Dagur - 16.11.1944, Blaðsíða 5

Dagur - 16.11.1944, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 16. nóvember 1944. DAGUR Minnzt aldarafmælis Munkaþverár- kirkju Munkaþverárkirkja í Eyja- firði var hundrað ára gömul á sl. hausti og var aldarafmælis henn- ar minnst við guðsþjónustugerð fyrra sunnudag. . í tilefni af afmælinu' hafði söfnuðurinn látið hressa allvel upp á kirkjuna, meðal annars höfðu verið steyptar allar undir- stöður hennar og kirkjan máluð öll að innan, svo að hún er nú orðin hið veglegasta guðshús. Málninguna annaðist Haukur Stefánsson, listmálari á Akureyri, og er það verk snilldarvel af höndum leyst. Hefir hann skreytt kirkjuna með málverk- um og helgitáknum á svo fagran og viðfelldinn hátt, að eftirtekt mun vekja. Þá hefir kvenfélag safnaðarins látið gera forkunn- arfagurt altarisklæði, sem það færði kirkjunni að gjöf. Er altar- isklæði þetta hinn mesti dýr- gripur, unnið í Reykjavík af frú Unni Ólafsdóttur, sem gert hefir fegurri hluti af þessu tæi, en dæmi eru um áðurhér á landi. Auk þess hefir kvenfélagið gefið gólfrenning á kirkjuganginn. Akureyrarkirkja hefði gefið vandaðan altarisdúk og þar að auki bárust kirkjunni margar og stórar peningagjafir frá safn- aðarníönnum í tile/ni afmælis- ins. í ræðu sinni við þetta tæki- færi rakti sóknarpresturinn nokkur atriði í sögu kirkjunnar síðastliðin hundrað árin og gat þess meðal annars, að það hefði verið mjög rösklegum. málflutn- ingi sóknarbarna að þakka, að kirkja þessi var byggð af timbri, en ekki torfi fyrir öld síðan. Kirkjanvar þá konungseign og þóti umboðsmönnum konungs fullboðlegt, að byggð væri torf- kirkja í stað hinnar gömlu, sem að hruni var komin og hafði amtmaður gefið út fyrirskipun þar að lútandi. Risu þá sóknar- bændur upp og skrifuðu Rentukammerinu skorinort bréf, þar sem þeir lýstu bæði undrun sinni og gremju yfir ákvörðun amtmanns og fórú ein- dregið fram á það, að kirkjan væri endurbyggð af timbri og gert „fallegt, bjart og fullrúm- gott timburhús". Sögðust þeir ekkert skilja í því, þar sem al- kunnugt sé ,að kirkjur erlendis séu einhver hin glæsilegustu og viðhafnarmestu hús, ef kirkjum vorum og þar á meðal Munka- klausturskirkju, megi ekki unn- ast að bera á sér dálítil merki þess að hún og svo sé guðshús. Segja þeir, að ekki telji þeir það stríða á móti ást til föðurlands- ins, þótt kirkjurnar beri talsvert af fjósum og hesthúsum, en eftir því sem þeim sé sagt frá slíkum byggingum erlendis (þ. e. pen- ingshúsum) muni þau þó allvíða að fegurð, birtu og varanleika bera mjög af ýmsum kirkjum hérlendis". Er bréfið allt hið merkilegasta og verðskuldar að því sé á lofti haldið. Virðist það hafa haft þau áhrif á stjórnarráð konungs, að nú var'brugðið við og sendir til- höggnir kirkjuviðir til landsins, en yfirsmiður við kirkjuna var hinn nafnkunni kirkju- og skipa- smiður Þorsteinn Daníelsson á Skipalóni. Kirkjan var síðan reist sumarið 1844 og verður ekki auðið að sjá fyrir víst, hve- nær hún var vígð. En 16. nóvem- ber um haustið, er smíði hennar að fullu íokið, því að hann dag er hún tekin út af héraðsprófast- inum sr. Hallgrími Thorlacius á Hrafnagili. Mun hún hafa kostað 1700 rbd. nýbyggð. Fyrsta kirkja á Munkaþverá mun hafa verið byggð af Einari Þveræing og hélzt ættleggur hans við á Munkaþverá fram yf- ir miðja tólftu öld. Voru þeir Björn Gíslason biskup og Björn ábóti, sem gáfu staðinn til klausturstofnunar með fé miklu árið 1155, afkomendur Einars í beinan karllegg, en systir þeirra var Þórný amma Sigurðar Ormssonar, sem sagt er að hafi haft. elsku mikla á staðnum og gekk þar í klaustur siðast. Síðan var langa stund helgi- setur mikið á Munkaþverá, svo sem kunnugt er og voru þar margir víðmenntaðir og ágætir menn, ábótar, sem merk ritverk liggja eftir. Tók staðurinn brátt að auðgast og átti um ei(t skeið skip háffæranda, sem var í förum til Noregs, yfir 60 jarðir með miklu lausafé, auk fjölda reka- ítaka fyrir Norðurlandi. Má nærri geta, að kirkjan hafi í ka- þólskri tíð verið vel haldin að góðum gripum. En árið 1429 brann kirkjan ásamt klaustrinu með öllu góssi eftir því sem sagt er í annálum og mun hún aldrei hafa borið sitt barr síðan, þó að klaustrið héldi ennþá áfram að auðgast. Svo hafði Verið ráð fyrir gert, að prófastur og prestar prófasts- dæmisins yrðu viðstaddir á kirkjuafmælinu, en veður og ófærð hamlaði, að þeir gætu komið. En þó að heita mætti stórhríðarveður úti, var samt hvert sæti skipað í kirkjunni og skírð þrjú börn í messunni. Hefir söfnuði Munkaþverár- kirkju ávallt þótt vænt um kirkju sína og góð kirkjlisókn legið þar í landi allt frá dögum klaustursins. Að lokinni guðsþjónustugerð var -sezt að veitingum heima á staðnum í boði kvenfélags og safnaðarnefndar. Dálífil athugasemd í Akureyrarblaðinu „Degi" birtist í sumar grein eftir Þ. M. nokkurn. Kveðst höfundur vera bóndi. Grein 'þessi er sleggju- dómur mikill um nokkrar~nú- tíma skáldsögur íslenzkar. Lang- ar mig til þess að gera nokkrav athugasemdir við það, sem greinarhöfundur segir um skáld- verk Huldu, Dalafólk. Fer hann óvirðingarorðum um bók þessa og telur að allt sé þar um of fegrað og göfgað. — Á undan- förnum árum hefir það orðið eins konar lenzka að íslenzkir höfundar lýstu því aumasta í sögum sínum, færðu 1 stllinn allt hið lakasta í lífi sveita og sjóþorpa og útmáluðu smædd og smán fólksins svo að við öfgum hefir haldið hjá nokkrum þeirra. Til eru menn, sem eru orðnir svo vanir þessum eymdarsón, að þeir fá ofbirtu í augun ef ljós- ari myndum er brugðið upp úr islenzku þjóðlífi. Saga Huldu, Dalafólk, hefir nokkra sérstöðu meðal íslenzkra skáldsagna hvað þetta snertir. Aðalpersónur bók- arinnar er höfðinglynt fólk af góðu bergi brotið. Eg spyr: Er synd að lýsa því líka — eða hefir það aldrei til verið á íslandi? Jú, það hefir verið til og er til enn. — Guði sé lof. í dalafólki Huldu er ékkert ofsagt. Hún hefir aðeins kosið sér söguefni á meðal góðra manna og göfugra. En hvað lá nær? Hjín þurfti ekki að seilast eftir slíku fólki. Henni voru minnisstæð frá bernskuárum og kunn af ætt- arsögum Stóruvalla, Grenjaðar- staða og Þverár heimili, þar hafði búið og bjó hennar eigið ættfólk. Langafi hennar, séra Jón Jónsson cpnrektor Hóla« skóla, riddari og prófastur á Grenjaðarstað var einn göfug- astur maður í Norðurlandi á sinni tíð. Hjá honum dvöldu langdvölum útlendir fræðimenn og höfðingjar. Börn hans og barnabörh var þjóðkunnugt merkisfólk. Dætur hans voru þær skáldkonurnar frú Guðný fyrri kona séra Sveins, afa herra Sveins Björnssonar forseta ís- lands og amma prófessors Har- aldar Níelssonar — frú Kristín, kona séra Hallgríms Jónssonar prófasts á Hólum í Reyðarfirði, báðar kunnar að fágætri hjarta- gæzku og höfðingslund, frú Mar- grét, gift Eðvald Möller kaup- manni á Akureyri, er margt ágætra manna er frá komið og frú Hildur, gift frænda sínum Páli Þorbergssyni lækni í Norð- lendingafjórðungi og síðar Jak- ob Johnsen verzlunarstjóra í Húsavík. Eftir hana kveður Matthías Jochumsson svo: Guðs náð skein yfir góðu sprundi, elsku í augum aðall af brám, mannúð mild af mærum vanga, en líknstafir léku um varir. Vart á f sland aðra dóttur djúpauðgari af dyggð og sóma, glaðari vinu guðs og manna og gjarnari gott að vinna. Blessuð vertu brúðurin milda, og margblessuð meðal kvenna. Grátið dýru Dana liljur » helgum tárum á henniir I.iSi. Og þótti engum þetta ofmælt. Synir séra Jóns á Grenjaðarstað voru þeir Björn, ritstjóri Norð- anfara á Akureyri, séra Magnús fræðimaður og prófastur á Grenjaðarstað eftir föður sinn, og læknir, sem hann — og Hall- dór bóndi í Geitafelli, afi Huldu skáldkonu. Frábærlega listfeng- ur maður og ljúflyndur. Hann dó níræður að aldri og hafði verið blindur í nær því tuttugu ár, 'en síglaður og þrekmikill til dauðans. Er hann lézt mælti tengdasonur hans, Bóas Bóasson, bóndi á Stuðlum í Reyðarfirði, að þar hafi horfið annar bjart- asti geislinn úr bæ sínum. Hinn geislinn var vitanlega kona bónda, hin góða og göfuga ell- efu barna móðir, Sigurbjörg Halldórsdóttir, sem enn íifir, ern og skýr á" tíræðisaldri - móðursystir Huldu. Yrði hér 6f- langt upp að telja alla göfuga menn og konur af Grenjaðar- staðaætt, bæði austan hafs og vestan, og skal því staðar numið. Næst er að minhast á bænda- heimilið Stóruvelli í Bárðardal, en þaðan var föðurmóðir Huldu. Svo telja fróðir menn að Stóru- vallaheimili hafi verið prýði allra bændasetra um hvers konar menningu og sæmdarbrag. Langamma Huldu, Guðný frá Mýri í Bárðardal og húsfreyja á Stóruvöllum var náfrænka Krist- jáns Jónssonar Fjallaskálds og Jóns Sigufðssonar á Gautlönd- um. Var hún tvígift og átti nítján börn. Voru eiginmenn hennar hinir ágætustu höldar og börnin mannvænleg mjög. Dæt- urnar voku hinar mestu hann- yrða- og vefnaðarkonur, áttu tví- breiða áklæðavefstóla og kunnu vel að lita úr íslenzkum jurtum. Þær voru annálaðar fyrir tryggð og skapfestu. Ein þeirra, Her- borg, missti unnusta sinn og vildi aldrei giftast þótt efnis- menn leituðu við hana ráðahags. Geymast enn ýms tilsvör hennar. Góður bóndason kom einhverju sinni í bónorðsför til Herborg- ar. Er hún hafð,i hlýtt á mál hans mælti hún og leit fast á hann: „Tekur baðstofan tví- breiðan vefstól?" — Þurfti eigi fleiri orð til að ljúka því máli. Systir hennar Herdís, amma Huldu skáldkonu, var samtíðar- fólki mjög minnisstæð fyrir feg- urð og gæzku. Hún var gefin Jóni Jóakimssyni bó'nda og byggingameistara á Þverá í Lax- árdal. Var heimili þeirra annál- að fyrir hvers konar prýði. Kvaðst Þorvaldur Thoroddsen hvergi kornið hafa já fegurra bændaheimili en Þverá í Laxár- dal og Þórhallur Bjarnarson biskup komst svo-að orði um Jón á Þverá, að hann væri fríð- asti bóndi á íslandi. Voru börn Jóns og Herdísar öll merkilegt fólk — og langlíft svö af bar. Lézt hin síðasta systirin í vetur, Guðný í Garði í Aðaldal, hátt á tíræðis aldri, en einn bræðranna, Skafti, lifir enn, háaldraður heiðursmaður. Hvað er eðlilegra en höfund-: ar lýsi í bókum sínum fólki því, sem þeim er nákomnast og þéir þekkja bezt? Hér hefir verið drepið á þrjú heimili, sem for- eldrar Huldu eru frá komin, en fleiri máttugir stofnar standa að rf&W* ALDARAFMÆLI. Enginn leikari eða leikkona hefir nokkru sinni vakið aðra eins hrifningu né neitt svipaðar deilur víðs vegar um hinn menntaða heim eins og Sarah Bernhardt, franska leikkonan heimsfræga, sem átti aldaraf- mæli í síðasta mánuði. Eitthvað af þessu mun mega rekja til þess, að margar þjóðir áttu ítök í henni, þar sem hún var Frakki, Júði og Hollendingur að ætt- erni, annað til þess, að hún varð fræg í París a. m. k. áður en hún vann fyrstu sigra sína á leiksviði. Þeim árangri- náði hún m. a. með ýmsum sérkennilegum til- burðum, svo sem að láta taka mynd af sér í líkkistunni eða með því að safna að sér alls kon- ar sérkennilegum kvikindum og hafa þau heima hjá sér sem eftir- lætisgripi. En lykilinn að frægð hennar og snilli er að finna í töfrandi rödd hennar og fram- sögu og tígulegri og heillandi hreyfingu og framkomu á leik- sviðinu, og þó ef til vill helzt í iðni og staðfestu. Þessum árangri varð ekki náð fyrirhafnarlaust. Þungamiðjan í list hennar var iðni. Þótt hún yrði leikstjarna í einu vetfangi, þá má ekki skilja það svo, að þeim árangri næði hún fyrir- hafnarlítið. Á bak við það lá 12" ára þrotlaust starf og barátta í tveimur höfuðleikhúsum París- arborgar, Comédie Francaise og Odéon. Hún hófst fyrst til vegs í heimi leiklistarinnar fyrir leik sinn í „Zaire" eftir Voltaire, en enn liðu fimm ár áður en hún næði tindi frægðar sinnar og snilldar. Það má því segja, að á bak við sigra hennar lægi 17 ára þrotlaus barátta og uppbygging, unz fullkomnuninni varð náð. Hinn heillandi og töfrandi leikur hennar, sem virtist svo eðlilegur og fyrirhafnarlaus, var raunverulega ávöxtur óskaplegr- ar fyrirhafnar. Hver hreyfing, hvert orð og látbragð var vand- lega mælt og vegið, æft og fágað, unz misfellulaust var og meitlað svo í meðferð henanr, að hún gat vakið slík atriði tii lífs aftur og aftur með margra áramillibiliog mótað þau í huga þeirra, sem sáu eins og fagra mynd. Jafnvel hin dásamlega framsagnarlist hennar, sem gerði henni mögu- legt að halda áhorfendum sem dáleiddum, hvort heldur sem hún hvíslaði sem hin örvæntandi Phédre í ódauðlegu leikriti Racine eða geystist um raddsvið- ið í ofsa og hita Fédoru í sam- nefndu leikriti Sardou, var það árangur eljusamra æfinga og snilld sinni hélt hún aðeins með því að stunda radd- og fram- sagnaræfingar stranglega' allt fram til þess er hún lét af leik skömmu fyrir andlát sitt, 1923. (Listener 6g Spectator). .þeim og henni og margt mætra maniia hefir ættfólk hennar og bún^sjálfj^inzt við. Er ekkl hréssáJhdí "Ttilbreyting í því að (Framhald á 8. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.