Dagur - 14.12.1944, Blaðsíða 5

Dagur - 14.12.1944, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 14. desember 1944 D A G U R 5 Leikfélag Akureyrar: Leynimel 13 Glettur í þremur þáttum eftir „Þrídrang“ Leikfélag Akureyrar liafði frumsýningu á gamanleiknum Leynimel 13 sl. laugardagskvöld. I'ormaður L.' A., Guðmundur Gunnarsson, hefir leikstjórn í hendi, og virðist hafa staðið vel undir þeim vanda. Um leikritið sjálft er það að segja, að það er allsniðuglega samansettur þvætt- ingur, víða skoplegur, en annars staðar nokkuð rustafenginn. Ber það á sér glöggt ættarmót hinn- ar algengustu tegundar íslenzkr- ar skoplistar, sem er kaldranaleg nokkuð og óhefluð, en getur ver- ið beinskeytt og meinleg, þegar því er að skipta. Atburðarásin er hröð og „spennandi“, svo að öllu samanlögðu mun leikurinn prýddur flestum þeim kostum, er gera slíka tegund „skáldskap- ar“ vinsæla og eftirsótta á leik- sviðinu af öllum almenningi. Svo reyndist þetta í höfuðstaðn- um, þegar „Leynimelur 13“ var þar á döfinni og fyllti leikhúsið kvöld eftir kvöld um langt tima- bil. Og svo mun þetta og reynast hér, ef að líkum lætur. Þetta er að vissu leyti eðlilegt og mann- legt. „Hressandi hlátur lengir lífið“, stendur þar, og skemmti- leg vitleysa getur stundum átt allt eins mikinn rétt á sér til dægrastyttingar eins og leiðinleg „andlegheit". Fyrirferðarmesta hlutverk leiks- ins, Kristófer Madsen klæðskera- meistara, leikur Jón Kristinsson. Fer itann víðast mjög snoturlega með það og sums staðar tekst honum sériega vel upp. Jónína Þorsteinsdóttir leikur garnla unnustu'’hans, núverandi miðil og þúsundþjalasmið. Er leikur frúarinnar ágætur, öruggur, hvatvís og fjörlegur. Þórir Guð- jónsson leikur Svein Jón Jóns- son skósmið, óheflað svaða- menni, og sýnir hann mjög skop- lega og trúlega, svo sem vænta mátti, þegar Þóri tekst upp. Kriistín Konráðstlóttir sýnir kerl- ingu skósmiðsins, kátlega „halle- J lúja“persónu, með góðum til- þrifum á köflum. Freyja Antons- dóttir fer vel og skoplega með hlutverk tengdamóður klæð- skerameistarans, en sannasta og fyrirhafnarminnsta „komik“ sýndi þó Snorri Lárusson í hlut- verki Ferdinants Hekkelfeldts stóreignamanns, snyrtilegs gam-_ almennis, sem kann illa ónæðinu á heimilinu, gerist úrillur á köflum og talar þá ósvikna ,,prentsmiðjudönsku“, sem mikil unun er á að hlýða. — Jón Björnsson sýnir drykkjusvolann Togga skáld alleðlilega og sórna- sanrlega, en heimilislæknirinn er frernur dauflega leikinn af Helga Agústssyni, og gervi hans er af- leitt. Björgu Baldvinsdóttur hef- ir stundum áður tekizt betur upp en í hlutverki-þernunnar, enda gefur það ekki sérlega mik- ið færi á sterkunr leik. Sama má segja um hlutverk ungfrúarinn- ar, dóttur miðilsins, senr leikin er af Önnu Tryggva, og hlutverk heildsalans, sem Ingólfur Krist- •insson leikur snoturlega. Til- koma nokkurra smábarna á svið- inu er ekki heppileg frá lröfund- anna lrendi. Kristján S. Sigurðs- son fer nreð smálrlutverk og loks leikur Guðrún Oddsdóttir hús- freyjuna, senr sjaldnast er lieima. Er hún ásjáleg á sviðinu og leik- ur smekklega eftir atvikum, en gefst ekkert tækifæri til veru- legra tilþrifa, fremur en ýmsum hinna leikendanna. Að öllu sam- anlögðu er sýningin vel heppn- uð á sína vísu, enda verður þess ekki krafizt nreð neinni sann- girni, að leikfélagið hafi stórum hópi verulega smellinna og þjálf- aðra skopleikara á að skipa. Ahorfandi. I ÞYZKALAND 1944. Þýzk kona viff rústir heimilis síns. — Þessi mynd frá Aachen er táknræn um ástandið það er ,foringinn“ hefir leitt yfir þjóð sína við árslok 1944. Nauosynlegt að koma á fót uppeldis- stöð fyrir trjáplöntur Garðyrkjuráðunautur bæjarins, Edrvald B. Malmquist lrefir rit- að bæjarstjórninni bréf um skortinn á trjáplöntum og ráð- stafanir til úrbóta. Segir í bréf- inu: — Vegna tilfinnanlegrar vönt- unar á trjáplöntum og fjölærum jurtum yfirleitt, til gróðursetn- ingar í bænum, eru það tilmæli mín, að þér, herra bæjarstjóri, hlutist til um, að útvega land- rýrni allt, að V2 til 1 ha„ þar sem hægt er að ala upp píöntur fyrir bæinn og bæjarbúa. Ennfremur að leita álits bæjarstjórnar, hvort fært þyki að bæirnn starfræki eða styrkti slíka uppeldisstöð. Til frekari skýringar skal tek- ið fram eftirfarandi: 1. Sá trjágróður, sem hægt er að fá frá Skógræktarstöðvum rík- isitts, er það lítið ntagn, að það fullnægir ekki helming eftir- spurnar og auk þess aðeins hægt að fá 10 til 15 cm. stórar plöntur, og þó að svo smáar trjáplöntur séu sæmilega öruggar til fram- haldsvaxtar, ef þeirn er plantað í skjól og á vel afgirt svæði, þá einmitt hefir reynslan sýnt, að fólk hefir ekki aðstöðu til að hlúa að og notfæra sér þessar plöntur þannig að til prýðis vetði. Þessar tvær orsakir, of lítið magn og smávaxnar plöntur, er eiiaust ástæðan til þess, að þrátt fyrir mikinn áhuga fólks að fegra í kringum hús sín, þá samt sem áður er enn ekki viðunandi trjá- gróður nema við 32 hús af hverj- um 100 hér í bæ. 2. Garðræktin, eða sem hér um ræðir, trjáræktin, þarf ekki að- eins aukningar við, heldur og viðhald, það getur því verið rnjög tilfinnanlegt fyrir bæinn (vegna Lystigarðsins) og bæjar- búa, að geta ekki fengið stærri tré í stað þess, sem hefir brotnað eða á annan hát eyðilagst t. d. úr 2 til 5 inetra hárri trjáröð. Mín hugmynd er, að þessi gróðurreitur í framtíðinni geti afgreitt m. a. eitthvað af stærri trjám til viðhalds, þegar um af- föll er að ræða. 3. Urn kostnaðarhlið þessa máls er sjálfsagt ekki fært að segja, fyrr en ákveðið hefir verið um stærð stöðvarinnar og kunn- ar eru þær aðstæður, er geta breytt allverulega um stofnkostn- að. Eftir 4 til 6 ár má gera ráð fyr- ir, miðað við eftirspurn og til- svarandi verðlag og nú er á plöntum, að uppeldisstöð, sem afgreiðir 2 til 4000 plöntur ár- lega muni örugglega bera sig. — Nýkomið: Ensk fataefni Smókingskyrtuhnappar Kjólskyrtuhnappar Ermahnappar Púðurdósir Dömuhringar Myndarammar Leikaramyndir Ennfremur allskonar Fjöldi bóka bætist nú daglega að kalla á markaðinn, enda keppast bókaútgefendur við ið koma bókum sínum á framfæri í tæka tíð fyrir jólin. Bókagjaíir eru nú mjög í tízku, og er það vel, því að fáar tækifæris- gjafir eru menningarlegri eða skemmtilegri en vel valdar bæk- ur. — Blaðinu hafa borizt all- margar bækur til umsagna, en því miður er þess enginn kostur að gera þeim nokkur rækileg skil að þessu sinni, en e. t. vr verður sumra þeirra getið nokkru nánar síðar. — Bókaút- gáfan Norðri sendir frá sér geysistóra og myndarlega bók, skáldsöguna „Glitra daggir, grær jold“, eftir sænsku skáldkonuna Margit Söderholm, í íslenzkri þýðingu eftir Konrdð Vilhjdlms- son. Saga þessi hluta hæstu bók- menntaverðlaun, sem veitt voru í Svíþjóð áríð 1943, — 25 þús. krónur — og vakti mikla athygli á öllurn Norðurlöndum. Þetta er sveitasaga frá Helsingjalandi og gerist fyrir og um miðbik 19. aldar. Hún er stórbrotin um efni og efnismeðferð, rómantfsk í aðra röndina, en raunsæ og nú- tímaleg í hina, full af æfintýra- legum og „spennandi" viðburð- iim, þrungin ístríðum og mjkl- FRÁ BÓKAMARKAÐINUM um örlögum og sögð með smit- andi frásagnargleði, skáldlegum tilþrifum og leikandi stílgáfu. Skjaldarútgdfan gefur út skáld- söguna „Móðirin“ eftir Nóbels- verðlaunahöfnndinn Pearl S. Buck, í þýðingu frú Maju Bald- vins. Frú Buck er áður kunn ís- lenzkum lesendum af sögunum „Gott land“ og „Austan vindar og vestan“, sem náð hafa mikilli útbreiðslu og vinsældum liér á landi. „Móðirin" mun ekki spilla fyrir þessum maklegu vin- sældum hinnar ágætu skáld- konu. Þetta er skemmtileg og einkar hugþekk saga, er bregður upp skýrri mynd af lífi bænd- anna í kínversku sveitaþorpi og örlögum aðalsöguhetjunnar, móðurinnar, í blíðu og stríðu, ástum og hatri, sorg og gleði. — Prentstofan „ísrún“ á ísafirði, sendir frá sér fjórar bækur, og skal þar fyrst nefna stórt smá- sagnasafn, „Förunautar“, eftir Guðmund G. Hagalin. Er það 21. bók höfundarins og, að sögn, stærst þeirra allra. Hefir hún inni að halda níti smásögur — . ! og er þó ein þeirra, „Kirkju- ferðin“, raunar ekkert smásmíði — á lengd við Iieila skáldsögu. Sögur þessar eru mjög fjölbreytt- ar að efni, gerast í sveit og við sjó, sumar á seinustu árum, aðrar fyrir nokkrum áratugum. Allar eru þær auðkennilegar fyrir höfundinn, hressandi og gamansamar, ritaðar af stíl- þrótti, mælsku og ódrepandi fjöri. — Önnur í röðinni af bók- um „ísrunar“ er „Gullkistan", endurminningar Arna Gislason- ar um fiskveiðar við ísafjarðar- djúp árin 1880—1905 með löng- um og fróðlegum formála eftir Arngr. Fr. Bjarnason, er búið hefir bókina undir prentun. I bók þessari er mikill þjóðlegur fróðleikur og skemmtun, enda er höfundurinn greindur maður og minnugur, er' hvergi mun viljandi halla réttu máli. Segir hann og ljóst og skemmtilega frá viðskiptum sínum óg annarra við Ægi karl. Er að bók hans góður fengur. Allmargar myndir af mönnum og skipum prýða ritið. — Þá er að qefna „Töfrn- gripinn“ eða Söguna af Fold Röðulsdóttur, eftir Guðmund E. Geirdal. Er þetta æfintýri handa börnum og unglingum, þar sem höf. leitast við að skýra og rekja jarðmyndunarsöguna á skáldlegan og skemmtilegan hátt. Dr. Helgi Péturss ritar nokkur formálsorð fyrir kver- inu, þar sem hann mælir með þessari tilraun til ,,að vekja á- huga æskulýðsins á þessari miklu sögu, og ætti því fremur að mega vænta árangurs, sem höfundurinn er bæði góður maður og gott skáld, og barna- |vinur....“, segir þar, og ætti ! dr. Helgi gjörla að vita, hvað J hann syngur í þessum efnuin. — Loks gefur ísrún út unglinga- söguna „Út vil eg — út....“ eftir norska rithöfundinn Ragn- ar Arntzen. Segir þar frá ung- um Norðmanni, er fór að heim- an í atvinnuleit, og fékk fast starf í námabæ í Norður-Noregi. Segir frá för hans þangað og dvöl hans þar, daglegu lífi náma- mannanna, störfum, ástum og æfintýrum. Bókin er rösklega rit- uð og skemmtileg fyrir unglinga. Gunnar Andrew hefir þýtt hana á íslenzku. — Allar eru bækur þessar snotrar og vandaðar að frágangi. * J. Fr. leikföng í miklu úrvali ÁSBYRGI, Skipag. 2 Kjólföt á fremur háan en grannan mann til sölu í Gufilpressun Akureyrar. Skákþing Norðlendinga hefst á Akureyri miðviku- daginn 27. desember n. k„ kl. 20. Teflt verður í Hótel K. E. A. Tapazt hefir frá Ásláksstöðum í Hörgárdal líklega á Akureyri, tík ljósgul að lit með dökkt trýni. Gegnir nafninu Trýna. Sá, er verða kynni var við hana, er vinsam- lega beðinn að gera undirrit- uðum aðvart. / Axel Björnsson, Ásláksstöðum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.