Dagur - 15.03.1945, Side 4
4
D AGUR
Fimmtudagmn 15. marz 1945
DAGUR
Ritstjóri: Haukur Snorrason.
Aíqreiðslu og innheimtu annast:
Marinó H. Pétursson.
Skrifstofa við Kaupvangstorg. — Sími 96.
Blaðið kemiu út ó hverjum fimmtudegi.
Argangurinn kostar kr. 15.00.
Prentverk Odds Björnssonar.
Boðskapur menntamálaráðherrans
JjA FÁU MÁNUÐI, sem liðnir eru, síðan for-
ingi íslenzkra kommúnista, Brynjólfur
Bjarnason. tók — fyrir náð og ráð íhaldsins og Ól-
afs Thors — við æðstu stjórn skóla og uppeldis-
mála á landi liér, hefir verið furðu hljótt og frið-
samlegt um orð, hans og athafnir í verkahring
menntamálaráðherra. Er þetta sízt sagt hér ráð-
herranum til lasts, því að vissulega fer bezt á því,
að ekki sé alltof ófriðlega látið og ábyrgðarlaust
í þeirri stöðu, sem virðulegust er og valdamest
í heimi íslenzkra fræðslu- og menningarmála.
Flokksofstækisins ætti aldrei að gæta þar í neinu,
heldur skyldi róleg athugun, hlutlaus yfirsýn og
menningarlegur góðvilji jafnan ráða þar' st.el'n-
unni. En því miður bendir síðasta stjórnarathöfn
menntamálaráðherrans til þess, að hann þykist
nú hafa setið nógu lengi á friðarstóli og hyggi nú
á „hreingerningu" nokkra á kommúnistiska vísu
í skólamálum þjóðarinnar.
ýMSA HLUSTENDUR munu hafa sett hljóða
á föstudagskvöldið, þegar Ríkisútvarpið birti
þá fregn, að menntamálaráðherra hefir tilkynnt
skólameistara, Sigurði Guðmundssyni, að feHd
skuli úr gildi ákvæði þau í reglugerð skólans, er
sett voru á sínum tíma — og af gefnu tilefni — til
þess að koma í veg fyrir pólitískar æsingar innan
skólans og þátttöku nemenda í vinnudeilum og
stéttastríði út á við, meðan þeir stunda nám í
skólanum. Ákvæði þetta var upphaflega sett í
reglugerð skólans veturinn 1930, sjálfsagt að
íáði og óskum skólameistara, eftir að einstakir og
aðvífandi nemenduir höfðu af ungæðishætti og
æsingagirni blandað sér á óviðurhvæmilegan hátt
í hatröm deilumál og róstur bæjarbúa. íhlutun
menntantálaráðherra er jtví tvímælalaust fyrst og
fremst beint gegn einum elzta, reyndasta og ágæt-
asta skólamanni þjóðarinnar, Sigurði skólameist-
ara Guðmundssyni, en ekki Jtáverandi kennslu-
málaráðherra, eins og kommúnistar vilja þó vera
láta. En þar sem þeir vita fullvel, að þeim muni
veitast erfitt að telja landslýðinum trú um það,
að Sigurður meistari hafi látið stjórnast af flokks-
legu ofstæki, þegar hann taldi þörf slíkra ákvæða
í reglugerð skóla síns, tel ja þeir sigurstranglegast
að afsaka þetta frumhlaup ráðherrans með því,
að hér sé aðeins verið að „þurrka út einn ómenn-
ingarblettinn frá stjórnartíð Hriflu-Jónasar",
eins og „Verkam.“ orðar þetta af sinni venjulegu
hógværð og háttvísi sl. laugardag. Skólameistari
er þár hvergi nefndur í þessu sambandi, þótt
hann hafi sennilega mestu um þetta ráðið frá
upphafi, enda mun hann nú um langt skeið a. m.
k, — og kannske ævinlega — hafa talið sig utan
flokka og óháðan í stjórnmálum, og því harla
óvænlegt fyrir kommúnista að reyna að gera
hann að pólitískri grýlu, er níðist að þarflausu á
mannréttindum og persónufrelsi nemenda sinna.
Af þessum sökum er allri skuldinni skellt á
„Hriflu-Jónas“ — nú eins og ávallt endranær á
þeim góðu og gömlu dögum, þegar allar syndir
og ávirðingar í þjóðfélaginu voru honum einum
að kenna!
Mæ BOÐSKAP Menntamálaráðherra er tví-
mælalaUst blásið í herlúður í því skyni að
egna óþroskaða og reynslulitla unglinga til þess
að ganga fram fyrir skjöldu í illvíg'ri stjórnmála-
baráttu og stéttarstríði utan skólaveggjanna, áður
en þeir hafa slitið barnsskónum að kalla, hvað
þá heldur aflað sér þeirrar menntunar, jafnvægis
og lífsreynslu, sem þörf er á, áður en menn taka
ákveðna og virka afstöðu til jafn-flókinna og fjöl-
Loftárás á Manilla.
Myndin er tekin skömmu áður en Bandaríkjamenn tóku Manilla
herskildi aí Japönum. Áður höfðu Bandaríkjamenn gert stórkostlegar
loftárásir á herstöðvar Jpana í borginni.
Herkvaðningunni frestað!
J^ÍNA1 ÞJÓÐVILJANS og Moskvu-
' mannanna í herútboðsmálinu
fræga virðist að lokum hafa orðið
undir í viðskiptunum á Alþingi, og má
ætla, að hinum gunnreifu hetjum
þyki illt að hafa ekki fengið því ráð-
ið, að við íslendingar gerðum okkur
að viðundri í augum heimsins og
hirðfíflum Stalins með því að segja
stórveldinu þýzka stríð á hendur, eft-
ir að það hefir legið um stund í fjör-
brotunum. Morgunblaðið þorði ber-
sýnilega í hvorugan fótinn að stíga í
málinu, vildi gjarnan gera kommún-
istum allt til geðs nú sem endranær,
en fann á hinn bóginn þunga þjóðar-
viljans og almenningsálitsins hvíla á
sér. Og fólkið í landinu var eindregið
á móti öllum hernaðarlegum skrípa-
látum. En ólíkur er nú málflutningur
þessara tveggja blaða — og flokka
þeirra, ér að þeim standa — orðinn
þættra mála eins og félags- og
þjóðmálin þó óneitanlega eru í
öllu eðli sínu. —■ í skölaslitaræðu
sinni vorið 1934 komst Sigurður
skólameistari s4o að orði m. a.:
,,.... Æskan er nú eggjuð til að
beita „óhvikulu ofbeldi" og gefa
hlífðarlaust ,,á kjaftinn". Eitt
nrarkmið alls drengilegs uppeld-
is er að efla góðvilja mannanna
hvers. við annan. Á því sést, hve
and-uppeldileg er sú stefna, sem
æsir -til líkamlegs ofbeldis og
heiftúðarverka, ekki sízt er hún
snýr erindi sínu til æskunnar".
Og enn segir, fyrr í sama erindi:
„Aldrei hafa jafnmargir ,,ismar“
eða stjórnmálalegar trúarstefnur
vaðið uppi í landinu og nú. Og
allir jressir ,,ismar“ leitast við
jrað, í andlegunt skilningi, að
leggja undir sig æsku þjóðarinn-
ar. Þessar trúarstefnur brýna
það ekki fyrir æskunni, að hugsa
sjálf og rannsaka sjálf, kynna sér
rök og gag'nrök í deiluefnum,
vanda skoðanir sínar og stefnu-
mál í stjórnmálum. Ef þær gerðu
slíkt, væri jrær ekki trúboðar,
heldur uppalendur“.
Mundi það ekki vera gegn
þessum anda og boðskap, sem
skeyti menntamálaráðherrans er
nú beint, þótt hentara jryki að
láta allt annað í veðri vaka til að
stefna athygli almennings frá
( því, sem raunverulega er hér að
gerast?
sjálfum sér hér é árum áður, meðan
tvísýnt var enn um leikslokin og
Þjóðverjar hvarvetna í sókn. Þá
heimtaði Morgunbl. t. d., að Stefán
Jóhann yrði sviptur yfirstjórn utan-
ríkismálanna, af því að blað hans,
Alþýðublaðið, hafði, að dómi Mogg-
ans, „brotið hlutleysið“ með þvx að
hallmæla nazistum og taka einarðlega
í strenginn með Bandamönnum, með-
an þeir áttu enn í sem þrengstri vök
að verjast. Og á sama tíma hét það,
á máli Þjóðviljans, „aðeins smekks-
atriði, hvort menn væru á móti Naz-
ismanum eða ekki.“ (!) Raunar er
víst, að allir helztu „smekkmenn"
flokksins munu á þeim tíma hafa tal-
ið bragðið að vináttusamningi þeirra
Hitlers og Stalins hið eina .rétta
hnossgæti fyrir hinar vandfýsnustu
pólitxsku uppsleikjur. Nú vilja þessir
herrar gjarnan, að sá þáttur hernað-
arsögunnar gleymist sem fyrst, enda
er bardagahugur þeirra nú allbrosleg-
ur í ljósi hinna fyrri sögulegu stað-
reynda. En hvað um það: Æfðir
íþróttamenn og línudansarar eru
sjaldnast lengi að fara gegnum sjálfa
sig, þegar á þarf að halda.
„Jón Bcihöfðaði".
glNHVER GAMANSAMUR (og
óprúttinn) Akureyringur hefir
nýskeð * sent Reykjavíkurblaðinu
„Ingólfi" greinarstúf undir ofan-
greindri fyrirsögn. Segir þar m. a., að
nefnd persóna sé „norðlenzkur mann-
gervingur", en þó „fyrst og fremát ak-
ureyrskur". Er mikið lof á hann borið
fyrir hvers konar afreksverk, þraut-
seigju, dugnað, géfur og harðfengi.
Eftir að hafa lýst ýmsum snilldar-
verkum Jóns þessa, svo sem bygg-
'ingu Setbergsvegar, sl?m greinarhöf-
undur segir að liggi ofan Akureyrar-
bæjar og sé eitt hið mesta og þarfasta
mannvirki, klykkir hann út á þessa
leið: „Jón Berhöfðaði er hörkutól og
auk þess vel gefinn og þolinmóður.
Verk hans sækjast vel, með föstum
og skýrum rökum að bakhjarli, enda
er hann dáður sem persónugervingur
alls hins bezta í norðlenzkri skapgerð,
sem unnendur hans geta hugsað sér“,
o. s. frv., o. s. frv.
yARLA FER HJÁ ÞVÍ, að þeir
okkar Akureyringa, er kunna
nokkur skil á ritandi samtíðarmönn-
um okkar hér, geti gizkað á, hver höf-
undur þessarar endileysu muni vera.
Er elcki frekar orðum eyðandi um
það atriði, þótt ýms bæjarblaðanna
skarti alltaf öðru hverju með fanga-
mark hans í dálkum sínum. Greinin
um „Jón Berhöfðaða" er þó harla
meinlaus í samanburði við margt
annað, sem flýtur úr penna þessa
manns, þegar hann er í essinu sínu
við ritstörfin. — En hið kátlega við
(Framhald á 5. síðu).
f
|>Þorsteinn Þ. Þorsteinsson: 4*
17. júní 1944
\ Degi er ánægja að geta flutt lesendum sínum A
^þetta ágæta kvæði, er blaðinu hefir borizt frá Þ. Þ.^
V>Þ. í Winnipeg. Hefir það ekki áður verið prentað<£
V>hér á landi. Höfundurinn flutti kvæðið á lýðveld-'^
^. shátið Islendinga í Winnieg 17. júní síðastliðinn.í
Berst að heiman austanandi
ástarhlýr af föðurlandi —
fagnaðarins fyrirheit: ‘
fólksins sigur fagur unninn,
frelsisdagur upp er runninn
fegri og sælli en fornþjóð l.eit.
Alþjóð rís úr ösku tíða
upp í himin frjálsra lýða;
endurfæðist sérhver sveit.
Upprisan er dómsixis dagur
dýrðarskær og vonarfagur,
fólks, er áður öldum kveið
eins og fastur fugl í snöru —
fagur hjörtur lostinn öru —
hálfa eilífð heljar beið
ófrjáls þjóð í eigin landi:
uppboðs-góz á sjálfs síns strandi;
hvergi frelsun, hvergi leið.
Mesti Islands dýrðardagur —
dómstóll þjóðar — rammislagur —
sundrung fólks úr brjóstum brann!
Blessum alla, er blysin kveiktu,
blessum þá, er ánauð hneyktu:
Forsetann og Fjölnismenn.
Blessum hina öldnu, ungu —
alla, sem á Bjarna tungu
vöktu þjóð — og vekja enn.
Veldi lýðsins í verki og anda
vakti meðan fjöllin standa
yfir vorri ungu þjóð.
Hvorki auður, ætt né staða
örlög þín-né rétt má skaða;
gefðu sátt og sannleik hljóð —
yfir dóma engir hafnir,
allir fyrir lögum jafnir —
aldrei svikið saklaust blóð.
Frelsi lýðs er tvíræð tunga;
trygg þann grundvöll, ríkið unga,
musterið sem mikla ber.
Miskunn guðs og manna hylli,
mátt og vizku, dug og snilli,
berðu sjálf í brjósti þér.
Hlutdeild áttu í heimi öllum,
hlutgeng ertu þjóðum snjöllum,
hlutvönd sértu hvar sem er.
Lífsins andinn eini sanni:
ástúð sú, er hverjum manni
opnar fegurst unaðslönd,
leiði þig til heima hærri,
hugans inn á verksvið stærri,
knýtt við þjóða bræðrabönd. —
Landnám þinna öldnu alda,
óborningar munu gjalda
þúsundfalt frá Þorfinns strönd.
íslands — „langt frá öðrum þjóðum“,
áður fyrr var sagt i ljóðum,
meðan lögð var leið um ver.
Nú er loftöld ljómans bjarta,
landið orðið jarðar hjarta,
heimur dagleið hvar sem er.
Flugöld nýrra frjálsra heima,
friðarveldi þitt mun geyma
betur öllum heimsins her.
Fögnum nýjum frelsisdegi
frændanna í austurvegi,
syngjum nýjan sálm með þeim.
Ský þótt feli heimssól hlýja,
horfum fram á gullöld nýja
gegnum stundar eld og eim.
Yfir vogrek allra tíða,
upp í himin frjálsra lýða
fagnandi við fljúgum heim.
Heiðri krýnd og ástaranda
yngsta þjóðin Norðurlanda
sértu í heimsins sögu og óð.
Brenni eldar andans forna
uppi á tindum nýrra morgna:
orðlist Snorra og Egils ljóð.
Blessist þú um aldir alda
islenzk þrenning máttarvalda:
ríki lýðsins, land og þjóð.