Dagur - 14.12.1944, Blaðsíða 7

Dagur - 14.12.1944, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 14. desember 1944 D A G U R '7 Reykjavíkurvaldið í þinginu stöðvar áburðar- verksmiðj urnál ið Framhald af 1. síðu áburðarverksmiðja, sementsverk- smiðja og lýsisherzlustöð". Til Jress tíma hafði það engan veg- inn þótt svo sjálfsagt, að þessi fyrirtæki öll yrðu sett einmitt þar, þótt enginn neitaði nauðsyn þess, að þau kæmust á fót eins fljótt og auðið væri. Þegar svo fyrrv. atvinnumálaráðherra hóf raunhæfan undirbúning málsins og fékk hingað sérfræðing frá er- lendu fyrirtæki, sem alheims við- urkenningu hefir í þessari fram- leiðslugrein, hóf Morgunblaðið hvatvíslegar árásir á hann, m. a. fyrir Jrað, að hann skyldi láta sér detta í hug, að verksmiðja þessi „riíi upp“ annars staðar en í Reykjavík. Fór blaðið þá hinum háðslegustu orðum um þá fjar- stæðu, að nokkur skyldi láta sér til hugar korna, allra sízt ráð- herra, að verksmiðjan yrði reist á ,,útskækli“ norður í landi. Þessi nafngift blaðsins á höfuðstað Norðurlands vakti og mikla at hygli hér um slóðir, og mun áreiðanlega hafa átt sinn Jrátt þeirri vakningu, sem er að verða víðla um byggö'ir landsins til varnar gegn „útskæklasjónar- miðum“ Reykjavíkurvaldsins og til eflingar á vörn byggða og bæja fyrir sókn Reykjavíkur í öllum fjár- og viðskiptamálum. í þessu blaði hefir því jafnan verið haldið fram, í sambandi við áburðarverksmiðjumálið, að reisa beri verksmiðjuna þar á landinu, sem sannanlegt væri að hún væri bezt sett með tilliti til stofnunar og reksturs hennar. Álitsgerð sérfræðinganna og und- irbúniingur málsins. Þegar þing kom saman í haust flutti fyrrv. atvinnumálaráð- herra frumvarp um áburðag- verksiniðju, sem grundvallað var á áætlunum og álitsgerðum þeim, sem sérfræðingar og verk- fræðingar, erlendir og innlendir, höfðu gert, og fylgja þessi skjöl frumvarpinu. Þar er gert ráð fyr- ir, að ríkið láti reisa áburðar- ■verksmiðju og tryggi henni jafn- framt nægilega rafmagnsorku til vinnslunnar. Stjórn verksmiðj- unnar skipa 3 menn. Velur stjórn Búnaðarfélags íslands einn þeirra, stjórn S. í. S. annan og landbúnaðarráðherra skipar hinn þriðja. Stjórnina skal skipa í fyrsta sinn, þegar eftir að frum- varpið er orðið að lögum og skal stjórnin ákveða hvar verksmiðj- an skuli reist. — í álitsgerð hins ameríska verkfræðings segir m. a. að af þeim stöðum, sem. skoðaðir smiðjunnar fyrir augum, komi smiðjunnar fyrir augum komi einkum til greina Oddeyri á Norðurlandi og nágrenni Elliða- ár á Suðurlandi. Segir svo orð- rétt um þessa staði í álitinu: Oddeyri við Akureyri virðist bezti staðurinn á Norðurlandi. Raforka er fáanleg frá Laxár- stöðinni um 43 km. raflínu, ef lögð er 1 km. leið yfir höfnina, eða 63 km. línu, ef lögð er fyrir fjarðarbotn. Er áætlað, að 5700 árskw. fáist til viðbótar í rafstöð- inni með Jrví einuaðtvöfaldanú- verandi vantspípur og bæta við vélum án breytinga eða viðbóta á stíflunni. Einnig er áætlað, að meir en 70000 kw. megi virkja á þessu svæði. Stórt, flatt lands- svæði er fyrir hendi, og er Jrað nógu stórt fyrir áburðarverk- smiðju og allar viðbyggingar. Jarðvegur er aðallega sandur og möl og er sagður hafa um 4 smá- lesta burðarþol á ferfet. Norðan- og sunnanvindar eru algengastir og hámarksvindhraði talinn 50 metrar á sekúndu. Mesti meðal- kuldi að vetri er -4- 20° C, og .mesti kuldi hefur mælzt -4- 30° C. Frostdýpt er unr 4 fet. Verksmiðjustæðið liggur við höfn, sem venjulega er opin allt árið. Mælingar sýna 20 feta dýpi 90 fet frá f jöru. Hægt er að nota bryggju, sem þar er til, og ef ósk- að yrði, mætti byggja aðra til að tryggja útskipun framleiðslu- Aöru beint frá verksmiðjunni. Glerá hefur lágmarksvatns straum 600—700 lítra á sekúndu, og er það meir en nóg fyrir verk- smiðju þá, sem ráð er fyrir gert. Vatnshiti fer að sumri ekki fram úr 5° C., og að undanteknum fáeinum leysingadögum á ári er vatnið hreint og ógruggað. Nægi- legt kælivatn má leiða inn verksmiðjuna úr Glerá með km leiðslu í litla stíflu, er liggur 38 metrum yfir verksmiðjustæð inu. Elliðaárstöðin er álitinn bezti staðurinn á'Suðurlandi. Raforku mætti fá úr Sogsstöðinni um 46 km raflínu. Nauðsynlegt væri að ljúka við stækkun Ljósafoss- stöðvarinnar og virkja efra hluta Sogs með stöð milli Þingvalla- vatns og Úlfljótsvatns. Landrými er nóg fyrir hina fyrirhuguðu stöð ásamt stækkun Jarðvegur er blágrýtisklöpp með burðarþoli talsvert yfir 4 smál á ferþumlung. Nauðsynlegt mun vera að grafa 4 fet í jörð. út af sprungum í klöppinni. Ótak rnarkað kælivatn og vatn til iðju má fá úr Elliðaám. 25 metra fal fæst sé vatnið tekið úr stíflunni 1 km frá stöðinni. Vatnið er sag alveg hreint og að hitastigi 2—6° C. Mesti vindhraði er áætlaður 50 m á sek., og aðalvindáttir eru suðaustan og vestan. Mesta kuldastig hefur mælz -4- 32° C og lægsti meðalkuldi -4- 17° C. Eins og séð verður af Jressu gerir hinn erlendi verkfræðing ur ekki upp á milli þessara staða beinlínis með þessum orðum En frumvarpi atvinnumálaráð herra fylgdu og álitsgerðir þeirr Steingr. Jónssonar rafmagns stjóra og Árna Pálssonar verk fræðings um möguleika til aukn ingar á rafvirkjun Sogs annar vegar og Laxár hins vegar. Laxárvirkjunar til þessara fram- kvæmda, en Sogsvirkjutjarinnar. Frá Laxárstöðinni mundi á- burðarverksmiðja geta fengið keypta raforku fyrir 140—150 krónur árskw. á móti ca. 350 krónum á ársktv. frá Sogsvirkj- un. Er hér um gífurlegan mis- mun að ræða. í þessu mjög mikilvæga atriði er hlutur Norðurlandsins því stórum betri og virðist ekki hafa verið auðvelt fyrir Jringmennina að ganga fram hjá Jressári hlið ntálsins. Þá kemur og í ljós, af ástæðum hins ameríska verk- fræðings, að verksmiðja á að geta borið sig á Jreim grundvelli, að verð áburðarins verði þriðjungi lægra en nú hefur verið um hríð. Eru því yfirskin^stæður stjórn- arflokkanna að Jressu leyti hlægj- legar. Af þessum álitum er ljóst, að stórkostlegur munur er á því hve hagkvæmara er að auka orku en Tegund áburðarins. í eldhúsdagsumræðunúm frá Alþingi, var það gert að Grýlu sambandi við málið, að hinn nýji áburður væri „sprengiefni", sem hlypi í kökk, þegar minnst vonum varði, og væri efni Jaetta algjörlega óþekkt til áburðar hér landi „og á Norðurlöndum". Var það fjármálaráðherrann sem var látinn halda þessum vís- dÓmi fram. Hvað segja sérfræð ingar um Jretta? í greinargerð hins ameríska verkfræðings eru talin upp 36 fyrirtæki víðs vegar um heim, sem framleiða sams tonar áburð og með sömu að- ]:erð og lagt er til að notuð verði hér, þar á meðal hjá Norsk Hydro á Notodden í Noregi. Ummæli f jármálaráðherrans um hið gagnstæða eru því vísvitandi blekking. Með frumvarpinu fylg- ir og álit Björns Jóhannessonar verkfræðings „um áburðarteg- undina ammoníumnítrat". Þar segir svo m. a,: Notagildi ammóníumnítrats sem áburðar er ekki minna en notagildi ammóníum súlfats og saltpéturs á hverja einingu köfn- unarefnis, og er full ástæða til að ætla, að það gildi jafnt á ís- landi sem annars staðar. í fjölda tilfella verður ekki gert upp á milli þessara þriggja áburðar- tegunda. Þær varúðarráðstafan ir gegn amruna, sem hér eru notaðar, grundvallast á því að koma efn- inu í perluform og þekja síðan hverja perlu eða pillu með næf- urþunnu lagi af petrolatum- rósín-parafíni eða með fíngerðu dusti. Þannig myndast einangr- andi lag á snertingar punktum perlanna. Sé um góð geymsluskilyrði og um- skamma geymslu að ræða, þykir ekki nauðsynlegt að bæta í fram andi efnum. Það dust, sem notað er, er annað hvort kaólín eða kís ilgúr, en aðrar fíngerðar leirteg undir ættu að geta kornið til mála. í sumum tilfellum er leir- áburðar. Ef slík meðferð reynist nauðsynleg heima, Jryrfti auð- vitað að flytja parafínið inn og ef til vill leirdustið. Það er Jró mögulegt, að heima séu lög af rtægilega fíngerðum kísilgúr- eða kaólínjeir, og munu jarðfræð- ingarnir heima vera rnanna fróð- astir í þessu efni. Um isamrunahættuna segir svo: Full reynsla er enn ekki feng- in fyrir því, hve langa geymslu hin ýmsu preparöt ,sem nú eru á markaðnum, þola við breytileg geymsluskilyrði. Þó er vitað, að þau hafa ekki runnið saman við geymslu í a. m. k. fjóra vetrar- mánuði í mið- og norðurhluta Bandaríkjanna. Loftslag hefir, sem gefur að skilja, geysileg áhrif á það, hve lengi má geyma Jrennan áburð, án þess að hann renni í hellu. Það er stórum erfiðara að geyn hann í heitu, röku loftslagi en i köldu loftslagi. Rakastig loftsins er ekki réttur mælikvarði í þessu sambandi. heldur frernur „absolut" vatnsgufuþrýstingur loftsins. Heitt loft, sem er ekki mettað vatnsgufu, getur haft stórum hærri vatnsgufuþrýsting kaldara loft, sem er mettað. Auk Jressa hefir hiti bein áhrif, þar sem hraði allra efnabreyt- inga eykst að mun við aukinn hita. Þetta er nefnt til að ge það ljósara, að loftslag á íslandi er rnjög hagstætt fyrir geymslu ammóníumnítrats, miðað við flesta staði aðra, jafnvel þó að rakastig (ekki nauðsynlega vatns- gufuþrýstingur) loftsins sé oft hátt, einkum á Suðurlandi. (Let urbreyting Dags). í þessu sambandi er rétt að benda á, að það hefir sáralitla breytingu á verksmiðjunni í för með sér, hvern veg haganlegast reynist að verja áburðinn gegn því að hlaupa í hellu. Ef blanda þarf í framandi efnurn, krefur jrað aðeins smávegis viðbótar og aukins vinnuafls. Ef svo ólíklega eynist, að ekki takist að ,þreparera“ áburðinn viðunan- ega með aðferðum Jreim, sem fyrr er getið, má alltaf grípa til aess að framleiða nitrochalk (ammóníumnítrat + kalsíum- karmónat), og krefur það við- bótar, en ekki annarra breytinga Eftir Jrví sem eg get bezt séð af uppkasti verkmiðjunnar, þá er hlutunum Jrar skynsamlega kom ið fyrir, enda er Chemical Con struction Corporation betur trú- andi til slíkra hluta en flestum öðrum, Jrar sem þeir hafa mikla reynslu að baki sér í þessunt efn- tegundunum aðeins bætt í, i öðrum tilfellum bæði parafíni og leir, og áætluðu verkfræðing- arnir hjá Chemical Construction Corporation, að aukakostnaður við slíkt gæti numið allt að fimm dollurum á hvert tonn vill eitthvað af efnum til að hindra samruna áburðarins, þá virðist tilveruréttur verksmiðju sem þessarar hafa óvenjulega heilbrigðan grundvöll frá hag- fræðilegu sjónarmiði. Næturrafmagnið og hagsmunir Reykjavíkur. Það er augljóst af skrifum Morgunblaðsins, að ýmsir ráða- menn í höfuðstaðnum hafa látið sig dreyma um það, að jafnframt því, sem áburðarverksmiðja „risi upp“ Jjar í nágrenninu, til hags- bóta m. a. fyrir bæjarfélagið í heild, gæti liún orðið gxóða- fyrirtæki fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Til þessara vona má rekja þá hugmynd Morgun- blaðsins, að hentast muni að nota rafmagn frá núverandi Sogsvirkjun til reksturs verk- smiðjiinnar. Verkfræðileg rann- sókn á þessu atriði málsins hef- ur leitt í ljós, að með því að haga byggingu verksmiðjunnar þannig, gæti hún ekki orðið nógu stór til þess að fullnægja þörfurh landbúnaðarins, og á- burðurinn yrði þar af leiðandi dýrari en ella. Um þetta segir ameríski verkfræðingurinn í á- liti sínu: Umsögn William Rosenblooms urn notkun næturrafmagns. Mér er tjáð, að framleiðandi rafklofakerfa hafi lagt til, að þér notuðuð næturorku, sem til er umfram eftirspurn i Reykjavík, til framleiðslu þess vatnsefnis, er með þarf til framleiðslu á áburði úr köfnunarefni, og að beiðni yðar hef ég athugað þann mögu- leika. Ég sé, að alls eru 40000 kwst. á sólarhring fyrir hendi með þessu móti, og yrði að nota ork- una á 12 klst. tíma. Mesta álag er 7000 kw. og minnsta 0. Hægt er að nota þessa orku til vatnsefnisframleiðslu, hvaða vatnsenfissellur sem notaðar eru, með því að byggja nógu stóran geymi til að geyma vatnsefni, er framleitt yrði á 12 stundum, til 24 stunda. Þessi hugmyncl er ekki framkvæmanleg, því að: a. Óvíst er, hvort þetta orku- magn verður fyrir hendi í þessu skyni að 2—3 árum liðnum. Ef gert er ráð fyrir 85% b. þessi ís- Ennfremur segir lenzki verkfræðingur: Samkvæmt sögn verkfræðinga þeirra, sem ég hafði tal af, eru engir sérstakir erfiðleikar í sam bandi við framleiðsluna. Króm- nikkelstáltegundir, sem þola ammóníumnítrat, svo að áratug um skiptir, eru nú framleiddar, en áður fyrr var aðalvandamálið að fá efni, sem stæðist heita upp- lausn af ammóníum-nítrati. Þar sem ekki þarf að flytja inn önnur hráefni en poka og ef til er notum, er aðeins hægt að framleiða 3150 kílósmálest- ir nítrókalks, og er það ekki nóg til að fullnægja eftir- spurn. c. Verksmiðja, sem aðeins framleiddi 3150 smálestir, mundi kosta miklu meir á smálest hverja en 6000 smá- lesta verksmiðja. Kostnaður verksmiðjunnar, sem kall- aður er „heildarkostnaður á árleg eftirköst" mundi verða 109% hærri fyrir fyrr- nefnda verksmiðju. d. Rekstrarkostnaður á smá- lest (að meðtöldu ódýru raf- magnifyrir 3150 smál. verk- smiðjuna) yrði 23% hærri fyrir minni verksmiðjuna. e. Ef gert er ráð fyrir 10% straumbreytitapi og meðal- voltatapi 2,25 volt á sellu, mundi þurfa svona margar 10 000 amp. sellur til að notfæra 7000 kw: (Framhald á 8. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.