Dagur - 15.03.1945, Síða 3

Dagur - 15.03.1945, Síða 3
Fimmtudaginn 15. marz 1945 0 AGUR 3 r ... ;— —„ ... . ... , "ttsss Af sjónarhóli NorÖlendings Við þinglausnir. Eftir nærri því 230 daga setu hefir Alþingi nú verið slitið. í sambandi við þetta lengsta þing í sögu þjóðarinnar hefir verið bent á, að það hafi haft mörg og merkileg mál til meðferðar. Þetta er vitaskuld rétt og má ekki draga úr því. Þessa langa þings verður jafnan minnst fyrir lýðveldisstofnunina. Það mun því ekki gleymast heldur geym- ast í sögu þjóðarinnar um ókomnar aldir. Hins vegar virð- ist mér gæta ijokkurrar tilhneig- ingar í þá átt, að láta sjálfstæðis- málið og lýðveldisstofnunina bera skjöld fyrir þingið fyrir að- gerðir þess í öðrum málum. Þessi tilhneiging hefir verið all- áberandi í stjórnarblöðunum. — Sjálfstæðismálið heíir þar verið notað til þess að svara gagnrýni í þá átt, að þingið sé orðið of svifa- seint og langdregið, og til þess að afsaka lengd þinghaldsins og seinlæti þess um afgreiðslu ýmsra mála. Þessi málflutningur er vafasamur ágóði fyrir þá, sem bera hag þingsins fyrir brjósti og eru andvígir þeirri tízku, sem vill gera veg þingsins sem minnstan. Um sjálfstæðismálið og lýðveldisstofnunina varð að lokum enginn ágreiningur. Þjóðin stóð einliuga að því máli. Hins vegar hefir láðst að geta þess í stjórnarblöðunum, að fyrstu skuggana bar á þá einingu frá þinginu sjálfu. Klofnings- raddirnar við forsetakjörið stóðu að því. Vonbrigði landsmanna um þingið voru þá mikil, og náðu til allra flokka. Löng þing og þjóðarheill. í sambandi við afgreiðslu síð- ustu málánna* er þingið fjallaði um aðþessu sinni, t.d. launamáls- ins, var því hreyft, að nauðsyn bæri til að athuga, hvort ekki væri hægt að gera starfsmanna- hald ríkisins einfaldara og ódýr- ara en nú er. Stjórnarflokkarnir voru að vísu ekki sérlega gin- keyptir fyrir því, að reglur um skyldur starfsmanna væru settar jafnframt því sem réttindi þeirra væru ákvörðuð. Þetta er þó eitt af giundvallaratriðum lýðræðisins. 1 styrku lýðræðis- þjóðfélagi gera þegnarnir sér jafnt grein fyrir skyldum sínum við þjóðfélagið og réttindunum, sem þjóðfélagið veitir þeim. Það spáir ekki góðu um heilindin innan stjórnarliðsins, að það skyldi tregðast við að gera grein fyrir þessum skyldum, jafnframt því, sem réttindi starfsmanna ríkisins voru ákveðin. Þau vinnubrögð minna um of á „ný- sköpunar“skrumið og kjósenda- veiðarnar til þess, að vera líkleg til þjóðarheilla. Þó ber þess að vænta, að þessi athugun fari ifram síðar og beri einhvern árangur, jafnvel þótt einn af þingmönnum stjórnarinnar hafi látið uppi það álit sitt, að net forréttindanna og bitlinganna væri orðið svo þéttofið af opin- berri hálfu, að ekkert barnagam- an yrði að fást við að gera starfs- mannahald ríksins éinfaldara og ódýrara en nú er. Stéttasamtökin gera þessa kenningu þingmanns- ins líklegri.-Þa ueru orðin ríki í ríkinu og afgreiðsla launalag- anna ber þess órækt vitni, að rík- isvaldið er máttvana gagnvart þeim. Þetta er ekki sagt til þess að rýra gildi lannalaganna í heild, heldur til jjess, að benda á ýmislegt í sambandi við af- greiðslu þeirra, sem gefur til kynna, að stéttasamtökin hafi ráðið meiru um endanlegt útlit laganna, en Alþingi sjálft. Mál, sem gleymdist. En í sambandi við umræðurn- ar um einfaldara og ódýrara starfsmannahald má benda á eitt mál, sem gleymdist. Það er ein- ifaldara og ódýrara þinghajd. Því var hvergi hreyft, hvernig gera ætti þinghaldið einfaldara og ódýrara án Joess að slík breyting yrði á kostnað velgengis þjóðar- innar og lýðræðis hennar. Þetta sýnist þó mikið mál. Fyrst vegna jjess, að með þeiiTÍ löngu þing- setu, sem nú gerist tízka, má Jjað heita nær ógerningur fyrir aðra en Reykvíkinga, að vera þing- menn, a. m. k. ef þeir Jjurfa að gegna öðrum embættum úti um land, jafnframt. Sú var tíðin, að starfandi bændur, útvegsmenn og aðrir athafnamenn voru þing- menn. Með núverandi stefnu urn þinghaldið er það gert nær Jjví ókleyft, að menn geti gerst þingmenn nema að sleppa þeim störfum nær Jjví alveg. Tvö hundruð og þrjátíu daga þing- seta sýnir Jiað, svo að ekki verð- ur um villst. Frá sjónarhóli þeirra, sem úti um land búa, er þetta alvarlegt mál og sjálfsagt, að Jdví verði haldið á lofti. Áframhald núverandi stefnu miðar að því, að gera Reykvík- inga eina færa um að sinna þing- störfum. Það er og viðurkennt, að hverju þingi sé styrkur að því, að hafa starfandi athafnamenn á bekkjum sínum. Þinghöldin undanfarandi ár, og einkum hið síðasta þing, benda til þess, að þessurn mönnum muni fækka í framtíðinni. Er Jietta nauðsyn? Margir forsvarsmenn þingsins telja hin löngu þinghöld nauð- syn. Þingin hafi nú orðið svo mörg og margvísleg störf með höndum, að ógerningur sé að stytta setu þeirra til muna. Eg hefi áður bent á það í þessum pistlum mínum, að eg teldi eng- an veginn sjálfsagt, að heppileg- asta lausnin á vegamájum t. d., sé metingur einstakra þing- manna um fjárveitingar til veg- arspotta í kjördæmum þeiirra. — Þetta atriði nægir, sem dæmi um fleiri mál. Það er engan veginn víst, að eins mikla nauðsyn ,beri til að þingið eyði dögum og vik- um í afgreiðslu slíkra mála, sem nú er látið. Eg tel, að héruðin, sýslu- og bæjarfélög, séu betur fær til þess. Eg hefi áður rætt um kosti þess, að héruðin fengju meira vald í sínar hendur. Mér sýnist, að hin löngu þing styrkja þann málstað, Það er augljóst, að ýms framkvæmdaatriði mundu fara héruðum og bæjum betur úr hendi en Alþingi. Hitt er jafn augljóst, að Aljiingi á að marka línurnar, ráða Jreirri stefnu sem siglt verður eftir. Virðing fyrír Jiingræði og lýðræði. í Jiessu santbandi er rétt að minna á áhyggjur sumra Júng- ntanna í tilefni af virðingar- skorti, sem ])ei 1 telja að Aljnngi búi við hjá þjóðinni. Venjulega svarið af j)eirra hálfu er, að þing- ið sé spegilmynd þjóðarinnar. Svarið er gott svo langt sem það nær. En Jdó er Jjað ekki líklegt til J)ess að valda straumhvörfum. Hitt væri nær, að þingmenn gerðu sér ljóst, hvað þeir og Al- þingi sjálft gera til })ess að auka virðingu þjóðarinnair fyrir þing- ræðinu. Eg skal fúslega viður- kenna, að eg hefi ekki kontið auga á þá viðleitni. Eg tel hin löngu þinghöld og seturnar yfir smámálum, ekki það meðal, sem líklegt er til að veita skjótan bata. Forusta Alþingis í stórum málum, þegar lýðveldisstofnun- inni sleppir, er heldur ekki slík, að menn fyllist hrifningu yfir ágæti Jjingræðisins. Þetta á sér- staklega við um unga fólkið, sem hefir háleitar hugsjónir um þjóðfélagið og hefir ennjrá ekki hlotið næga reynslu til þess að skilja, að allar varanlegar um- bætur eru hægfara; kunna ekki að tefla bráðlæti sínu og óþolin- rnæði fram í ljós sögunnar um þróun mannsandans og framfar- ir þjóðfélaganna. Það er stað- reynd, að menn bregðast mis- jafnlega við þeirri reynslu, sem skipbrot æskuhugsjóna veldur. Sumir gerast þá fráhverfir lýð- ræðishugsjóninni og snúast á sveif með byltinga- og einræðis- öflunum. Af Aljringis hálfu er næsta lítið gert til þess, að vega þar í móti. Skólarnir bera þess glöggt vitni. Eg man til minna daga. Hinrik 8. var miklu meiri persóna í huga mínum á þeim árum, en Rousseau. Eg hafði aldrei heyrt getið um Thomas Paine og vissi engin skil á Ed- mund Bnrke, Thomas Jefferson og Alexander Hamilton, svo maður ekki nefni yngri hug- sjónamenn lýðræðis og mann- réttinda.. Orrustan við Austerlitz var útlistuð af meiri tilfinningu en öll þingræðissaga Breta og Bandaríkjanna ásamt með bylt- ingunni í Rússlandi. Eg skal og játa, að fordæmi Úlfljóts og Jóns Sigurðssonar var mér hvergi nærri eins ljóst og æskilegt hefði verið. Slík kennsla skapar ekki ást og virðingu á lýðræðishugsjóninni, hún gerir einstaklinga rneiri en hugsjónir. Hún getur verið and- stæð Jreim menntunar- og hug- arþroska, sem lýðræðishugsjónin krefst og þarfnast. Á þessum vettvangi hefir Alþingi ekki að gert. Æskan hefir fylgst með störfum þess, í gegnum blöðin og þeirra dasgurþras, en hinar hærri hugsjónir hafa týnzt. Alþingismenn ættu að lesa svörin sem „Vísi“ bárust um dag- inn við spurningunni: „Hvað er lýðræði?“ Ef þeir gerðu Jjað, mundu Jieir sannfærast um, að langt er enn í land, að þjóðin virði lýðræði og þingræði, svo sem vert er. í þessu er falinn einn Jráttur Jress virðingarleysis. sem þingmenn kvarta oft yfir, og ekki sá veigaminnsti. N orðlendingur. EDLEND TÍÐINDI. (Framhald af 2. síðu). léstir sjálfseignabændur og hafa ævinlega í sögu landsins sett hemla á hinar öru, byltinga- tenndu stefnur, sem þróast í fjölmennari iðnaðarborgunum og í París. Að Jiessu sinni var }>að >eim styrkur, að þeir höfðu margir hverjir auðgast á her- náminu og voru því andúðar- fyllri en ella gagnvart J)eim stefnum, sem líklegastar voru til >ess að fella verðgildi pening- anna. Á yfirborðinu hafa áhrif þessa orðið þau nú, að bændurnir hafa skipað sér í þá af gömlu stjórn- arflokkunum, sem sem fyrr á ár- um stóðu í sambandi við vinstri öflin í þjóðfélaginu. Sérstaklega hefir Radikalaflokknum svo- nefnda borizt mikill liðstyrkur úr hópi bænda. Þessi flokkur er því líklegur til þess að ganga frá væntanlegum kosningum, sem liðsterkur, hófsamur flokkur, sem hefir landbúnaðinn að bak- hjarli. Fjármálastefna hans er líkleg til þess að verða íhalds- söm. Ýmsir aðrir flokkar eru nú einnig að vinan sér fylgi á kostn- að Andspyrnuhreyfingarinnar. Ýmsar deildir úr Andspyrnu- hreyfingunni eru farnar að hópa sig.saman til undirbúnings kosn- inganna. Þessir hópar eru aðal- lega Þjóðvarnairflokkurinn, sem er að mestu kommúnistiskur, og MLN-flokkurinn, sem er andvíg- ur kommúnistum þótt hann hafi mjög iróttæka stefnuskrá. Mikil átök fara nú fram innan þessa flokks milli þeirra, sem eru hóf- samari í kröfum og hinna, sem róttækari eru. Þess verður að geta, að „íhald“ er orð, sem þýðir annað í Frakk- landi nú, en það gerði fyrir her- námið. „lhaldsmennirnir“ Erönsku í dag eru langt ti vinstri við firjálslyndari brezka íhaldsmenn. Gamla íhaldið horfið. Gamla íhaldið, eða hægri- mennskan, er gjörsamlega horfin af vettvangi franskra stjórnmála. Þessi öfl eru ekki dauð, en þau lifa í skugganum. En þegar þau koma aftur fram í dagsljósið, og það munu þau eflaust gera, verða þau ekki afturhaldssöm : þeini merkingu, sem þau voru fyrir stríð. Straumþunginn ti vinstri er svo þungur, að þeim verður ekki vært í þeim búningi. Það, sem hefir gerst í Frakk- landi er, að mestu byltingaöflin hafa beðið ósigur, hafa tapað broddinum. En þjóðnýtingar- stefnuirnar eru lifandi og vak- andi. Það er því líklegt, að fram- tíðin beri í skauti sínu hófsama og rólega breytingu í þá átt, að ýmsar atvinnugreinar verði þjóðnýttar. En það verður ekki með byltingu heldur með hæg- . fara og takmörkuðum haetti. Dumbarton Oaks og San Fransisco. Hér á eftir fer niðurlag grein- arinnar úr Christian Science Monitor um skipan alþjóðmála eftir stríðið: Hvernig mun Öryggisráðið beita þeim herstyrk er það hefir ráð yfir? Allur slíkur her, mundi verða undir æðstu stjórn Öryggisráðs- ins og verða notaður í samræmi við þær hernaðaráætlanir, er það með aðstoð Hernaðarnefnd- arinnar, lætur gera. Verða sett ákvæði um afvopnun í sáttmála bandalagsins? Öryggisráðinu er ætlað að gera áætlun um afvopnun jrjóðanna og takmörkun á þeim herstyrk, er þeim er ætlað að hafa. AHar slíkar ráðagerðir verða sendar þátttökuþjóðunum til samþykk- is. Hvað verður hlutverk Alþjóða- dómstólsins. Dómtóllinn verður æðsta úr- skurðarvald bandalagsins um öll deilumál, og á að dæma í mál- um, sem fyrir hann veíða lögð og hægt er að gera út um á grundvelli laga og réttar, án annarra aðgerða. Dómstóllinn á einnig að vera ráðgjafi Öryggis- ráðsins um réttarhlið þeirra mála, er ráðið hefir til meðferð- is. Hvert verður vald Fjárhags- og félagsmálaráðsins? Fjárhags- og félagsmálaráðið á að starfa undir yfirstjórn alls- herjarþingsins og verksvið þess verður: Lausn fjárhags- og félagslegra vandamála Jjjóðanna. (1) Efling virðingar fyrir réttindum þegn- anna og frjálsræði Jneirra. (2) Tillögur um samræming starfa þéirra stofnana, sem tengdar verða Alþjóðabandalaginu, svo sem Matvæla- og landbúnaðar- stofnun sameinuðu þjóðanna, Alþjóða verkamálasambandið, Alþjóðastofnunin um gjaldeyris- mál og Alþjóðabankinn. Auk þéss mun starf ýmissa stofnana, er vinna eiga að heilbrigðismál- um ,uppeldismálum, samvinnu- málum o. fl. heyra undir ráðið. (3) Hvers vegna er talið rétt, að stór- veldin fiimm hafi fast sæti í Ör- yggisráðinu? Það er talið nauðsynlegt og óhjákvæmilegt, að meginábyrgð- in á viðhaldi alþjóðafriðar og öryggis hvíli á þeim ríkjum, sem vegna fólksfjölda, náttúruauð- æfa og aðstöðu hafa mesta mögu- jeika til þess að gegna þeirri skyldu. Framkvæmd þeirra skyldustarfa verður ákveðin með ákvörðunum Öryggisráðsins í nafni Alþjóðabandalagsins. Hver verður aðstaða smáríkjanna? Fulltrúar smáríkjanna hafa sama atkvæðisrétt í Allsherjar- (Framhald á 5. síðu).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.