Dagur - 30.11.1944, Blaðsíða 2

Dagur - 30.11.1944, Blaðsíða 2
2 \ DAGUR Fimmtudaginn 30. nóvember 1944 a Morgunblaðið gat þess fyrir skömmu, að nýr stjórnmála- flokkur óánægðra sjálfstæðis- manna mundi vera að myndast utan um Björn Ólafsson fyrrv. fjármálaráð(herra. Mbl. líkti þessum væntalega flokki við brauðgraut, þar sem ýmsum teg- undum væri blandað saman i eitt. Það er engu líkara en Mbl. með þessari samlíkingu sé að henda gaman að sínum eigin flokki, Sjálfstæðisflokknum, og hinni pólitísku grautargerð, sem formaður hans stofnaði til, er hann hrærði saman í einu íláti Sjálfstæðisflokkinn, Sósíalista- flokkimi og Alþýðuflokkipn. Við þessa miklu grautargerð rifjast margt upp fyrir mönnurn. Menn minnast þess t. d., að kommúnistar hafa margstaðhæft, að engar sannar framfarir gætu átt sér stað, meðan auðvalds- skipulagið ríkti. Kommúnistar hafa hástöfum flutt þá kenn- ingu, að fyrst af öllu bæri að rífa niður til grunna núverandi þjóð- skipulag hinna vestlægari Ev- rópuríkja, því að fyrri sé ekki hægt að l'eisa framtíðarmusterið eftir rússneskri fyrirmynd. Menn muna vel þær fullyrðingar ís- lenzkra kommúnista, að Alþýðu- flokksmenn og allir þeirra líkar í öðrum löndum væru vargar í véum og verstu féndur allrar al- þýðu, af því að þeir tefðu fyrir niðurrifi þjóðfélagsins með því að hafa pólitískt samneyti og samstarí með auðvaldinu og borgaralegum flokkum. Þess vegna væru þeir, sem í daglegu tali eru oft nefndir kratar, erki- svikarar gagnvart hinum æðstu hugsjónum um sameiningu ör- eiga um allan heim og frelsun þeirra undan ánauðaroki og þrautpínandi kúgun auðvalds- ins. En hvað hafa kommúnistar nú gert? Þeir hafa algjörfega skipt um „línu“ og um leið fellt yfir sjálfa sig alla þá hörðu dóma, er þeir áður kváðu upp yfir öðrum. Kommúnistar, sem nú reyna að Ma sig undir nafninu Samein- ingarflokkur alþýðu — Sósíalista- flokkurinn, hafa nú drýgt alla þá stórglæpi á stjórnmálasviðinu að þeirra eigin dórrii, er þeir áður hafa haldið hæst á lofti og for- dæmt mest. Þeir hafa gengið í opinbert stjórnmálasamband við auðvaldið í Sjálfstæðisflokknum, sem þeir áður töldu dauðasynd, og þeir hafa gengið í pólitíska sæng með Alþýðuflokknum, sem þeir hafa stimplað eins og erki- féndur alíra öreiga og bág- staddra manna, og þetta banda- lag segja þeir að sé myndað til að lyfta öllu þjóðlífinu á hærra menningar- og þroskastig. Það kemur sem sé upp úr kafinu eft- ir allt hið undangengna, að kommúnistar telja auðvaldið og féndur öreiganna vel fallria til bandalags við sig. Þar með hafa þeir étið allt ofan í sig, sem þeir hafa áður sagt um auðvaldið og skaðsemi þess í þjóðlífinu, og jafnframt hafa þeir gleypt öll stóryrðin um kratana, því alveg er það óhugsandi að kommún- istar treystist til að halda því fram, að þeir hafi bundizt sam- tökum við skaðsemdaröflin í þjóðfélaginu til þess að bjarga þjóðfélaginu frá eyðileggingu, eins og þeir segjast ætla að gera með samstarfinu við auðvaldið í Sjálfstæðisflokknum og stjórnar- samvinnunni við kratana. Kommúnistar hafa því engin önnur ráð en játa, að þeir hafi tekið trú á auðvaldið og varpað fyrir borð fyrri skoðunum sínum um það og óvini öreiganna eins og einskis nýtum hégóma. Það er að vísu enginn nýr við- burður, að konimúnistar skipti um skoðun og fái nýja línu. Það hafa þeir oft gert áður. Lengi töldu þeir t. d. mikla synd að vera að hugsunarhætti það sem þeir kölluðu tækifærissinni, en skyndilega snerist þetta við, svo að hin mikla synd varð að mætri dyggð. Líklega er það í skjóli þessarar umvendingar, að kommúnistar sækjast mjög eftir því i seinni tíð að troða sér inn í borgaralegar ríkisstjórnir, hve- nær sem tækifæri býðst, og tæki- færið bauðst íslenzkum komrn- únistum í haust, þegar Ólafur Thors setti það á oddinn að verða forsætisráðherra í nýrri stjórn. Kommúnistai- létu ekki þetta tækifæri ónotað. Aðalblað Alþýðuflokksins upplýsir, að þeir hafi verið svo óðfúsir að komast í stjórnina undir forustu Ólafs Thors, að þeir hafi annað- hvort engin skilyrði sett fyrir þátttöku sinni í stjórninni, eða þá svo óljós og flaustursleg, að þau hafi verið gagnslaus. Er nú annað hljóð í strokk kommún- ista heldur en veturinn 1942— 43, þegar þeim var boðið upp á róttæka stefnuskrá tveggja vinstri flokkanna. Þá settu kommúnistar þau gagntilboð fyrir þátttöku þeirra í stjórn, að gengið yrði skilyrðislaust inn á stefnuskrá þeirra. Það gegnir nokkuð öðru máli nú, þegar auðvaldið býður þeitn til stjórn- arsamvinnu með sér. Þá stendur ekki á þeim. Þetta mættu undir- menn kommúnista taka til at- hugunar. Annars er það ekki svo torráð- in gáta, hvers vegna kommún- istaforingjarnir kjósa heldur að mynda stjórn með auðvaldinu í Sjálfstæðisflokknum en að ganga til stjórnarsamvinnu með Fram- sóknarflokknum, þótt þeir lof- uðu því og létu sem sér væri það rnikið áhugamál að vinna með vinstri flokkunum fyrir kosning- arnar 1942. En þetta var ekki annað en blekking og kosninga- beita. Kommúnistum er meinilla við Framsóknarflokkinn, því þeir vita. að þegar áhrifa hans gætir verulega í löggjöf og lands- stjórn, þá falla þjóðinni í skaut miklar og hagfelldar umbætur, sem gera hana ánægða og um leið fráhverfa byltingaanda Moskvakommúnista. Aftur á móti er þeim ljúft að gera stjórn- arsáttmála við auðvaldið, ef hann er nægilega óljós og óá- kveðinn, en áferðarfagur og lof- ar miklu. Þó að efndirnar verði litlar, þá getur það einmitt orð- ið vatn á myllu kommúnista, því að þá fá þeir tækifæri til að segja: Þarna er fengin reynslu- sönnun fyrir því, að nýsköpun er ekki hægt að framkvæma á grundvelli núverandi þjóðskipu- , lags: Nú er því ekki um annað að gera en taka upp sovétskipulagið, sem eitt megnar að láta þjóðlífið springa út og blómstra; það hef- ir reynslan sýnt í Rússlandi, þar sem tekizt hefir að skapa paradís1 Það er eðlilegt, að ríkisstjórn, sem búin hefir verið til á líkan hátt og brauðsúpa, með því að grauta saman hinum ólíkustu tegundum, framleiði grautarlega stéfnuskrá. Núverandi ríkis- stjórn og málefnasamningur lrennar er hvort tveggja ein helj- armikil grautargerð. í stjórnar- sáttmálanum er nýsköpun at- vinnuveganna og í sambandi þar við útrýming atvinnuleysis þungamiðjan. Þetta eru falleg fyrirheit, ekki verður því neitað. En fögur loforð um efling at- vinnuveganna og aukning fram- leiðslunnar eru því aðeins nokk- urs virði, að jafnframt séu sköp- uð skilyrði fyrir því, að at- vinnuvegirnir geti borið sig fjár- hagslega, en það byggist á því, að tilkostnaðurinn við framleiðsl- una fari ekki fram úr söluverði hennar. Tryggingu fyrir þessu vantar með öllu í stefnuskrá stjórnarinnar. Meðan þá trygg- ingu vantar, og engin von er um, að hún fáist, er hallarekstur ,at- vinnuveganna yfirvofandi, og kaup á nýjum atvinnutækjum fyrir hundruð milljóna króna, til þess að auka framleiðsluna, koma ékki að neinu gagni. Verði framleiðslan að seljast undir kostnaðarverði, lilýtur út- koman að verða öfug við það, sem ætlað var. í stað þess að aukast, dregst húri saman og leggst alveg niður, ef til lengdar lætur. Kaup á tækjum fyrir 300 millj., eða hvaða upphæð sem er, kemur því aðeins að nokkru gagni, að ekki sé taprekstur á at- vinnuvegunum. Margir athug- ulir menn líta svo á, að þessi tap- rekstur verði ekki umflúinn að stríðinu loknu að óbreyttum að- stæðum. Hvernig ætti öðruvísi að vera, þegar vitað er, að til- kostnaður við framleiðslu hér á landi er tvöfaldur við það, sem hann er hæstur í nágrannalönd- unum, er við verðum að keppa við með útfluíningsvörur okkar á heimsmarkaði? Þegar á þetta er bent, svara stjórnarblöðin því með köpuryrðum og illkvitnum ámælum um bölsýni og aftur- haldsanda. Sýnilega gera þessi málgögn þá kröfu til manna, að þeir lifi í blindri trú á orðin: ný- sköpun atvinnuveganna og nóg atvinna fyrir alla, með háu kaupi. Það er bókstafstrúin, sem á að gilda, því enn sem kom- ið er ljóma þessi fallegu fyrirheit aðeins á pappírnum, en almenn- ingur lætur sér það ekki lynda til lengdar, hann vill lifa í skoð- un þeirra verka, sem nýsköpun- arhugmynd Ólafs Thors og kommúnista kemur til leiðar. Verkin lofa meistara, en ekki innantómt orðagjálfur. L 41 S.IÓNAKIIÓI.I NORÐLENDINGS Áburðarverksmiðja. Fyrir skönimu var rætt um áburðarverksmiðjumálið hér í þessum-dálkum. Fyrrv. atvinnu- málaráðherra, Vilhjálmur Þór, liafði þá nýlega lagt frumvarp um byggingu áburðarverksmiðju ríkisins fyrir þingið og birt þar niðurstöður hins ameríska sér- fræðings, sem hingað var feng- inn, m. a. til að athuga, hvar hentast væri að reisa þetta fram- tíðarfyrirtæki. Samkvæmt því, sem þar segir, er ajðallega um tvo saði að ræða: Reykjavík og Ak- ureyri. Hlutlaust álit sérfræð- ingsins sýnir glöggt, að Oddeyri er að mörgu leyti heppilegri staður til þessara framkvæmda, einkum með tilliti til raforku. Auk þess var bent á nokkrar staðreyndir í sambandi við hafn- arskilyrði o. fl. hér í blaðinu. í tilefni þessa pistils hefir Morgunblaðið, sem í fyrra lét svo ummælt, að „brátt mundu rísa upp í nágrenni Reykjavík- ur áburðarverksmiðja, sements- verksmiðja og lýsisherzlustöð", enn látið ljós sitt skína í m£linu. | Segir þar, að „nokkrir menn haldi að hagfellt gæti talizt, að reisa áburðarverksmiðju norður í Eyjafirði, en með því móti legðist óþarflegur flutnings- kostnaður á hinn tilbúnaáburð". Öðrum röksemdum er ekki brugðið á loft. Af þessum um- mælum, svo og hinum fyrri, sem vitnað er í hér að íraman, er augljóst hver er stefna ráða- manna í höfuðstaðnum í þessu stórmáli, því að athugasemdin um flutningskostnaðinn er í rauninni engin röksemd. Norð- lendingar eru jafn réttháir að tala um flutningskostnað firá Reykjavík hingað eins og Sunn- lendingar um flutningskostnað héðan til Reykjavíkur. Mismun- ur á flutningskostnaði er og smá- vægilegur, ef um mikinn að- stöðumun fyrir fyrirtækið er að ræða að öðru leyti. Afstaða Reykjavíkur réttlætist ekki af þeirn sökum. Hitt er aftur á móti ljóst, að Reykjavík hefir pólitískt vald til þess að knýja sitt mál fram, hvernig sem mál- um er að öðru leyti háttað, Norðlendingar og aðrir, sem hafa kosið Reykvíkinga á þing munu er að þessurn málum kemur, finna hvar þeir eiga hauk í horni. • 300 mlilljónirnar og Reykjavík. Það er því ekki nema vonlegt, að menn hér um slóðir spyrji sjálfa sig: Er þetta stefna í ný- sköpunarmálunum? Er ráðgert að 300 milljóna atvinnutækin 1 „rísi upp í nágrenni Reykjavík- | ur?“ Stefna stjórnarinnar að | þessu leyti er ekki skýr, þótt ! varla verði efast um tilgang mál- ] gagna hennar. Raunar er þó héj' um að ræða einn þátt þeirrar ný- sköpunar, sem koma þarf, og ekki þann ómerkastá': Að stöðva þá stefnu, sem lieinir öllu at- vinnulífi, fjármagni og fólks- flutningum til höfuðborgar, sem er þegar hlutfallslega alltof stór, — dreifa iðnaðar- og at- vinnufyrirtækjunum um landið. Það er varla von, að rnenn séu sérlega trúaðir á fylgi stjórnar- innar vjð þennan málstað. Ýmsir helztu menn hennar eiga fylgi sitt mest undir höfuðstaðarbú- um og litlar skyldur við þá sem úti um landið búa. Hætt er við að framkvæmdir hennar miðist við flokkshagsmuni suður með sjó. 0 Stefna nágrannanna. í Bretlandi er nú mikið talað um nýsköpun, þótt með nokkru öðrum hætti sé en hér. Bretar búast til að auka útflutnings- verzlun sína stórkostlega eftir stríðið. Þeir hafa haldið verðlagi í skefjum og munu taka til nær því á sama stigi sem frá var horf- íð 1939. Ný tækni er þar og of- arlega á blaði. Við verðum ekki einir þar urn, þótt ýmsir grunn- færir stjórnarsinnar láti svo. Dreifing iðnaðarins og verzlun- arinnar um landið er þar til at- hugunar. London hefir til þessa haft meira en bróðurpartinn af viðskiptunum. Bretar viður- kenna að það sé óheilbrigt og hyggja á breytingar. í þættinum úr erlendum blöðum hér í blað- in.u í dag er lauslega greint frá þessu. Fyrir þá menn, sem sífellt tala- um nýjar aðferðir og nýja tækni sem lækningu allra dýrtíð- armeina, er þetta næsta athyglis- vert. En enn sem komið er virð- ast þeir ekki hafa gefið þessum. þætti nýsköpunarinnar nægan gaum. 0 Rödd utan af landi. í Alþýðublaðinu birtist nvlega athyglisverð grein eftir Gunn- laug Jónasson bæjarfulltrúa á Seyðisfirði. Nefndi hann mál sitt „Kyrrstaðan úti á lands- byggðinni“. Lýsti hann ofvexti Reykjavíkur annars vegar og kyrrstöðunni í öðrum landshlut- um hins vegar. Taldi megin- ástæðuna þá, að Reykjavík er að- setur þings og stjórnar, með ö. o. pólitískt vald höfuðstaðarins. Greinin er á margan hátt athygl- isverð og.mætti vera lærdómsrík (Framhald á 6. sí8u).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.