Dagur - 22.11.1945, Síða 1

Dagur - 22.11.1945, Síða 1
Stjórnin lofaði vinnufriði Siglingaverkfallið hefir staðið í nær tvo mánuði Þegar ríkisstjórnin settist að völdum, töldu stjórnarflokkarn- ir henni það m. a. til gildis, að hún mundi sjá um að vinnufrið- ur ríkti í landinu, enda var þetta atriði á stefnuskrá stjórnariqnar. Þjóðinni gefst nú að sjá hvort stjórnin er þess umkomin að efna þetta heit. Siglingaverkfall- ið, sem hófst 1. október, stendur enn og þess verður ekki vart, að gagngerðar tilraunir séu gerðar til þess að leysa það og koma skipunum af stað. Siglinga- og samgönguskorturinn hefir lam- andi áhrif á allt athafnalíf um byggðir landsins og að þvlí rekur, áður en langt um líður, að vöru- skortur verður tilfinnanlegur hér norðanlands, ef siglingar verða ekki teknar upp hið bráð- asta. Það hefir orðið þessu hér- aði að liði, að Kaupfélag Eyfirð- inga hóf þegar að láta skip sitt, Snæfell, annast vöruffutninga frá Reykjavík hingað norður, en nærri má geta hvort þetta eina skip og önnur smáskip anna öll- um flutningum hingað og héð- *an, hvað þá að með þessum að- gerðum sé séð fyrir þörfum smá- hafnanna hér norðanlands, sem strandsiglingaskip ríkisins hafa siglt á. Deyíð stjórnarvaldanna í þessu mikilvæga máli er raunar furðuleg. Það iréttlætir hana ekki þótt leiguskip Eimskipafélagsins birgi Reykjavík að varningi frá útlöndum og verzlanir og fyrir- tæki þar verði þess vegna ekki eins vör við afleiðingar verkfalls- ins og aðrir staðir á landinu. Þvert á móti ber stjórninni tví- mælalaus skylda til þess, að sjá um, að byggðir landsins, sem alla tíð hafa setið við mjög skarðan hlut í siglingamálunum, samanborið við Reykjavík, verði ekki enn fyrir þungum búsif jum af samgönguleysinu, þar sem sú stefna, að skipa öllum vörum frá útlöndum í land í Reykjavík, er þess valdandi, að litlar vöru- birgðir var að finna á flestum höfnum er verkfallið skall á. Krafa almennings um allar byggðir landsins er, að sigling- arnar verði tafarlaust teknar upp aftur. Stjórninni ber að sjá um, að skipin komizt af stað, áður en vetrarhörkurnar ganga yfir. Þess kann nú að verða skammt að bíða. r Einar Arnason sjötugur Einar Árnason á Eyrar- landi, fyrrv. ráðherra og al- þingismaður, verður sjö- tugur þriðjudaginn 27. þ. m. — Þessara tímamóta í æfi hans verður minnzt hér í blaðinu n.k. fimmtudag. NanÖsynlegt er að reisa heimavistarhús fyrir 150 nemendur Menntaskólans á Akureyri Atján þingmenn greiða atkvæði með búnaðarráðslögunum Svar bændanna verður að láta engan þeirra ná kosningu í sveitakjördæmi Fyrra miðvikudag lauk í neðri deild annarri umræðu um búnað- arráðslögín. Landbúnaðarnefnd deildarinnar hafði klofnað um málið. Jón Pálnrason og Sigurður Guðnason mæltu með samþykkt frv., Barði Guðmundsson lýsti sig andvígan frumv., en vildi þó ekki greiða atkvæði gegn því, vegna stuðnings síns við stjórnina. Bjarni Ásgeirsson og Jón á Reynistað lögðust eindregið gegn frum- varpinu, en töldu sig þó geta fylgt því til bráðabirgða, ef sú breyt- ingartillaga þeirra yrði samþykkt, að Stéttarsambandi bænda yrði falið verkefni búnaðarráðs, unz framleiðsluráð landbúnaðarins tæki til starfa. Miklar umræður urðu um þessar breytingartillögur Bjarna og Jóns. Með henni tölqðu: Bjarni, Helgi Jónasson og Páll Zophoní- asson, en á móti henni Jón Pálmason og Sigurður Guðnason. Að umræðunni lokinni fór fram nafnakall um tillögung og var hún felld með 17:13 atkv. Þessir greiddu atkvæði gegn tillögunni: Emil Jónsson, Finnur Jónsson, Garðar Þorsteinsson, Gunnar Thorodd- sen, Hallgrímur Benediktsson, Jón Pálmason, Lúðvík Jósefsson, Ólafur Thors, Sigfús Sigurbjartarson, Sigurður Bjarnason, Sigurð- ur Guðnason, Sigurður E. Hlíðar, Sigurður Kristjánsson, Sigurður Thoroddsen, Stefán Jóh. Stefánsson, Katrín Thoroddsen (varam. Einars Olgeirssonar) og Ásmundur Sigurðsson (varam. Þórodds Guðmundssonar). Með tillögunni greiddu atkvæði Framsóknarmenn allir, Gísli Sveinsson, Jón Sigurðsson og Pétur Ottesen. Barði Guðmundsson og Ingólfur Jónsson sátu hjá við atkvæða- greiðsluna og gerði Ingólfur grein fyrir hjásetu sinni á þessa leið: „Það er fyrirfram vitað, hvernig fer urn þetta mál og sé ég því ekki ástæðu til að taka þátt í þessari atkvæðagreiðslu“! Almennur hlát- ur varð í þingsalnum, þegar Ingólfur hafði þetta mælt, en hann reis á fætur og gekk út úr þingsalnum. Fjarverandi voru Áki Jakobsson, Ásgeir Ásgeirsson og Jóhann Jósefsson. Fyrsta grein frumvarpsins var síðan samþykkt með 18:13 atkv. Greiddu þeir sömu atkvæði með henni og verið höfðu á móti breytingunni, auk Ásgeirs Ásgeirssonar, sem var nú mættur. Barði greiddi ekki atkvæði, en Ingólfur var nú fjarverandi. Atkvæðagreiðsla þessi mun áreiðanlega lengi í minni höfð hjá bændum og þeir munu vissulega minnast vel þeirra 18 þingmanna, er samþykktu það kúgunarákvæði, að verðlagsvaldið skyldi alveg tekið af bændum og lagt í hendur ráðherra. Markmið bænda hlýt- ur að verða, að enginn þessara 18-menninga nái endurkjöri í kjör- dæmi, þar sem bændur geta ráðið úrslitum. Eldsvoði í Eyjafirði Bærinn á Tjörnum brann í síðastl. viku Aðfaranótt sl. fimmtudags kom upp eldur í íbúðarhúsinu á Tjörnum í Saurbæjarhreppi og brann húsið ásamt fjósi og nokkru af heyjum. Fólk bjargað- ist fáklætt út um glugga og ekk- ert ráðrúm gafst til þess að bjarga neinu af innanstokks- munum, en kúnum úr fjósinu varð þó bjargað. Húsið var lágt vátryggt en innbú allt óvátryggt, Hefir bóndinn, Gunnar V. Jóns- son, orðið fyrir miklu tjóni. Að undanförnu hefir það alloft bor- ið við, að eigur manna hér nær- lendis hafa brunnið óvátryggðar. Er þetta hörmulegt sinnuleysi og alvarleg áminning. SJÖTUGUR verður Hallgrímur Valdemars- son, fréttaritari, næstkomandi sunnudag. Svar til Svavars Guðmundssonar, í tilefni af skrifum hans í síðasta tbl. Islendings, hefir blaðinu borizt frá Birni Bessasyni. Vegna þrengsla í blaðinu í dag bíður birting þess næsta fimmtudags. Eldhætta frá heimavist shólans svo mikil að óverjandi er að láta 100 nem. búa þar Skólameistari liefir sent Alþingi erindi um málið Sigurður Guðmundsson, skólameistari, hefir nýlega sent Alþingi erindi um húsbyggingarmál Menntaskólans á Akureyri. Er þar far- ið fram á að þingið veiti fé til þess að reisa nýtt heimavistarhús fyr- ir a. m. k. 150 nemendur og auk þess sé í húsinu rúm fyrir söfn skólans o. fl. Skólameistari kallaði blaðamenn á fund sinn sl. mánudag og skýrði þeim frá þessu og las fyrir þá orðsendingu til Alþingis. Jafnframt skýrði hann svo frá, að menntamálaráðherra hefði þegar falið liúsameistara ríkisins að láta gera áætlanir um hvað slíkt hús mundi kosta. Aðalástæðan fyrir því, að skólameistari og kennarar leggja svo ríka áherzlu á, að hafizt verði handa í þessu máli hið bráðasta, er hin ægilega eld- bætta, sem stafar af heimavistun- um í skólahúsinu, sem talin er svo mikil, að óverjandi sé að láta 100 manns búa þar. Þar að auki telur skólameistari heppilegast að allir utanbæjarnemendur búi í heimavist. Ennfremur skortir skólann mjög húspláss fyrir söfn sín, samkomusal, borðstofur og kennslustofur. Ef fé fæst til byggingarinnar, er ráðgert að húsið verði byggt á lóðum skól- ans, sem eru mjög víðlendar. Erindið til þings og stjórnar. í erindi því, er skólameistari sendi Alþingi um þessi mál segir svo m. a.: „Fundur kennara í Mennta- skólanum á Akureyri, haldinn 29. okt. síðastliðinn, samþykkti svohljóðandi tillögu: „Kennarafundur í Mennta- skólanum á Akureyri, haldinn 29. október 1945, skorar á hið háa Alþingi, að það samþykki fjárveitingu til þess, að reist verði nýtt hús við Menntaskól- ann á Akureyri. Verði í því rúm fyrir heimavistir fyrir a. m. k. 150 nemendur, söfn skólans, lestrarstofu, kennslustofur fyrir náttúrufræði, eðlis- og efnafræði, eldhús og boiðstofu. Telur fundurinn mjög aðkallandi, að hafizt verði handa um fram- kvæmdir í málinu sem allra fyrst, m. a. af því, að nú er eld- Jiættan, er stafar af heimavistun- um, í skólahúsinu ægileg og meiri en svo, að verjandi geti talizt, að þar búi um hundrað manns, eins og nú er.“ Eldhættan. ,,Lang veigamesta ástæða þess- arar tillögu er sú, að oss kennur- um skólans verður æ ljósari sú hætta, sem vofir yfir skólahúsinu af völdum elds og bruna. Svara má því að eldhættan sé ekki meiri nú en undanfarin ár. En mér hefir ávallt verið þessi hætta ljós, og hún hefir jafnan fengið mér áhyggju, vanlíðan og óróa. Og eg finn æ meir og meir til þessarar hættu, af því að undan- farin ár hefi eg átakanlega og ógleymanlega verið minntur á hana. í fyrra brunnu hér á Ak- ureyri tvö stórhýsi úr timbri, annað til kaldra kola (Hótel Gullfoss), hitt að mestu.... Má bæta því við, að hér uppi á brekkunni, sem hús Mennta- skólans stendur á, er stórum örð- ugra að slökkva eldana, af því að vatnsmagn er hér minna en niðri í bænum, þar sem dæla má sjó, ef þörf gerist. . . . Grunur leikur á, að í Hótel Gullfoss hafi kviknað af völdunr rafmagns. Geta og hvorki hús- ráðendur né umráðamenn húsa haft fullkomið eftirlit með, að rafleiðslur séu í öruggu lagi.... Það virðist mér fullljóst af þessu, að það er í rauninni alger- lega ábyrgðarlaust og óverjandi, að láta hundrað manns sofa und- ir sama þaki í þessu gamla timb- urhúsi, sem getur, sökum þurr- leika síns brunnið á mjög stutt- um tíma. í því búa unglingar, meyjar og sveinar, sum þeirra á fermingaraldri, og er hætt við, að á þá kæmi mikið fát og jafn- vel æði, ef þeir vöknuðu við það um hánótt, að kviknað væri í húsinu. Vekja verður og athygli á, að menntaskólahúsið er mjög hátt og nær 'allir heimavistar- nemar búa á efri hæð og sumir uppi á svokölluðu hæsta-lofti, þar sem erfitt er útgöngu úr sumum herbergjum og mjög hátt að komast á jafnsléttu.... Á öllum þessum herbergjum eru að vísu kaðlar og allrar varúðar gætt, sem eg og brunafróðir menn framast kunna skil á. . . . Eg fullyrði, að engum skóla á j (Framhald á 8. síðu).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.