti komið til mála. Upplýsing- ar gefur SIGURÐUR HALLDÓRSSON Aðalstræti 46, Akureyri. — Heima eftir kl. 7 síðdegis. Herbergjastúlku og konu til morgunverka vantar 1. október. Hótel Akureyri. Til sölu: góður vörubíll með vél- sturtum. Upplýsingar á Nýju Bílastöðinni. DANSLEIK heldur U. M. F. „Árroðinn“ að Þverá laugardaginn 16. þ. m. er hefst kl. 10 e. h. — Góð rnúsfk! Veitingaráítsðmim. St. ísafold og Brynja öfna til berjaferðar n.k. sunnud., 17. þ. m., ef nægileg þátttaka fæst. — Lagt verður af stað frá Ráðhústorgi kl. 8 f. h. Áskriftar- listi liggur frammi í verzluninni HAMBORG til n.k. föstudags- kvölds. NEFNDIN. Til sölu: Zeiss Ikon ljósmyndavél, stærð 6x9með„compur“- lokara, „Nettar“-leinsur 4.5, hraði 1-1/250 sek. - Gul skífa og þrífótur fylg- ir. Verð kr. 1050.00. - Afgreiðslapi vjsar á;

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.