Dagur - 25.01.1945, Side 6
DA6UR
9
tímmtudagínn 25. janúar 19,45.
(Framhald).
„Nei, síður en svo. Merkjalínan þar í milli hefir ekki óskírst í
liuga mínum. En mér hefir förlast í því, að dæma um hver sé góð-
ur maður og hver v'ondur. Er Arnold JacksoQ vondur maður, sem
gerir góðverk eða er ltann góður maður, sem fremur illvirki? Það
er ekki gott að svara því. Ætli við gerum ekki oft of mikinn manna-
mun að þessu leyti? Kannske eru þeir beztu á meðal okkar syndarar
og þeir verstu dýrlingar. Hver veit það?“
„Þú sannfærir mig að minnsta kosti ekki um það, að hvítt sé
svart og svart hvítt,“ sagði Bateman.
„Nei, það geri eg vissulega ekki, Bateman."
Edward var þögull um stund. Því næst sagði hann:
„Þegar eg sá þig í morgun, Bateman, fannst mér eg sjá sjálfan
mig eins og eg var fyrir tveimur árum. Sami flibbinn, sömu
skórnir, sömu bláu fötin og sami dugnaðurinn. Já, eg var dug-
legur og ákveðinn í þá daga. Hárin risu á höfðinu á mér þegar
eg sá letina og sofandaháttinn, sem hér tíðkast. Eg var fljótur að
sjá, að hér voru möguleikar fyrir miklar framfarir og fram-
kvæmdir. Mikil auðæfi voru ónotuð í landinu. Mér fannst
heimskulegt, að flytja koprað óunnið burtu héðan og láta ame-
rískar verksmiðjur vinna ólíuna. Það var augsýnilega miklu hag-
kvæmara að vinna olíuna hér á staðnum, spara flutningsgjaldið
og nota hinn ódýra, innlenda vinnukraft. Eg sá í huganum stórar
verksmiðjur rísa upp hér á eyjunni. Eg fann upp stórum hag-
kvæmari aðferð til þess að kljúfa og taka innan úr kókoshnet-
ununt. Höfnin var alltof lítil. Eg gerði áætlanir um að stækka
hana. Eg ætlaði að stofna félög ti! þess að kaupa lóðir næst höfn-
inni, byggja glæsileg gistihús, koma á betri og öruggari siglingum
til Ameríku. Á tuttug árum nrundi geta risið hér upp glæsileg
horg á ameríska vísu, með 20 liæða húsum, strætisvögnum, leik-
húsi, óperu, kauphöll og borgarstjóra.“
„En þetta er dásamlegt, Edward, því heldurðu ekki áfram með
þessar fyrirætlanir?“ hrópaði Bateman og hljóp upp úr stólnum.
„Þú hefir ímyndunaraflið og dugnaðinn, Þú gætir orðið auðugasti
maðurinn á þessum hjara veraldar?“
EdwardÆrosti. „En ég kæri mig ekkert um það,“ sagði liann.
„Meinarðu, að þú kærir þig ekki um peninga, — um auð svo
skiptir milljónum? Veiztu ekki hvaða vald slíkur auður hefir? Og
ef þú hefir sjálfur ekki áhuga á þessu, hugsaðu þér bara hvað það
mundi þýða fyrir þær þúsundir mánna, sem hefðu atvinnu við
þessi fyrirtækil“
„Seztu, Bateman, — taktu þessu rólega," sagði Edward og hló við.
„Nýja aðferðin mín til þess að vinna úr kókoshnetunum verður
ævinlega ónotuð, og ef ég má ráða, skal enginn strætisvagn nokkru
sinni fá að skrölta um friðsælar göturnar í Papeeta."
Bateman lét fallast í stólinn.
„Ég skil þig ekki,“ sagði hann.
„Þetta kom yfir mig smátt og smátt. Mér fór að þykja vænt um
kyrrláta lífið hérna, rólegheitin og frístundirnar — og fólkið, ævin-
lega brosandi og hamingjusamt. Ég fór að hugsa, — ég hafði aldrei
haft tíma til þess áður. Ég byrjaði að lesa.“
„Þú varst bókaormur alla tíð.“
„Aðeins í vissum skilningi. Ég las undir próf. Ég las til þess að
geta tekið þátt í umræðum heldra fólksins. Hér las ég mér til gleði
og ánægju. Hér lærði ég að tala og taka þátt í viðræðum. Veiztu,
að skynsamlegar viðræður manna í milli eru ein af mestu nautn-
um lífsins? En til þess þurfa menn rúman tírna. Ég hafði alltaf
verið önnum kafinn þangað til ég kom hingað. Og smátt og smátt
fannst mér lífið heima verða ómerkilegt og gróft., Hvaða gagn er
að öllum gauraganginum og hinni sífelldu baráttu um auð og
völd? Þegar ég hugsa um Chicago nú, kemur upp í huga mér mynd
af dimmri, grárri steinborg — líkust fangelsi — þar sem ysinn og
þysinn eru hin innri einkenni. Og til hvers er allur þessi gaura-
gangur? Verða menn hamingjusamastir í hringiðu lians? Erum*
við fæddir í heiminn til þess að hraða okkur á skrifstofu að morgn-
inum og sitja þar til myrkurs á degi hverjum? Hraða okkur síðan
heim og borða og fara svo út til þess að skemmta okkur? Á maður
að eyða æskuárunum á þann hátt? Æskan varir skamma hríð, Bate-
man. Og hvað bíður manns í ellinni? Hlaup á skrifstofu og lieim
aftur? Þetta kann að duga þeim, sem safna auði á þennan hátt, en
hvað bíður hinna? Svona líf hefir ekkert upp á að bjóða, sem ég
girnist."
„Hvað er það þá, sem þú sækist eftir?"
„Þú hlærð kannske að mér, — en ég leita að fegurð, sannleika og
góðvild.“
„Og heldurðu, að þú getir ekki höndlað þessi hnoss heima í
Chicago?"
„Einhverjir geta það ef til vill, en ekki ég.“ Edward var staðinn
á fætur. „Þegar ég hugsa um það, hvernig ég eyddi mínum ungu
árum heima í Chicago, fylltist ég gremju,“ hrópaði hann. „Þar skall
(Frámhald), j
HKHKHKHKHKKKHKHKHKHKHKBKHKHKBKHKHKKKHKKKHKHKKKBKHKHKÍ
HUGHEILAR ÞAKKIR til allra þeirra er sýndu vináttu
með heimsóknum, gjöíum og skeytum á 75 ára afmæli
rrúnu. — Guð blessi ykkur öll.
FRIÐRIK. P. ÞORGRÍMSSON.
khkhkhkhkhkhkhkhkhkhkhkhkhkhkhkhkhkhkhkhkkhkhkhkhkhkí
Halizt handa um stofnun
bandalags Norðlendinga.
(Framhald af 1. síðu).
unnin norður hér, ekki sízt með-
an forystu Hólastóls naut bezt
við. Með samtökum hinna beztu
krafta mæíti enn takast að
lninda mörgu nytjamáli lengra
á veg en ella, innan fjórðungsins,
og munu verkelnin gefast ærin.
Við leggjum til að hver sýsla
og bæjarstjórn kjósi árlega tvo
menn til þess að mæta á fjórð-
ungsþingi, sem kæmi saman í
höfuðstað Norðurlands. Komi
þeir, hver úr sínu héraði, nest-
aðir áhugamálum, sem áður hafa
verið rædd heima fyrir. Hlut-
verk þingsnis sé síðan að taka af-
stöðu til þeirra, leggja ráð á
hvernig bezt sé að fylgja þeim
eftir og hrinda þeim í fram-
kvæmd. Tillögur slíkra þinga
munu ætíð reynast þyngri á met-
um en samþykktir gerðar af ein-
stökum fundum takmarkaðs
svæðis. Jafnframt sé að því unn-
ið, að tryggja fjórðungnum
meira vald yfir einstökum sér-
málum sínum.
Viðfangsefnin, sem slíkt þing
fengi árlega við að glíma, munu
verða mikil og margþætt. Hver
einasta sýsla á gnægð margs kon-
ar auðlinda, lítt eða ónotaðra,
sem bíða eftir samtaka höndum,
svo leystar verði úr læðingi. Úti
fyrir ströndinni liggja, steinsnar
frá landi, einhver auðugustu
síldarmið heimsins. Ekki væri
undarlegt þótt meiri áherzla yrði
nú en hingað til lögð á það, að
allríflegur skerfur þess auðs,
senr þar er árlega ausið upp, fari
að nokkru til að byggja upp sjálf
síldarþorpin, efla menningu
þeirra og fegra þau. Höfuðstað-
ur Norðurlands er frá náttúr-
unnar hendi einhver fegursti
bær á landi hér. Allur fjórðung-
urinn þarf að stuðla að blómgun
hans. Fyrir þrautseiga sókn ör-
fárra manna fékkst þar loks
Menntaskóli. Árléga kemur
hann nú álitlegum hópi manna
til nokkurs þroska, sem ella
hefðu tapast að nokkru menn-
ingu þjóðarinnar, sakir fátæktar
og einangrunar. Þar í nánd er
Kristneshæli, sem ljær vist
brjóstveiku fólki norðanlands
og gerir því kleift að dvelja nær
átthögum en ella. Á Akureyri
þarf að rísa af grunni, áður en
langt um líður, fjórðungsspítali,
sem tryggðir væru beztu starfs-
karftar, sem völ væri á. Einnig
spítali fyrir taugaveiklað fólk og
geðbilað. Vér viljum einnig
benda á það, að það er menn-
ingu fjórðungsins til tjóns, að
ekkert safn íslenzkra skjala og
handrita skuli vera norðanlands,
og þarf að vinna að því að slíkt
safn komizt upp á Akureyri.
Hér er aðeins drepið á nokkur
aðkallandi viðfangsefni, almenns
eðlis, er bíða úrlatisnar í fram-
tíðinni, og má öllum ljóst vera
að samfylking alls fjórðungsins |
um framgang þeirra, og nrargra
fleiri mála, mun reynast giftu-
drýgri, en ef hvert lrérað stendur
eitt sér í baráttunni fyrir hags-
og menningarmálum sínum.
Hið fyrsta þing mun nefndin
kalla saman eftir að hafa fengið
vitneskju um undirtektir."
Hér er hafizt handa í merki-
legu máli. Slíka bandalag gæti
orðið upphaf allsherjar viðnáms
fjórðungsins gegn þeirri stefnu,
sem miðar allar framkvæmdir í
þjóðlífinu við einn stað á land-
inu og téflir þar með framtíð
byggðanna í mikla lrættu og
óvissu. Á þeinr vettvangi gæti
öflug samtakahreyfing Norð-
lendinga fengið miklu áorkað.
Er þess að væjnta, að aðilar þeir,
senr hér eiga hlut að máli, taki
þessari tilraun af skilningi og
áhuga ,og láti ekki deyfðina og
sinnuleysið eyða. þessari hug-
mynd í fæðingunni.
FOKDREIFAR
(Framhald af 4. síðu).
orðið misbrestur á, og ekki rétt um
að þegja. Samtök verkamanna geta
aldrei búist við að öðlast tiltrú ann-
arra félagssambanda til nánari sam-
vinnu, fyrri en sá pólitíski draugur
hefir verið kveðinn niður, sem þar
hefir gengið ljósum logum og gengur
enn, og síðustu atburðir munu gera
það að verkum að gætt mun hinnar
mestu varúðar um öll tilboð, sem ber-
ast um samstarf úr þeirri átt, meðan
það ástand ríkir í félagsmálum þeirra,
sem Alþýðusambandsþingið sýndi.“
„Hundalogik heitir það-------“
SVO ER það hinn nýi Bárður
í „Islendingi". Hann fullyrðir, að
„Dagur“ hafi í síðasta tbl. kallað ann-
an ritstjóra „Islendings" hund! Ekki
höfum vér þó annað til saka unnið í
þeim efnum en að vér hældum Jak-
obi á hvert reipi, en töldum þó, að
andlegt hundasund væri naumast sú
íþrótt,. sem maðurinn væri bezt til
fallinn frá náttúrunnar hendi, þótt vel
mætti vera, að hann kynni að reyn-
ast liðtækur, einnig á því sviði, ef
hann legði sig allan fram og nyti til-
sagnar heppilegs kennara. Nú er sýnt,
að sá kennari er þegar fenginn, sem
fulltreystandi er til að kenna honum
þessa ágætu og nauðsynlegu íþrótt
fyrir íhaldsritstjóra. En meðal ann-
arra orða: — Ekki er öldungis víst,
að allir séu hross, sem reka upp
hrossahlátur, enda gera góðir hestar
það aldrei, og ekki heita þeir allir
Bárðar, sem kallaðir eru Klaufa-
Bárðar, þótt dæmalaust sé það ef til
vill ekki, að þetta tvennt fari saman.
HÚS TIL SÖLU
Til sölu er efrihæð húss-
ins Lækjargata 3, Akur-
eyri. —• Upplýsingar gefu.r
eigandinn,
PÉTUR JÓNSSON.
Samkomur vikulega,
Gránufélagsgötu 9, niðri.
Fimmtudaga kl. 8 V2 e. h.
Sunnudaga kl. 8V2 e. h.
Allir velkomnir.
Filatjelfiq,
25 ÁRA STARFSAFMÆLI.
r> /*•
Sigurður Guðmundsson, dömuklæð-
skeri í Reykjavík á 25 ára starísaf-
mæli, sem danskennari um þessar
mundir. Sigurður hetir tjáð blaðinu
að hann hafi í hyggju að koma norð-
ur í þessum mánuði og halda hér
dansnámskeið.
iÞRÓTTIR.
(Framhald af 3. síðu).
til að ella heilbrigt og drengilegt
íþróttalíf með þjóð okkar. Er
þar um margt að gera, t. d. væri
gott að heyra raddir um glím-
una, þjóðaríþrótt okkar, hverj-
uni tökum hún skuli tekin henni
til eflingar, eða hvort við skul-
um sleppa glímutökunum alveg,
eins og sumir telja ráðlegast.
Mér til ánægju hefi eg haft
kynni af norðlenzkum íþrótta-
mönnum fyrr og nú og vænti
enn.góðs frá þeim við þenna þátt
starfsins.
Félagar góðir, í austri og
vestri, inni við fjöll og úti við
sjó! Mætumst hér framvegis,
spyrjandi, úæðandi, tillögugóð-
ir — og ætíð sem sannir íþrótta-
menn. Heilir að starfi!
[. J. frá Brekknakoti.
Reynið
Krafta-
SUÖU-
súkkulaði
Notkunarreglur fylgja
hverjum pakka.
Kaupfél. Eyfirðinga
Nýlenduvörudeild.
TIL SÖLU
eru 2/3 hlutar húseignarinnar
Aðalstræti 2 á Akureyri. Eign-
in laus til íbúðar 14. maí í
vor. — Semja ber við eiganda
eignarinnar, Gunnlaug Sig-
fússon, Aðalstræti 2, senr
gefur allar nánari upplýs-
ing?r.