Dagur - 25.01.1945, Page 4
4
DAGUR
Fimmtudaginn 25. januar 1945.
DAGUR
Ritstjóri: Haukur Snorrason.
Afgreiðslu og innheimtu annast:
Marinó H. Pétursson.
Skriístofa við Kaupvangstorg. — Sirni 96.
Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi.
Árgangurinn kostar kr. 15.00.
Prentverk Odds Bjömssonar.
Samtök fjórðunganna.
j DAG birtist hér í blaðinu Svarp Irá nefnd
þeirri, er fundur presta og leiknianna í Norð-
lendingafjórðungi kaus sl. haust til þess að vinna
að auknu samstarfi milli héraða og bæja liér
norðanlands um ýmis menningar- og skipulags-
mál fjórðungsins. Er í ávarpi þessu skorað á
sýsluneíndir og bæjarstjórnir á Norðurlandi að
efna árlega til fulltrúafundar, ljórðungsþings, er
fjalli um sameiginleg áhuga- og hagsmunamál
þessara aðilja, geri um þau ályktanir og hafi for-
göngu um framkvæmdir og úrlausnir þeirra.
Mun hér um svipuð samtök og skipulagningu að
ræða eins og bæði Vestfirðingar og Austfirðingar
hafa þegar komið á laggirnar í sínum fjórðung-
um, enda mun það samstarf hafa gefizt vel og
borið nú þegar nokkurn markverðan árangur.
j JPESSU SAMBANDI rifjast það upp fyrir
mönnum, að allsterkar raddir liafa á síðustu
tímum heyrzt úr ýmsum áttum, er krafizt hafa
aukins réttar héraða og landsfjórðunga til sjálf-
stjórnar og íhlutunar um sín eigin málefni. Er þá
að sjálfsögðu gert ráð fyrir því, að valdsvið Al-
þingis og ríkisstjórnar ’ þrengist að sama skapi,
þótt auðvitað verði ekki hjá því komizt, að þeir
aðiljar liafi eftir sem áður yfirstjórn og úrskurð-
arvald í liinum stærri málum og öllum þeim at-
riðum, sem sameiginleg eru fyrir þjóðarheildina
alla. Er hér að vissu leyti stefnt aftur í sömu átt
um skipulag og verkaskiptingu milli héraða-
stjórna og ríkisvalds eins og og tíðkaðist hér á
landi til forna — á blómaskeiði hins fyrra íslenzka
þjóðveldis. Ekki er alls ólíklegt, að slíkt samstarf,
sem nefndin stingur nú upp á að reynt verði og
áður er getið, gæti orðið vísir markverðra skipu-
lagsbreytinga í þessa átt. Og vissulega myndi
aukin samvinna milli hinna einstöku héraða- og
bæjarstjórna í hverjum landsfjórðungi aðeins
leiða til góðs og þyrfti á engan hátt að veikja
náuðsynlega einingu ríkisvaldsins og samstöðu
allra landsmanna, þegar til kasta sameiginlegra
átaka og skipulagningar kæmi.
J^LLAR UMRÆÐUR og framkvæmdir, er
hníga í þessa átt, eru auðvitað fyrst og fremst
sprottnar af þeirri rót, að augu æ fleiri manna í
landinu eru að opnast fyrir hættum þeim, sem
þjóðfélaginu eru búnar af sívaxandi ægivaldi,
áhrifum og sérréttindum höfuðstaðarins í öllum
málefnum ríkisins að kalla. Hinn sívaxandi
mannfjöldi í Reykjavík í hlutfalli við aðrar
byggðir landsins var einn út af fyrir sig ærin
ástæða til, þess að auka þessar hættur, auk þess
sem höfuðborgaraðstaðan — aðsetur þings og
stjórnar og samanþjöppun ríkisvaldsins á einum
stað — hlaut ávallt að skera úr um valdaaðstöðu
Reykjavíkur í þjóðlífinu. En þar við hefir svo
bætzt, að með hverri breytingu að kal'la, sem
gerð hefir verið á stjórnskipunarlögum, kosn-
ingafyrirkomulági og kjördæmaskipan í landinu
á síðustu árum, hefir markvist verið stefnt í þá
átt að ójafna metin, gjöreyða síðustu leifum
byggðavaldsins og selja Reykjavíkurvaldinu
sjálfdæmi í hverju máli. Alþingi hefir þannig
raunar verið gert að nýju bæjarþingi Reykvík-
inga fremur en sameiginlegri brjóstfylking
þjóðarinnar allrar. Þungir straumar hverfa vissu-
lega enn í þetta horf og raunar óvíst, hvort nokk-
ur möguleiki er á að ráða þar straumhvörfum að
sinni — úr því sem komið er. En samtök fjórð-
unganna mættu þó reynast markverð tilraun til
eðlilegs og« heilbrigðs viðnáms í þessum efnum
og upphaf nauðsynlegrar valda- og aðstöðujöfn-
^ngr í þjóðfélaginu,
Skip Bandaríkjainanna við Leyte.
Onustan á Filippseyjum er nú í algleymingi. Herir MacArthuis
haifa náð eyjunum Leyte og Mindoro og hafa stóran hluta Luzon
á valdi sínu. Myndin er frá innrásinni á Leyte í október síðastl.
Fögur og gleðileg sjón.
gLYSFÖRIN MIKLA, sem farin
var heim til Davíðs skálds Stef-
ánssonar á afmæli hans sl. sunnudags-
kvöld, var óvenjuleg og hrífandi sjón.
Það er gleðilegt tákn tímanna, að
bæjarbúar — og þjóðin öll — keppt-
ist við að tjá ástsælasta og dáðasta
skáldi sínu verðskuldaðar þakkir og
aðdáun á svo eftirminnilegan og
glæsilegan hátt sem raun bar vitni
þennan dag. Aldrei hefir nokkprt
skáld á íslandi verið hyllt svo al-
mennt og virðulega áður — sízt á
miðjum aldri — og ber það öllum,
sem hér áttu hlut að máli, fagurt og
órækt vitni um vaxandi ást á fögrum
ljóðum og listum og hækkandi mat á
gildi andlegra verðmæta. Sannarlega
er það satt og rétt, að „strjáll er enn
vor stóri gróður, stendur hann engum
fyrir sól“ — og því fer sérlega vel á
því, að hann vetmist við sólskin sam-
úðar og skilnings, er að ofan kemur.
Og vonandi á sú sól næga hlýju til
þess að verma einnig skógarbotninn
og hlúa að hverjum lífvænlegum
kvisti, sem lyftir þar kollinum úr
moldu, svo að hann kali ekki í næð-
ingum tómlætis og þagnar. Slík tíð-
indi hafa nefnilega stundum gerzt hér
á íslandi —- í gamla daga — en ger-
ast nú væntanlega ekki framar.
Hendurnar, sem kyntu blysin svo
fagurlega á laugardagskvöldið var,
munu væntanlega sjá svo um, að vitar
samúðar og skilnings nái framvegis
að „lýsa hverjum landa, sem leitar
heim og þráir höfn.“
„Brúðuheimilið“ flogið til
höfuðstaðarins.
J^-Ú ERU LEIKARARNIR okkar
úr „Brúðuheimilinu" flognir suð-
ur yfit fjöll og heiðar, til þess að leika
listir sínar fyrir Reykvíkinga. Við
óskum þeim góðrar ferðar og gæfu-
samlegra leiksloka. Það er mjög vin-
samlegt af leikfélaginu syðra að
bjóða heim leikflokki héðan að norð-
an. En hins vegar þykir okkur það
óneitanlega dálítið undarlegt — ef
satt reynist það, sem altalað er — að
forráðamenn höfuðstaðarbúa í leik-
húsmálum skuli einmitt sérstaklega
hafa óskað eftir „Brúðuheimilinu“ í
þessu sambandi. Við hefðum nefni-
lega talið allt eins eðlilegt, að leikar-
ar okkar hefðu fengið að spila alveg
upp á eigin spýtur og sýna rækilega,
hvað þeir geta i raun og veru, fyrst
þeir leggja nú hvort eð er land undir
fót til höfuðstaðarins, en væri ekki
aðeins ætlað að mynda snotra, en
annars fremur tilkomulitla umgerð
kringum dásemdir reykvískrar leik-
konu — að visu ágætrar — sem lék
aðalhlutverkið hér í þessum sjónleik,
og enn mun ætlað að „tína lárberin‘“
með hjálp „statistanna" héðan að
norðan. En hvað um það: — Góða
ferð og gæfuríka heimkomu!
„Þegar hús nábúans brennur“.
j NÝÚTKOMNU hefti „Símablaðs-
ins“ málgagns símamanna, birtist
ritstjórnargrein um aðfarir kommún-
ista á síðasta Alþýðusambandsþingi
og viðhorf annarra launþega í land-
inu til slíkra viðburða. Segir þar svo
meðal annars:
„Hin tiltölulega nýstofnuðu samtök
starfsmanna ríkis og bæja hljóta af
eðlilegum ástæðum að gefa því gaum,
sem gerist hjá þeim félögum eða fé-
lagssamböndum. sem eldri eru að ár-
um og reynslu, og sem helzt er að
taka til fyrirmyndar um faglegt starf.
En af þeim vettvangi spyrjist nú vá-
leg tíðindi og ógiftusamleg, þar sem
hinn pólitíski draugur, sem kveða átti
niður með öllu á þingum Alþýðusam-
bands Islands, hefir nú gengið aftur
og gerzt verri viðureignar en nokkru
sinni fyrr. Og í raun og veru má segja
að nýlokið Alþýðusambandsþing hafi
vakið ugg hjá öllum þeim, er skilja
þýðingu og tilgang þess, og á því hafi
komið fram þau sjúkdómseinkenni,
sem skaðlegust megi telja samtökum
vinnandi manna, eða með öðrum orð-
um pólitísk barátta í stað faglegs sam-
starfs. Lauk því, svo sem kunnugt er,
á þann veg, að sá, sem sterkari var
um flokkslegt fylgi, neytti meirihluta-
valdsins án allrar hlífðar. Þetta er í
örfáum orðum sú raunasaga, sem til
okkar berst af heimili nágrannans."
Viðhorf annarra launþega.
þÁ SEGIR ennfremur svo i nefndri
grein i „Símablaðinu":
„Svo vel vil! til, að enn sem komið
er, hefir samtökum starfsmanna ríkis
og bæja tekist að starfa á faglegum
grundvelli, og engin rödd komið fram
um annað en að það væri höfuðnauð-
syn til að tryggja einingu í samtökum
manna, sem á ýmsan hátt greinir á
um stjórnmál. Viðhorf sambandsins
til annarra launþegasamtaka og
samvinna við þau hlýtur því í fram-
tíðinni að mótast af því, hversu þeim
tekst vel að halda þær leikreglur, sem
telja verður affarasælastar fyrir
stéttasamtök almennt, en það er, að
gæta pólitísks hlutleysis. En hér hefir
(Funmhiild á fi, iflfut
„Bara búa sig vel“
segir firú GERD GRIEG.
Eg var á göngu í bænum nýlega.
Það var í stúrhríðinni, sem Þorri karlinn færði
okkur á dögunum og |r\í ekki margt manna ;í
ferli. — Sanu ínætti eg norsku listakonunni, frú
Gerd (írieg, sem flestir bæjarbúar kanhast orð-
ið við.
..Kinnst yður ekki kalt í dag?“ spurði eg
frúna.
Mér til mikillar líndrunar svaraði hún strax
ákveðið:
,.Nei.“
..Jæja,“ :a ði eg, „við íslendingar kvörtum
undan kuldamim og hríðinni, en jrér, útlending-
urinn, berið yður svona hraustlega."
— Já, J>að er kalt í Noregi, væna mín,“ bætti
frúin )>á við og lagði áherzlu á hvert orð, ,,en
maður verður bara að kunna að klæða sig.
Ull, n 11 og aftur ull — mörg lög, og J>á er dá-
samlegt að vera úti í kaldasta veðrinu og mestu
hríðinni.
— Þá er svo dásamlega hreint loftið og lieil-
næmt fyrir okkur á alla lund. —
— Bara búa sig vel —“
Eg gat ekki stillt mig um að segja ykkur frá
J>essu samtali okkar frú Grieg, og eg vona að
frúnni mislíki J>að ekki við mig.
í þessum efnum eigum við, íslenzkar stúlkur,
mikið ólært. Einfaldir skinnhanzkar og þunnir
rykfrakkar sjást oft í frosthörkunum. Meðan
slíkt tíðkast, er ekki að búast við, að séum dug-
legar við útivistina.
— Við þurfum að láta okkur lærast, að J>að er
ekki ófínt að vera dúðaður í stórhríð og kuldum,
heldur þvert á móti fínt, eða hið eina rétta.
— Eg þykist þess fullviss, að okkur muni þykja
dásamlegt að vera úti í hríðinni, engu síður en
frú Grieg, þegar við höfum lært að búa okkur —
og búa okkur vel, en áreiðanlega ekki fyrr.
Puella.
★
Látið þið nú hús-
bóndann halda í
hespuna fyrir ykk-
ur — trefla, vettl-
inga, vesti, peysur, o.
s. frv., o. s. frv., er
hægt að hafa á
prjónunum.
— Þegar þið vindið
lopa, skuluð þið láta
hann liggja á gólf-
inu og standa við að
vinda hann.
— Láta þræðina
rekjast sem beinast
uþp (lóðrétt) og hafa lopana, þegar þið vindið
marga saman, sem næst hverjum öðrum.
★
R Á Ð.
Et þú þarft að ná blekklessu af höndum þér,
skaltu væta brennistein á eldspýtu og núa kless-
urnar. Þvoðu þér síðan vel úr sápu og vatni.
Þegar þú baðar ungbarn skaltu gæta þess að
hafa ekki of langar neglur og fjarlægja alla
lu inga á meðan á baðinu stendur.
Líkamir vorir eru garðar vor-
ir — og vilji vor garðyrkjumað-
urinn.
Heimilið er öruggasta vígi
manns.
I