Dagur - 30.11.1944, Blaðsíða 3

Dagur - 30.11.1944, Blaðsíða 3
Fimmtudaginn 30. nóvember 1944 3 Ð AG U R Skipulag pósfflufninga í Eyjafjarðar- Þingeyjar- og Skagafjarðarsýslum, samkv. fillögum milliþinganefndar í pósfmálum Eins og greint er írá í grein á 1. síðu blaðsins heíir milliþinga- nefnd í póstmálum nýlega skilað áliti um hversu bæta skuli póst-. samgöngur landsins. Hér fara á eftir tillögur nefndarinnar um póstflutninga í einstökum hreppum i Eyjafjarðarsýslu og nær- liggjandi héruðum: EYJAFJARÐARSYSLA. Grímseyjarhreppur. . Póstur verði sendur eigi sjaldn- ar en hálfsmánaðarlega til Grímseyjar frá Akureyri. Ólafsfjarðarhreppur. Póstur verði sendur sjóleiðis frá Akureyri og Siglufirði tvisvar í viku. Póstur verði sendur einu sinni í viku frá Ólafsfirði um Kleifa inn að Karlsstöðum, með viðkomu á hverjum bæ á þeirri leið. Póstur sé borinn út í Ólafs- firði. Svarfaðardalshreppur. « Póstur verði sendur alla virka daga frá Akureyri og Dalvík með mjólkurbílum, er hafi við- komu á hverjum bæ með leið- inni (í kassa). Þann tíma, sem mjólkurflutningar falla niður, gangi póstur frá Akureyri til Dalvíkur sjóleiðis minnst tvisvar í viku, og póstur sendur vikulega frá Dalvík fram um héraðið sömu leið og verið hefir, með viðkomu á öllum bæjum, er við leiðina liggja. Bréfhirðingu verði komið upp að Grund, Hóli og Ytra-Hvarfi. Arskógshreppur. Póstur verði sendur daglega frá Akureyri með mjólkur- eða sérleyfisbílum með viðkomu hverjum bæ með leiðinni (í kassa). Með sérleyfisbílum verði póstur sendur þrisvar í viku til bréfhirðingarinnar á Litla-Ár- skógssandi. Bréfhirðingu verði komið upp í skólahúsi hreppsins að Stærra-Árskógi. Vikulega gangi póstur milli Árskógssands og Hríseyjar. Hríseyjarhreppur. Póstur gangi til Hríseyjar frá Akureyri og Siglufirði tvisvar í viku, og auk þess einu sinni viku frá Litla-Árskógssandi. Arnamesshreppur. Póstur verði sendur í hrepp inn alla virka daga frá Akureyri með mjólkurbílum og hafi við komu (í kassa) á öllum bæjum er við leiðina liggja. Skriðuhreppur. Póstur verði sendur alla virka daga frá Akureyri með mjólkur bílum og hafi viðkomu (í kassa) á öllum bæjum, er við leiðina liggja. Póstur gangi vikulega frá leiðarenda að Flögu um Staðar tungu, Þúfnavelli og Myrká. Öxnadalshreppur. Póstur verði sendur alla virka daga frá Akureyri með mjólkur bílum, með viðkomu (í kassa) hverjum bæ, er við leiðina liggja. Á sumrin, meðan sérley::- isbílar ganga milli Reykjavíkur og Akureyrar, hafi þeir viðkomu (í kassa) tvisvar í viku á fremstu bæjum í Öxnadal, sem ekki hafa samband við mjólkurflutning- ana. Aðra tíma árs verði póstur sendur vikulega frá leiðarenda mjólkurbíls að Gloppu. Glæsibæjarhreppur. Póstur verði sendur alla virka daga frá Akureyri með mjólkur- DÍlum út um sveitina með við- cornu (í kassa) á hverjum bæ við eiðina. Bæjarpóstur Akureyrar 3eri daglega út póst í Glerár- rorpi. Hrafnagilshreppur. Póstur alla virka daga með mjólkurbílum (í kassa). Saurbæj arhreppur. Póstur alla virka daga með mjólkurbílum (í kassa). Öngulsstaðahreppur. Póstur alla virka daga með mjólkurbílum (í kassa). Siglufjörður. Póstur ganga frá Akureyri til Siglufjarðar sjóleiðis eigi sjaldn- ar en tvisvar í viku. Þegar bíl ::erðir hefjast yfir Siglufjarðar skarð verði póstur sendur dag lega með sérleyfisbílum til Sauð- árkróks. Nefndin leggur áherzlu á, að póstur verði sendur frá Ak- ureyri með hverri ferð flugvélar reirrar, er annast síldarleit frá Siglufirði. — Frá Reykjavík til Siglufjarðar (um Sauðárkrók) gangi póstur a. m. k. tvisvar viku þann tíma, sem Siglufjarð- arskarð er ekki fært. Frá Siglu nesi verði póstur sóttur vikulega til Siglufjarðar. S.-ÞIN GEYJARSÝSLA. Svalbarðsstrandarhreppur. Póstur verði sendur frá Akur- eyri til Svalbarðseyrar alla virka daga með mjólkurflutningatækj- um. Grýtubakkahreppur. Póstur gangi frá Akureyri til Grenivíkur sjóleiðis minnst einu sinni í viku. Þaðan gangi póstur vikulega um Höfða, Laufás, Pálsgerði, Grýtubakka að Greni- vík, með viðkomu á öllum bæj- um, er við leiðina liggja. Aðra vikuna gangi póstur þessi að Framnesi, en hina vikuna að Garði í Fnjóskadal, og mæti þar Garðspósti. Hálshreppur. I Að sumrinu gangi póstur dag- lega milli Akureyrar, Einarsstaða og Húsavíkur með sérleyfisbíl- um. Tvisvar í viku verði póstur sendur á bréfhirðinguna í Skóg- um og í þeim sömu ferðum hafi pósturinn viðkomu (í kassa) á þessum bæjum í hreppnum: Hálsi, Sigríðarstöðum og Birki- hlíð. Þann tíma, sem bílum er ekki fært, gangi póstur vikulega frá Akureyri til Einarsstaða með viðkomu á sömu stöðum. Póstur gangi vikulega frá Skógum að Garði um Hallgils staði, Veizu, Böðvarsnes og Hól, og til baka sömu leið að Böðvarsnesi, þaðan að Drafla stöðum, Dæli, Vatnsleysu, Víði velli, Hrísgerði, Nesi að Skóg- um. Annar póstur (Fnjóskadals póstur) gangi frá Skógum viku- lega að sumrinu, hálfsmánaðar- lega að vetrinum að Sörlastöð- um, með viðkomu á öllum bæj- um., er við póstleiðina liggja, Lj ósavatnshreppur. Pósturinn frá Akureyri til Einarsstaða, er áður getur, hafi viðkomu (í kassa) tvisvar í viku, er sérleyfisbílar ganga, en einu sinni í viku aðra tíma, á þessurn bæjum í Ljósavatnshieppi: Litlu-Tjörnum, Krossi og Holta- koti. Póstur gangi vikulega allt árið frá Fosshóli að Þóroddstað eftir komu aðalpósts frá Einars- stöðum. Þaðan gangi póstur að Björgum vikulega að sumrinu, en hálfsmánaðarlega að vetrin- um. Þegar ferðir sérleyfisbíla verða upp teknar um Köldukinn til Húsavíkur, verði póstur tvisvar í viku (í kassa) þann tíma, er bif- reiðir ganga á alla bæi, er við leiðina liggja. Bréfhirðingin að Þóroddsstað flytjist þá að Gfeigs- stöðum og póstur sendur þaðan vikulega að Björgum. Bárðdælahreppur. Að Fosshóli kemur póstúr frá Akureyri og Einarsstöðum tvis- var í viku að sumrinu og einu sinni að vetrinum, svo sem áður getur. Eftir komu aðalpósts frá Einarsstöðum, gangi póstur vikulega allt árið frá Fosshóli frarn Bárðardal að austan að Svartárkoti, þaðan yfir að Mýri og út dalinn að vestan sömu leið og Bárðardalspóstar hafa áður farið, með viðkomu á öllum bæj- um, er við póstleiðina liggja. Skútustaðahreppur. Mývatnspóstur gangi , frá Reykjahlíð að Einarsstöðum sömu leið og verið hefir tvisvar viku að sumrinu, en einu sinni að vetrinum, ryeð viðkomu (í kassa) á öllum bæjum, er við póstleiðina liggja. Frá Skútu- stöðum gangi póstur vikulega allt árið um Litlu-Strönd, Bald- ursheim, Bjarnastaði, Gautlönd, Arnarvatn, Geirastaði (Hofsstað- ir fá sinn póst þangað), Vagn- brekku, Vindbelg (Neslönd fái sinn póst þangað), Haganes, Álftagerði, að Skútustöðum. Póstur að Stöng og Hörgsdal sé skilinn eftir á Helluvaði, póst- ur að Grænavatni skilinn eftir að Garði og póstur að Gríms- stöðum sé skilinn eftir í Reykja- hlíð. Reykdælahreppur. Póstur gengur frá Reykjahlíð að Einarsstöðum eins og áður segir, með viðkomu á öllum bæjum í Reykjadal, er við póst- leiðina liggja. Laxárdalspóstur gangi sömu leið og verið hefir, vikulega að sumrinu, en hálfsmánaðarlega að vetrinum. Þegar vegurinn lengist fram Laxárdalinn, en leiðin að Einarsstöðum leggst niður. Aukapóstur gangi frá Brún um Víða, Stafn, Stafnsholt og Laugasel, vikulega að sumr- inu, en hálfsmánaðarlega að vetrinum. Póstur gangi milli Einarsstaða og Húsavíkur tvisvar í viku að sumrinu og einu sinni að vetrin- um og hafi viðkomu (í kassa) á þessum bæjum í Reykdæla- hreppi: Glaumbæ, Helgastöð- um, Höskuldsstöðum og Hóla- koti. Frá Einarsstöðum sé póstur borinn út einu sinni í viku allt árið um svæðið frá Laugabóli að Halldórsstöðum. Póstleiðin Fosshóll—Einars staðir leggist niður. Aðaldælahreppur. Póstur gangi milli Húsavíkur og Einarsstaða sem áður segir, tvisvar í viku að sumrinu, en einu .sinni að vetrinum, með viðkomu (í kassa) á öllum bæj- um, er við póstleiðina Hggja. Póstur gangi frá Húsavík að Grenjaðarstað tvisvar í viku að sumrinu og einu sinni í viku að vetrinum. Eftir hverja póstferð verði póstur sendur að rjómabú- inu að Brúum og dreift þaðan í sambandi við rjómaflutninga. Frá Húsavík verði póstur sendur tvisvar í viku að sumrinu og einu sinni að vetrinum í sam bandi við rjómaflutninga að Núpsvöllum og Húsabakka Skriðúhverfi. Fafli rjómaflutn ingar niður einhvern tíma árs- ins, verði póstur sendur á þessa bæi frá Syðra-Fjalli. Frá Laxamýri verði póstur sendur vikulega allt árið um Sílalæk, Sand, Hraunkot að Hellnaseli. Hvammapóstur legg- ist niður og Sandsbæjar- póstleið breytist, sem að framan greinir. Reykjahreppur. Póstur verði sendur frá Húsa vík að Hveravöllum tvisvar í viku að sumrinu, en einu sinni að vetrinum í sambandi við rjómaflutninga og hafi viðkomu (í kassa) á öllum bæjum sveitar- innar. Húsavík. Frá Akureyri til Húsavíkur gangi póstur daglega þann tíma, sem áætlunarbílar ganga á milli, og aðra tíma eigi sjaldnar en vikulega. Póstur komi með skip um til Húsavíkur eigi sjaldnar en tvisvar í mánuði allt árið. Flateyjarhreppur. Póstur gangi frá Húsavík til Flateyjar vikulega að sumrinu, en hálfsmánaðarlega að vetrin- um. Frá Flatey verði póstur sendur hálfsmánaðarlega að! Brettingsstöðum og Þöngla- bakka. T j örneshreppur. Að sumrinu gangi póstur vikulega frá Húsavík að Máná, með viðkomu á öllum bæjum við póstleiðina. Að vetrinum, þegar bílar fara ekki Reykja- heiði, fer póstur hálfsmánaðar- lega frá Húsavík fyrir Tjörnes að Víkingavatni, með viðkomu á öllum bæjum, er við póstleið- ina Hggja. N.-ÞINGEYJARSÝSLA. Kelduneshreppur. Póstur gangi frá Húsavík að Kópaskeri tvisvar í viku þann tíma, sem bílum er fært yfir Reykjaheiði, og hafi viðkomu (í kassa) á þeim bæjum í hreppn- (Framhald á 5. síðu). Dreifing iðnaðarins Enska blaðið Spectator skrifar þannig nýlega um flóttann úr sveit í bæ og gagnráðstafanir: í meira en hálfa aðra öld hafa meginstraumar fólksflutninga í Bretlandi legið frá sveit í bæ og á síðari árum frá minni borgun- um til þeirra stærri, sérstaklega til Lundúna. Það er kominn tími til að gera hér skipulega breytingu á. Nokkur hluti þessa tandamáls, nánar tiltekið dreif- ing iðnaðarins, er tekin til með- ferðar af nefnd, sem að ósk Eng- landsbanka tók að sér að ránn- saka um möguleika á flutningf starfsliðs og skrifstofa ýmsra stórfyrirtækja burt úr Lundúna- borg og öðrum stærstu borgum landsins. Brottflutningur af styrjaldarvöldum hefir kennt okkur margt í þessum efnum. í áliti nefndarinnar segir, að dreif- ing margra iðn- og verzlunar- greina sé hvort tveggja möguleg og nauðsynleg. Fólksflutningur- inn suður á bóginn á undan- gengnum áratugum hefir. eink- um stafað af því, að nýjar iðn- greinar hafa mjög flutzt til Lundúna og nauðsynin á skyn- samlegri dreifingu þessara iðn-* greina hefir þegar verið viður- kennd í áliti stjórnskipaðrar nefndar. Álit nefndarinnar sýn- ir, að engin frambærileg ástæða er fyrir því, að London sé svo þéttskipuð að þessu leyti. Vita- skuld eru mörg fyrirtæki og skrifstofur sem verða að vera þar, svo sem Kauphöllin, Eng- landsbanki og Utanríkisráðu- neytið, en mörg önnur, sem eins vel mættu eiga heima utan stór- borganna eins og í þeim. Nefnd- arálit þetta sýnir, að nauðsyn- legt er að skipuleggja dreifingu verzlunarfyrirtækja um landið, jafnframt því sem dreifing iðn- greinanna er ákveðin. Austfirðingafélag á Akureyri Þann 21. þ. m. var stofnað að fullu Austfirðingafélag hér í bænum er nefnist Austfirðinga- félagið á Akureyri. Er tilgangur félagsins sá, að hlynna að menn- ingarmálum er sérstaklega varða Austfirðingafjórðung, í samstarfi við annan slíkan félagsskap, sem þegar liefir verið stofnaður og stofnaður kann að verða í öðr- um landshlutum. Þá mun félag- ið halda árlegt Austfirðingamót hér í bænum, og. e. t. v. fleiri mannfundi í kynningarskyni fyrir Austfirðinga. — Stjórn fé- lagsins skipa: Bjarni Halldórsson, Björgvin Guðmundsson, Jónas Thordarson, Stefán Guðnason, læknir og Þorst. M. Jónsson, skólastj. Þeir, sem hafa í hyggju að ganga í þennan félagsskap, geta gefið sig fram við einhvern þess- ara manna, er geta gefið allar upplýsingar varðandi félagið og tilgang þess.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.