Dagur


Dagur - 16.11.1944, Qupperneq 2

Dagur - 16.11.1944, Qupperneq 2
2 DAGUR Fimmtudaginn 16. nóvember 1944. Hvað er að gerasl I sljórnmál- um Islands? i. Allt fram undir síðustu tíma hafa tveir stjórnmálaflokkar á landi hér verið höfuðandstæð- ingar, þegar litið hefir verið á stjórnmálin frá sjónarhóli al- mennings. Það eru Sjálfstæðis- flokkurinn og Sameiningar- flokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn, sem í daglegu tali gengur undir nafninu kommúnistar. Stjórnmálastefnur þessara tveggja flokka eru, að því er þeir sjálfir hafa túlkað þær, eins og tveir andstæðir pólar. Kommún- istar hafa lýst Sjálfstæðisfl.for- ingjunum sem harðsnúnum auð- valdssinnum, er bæru stórat- vinnurekendur og stórgróða þeirra fyrir brjósti og jafnvel borið þeim á brýn, að þeir væru grímuklæddir nazistar og að inn- ræti af sömu skúffu og nán- ustu áhangendur Hitlersí Þýzka- landi. Talsmenn Sjálfstæðisfl. hafa aftur á móti kynnt komm- únista sem hlýðna þræla Stalins, er hefðu það eitt að markmiði að ganga af öllu einstaklings- frelsi dauðu, leggja íslenzka at- vinnuvegi í rústir og láta síðan Rússa hirða reiturnar eftir þrotabú íslenzku þjóðarinnar. Ljótir eru þessir vitnisburðir á báðar hliðar. Hver mundi hafa trúað því, að þessir tveir aðilar tækju í skyndi höndum saman um að leiða þjóðina út á veg framfara og farsældar með gagn- kvæmu trúnaðartrausti? . Fjöldi manna hér á landi stendur agndofa yfir því, að Sjálfstæðismenn og sósíalistar hafa gengið í stjómarsamvinnu og sett sér sameiginlega stjórnar- stefnu. Á síðustu árum hafa þeir, er telja sig forustumenn Sjálf- stæðisflokksins, hrakyrt Fram- sóknarmenn fyrir að hafa látið sér komá til hugar að rannsaka, hvort kommúnistar væru hæfir til stjórnarsamvinnu. Sú rann- sókn fór fram veturinn 1942— 1943. Að henni lokinni lýstu Framsóknarmenn því yfir í ýtar- legri greinargerð, að kommún- istar væm óhæfir til stjórnar- samvinnu með frjálslyndum, borgaralegum flokkum. Alþýðu- flokkurinn, sem þátt tók í rann- sókninni, var á sama máli. Þrátt fyrir þetta hefir meirihluti Sjálf- stæðisflokksins á Alþingi undir forustu Ólafs Thors hallazt að því ráði að taka kommúnista í pólitískt fóstbræðralag og hæla sér drjúgum af því afreki. Mikið má það vera, ef Sjálfstæðisflokks- menn óska þess ekki í huga sér, að svörtu striki væri hægt að slá yfir öll lastyrði þeirra í garð Framsóknarmanna fyrir athug- un þeirra á innviðum kommún- ista. Að því, sem nú er fram komið, mundu Sjálfstæðisfor- ingjamir helzt óska, að öll stór- yrði þeirra um þessi efni grafizt í gleymskunnar djúp. •> . II. Við sammna auðvaldsins og þeirra, sem vilja koma á öreiga- einræði, vaknar sú spuming- Hvað er að gerast í stjórnmálum íslands? Á yfirborðinu er það stjórnarsamvinna illvígra and- stöðuflokka, en hvað felst í djúpinu? í sambandi við þær spurningar rifjast upp fyrir mönnum atburðír þeir, er áttu sér stað í Þýzkalandi fyrir nokkr- um árum, þegar nazistaklíkan þar var að festa rætur og unnið var að einræði hennar. Verkalýð- urinn hreifst með foringjadýrk- uninni, sem reynt var að hlaða sem mest undir. Hávær dýrðar- óður var sunginn um Hitler og klíku lians og þjóðinni lofað gulli og grænum skógum, ef hún félli fram og tilbæði hann. Þetta hreif. Þýzka jrjóðin lét dáleiðast af gurninu og fagurgalanum. En hvern e'nda fær foringjadýrkun- in í Þýzkalandi og öll hin ginn- andi loforð þjóðernisjafnaðar- manna? Ekki er annað sýnilegt, en það allt endi í dýpstu niður- lægingu og svörtustu eymd. Að myndun nazismans stóðu valdagráðugir einstaklings- hyggjumenn og auðjötnár Þýzkalands, er unnu allt í eigin- gjörnum tilgangi, en ekki með frelsi og farsæld þjóðarheildar- innar fyrir augum. Til foringja voru kjörnir valdasjúkir æfin- týramenn, er voru vel til þess fáilnir að flytja gargandi æsinga- ræður í eyru mannfjöldans og fyllt hann trylltum hugarofsa og hatri til allra þeirra, er litu öðr- um augum til málefna en foring- inn og klíka hans vildu vera láta. Þegar allt var þanrrig í pottinn búið, þurfti ekki að búast við öðru, en að allt hið stóra æfintýri endaði með skelfingu fyrir þýzku þjóðina, enda lítill vafi á að svo verður. Menn geta ekki lokað augun- um fyrir því, að svipuð fyrir- brigði virðast gera vart við sig hér á landi um þessar mundir, eins og þau sem gerðust í Þýzka- landi. Auðvaldsbubbar og for- ingjar verklýðssamtakanna taka liöndum saman um stjórnar- myndun og lofa íslenzku þjóð- ínni glæsilegri framtíð, ef hún fylki sér um nýju stjórnina. Þetta gengur allt eins og í sögu, áður en tii nokkúrra fram- kvæmda kemur. 'Stjórnin biður þingið að veita sér hálfs mánað- ar næði til að iiugsa um velferð þjóðarinnar. Meðan á því stend- ur rignir árnaðaróskum og traustsyfirlýsingum yfir nýju. stjórnina frá hinum og öðrum félagasamtökum, sem öll virðast vera í sjöunda himni yfir „mál- efnasamningnum" og hinum glæsilegu framkvæmdum, sem hann iofar. Kommúnistar segjast treysta Ólafi Thors hið bezta, krötum nokkru miður, en allt sýnist stefna að því að koma hér á fót foringjadýrkun að hætti þýszkra nazista. Þjóðfélagslega séð er skyld- leikinn auðsýnn milli þess, er þýzki nazisminn var í upp- sigiingu og þess, sem hér er að gerast, þó að hugarfar Óiafs Tiiors muni vera allt annað en Hitlers. Líklega vill hann láta gott af sér leiða, og ef til vill reynist nýja stjórnin betur, en margir búast við, að minnsta kosti ættu menn að leitast við að sleppa ekki allri von um það, fyrr en reynslan sker þá úr í þeim efnum. Það getur meira að segja verið leyfilegt að ætla, að kommúnistar skáni eitthvað við SÖGN OG SAGA ---Þjóðfræðaþættir ,J)ags“- Strandamannasaga Gísla Konráðssonar (Frámhald). og fjölkunna, er kallaður_var, norður á Hvanneyri í Siglufirði, Jónssonar. Deildi prestur sá við Höskuld bónda í Höfn í Siglu- firði. En móðir Einars, kona Magnúsar sýslumanns, var Þórunn, dóttir Einars prests á Stað á Reykjanesi og áður á Stað í Stein- grímsfirði; liann var bróðir Páls sýslumanns Torfasonar í ísafirði, föður Mála-Snæbjarnar. Einar prestur var lagaflækjumaður mik- ill. Bróðir Þórunnar var Einar, sýslumaður um 7 vetur, dó í Stóru- bólu. Einar hét launsonur hans, lögréttumaður á Svínanesi, sem Svínanes-Einarar eru frá komnir. Og annar bróðir Þórunnar var Einar yngri á Hóli í Bíldudal; þó telja sumir hann son Einars lögréttumanns óskilgetinn verið hafa.1) En er Ormur sýslumaður Daðason hafði haldið 'Strandasýslu um 8 vetur, tók hann Einar Magnússon að lögsagnara, 1726, en sagði sig frá henni tveim vetruin síðar. Var hún þá veitt Einari 1728, og hafði hann haldið hana 6 vetur, er Halldór prestur í Árnesi lézt, sem fyrr er talið. Sumarið eftir, 1735, voru birt kaup- bréf, er Strandasýslumaður2) sá, er Halldór hét Bjarnason,3) hafði D Einar 6 Hóli var bróðir Einars sýslumanns Einarssonar. 2) Þ. e. maður úr Strandasýslu. 8) Að líkindum Halldór á Melum í Trékyllisvík, „fyrirhyggju- og fjárafla- maður mikill“, forfaðir Einars skólds Benedjktssonar, í beinan karllegg. það að komast í stjórnaraðstöðu, reka sig á blákaldan veruleikann og ef til vill verða varfr við nokkra ábyrgðartilfinningu. Hins vegar er rétt og skylt að vera vel á verði gagnvart öllu því, er miður kann að fara. III. Það er eftirtektarvert hversu stjórnarblöðin eru hrædd við gagnrýni á gjörðum hinnar nýju ríkisstjórnar. Getur það bent til þess, að undir niðri óttist þau, að stjórninni kunni að verða ær- ið mislagðar hendur. í öðru orð- inu -þarma þau, að Framsókn hafi ekki tekið þátt í stjórnar- mynduninni, en í hinu orðinu látast þau vera því fegin. Gagn- rýnina óttast þau sýnilega frá Framsóknarmönnum, en hana vilja þau útiloka. Allir 'eiga að blessa allt, sem stjórnin hefst að undir forustu Ólafs Tliors'. Alls staðar gægist foringjadýrkunin fram. Annars lýsir það megnum vanþroska að vilja útrýma allri gagnrýni á stjórnarathafnir með- al lýðræðisþjóða. Hjá stjórn- málalega þroskuðum þjóðum, eins og t. d. Bretum, er gagnrýni frá stjórnarandstæðingum á hverjum tíma talin holl og bráð- nauðsynleg, því að öðrum kosti sé hætta á að spilling grafi um sig í st jórnmálalífinu, hafi ríkis- stjórnin lítið eða ekkert aðhald. Frá þessu brezka sjónarmiði séð má það teljast vel farið, að einn flokkur standi utan við stjórnar- samtökin, til þess að vera á verði gagnvart afglöpum stjórnarinn- ar. í því tilfelli, er hér um ræðir, er það Framsóknarflokkurinn, sem tekur þetta hlutverk að sér. Framsóknarflokkurinn mun veita stjórninni lið við fram- kvæmd þeirra mála, er hann tel- ur horfa til heilla fyrir þjóðina. Hins vegar mun hann gagnrýna hispursjaust og djarflega allt það, sem hann hyggur stefna til óheilla. Þetta vita stjórnarsinnar. Þess vegna ýfast blöð þeirra við Eramsóknarmönnum. Ekki mega þeir hafa málfundi úti um land, til þess að skýra kjósendum frá stjórnarmynduninni og lýsa stjórnmálaviðhorfinu. Þá skelf- ast nýju ráðherrarnir og hugsa: Nú erii þeir að tala illa um okk- ur! Svo reyna blöð stjórnarinnar að berja það. inn í almenning, að Ólafur Thors hafi lagt sig all- an fram um að fá Framsókn til að vera með í stjórnarsamvinn- únni, en hún hafi verið að öllu ófáanleg, „skorizt úr leik“. Eins og tekið er fram i grein Bernh. Stefánssonar alþrn. í síð- asta blaði er þetta ósatt. Og nú hefir málgagn Ólafs Thors sannað, að þetta er ósatt. Laug- ard. 4. þ. m. birtir Mbl. bréf frá Framsókn til Sjálfstæðisflokks- ins, skrifað 3. okt. I bréfinu er fyrst minijzt á undangengnar tilraunir til myndunar stjórnar fjögurra flokka, er engan árangur hafi borið, og sé því rétt að reyna aðr- ar leiðir. Síðan er minnzt á þriggja flokka ríkisstjórn, sem Framsóþnarfl. telur eðlilegasta og ákjósanlegasta, en af viðtali við menn úr Alþýðufl., séu eng- ar líkur til að því geti orðið framgengt. Síðan segir orðrétt í bréfinu: „Fyrir því gerir Framsóknar- flokkurinn það að tillögu sinni, að Framsóknarfl. og Sjálfstæðis- fl. standi saman um ríkisstjóm, er þannig sé mynduð, að núver- andi forsætisráðherra, dr. Bimi Þórðarsyni, sé falið forsæti í henni, ef hann er fáanlegur til (Framhald á 7. síðu). keypt 6 lindr. á Ófeigsfirði af Alexíusi Jónssyni, er átti Þorbjörgu, dóttur Halldórs prests í Árnesi. Þár var og lýst kaupi Ólafs, prests Eiríkssonar, er kallaður var ,,Mek“, er hann gerði fyrir kaupand- ann, Pétur kaupmann, á hálfu Felli í Kollafirði, af Einari sýslu- manni Magnússyni og hálfu af Ormi sýslumanni Daðasyni. Sagt er að Einar sýslumaður byggi þá á Felli. FRÁ JÓNI AUÐUNSSYNI, DAUÐA HANS OG ÖÐRU. Einar sýslumaður reið ekki næstá sumar til Alþingis. Þessi misseri, 1736, andaðist Jón Auðunsson á Melum í Hrútafirði,1) er lengi hafði þar búið og verið gildur bóndi. Hafði hann fyrri kom- izt í illt mál og flókið, er sagt var að risi af því, að hann fylgdi manni eða léti fylgja yfir Haukardalsskarð, er bæri peninga, en maður sá kgmú aldrei til skila síðan. — Það var og annað mál hans, er til Alþingis kom, að hann hefði haft með höndum fals- bréf eitt um landamerki milli Vatnshorns og Leikskála. Var það ákært 1651 og aftur þrem vetrum síðar á Alþingi; honum var áð- ur dæmt að birta það, hversu á því stæði, en vildi hann það eigi gera, skyldi hann fangaður og réttækur og refsað með húðláti til 13 marka og sé mannvirðingalaus. En svo vafði hann mál þetta, að ónýtt varð. Er að sjá, að eitthvað muni satt í því, þá konungur gaf honum aftur fulla mannvirðingu sína 1696,2) en dæmdur hafði hann verið 1670. Jón var gamall maður, er hann lézt. Hann átti Guðrúnu Jónsdóttur, vestan úr Breiðafjarðareyjum, Hró- inundssonar, en móðir hennar var Karítas Ólafsdóttir, Þórðarson- ar, Gunnlaugssonar á Oddsstöðum. Jón var sonur þeirra Jóns (Framhald). D Dánarár Jóns Auðunssonar er rangt, sbr. 6. kap. (aths.). Steingrímur Jónsson biskup telur Jón hafa dáið skömmu eftir að hann fékk uppreian æru sinnar, þ. e. fyrir 1700. *) Jón Espólín segir konungsbréf þetta hafa verið út gefið 1694.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.