Dagur - 15.03.1945, Síða 6

Dagur - 15.03.1945, Síða 6
6 DAGUR - Mig langar til þín Saga eftir ALLENE CORLISS &555555555555555555555555555555 Framhald. „Auðvitað saknaði eg þín“, sagði hann loksins, „meira en þig grunar.“ Ginny smeygði handleggnum í handarkrika iians og andvarpaði léttilega. „Segðu mér eitthvað frá drengjunum. Hafa þeir verið þægir? Hefur Tumi fengið nokkra aðkenningu af hlustarverk aftur? Eg veit ekki hvernig eg lifði það af, ef hann fengi höfuðbólgu upp úr því. Það er svodjættulegt." „Hann fær enga höfuðbólgu. Hann fékk eyrnaverkinn upp úr kvefskömm, það er allt og sumt og engin hætta á neinu alvarlegra. Góða mín, við Bill sögðum þér þetta báðir.“ Red var þakklátur fyrir að samtalið hafði snúi/t að börnunum, en frá honum sjálfum og Ginny. Eitt augabragð hafði hann rennt grun í að hún mundi vita meira en hún lét, en þó gat það varla verið. Ekkert hafði raunar bent til þess, því að hvernig lrefði hún átt að vita, að honum hafði aldrei verið eins kalt innanbrjósts °g þegar hann kyssti hana núna á stöðinni? „Já, eg veit það,“ svaraði Ginny. „En eg ímyndaði mér, að þið ltefðuð kannske ekki á réttu að standa, hefðuð ekki þekkt sjúk- dóminn, eða að þið hefðuð ekki viljað gera mig órólega.“ Hún var ennþá að hugsa um drenginn og óttann, sem hafði gripið hana, þegar Red hafði sagt lienni frá lilustarverknum. „Nei, góða mín, — það hefði eg aldrei gert, eg liefði ekki farið að skrökva að þér, Ginny.“ Red hrökk við þegar hann lieyrði sjálfan sig segja þetta. Skrökvaði hann ekki að henni? Nei, að minnsta kosti ekki tim börnin. En um önnur efni, — það gegndi öðru máli, sannleikurinn væri of miskunnarlaus. „En hvernig gengur það með Mikka? Finnst þér ekki skrítið, að hann skuli ekki geta lært stærðfræði eins og liann er annars glöggur og skýr?“ Red sagðist raunar ekki vita af hverju það stafaði, en hitt væri staðareynd, að hann væri mesti tossi í stærðfræði. „Hann getur lagt saman, hann sonur þinn, en hann getur ekki dregið frá.“ „Æ, mér er alveg sama, hann er fallegur og indæll drengur fyrir því.“ Hann var fallegur drengur. Han'n var að byrja áttunda árið. Hárið var mikið og brúnleitt, eins og móðurinnar, og augun voru hennar. En munnsvipurinn var úr föðurættinni og fasið. rumi var aðeins fjögra ára, ljóshærður, rólegur og elskulegur drengur. Hann var hennar barn. Ginny elskaði hann. Ef einhver hefði sagt henni, að Tumi væri uppáhaldsbarn, hefði hún orðið gröm og neitað þVií. En samt var það satt, því að Tumi var sonur hennar, en Mikki sonur föður síns, þrátt fyrir hárlubbann og augnalitinn. Þegar þau komu heimundir húsið, fannst henni það fáklætt, því að stormgluggarnir höfðu verið teknir niður, en hreint var það og þokkalegt að sjá. „Mikki“, kallaði hún um leið og hún hljóp upp gangstiginn, heim að húsinu. Útidyrnar stóðu opnar. „Tuini! Marta! Eg er komin heim!“ Drengirnir komu hoppandi niður stigann. Fyrst kom Mikki, og Tumi klöngriðist á eftir honum. Marta rak lest- ina. Marta var komin yfir fimmtugt og hafði þreknað talsvert síðan hún koin fyrst til þeirra fyrir sjö árum. Fæturnir voru ekki cins styrkir og fyrr, en að öðru leyti var hún eins og þá, glöð og kát og barngóð. „Mamma!“, kallaði Mikki og hljóp í faðm hennar. „Mamma!“, skríkti Tumi. Rödd hans var eftirlíking af rödd Mikka, aðeins mjórri og barnslegri. Feitir handleggirnir lögðust þétt um háls hennar og hann kyssti hana með barnslegum ákafa. Ginny brosti til Mörtu yfir hárkollana báða. „Þeir líta vel út, Marta“, sagði hún. „Þeir eru vel frískir báðir“, svaraði Marta. „Komið þið nú, strákar, — mamma ykkar er þreytt. Hún veit að ykkur þykir vænt um að hún er komin heim, en þið þurfið ekki að hanga í pilsunum hennar fyrir það.“ „Það gerir ekkert til,“ sagði Ginny. „Komstu með nokkuð handa okkur?“, spurði Mikki. „Hvað komstu með, mamma?", skm'ikti Tumi. „Eg kom með tvo böggla. Þeir eru í ferðakistunni, liggja ofan á fötunum mínum.“ / „í ferðakistunni!" hrópaði Mikki og þeir þutu báðir af stað til dyranna. „Drengir!“, hrópaði Matta í vandlætingartón. „Ekki þessi óskapa læti. — Svona eru þessi blessuð börn, hugsa ævinlega um sig fyrst. Hvernig líðuV móður þinni?" „Henni líður miklu betur, þakka þér fyrir." Hún gekk inn í dagstofuna og leit yfir allt þar; hún þekkti hvern hlut. Einhver notaleg tilfinning fór um hana, allt var eins og það átti að v^ra og vorsólin vermdi herbergið, geislarnir ljóm- Fimmtudaginn 15. marz 1945 Savon de Paris er sápa hinna vandlátu Fcestí hverri búð &55555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555 Barnava^nar Verð frá kr. 290.00 Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeild uðu á gljáandi píanóinu og lýstu upp kollana á páskaliljunum í skrautvasanum. „Hefurðu þvegið gluggatjöldin, Marta?“; spurði hún. „Og þú hefur láfið hreinsa gólfteppið. Skelfing var það fallega gert af þér.“ „Og nú langar inig í kaffisopa. Eg fékk að vísu morgunkaffi í lestinni, en hafði satt að segja enga lyst á þvfl þá, — eftirvæntingin fór alveg með matarlystina! — Það er dásamlegt. að vera komin heim.“ _j,Já,“ sagði Marta. „Það er gott, að þú ert komin heim.“ Og kann- ske verður það nú til þess að koma vitinu fyrir liann aftur, hugsaði hún með sjálfri sér. Hún kveið fyrir þeirri stundu, þegar Gitiny íengi að vita allan sannleikann um framferði Reds á meðan hún var að heiman. Og vitaskuld mundi hún komast að öllu saman. Marta vissi um fjölda fólks, sem beið þess með óþreyju, að fá að segja henni frá því. En það var Red sjálfur, sem sagði Ginny alla söguna um Cecilíu. Framhald. ílli SKAK. - Hvítt: Rodzniski. Svart: Alekhine. 1. e4—e5. 2. Rf3—Rc6. 3. Bc4— d6. (I skák þessari sjáum við heims- meistarann Dr. Alekhine sneiða hjá ítalska leiknum af ásettu ráði, þar sem andstæðingur hans hefir senni- lega verið vel undirbúinn. Það er fræðandi að sjá hvað Alekhine fær út úr fremur óheillavænlegri stöðu). 4. c3— (Hvítur heldur áfram að framfylgja upphaflegri ráðagerð sinni þótt enginn svartur B. sé á c5. Hinn gerði Ieikur er því tapleikur, þar sem hægt var að leika d4 strax og hvítur fær lausan reit fyrir D-riddarann). 4. —Bg4. 5. Db3—Dd4. 6. Rg5— Rh6. 7. Bxpf—RxB. 8. RxR—DxR. 9. Dxb—Kd7! 10. DxH— (Hvítur hefir nú unnið skiptamun, eins og i öllum árásum, sem eru gerðar of. snemma, þá verður árangurinn oft harla lítill, t. d. má sjá nokkra átakan- lega veika reiti í stöðu hvíts). 10. —Dc4. 11. f3—Bxf3! 12. gxf3— Rd5. 13. d3—Dxd3. 14. pxR— Be7! 15. DxH—Bh4 mát. Svart hefir aðeins tvo menn eftir, sem nægja til að máta. Teflt árið 1913 í París. Tún, 5 dagsláttur, er til sölu. Upplýsingar- gefa Magnús Gíslason. Ránargötu 2, og undirritaður. Gestur Jóhannesson, Norðtirgötu 34. 18 ára piltur óskar eftir að komast að við trésmíðanám, annað hvort í vor eða næsta haust. Hefir gott próf frá alþýðuskóla. Upplýsingar gefur Jón S. Einarsson, Bjarmastíg fi. Skrifborð til sölu og sýnis hjá Rósberg G. Snætlal, Aðalstræti lfi. Bílstjóra vantar á mjólkurlnlinn frá Svalbarðsströnd frá 14. maí n. k. Upplýsingar um starfið hjá Jóhannesi Ámasyni, Þórisstöðum. Hús til sölu. Norðurhluti hússins Aðalstræti 13 er til sölu. í húsinu eru 2 íbúðir lausar í vor. Semja ber við undirritaðan. Vilhjálmur Guðmundsson, skipasmíðámeistari. Hefi til sölu vel verkaðá stör og töðu. Kristinn Sigmundsson, Sími 33. Arnarhóli.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.