Dagur - 25.01.1945, Side 9

Dagur - 25.01.1945, Side 9
Fimmtu'daginn 25. janúar 1945. D AG U R 9 EINRÆÐI KOMMUMSTA I OLLUM VERKALÝÐSSAMTÖKUM, ER NÝJ- ASTA .,LÍNAN“ Hjartanlegt þakklæti vottum við hér með öllum þeim, sem sýndu Kristínu Kristjánsdóttur, Skólastíg 7, Akureyri, ástúð og vináttu á meðan hún lilði og sem heiðruðu minningu hennar við útförina, þann 14. þ. m. - Vandamenn. ANNÁLL — framh. af 1. síðu 23. JANÚAR. Rússar taka Bromberg í Póllandi, eru komn- ir að íljótinu Oder skammt frá Breslau. Sækja fram í Austur- Prússlandi, eru um 40 km. frá Eystrasalti og ógna innikróun þýzka hersins í Austur-Prúss- landi. Bretar sækja hægt fram á norðurhluta vesturvígstöðvanna. Landleiðin frá Indlandi til Kína opnuð á ný vegna sigra Banda- manna í Bunna. 24. JANÚAR. Rússar komnir að Oppeln í Slésíu, eru um 25 km. frá Breslau. 1 A.-Prússlandi nálgast þeir Königsberg að aust- an, en eau aðeins 25 km. frá Eysrasalti að sunnan. Banda- ríkjamenn taka St. With á Ar- dennavígstöðvunum og er Ar- dennafleygur Þjóðverja þar með úr sögunni. HÚSAVÍKURBRÉF Um langt skeið hefir tíð verið hér mjög óstillt, oft mörg veður sama sólarhringinn. — Snjór er hér ekki mikill, en lijarn og svellalög mikil. Hér hefir sjald- an verið farið á sjó síðan löngu fyrir jól vegna ógæfta. • Nýlega eru farnir héðan tveir bátar á Suðurlandsvertíð, og fjöldi af sjómönnum, bæði með þessum bátum og í aðrar ver- stöðvar. Fylgja þessurn stóra hópi hinar beztu óskir héðan og að þeir megi allir heilir aftur koma. • Þann 4. þ. m. átti Þórhallur Sigtryggsson kaupfélagsstjóri sextugsafmæli. — í því tilefni tærði starfsfólk og endurskoð- endur kaupfélagsins honum skrautritað ávarp, þar sem hon- um er þökkuð ágæt stjórn og góð samvinna. Ávarpi þessu fylgdi stækkuð ljósmynd af Húsavík með áletruðum silftir- skildi. Sömuleiðis lagði þetta sama fólk peningaupphæð 4nn í Menningarsjóð Kaupfélags Þing- eyinga til minningar um þennan dag og þetta aímæli. — Ávarpið ritaði einn starfsmaður kaupfé- lagsins, Kristján Ólason, af hag- leik miklum. — Þennan dag bár- ust Þórhalli um áttatíu heilla- óskaskeyti, víðs vegar að af land- inu. — Um kvöldið var gest- kvæmt á heimili þeirra hjóna, Kristbjargar og Þórhalls. Var fé- lagsstjórn þar öll og lýsti því þar yfir, að hún gæfi Þórhalli mál- verk, sem því miður væri ekki tilbúið. — Þennan sama dag voru þau gefin saman í hjónaband hér, Þorbjörg, dóttir Þórhalls og Ari Kristinsson Jónssonar kaup- manns hér í bæ. Nýlega er látin í Nesi í Aðal- dal Kristbjörg Guðmundsdóttir, tengdamóðir Steingríms Bald- vinssonar bónda þar. Frestur til að skila skattaframtöl- um er liðinn 31. janúar. Munið að skila skýrslum á skattstofuna í tæka tíð. Aðalfundur Vélstjórafélags Akur- eyrar verður haldinn að Hótel KEA næstk. sunnudag kl. I e. h. Mikil átök fara nú frarn í Reykjavík í tilefni af kosningu í stjórn og fulltrúaráð Dags- jrúnar, sem fara á fram á næst- unni. „Línan“ frá Alþýðusam- bandsþinginu í haust ræður að- gerðum kommúnista í kosning- um þessum. Þeir skrafa mikið um nauðsyn á einingu innan verklýðshreyfingarinnar en í reyndinni berjast þeir hatram- lega fyrir einræði kommúnista í samtökunum, svo sem Irerlega kom í ljós á Alþýðusambands- þinginu. í samræmi við þessa stefnu berjast þeir nú til algerra yfirráða í Dagsbrún. Lýðræðis- sinnuð öfl í félaginu hafa borið fram lista á móti einræði komm- únista. Standa Alþýðuflokks- menn og annara flokka verka- menn en kommúnistar að hon- um. Kosningaátökin virðast vera hörð; kommúnistar höfðu „framboðsfund" í Listamanna- skálaniun í gærkvöldi og efndu þar til æsinga. Hér á Akureyri er sama „lín- an“ í uppsiglingu. Kommúnistar seilast til algjörra yfirráða í Nýjir skattar enn! Meirihluti fjárliagsnefnda beggja deilda Alþingis (stjórnar- flokkarnir) flytja að tilhlutan fjármálaráðherra tvö ný skatta- frumvörp. Annar skatturinn er 2% af söluverði fiskjai- á erlend- um markaði á sl. ári og ber út- ^erðarmönnum Jjeirra skipa er veiddu í sig sjálf og sigldu með fiskinn, að greiða skattinn. Tekj- ur af þessu eru áætlaðar 2,1 millj. kr. Ilinn skattturinn er nefndur veltuskattur og ber fyr- irtækjum er verzla með hvers oknar varning, iðnað eða vinnu, sem álagning er á, að greiða hann af veltu sinni á yfirstand- andi ári. Skatturinn nemur \Vz% af veltu heildsölu- og um- boðsverzlana, þó ekki yfir 25% af umboðslaunum, 1% af smá- söluveltu og 1% af iðnaði. Und- anþegnar skattinum eru inn- lendar afurðir, svo sem fiskur, mjólk, kjöt o. s. frv. Skattur þessi skal greiðast árs- fjórðungslega og eru öll fyrir- tæki skýrsluskyld til skattstjóra og skattanefnda. Skatturinn fæst ekki dreginn frá í framtalningu til tekjuskatts. Samkvæmt frumvarpi þessu er samvinnufélögum ekki skylt að greiða 1% af veltu sinni í vara- sjóði sína fyrir yfirstandandi ár, svo sem ætlast er til í samvinnu- lögunum. Tekjur af Jjessum skatti eru áætlaðar 9—10 millj. króna. Verzlunum er ekki heim- ilt að taka tillit til skattsins í verðlagningu vara. Þá eru boðaðar 50—100% hækkanir á ýmsurp lögboðnum gjöldum, svo sem stimpilgjöld- um, leyfisgjöldum, vitagjöldum og eignaskatti. Tekjur af þessum liðum eru áætlaðar tæpar 3 millj. Fleiri skattaálögur m.unu vera í undirbúningi. Verkamannafélagi Akureyrar- kaupstaðar undir því yfirskini, að núverandi formaður félagsins og þeir sem honum fylgja að málum „hafi rofið eininguna" í félaginu. Marteinn Sigurðsson svarar þesari aðdróttun í grein hér í blaðinu í dag. Vonandi ber verkalýðurinn gæfu til að sigrast á þessum einræðisfýrirætlunum kommúnista. KVEÐJA til Jóliannesar Bjömssonar (frá Hóli) frá bróðir lians, Jóni Björnssyni fyrr bónda á Hóli í Svarfaðardal. Það var áður í átthaga vænum þegar allt lék á gleðinnar streng, að eyglóin baðaði í blænum hinn bjartleita smaladreng. Þá var svo ljúfhlýtt að lifa — listrænt að skapa sér tjöld — með systkinum samúð að skrifa á saklausan æskunnar skjöld. En svo komu árin og annir með umhvörf í huga þinn. Þú leitaðir lífsins um hrannir að láninu, bróðirir* minn. Og lánið að lokum þú hrepptir, er lífið bauð þér sinn yl. En fordild og fjálgleik þú hnepptir sem fanga þitt lífstímabil. Þú undir við allt sem var þarfi, og annað hitt mikils umvert: trúmennska í tungu og starfi, það túlkuðu verkin þín bert. Hið lága þú lézt þig ei varða en leitaðir alla tíð hins, að mæla á mannúðar kvarða mistökin náunga þíns. Þú varst svo fljótur að finna hve fátækt er þung og leið þegar gekkst þú á göturnar hinna og greiddir úr þeirra neyð. Og nú þegar laufvindar leika og lyngið er máð og fölt skilzt bezt því skapaða, veika hve skammæ er hérvist og völt. Eg fagna þó frelsinu þínu þótt fölnaði bróður hönd. Eg bíð eftir byrleiði minu að bjartri framtíðarströnd. Eg sendi þér sálræna hlýju. Þig signi mín kveðjuorð á vonanna vegunum nýju um víðfeðma framliðins storð. Far nú heill ferðina þina. Fylgi þér máttaröfl góð, þau leggi þér leiðsögu sína og lífsþrótt á ódáins lóð. Á. S. Ýmsar fregnir Nýkominn ev til landsins Grettir F.ggertsson rafmagns- verkfræðingur frá New York. — Mun hann dvelja hér nokkrar vikur og ræða við rafmagnseftir- lit ríkisins og forráðamenn raf- magnsveitu Reykjavíkur um fyr- irhugaðar framkvæmdir í raf- orkumálum og efnisútvegun. — Grettir hefir að undanförnu að- stoðað sendiráð íslands í Was- j hington i sambandi við útvegun slíkra efnivara frá Bandaríkjun- um. Ekki veit blaðið hvort Raf- veita Akureyrar hefir hafizt handa um að taka þátt í þessum viðræðum í sambandi við þær efnivörur, sem sagt er að hörgull sé á hér til Jjess að „nýja raf- magnið" svonefnda komi bæjar- búum að fullum notum. ❖ # Allsherjar berklaskoðun fer nú fram á Reykvíkingum, Eru um 400 manns á dag teknir til skoðunar. Ekki hefir verið opin- berlega tilkynnt, að skoðun þessi nái til annarra en Reykvíkinga, enn sem komið er. ❖ H< Færeysk sendinefnd er komin til Reykjavíkur. Á hún að ræða við íslenzk stjórnarvöld um verzlunar- og atvinnumál. Þingstúka Reykjavíkur hefir sent bæjarstjórninni áskorun um að loka öllum veitingastofum við Hafnarstræti í höfuðstaðn- um vegna slarks og óreglu, sem Jjar tíðkast. * * I Menntamálaráð hefir úthlutað listamannastyrkjum Jjeim, sem veittir eru á fjárlögum félögum hinna ýmsu listagreina, en nefndir listamannanna sjálfra eiga að fjalla um úthlutun til einstaklinga. Skiptingin er Jjessi: Félag rith.öfunda hlaut 84500 kr„ Félag myndlistarmanna 38500 kr., Félag Tónlistarmanna 27500 kr. og Félag leikara 24500 kr. Háskóla íslands Happdrætti 1. febrúar næstk. byrjar Happ- drætti Háskóla íslands sölu happdrættismiða sinna í- 12. sinn. Eins og tekið er fram í aug- lýsingu annars staðar hér í blað- inu, er frestur til þess að endur- nýja sömu númer og hver við- skiptamaður hafði á fyrra ári, til 20. febrúar. Vill umboðið hér á Akureyri sérstaklega minna á, að marg-gefnu tilefni, að eftir þann tíma, frá J?0. febr., missa fyrri eigendur rétt sinn til númera Jjeirra, sem þeir höfðu árið áður, og nýir kaupendur geta, samkv. reglugerð happdrættisins, geng- ið í valið. Þetta er því mjög nauðsynlegt, að þeir, sem ant er um að halda sínum gömlu núm- erum, komi fyrir þann tíma og endurnýi þá eða láti taka þá frá, ef einhverjar ástæður hamla, að þeir geti ekki endurnýjað fyrir þann ákveðna tíma. Sérstaklega gildir Jjetta um heila og hálfa miða, því að til margra ára hafa þeir verið uppseldir, og þess vegna -geysileg eftirspurn eftir þeim. — Annars eru engar breyt- ingar á tilhögun happdrættisins. Árlega fellur mikill fjöldi vinninga til happdrættisins sjálfs vegna þess að Jjeir eru ekki sótt- ir. Svo er og í Akureyrarumboð- inu. Fara hér á eftir þau númer, sem enn hefir ekki verið vitjað og vinningar eru á. Eru það til- mæli umboðsmannsins, að þeirra verði vitjað hið fyrsta; 1. ílokkur: 7122D. 4. flokkur: 23581A. 5. flokkur: 9233A, 18029A. 6. flokkur: 18997A. 7. flokkur:. 2947B, 5659A, 12439D, 18979AB, 21946A. 8. flokkur; 4153D, 9075C, 12177D, 16946A, 17466CD. 9. flokkur: 2464A, 3370ABCD, 4655A, 6892A, 8277AC, 15978A, 19071C, 19578B, 22089A, 24751A. 10. flokkur: 538A, 1161A, 1168AB, 1548AB, 1602A, 2936A, 3167BC, 3169ABC, 2365ABC, 3366CD, 337ÍAB- CD, 3356AD, 3366CD, 3373B, 3580A, 3589A, 401ÍAB, 4167D, 4338A, 4344A, 4346A, 4688AB, 4990A, 5214, 5222, 5674A, 6887A, 7035A, 7036A, 7038A, 7122D, 7254D, 7384D, 7396AD, 7523A, 8282AB, 8283ABC, 8503A, 8518A, 8826A, 8833A, 8839A, 8847A, 8982C, 8987AB, 8994A, . 8997ABC, 9053BC, 9061C, 9183B, 9240A, 9249A, 9762A, 9771A, 10206, 10628B, 10629AB, 10630A, 10631AB, 11703A, 11187B, 11200A, 11722A, 11976C, 12061D, 12213A, 12445D, 12566CD, 12698A, 13154A, 13386A, 13400A, 14190D, 14254A, 14256A, 14399A, 14441D, 14993AD, 15573A, 15996A, 16059AB, 16578A, 16581A, 16943A, 16944A, 17321A, 17458ACD, 17857A, 17875A, 17935A, 18985AB, 19013A, 19363A, 19598A, 1991ÍABD. 19913ABD, 19921ABD, 20503- A, 20706B, 20709AB, 20718B, 21694C, 22134CD, 22228A, 22245A, 22417A, 22734A, 23239A, 23247A, 23576A, 23853A, 24019A, 24756A, 24765A, 24908A, 24910.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.