Dagur - 22.03.1945, Page 6
I
ÐAGUR
Fimmtudaginn 22. marz 1945
Mig langar til þín -
Saga eftir
ALLENE CORLISS
(Framhald).
Hann gerði það vegna þess, að hann vissi, eins og Marta, að annars
mundi einhver úr hópi „kunningjanna" gera það.
En hann gerði það ekki þetta sama kvöld. Hann lét hana eiga
það og hálfan næsta dag í friði. Á þeim tíma hafði hún gengið
frá ferðatöskunum sínum, hafði heimsótt tengdaforeldra sína og
um hádegi þann dag birtist hún í miðbænum og stakk upp á því.
að Red byði sér til hádegisverðar.
Hann sagði, að það væri sjálfsagt, og þegar á matsölustaðinn
kom vildi hann endilega panta dýrasta og bezta matinn, sem þar
var að fá, í tilefni þess, að hún var komin heim, sagði hann. Ginny
sagði honum, að sér helði dottið í hug, að bjóða ýmsu fólki heim.í
kvöldveizlu næstu daga. — ,,Eg á við það fólk, sem lét sér annt um
þig meðan eg var í.burtu," sagði hún.
„En kæra mín, það er annar hver maður hér í bænum. Síminn
var síhringjandi og boðuúum rigndi yfir mig.
„Það var inndælt að heyra, víst þykir mér vænt um, að þú hefir
skemmt þér, — það er að segja, ef þú hefir ekki eignast neitt sér-
stakf „uppáhald" —
,,Jæja,“ greip hann fram í, „það er bezt að eg segi þér eins og er,
áður en þú fréttir það annars staðar frá.“
„Segir mér hvað?“
Hana grunaði ekki neitt. Hún átti ekki von á neinu óvæntu.
Þetta var aðeins venjulegur dagur á gamalkunnum stað.
„Segja þér allt um Cecilíu."
„Hvaða Cecilíu?"
„Cecilíu Redmond, hún er frænka Barry Isham. Hún dvelur hér
i sumar. Eg hefi umgengist liana talsvert Ginny, of mikið, er eg
hræddur um.“
„En Red. . . .“ Hún horfði á hann. Hann hlaut að vera að gera
að gamni sínu. En augnaráð hans var kalt, engin spaugsemi í því.
„Eg kynntist henni skömmu eftir að þú fórst,“ hélt hann áfram.
„Hún kom hingað frá London, með flugvél held eg. Bill og Barry
tóku á móti henni í New York.“ Hann þagnaði stundarkorn.
„Því heldurðu ekki áfram?“ spurði Ginny loksins. Hann hrökk
við.
„Þetta er svo sem ekki löng saga, — hún var einmana hér og
kunningsskapur okkar jókst með degi hverjum. Hér kom snjór um
daginn og við fórum á skíði. Þú varst ekki heima og eitt leiddi af
öðru.“
„Og mætti eg spyrja hvað eiginlega varð úr þessu?"
„Ekki það, sem þú heldur.“ Um það hefir aldrei vérið að ræða.
„Og hefði þá ef til vill ekki orðið eins alvarlegt," sagði Ginny.
„Má vera. En eg hefði átt að snúa við fyrir mánuði síðan. Eg
gerði það ekki.“ ^
„Red -r- ertu að reyna að segja mér að þú. . . .“ Hún þagnaði í
miðri setningunni, gat ekki fengið sig til þess að segja hana alla.
„Að eg elska hana? Auðvitað geri eg það ekki." Hann furðaði sig
á því hve honum tókst að segja þetta kalt og kæruleysislega. Sann-
leikurinn var allt annar. En hvernig átti hann að fá sig til að segja
henni, að hann elskaði aðra konu? Það var ekki hægt. Hann varð
að horfa í augu hennar og reyna að láta, sem ekkert væri.
„En hvers vegna hefir þú allan þennan formála? Um hvað er þá
að tala, úr því sem orðið er?“
Red reyndi að brosa hughreystandi til hennar. „Aðeins vegna
þess, sem eg sagði þér áðan. Eg liefi verið talsvert með henni, — of
mikið. Slíkt fer ekki fram hjá kunningjunum og ýmis konar sögur
ganga. Eg vildi ekki að Lísa Pullham vinkona þín, eða neinn ann-
ar, kæmi þér að óvörum með þetta."
„Já ,eg skil,“ sagði Ginny, lágt og leit niður. „Hvernig lítur lnin
út, má eg spyrja? Hún er kornung auðvitað?"
„Já, hún er ung, rúmlega tvítug."
„Og er hún lagleg?"
„Lagleg, — hún er meira en það, hún er falleg, Ginny."
„Jæja,“ sagði Ginny. Röddin var bitur. „Um hvað fleira á eg að
spyrja? Þú hefir kysst hana, eða er það ekki?“
„Já, það þýðir ekki að neita því.“
„Og hvernig var það? Kyssir hún betur en eg?“
„Ginny, — eg bið þig að taka þetta ekki þannig."
„Taka hvað hvernig? Til hvers er ætlast af mér í þessu öllu?“
„Eg veit það varla. En eg bið þig, að verða ekki beisk og bitur
við mig þrátt fyrir þetta. Þú verður að reyna að líta frjálslyndum
augum á þetta allt. Eg hélt ekki, að þú mundir taka þessu svona."
• „Finnst þér það undarlegt? Hvernig hefði þér orðið við, ef eg
hefði komið heim úr þessari ferð og sagt þér, að eg hefði kynnst
T 0 N LI S TIN
TÍMARIT FÉLAGS ÍSLENZKRA TÓNLISTARMANNA
Nýlega er útkomið 1.—2. hefti af „TÓNLISTINNI", III. árg.
Ennþá -eru til nokkrir árgangar af tímaritinu frá byrjun, og
meðal efnis þeirra er:
Hallgrímur Helgason: Árni Thorsteinsson tónskáld sjötugur.
Páll Isólfsson: Söknuður (sönglag).
Rögnvaldur Sigurjónsson: Jazz og klassísk músik.
Tónlistalíf Reykjavíkur (umsagnir um hljómleika).
Björgvin Guðmundsson: Enn um tónmenntun.
Þorsteinn Konráðsso: Söngmenntir og hljóðfæri Islendinga a
19. öld.
Hallgrímur Helgason: Sigvaldi Kaldalóns tónskáld.
Björgvin Guðmundsson: Interlude (orgellag).
Bókmenntir (sönglög Árna Bjömssonar).
Smávegis í dúr og moll — Bréfabálkur.
Tónlistaruppeldi nútímans (þýdd grein).
Hallgrímur Helgason: Um hlutverk og iðkun tónlistar.
Tónbókmenntir (Björgvin Guðmundsson^ Jónas Tómasson, Árni
Thorsteinsson).
Starfandi hönd (söngur í Flatey og Vopnafirði).
Hallgrímur Helgason: Hljómandi fósturmold.
Björgvin Guðmundsson: Áhrif tónlistar.
Þorsteinn Konráðsson: Söngmenntir og hljóðfæri íslendinga á
Skipulagningarstarf söngmálastj óra.
Baldur Andrésson: Franz Liszt.
Hrafn Hængsson: íslands lag.
Hallgrímur Helgason: Margraddaður söngur á frumskeiði.
Tónbókmenntir (Friðrik Bjarnason og tíu orgellög hans).
Gamall kirkjuorgánleikari: Söngskilyrði kirkjunnar.
Hugo Riemann: -Tónlistarheiti og táknanií með skýringum.
Emil Thoroddsen: Páll ísólfsson fimmtugur.
Hallgrímur Helgason: Hljómvættur Snæfellsness.
Helgi Pálsson: Jólabæn barna (kórlag).
Hallgrímur Helgason: í Vatnshlíð (kórlag).
Karl Runólfsson: Maríuvers (sönglag).
Endursagt úr tónheimum: Bréf Benedikts Gröndals — Hið tón-
vísa höfuðskáld metur þjóðlögin mikils — Jazz-músik í
Hafnarfirði — Tollur gegn tónmennt og kenningar Platons
— Um kirkjusöng — Föst hljómsveit.— Skipasmiður og
lagasmiður — Söngménnt og gervilist — -Hvar á fólkið í
dreifbýlinu að læra að leika á hljóðfæri — Ófullgerða
hljómkviðan.
Hallgrímur Helgason: Emil Thoroddsen.
Sigtryggur Guðlaugsson: Tvö tónlistarheiti.
Hallgrímur Helgason: Lifandi tónmenning.
Björgvin Guðmundsson: íslendingaljóð 17. júní 1944 (lag).
Brynjólfur Sigfússon: Sumarmorgunn á Heimaey (lag).
Hljómleikalíf Reykjavíkur — íslenzkt tónlistarlíf.
Enduxsagt úr tónheimum: Söngur í Bessastaðaskóla o. fl. 2.—4.
hefti er væntanlegt innan skamms.
Tímaritið fæst í Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur,
Lækjargötu, og liggur þar einnig frammi áskriftarlisti, en af-
greiðslu annast Auglýsingaskrífstofan ,,E.K.“, Austurstræti 12.
Árgangurinn kostar kr. 20.0Ö.
Utanáskrift ritsins: Pósthólf 121, Reykjavík.
manni, fallið fyrir honum, verið meira með honum, en holt hefði
verið fyrir mig, hefði látið hann kyssa mig, — og notið þess? —
Hvernig hefði þér orðið við?“ /
„Mér hefði auðvitað ekki verið um það gefið.“
„Jæja, er þá nokkuð undarlegt, þótt eg sé ekki hrifin?"
„Nei, en eg mundi taka þessu eins og sportmaður tekur óhappi.
Eg mundi þó viðurkenna, að þú liefðir orðið fyrst til að segja mér
frá því.“
„Já, en þó aðeins vegna þess, að annars hefði einhver orðið til
þess, eins og þú sagðir áðan.“
„Kannske það, — en samt —Hann brosti til hennar, Það var
drengjabrosið, sem hún dáðist svo mikið að og bræddi hjarta henn-
ar. Henni fannst allt í einu, að hún ætlaði að bresta í grát.
„Red,“ sagði luin, — „því í ósköpunum fórstu að segja mér frá
þessu hér, — á þessum stað? Því beiðstu ekki með það þangað til
við vorum tvö ein?“
„Eg ætla ekki að segja þér þetta núna, en það kom svona ein-
hvern veginn."
„Já, það hefir margt skeð svona einhvern veginn þessar vikur
sem eg var burtu."
(Framhald),
íþróttaþáttur.
(Framhald af 3. síðu).
„bjartur tenor“ og mér verður
að segja eins og görnlu konunni:
„Blessaður haninn, — það er eini
fugjinn, sem eg heyri til“. Reynd-
ar heyri eg betur en gamla kon-
an, en hvorki lóan eða spóinn
láta sjá sig né heyra enn, sem
ekki er von, jrótt blessuð sólin
hafi síðustu daga laðað fram fag-
urgræn grös sunnan í leiðslu-
garðinum við veginn og nú drif-
ið daggtárum með hlýju sinni,
þótt móti norðri tindri kristall-
ar kaldrar hélu.
Og á heimleiðinni kem eg að
sundlauginni, nýt og fagna með
jx'im fáu, sem svamla þar í hlýj-
um öldum. Klukkan er hálf ell-
efu er eg kem til baka í bæinn
og j)ó virðist hann varla vaknað-
ur enn — og fjöldi íbúanna sofa.
— Já, gott er að sola, en gætum
þó að því, að morguninn geym-
ir oft fegurstu dásemdir dagsins,
beztu gæði lífsins, betri en þau
er hann ,,gefur gull í mund“. —
Látum fuglana — hanann, ef
ekki vill betur til — syngja okk-
ur í eyra, fyrstu grösin anga fyrir
vitum, fjollin kalla okkur og
seiða og sólbjarma Ijóma við
brár. Vöknum!
íþróttasýningar.
Sl. sunnudag var fjölsótt
skemmtun í Hótel Norðurland.
Auk hins venjulega: — dans í
ótal útgáfum — voru þarna þrjú
sýningaratriði:
Tólf ungar stúlkur úr Gagn-
fræðaskóla Ak. sýndu fimleika
undir stjórn Þórhöllu Þorsteins-
dóttur fimleikakennara. Vakti
sýning jressi mikla athygli og
með réttu aðdáun flestra. Þótt
mjög sé erfitt að standa í þröng-
um hring áhorfenda, sýna fimi
sína fiplaust augum í öllum átt-
um, tókst stúlkunum flest mjög
vel. Áskell Jónsson, söngkenn-
ari, lék undir með sumum æfing-
unum og gerir músikin slíkar
sýningar bæði léttari og ríkari af
fegurð. Sýningar, sem þessi, eru
öllu líklegri til að vekja áliuga
fólksins fyrir iðkun íþróttanna
og er því þakkarverð.
Þá sýndi einn piltur þarna
færeyskan dans — eða svo var tal-
ið. En það hefði verið betur
ógert. Færeyski jrjóðdansinn er
íþrótt á sinn hátt og hefir bæði
sögulegt og menningarlegt gildi.
Viljandi eða óviljandi var
þarna sýnd alveg röng mynd af.
honum, afskræmandi og niðr-
andi fyrir okkar litlu frændþjóð
í Færeyjum. Slíkt ferst okkur ís-
lendingum ekki.
Loks sýndu 4 pör franska
dansinn „lancier". I>essi dans er
gamall og viðhafnarlegur og
jrarna færður upp, sem fögur
íþrótt — eins og dans á ætíð að
vera, öðrum og það öflugum
þræði. Þarna gafst tækifæri til
að bera saman líkamsstöðu og
hreyfingar í þessum dansi og
sumum hinum nýju dönsum,
þar sem svo virðist, að mest sé
um það vert að bera sig sem allra
álappalegast.
Öllur var sýningunum vel tek-
ið, — en bara einni um of vel.
•
í næsta þætti kemur frásögn
um íþróttalíf í Skagafirði, fréttir
af skíðamótum á Akureyri o. fl.