Dagur - 22.11.1945, Side 3
Fimmtudaginn 22. nóvember 1945
D AGUR
3
Lénharðiir fógeti
Frumsýning Leikfélagsins
bætta aðbúð í Samkomuhúsinu
með viðbyggingu þeirri, sem áð-
Ur er lýst hér i blaðlnu. Eru það
snotur búningsherbergi og auk
þess hefir aðstaðan á leiksviðinu
sjálfu batnað verulega. Gerir
Síðan Einar H. Kvaran ritaði
Lénharð fógeta eru liðin meira
en þrjátíu ár.. Mikið vatn hefir
runnið til sjávar á því tímabili
og margt breytt í daglegu lífi
þjóðarinnar, háttum hennar og
hugðarefnum frá því sem þá var.
Það er til dæmis vafalaust, að
söguþráðurinn í Lénharði fó-
geta, ofbeldi hins erlenda valds-
manns, uppreist alþýðunnar
undir foryztu stórhuga og
drengilegs manns, refsing Lén-
íiarðs og endalok, hafi baft stór-
nm meiri áhrif á alþýðu manna
árið 1913, er ísland var ennþá
ófrjálst, en nú á öðru ári hins
endurreista lýðveldis. Menn
skilja í verki skáldsins hug hans
til frelsisbaráttu þjóðar sinnar
og virðing hans fyrir menningu
og göfgi forfeðranna, og leikur-
inn mun hafa haft mikil, hvetj-
andi áhrif á hugi allra þeirra er
sáu jiann, líkt og sagan um Niels
Ebbesen varð mikil og áhrifarík
í frelsisbaráttu Dana nú á síð-
ustu árum, eftir að Kaj Munk
liafði blásið nýju lífi í hana og
fært hana í skáldlegan búning.
Þetta gildi leiksins stendur að
vísu enn í dag, þótt það hafi nú
önnur áhrif á þá, er sjá og.lesa,
en tæplega mundi það hafa verið
rétt ráðið, að endurvekja hann
nú, né heldur mundi hylli leik
ritsins svo mikil, ef efni þess
hefði verið skorinn svo þröngur
stakkur, að þar rúmaðist ekkert
annað en sagan um misbeitingu
hins danska valds og sjálfstæði
og dug bændanna íslenzku á
iindverðri 16. öld. Því að Lén-
liarður fógeti glímir við önnur
og stórum torveldari viðfangs-
efni en réttsýni og dug Torfa í
Klofa og manndáð bændanna.
Lénharður er í höndum skálds-
ins persónugerfingur þess sann-
leika, að í mannlegum hjörtum
drottnar hið illa með hinu góða,
að í sál varmennisins blundar
guðdómsneistinn og hann getur
náð að verða að báli við snert-
ingu kærleika og samúðar. Ald-
ur þessa sannleika verður ekki
talinn í áratugum, heldur árþús-
undum og þess vegna á Lénharð-
ur fógeti og öll sú leiklist, sem
stuðlar að því að þroska skilning
okkar á margbreytileik lífsins og
eðli mannsins, erindi til okkar
nú og ævinlega.
Það er þess vegna engan veg-
inn auðveldur hlutur, að setja
Lénharð fógeta á svið á þann
veg, að atburðarásin öll hnígi
eðlilega að þeim ósi, að skilja
eftir í huga áhorfandans varan-
legt umhugsunarefni og meiri
víðsýni. í því efni hvílir vita-
skuld megin þunginn á herðum
leikstjórans og aðalleikanda. í
þetta sinn fór Jón Norðfjörð
með þau hlutverk bæði. Hann
sýnir okkur Lénharð, skrautbú-
inn og glæsilegan — en undir
förlan — hirðmann. Áhorfand-
inn, sem áður hefir heyrt ljótar
lýsingar á framferði hans, verður
háll' undrandi yfir þvi, að á bak
við þessa áferðarfallegu grímu
skuli búa varmenni og fantur.
ei að sannfæra hann til fulls um
það, og þess vegna verða hin
dramatisku áhrif í 4. og 5. þætti
ekki eins sterk og ella rnundi, ef
hann liefði verið harðgerðari, ill-
skeyttari ' og grimmúðlegri í
fyrstu þremur þáttunum. Þá
liefðu tilfinningarnar risið
hærra, samúð Guðnýjar liefði
átt stærra hlutverk fyrir höndum
og sýnin, sem skáldið opnar inn
í hjarta Lénharðs og innsta eðli,
hefði orðið bjartari. Engu að síð-
ur tekst Jóni mætavel, að vekja
samúð áhorfandans með Lén-
harði undir það síðasta — þrátt
fyrir allt. — Leikur hans er víðast
góður, sérstaklega í 4. þætti, þar
sem þau Guðný ræðast við í stof-
unni. Þar nær hann að segja
margt eftirminnilega.
Aðra aðalpersónu leiksins og
höfuðandstæðing Lénharðs,
Torfa bónda og sýslumann í
KlQfa, leikur Hólmgeir Pálma-
son. Torfi verður í höndum hans
hæverskur en þó ákveðinn,
fyrirliði sem vill ekki flana
að neinu og íhugar vel mála-
vexti alla, áður en hann lætur tif
skarar skríða. Fas hans og lát-
bragð er eðlilegt og virðulegt, en
nokkuð þykir mér skorta á eðli-
legar áherzlur í t.alj og að geð-
brigða gæti í málrómi, t. d. er
hann áv^rpar bændurna fyrir ut-
an kirkjuna. Helgu, konu Torfa
leikur frú Sigurjóna Jakobsdótt-
ir. Helga í Klofa er frá höfund-
arins liendi skaprík og mikilhæf
kona, sem minnir á kvenskör-
unga fornsagnanna. Hún letur
ekki bónda sinn, er henni þykir
nauðsynlegt að hefjast handa til
að verja rétt þeirra, er hún ber
fyrir brjósti, og hún er staðföst
og ákveðin í ályktunum. Frúin
hefir oft sýnt það áður, að hún
býr yfir ágætum hæfileikum og
þess vegna veldur Helga nokkr-
um vonbrigðum að þessu sinni.
Hin blíðlynda og viðkvæma eig-
inkona ber kvenskörunginn of-
urliði, og Helga verður ekki eins
mikil persóna í leiknum og efni
annars standa til. ,
Ingólf bónda á Selfossi leikur
Þórir Guðjónsson. Þórir er góð-
ur leikari og tekst honum allvel
að sýna hinn aldraða og virðu-
lega bónda. Svipbrigði hans eru
oft góð, t. d. þegar hann gerir
upp reikningana við Lénharð,.
bundinn á steininum, en stund-
um kemur fyrir að hreyfingar
hans á sviðinu eru óeðlilegar.
Guðnýju dóttur hans leikur frú
Sigiíður Schiöth. Leikur hennar
er í heild viðkunnanlegur og
víðast eðlilegur, en tæplega tekst
henni að sýna djúptæk skap
brigði á örlagaþrungnum augna
blikum. T. d. virðist manni
skorta eðlilega eftirvæntingu og
forvitni, er Lénharður ríður
fyrst í garð með hið skrautbúna
lið sitt", og í stofunni á Hrauni,
þar sem mest reynir á leik Guð-
nýjar, verður ekki eiiis vart við
hinn niðurbælda ótta og eðlilegt
væri. í þeim þætti syngur frúin
hin kunnu lög, sem prýða leik-
inn, og gerir það sérlega vel og
Einhvern veginn tekst Jóni aldr- smekklega. Magnús Ólafsson úr
Skálholti leikur Sverrir Áskels-
son. Honum tekst ekki að vekja
samúð með hinum drengilega
biskupsfóstra. Framburður hans
er skýr — jafnvel um of — því að
zlurnar eru ekki góðar. Ey-
stein Brandsson úr Mörk leikur
Elías Kristjánsson. Leikur hans
er allur hinnhressilegastioggerv-
ið á margan hátt gott. Honum
tekst allvel að sýna svipbrigði, en
er kannske full jafn-ofsafenginn
allt í gegn. Það lýtir þó einkum
leik hans, að hann talar of luatt
og framburðurinn er ekki nægi-
lega skýr. Freystein á Kotströnd
leikur Björn Sigmundsson. Leik-
ur hans er víða ágætur, en gervið
nýtur sín tæplega eins og skyldi.
Eru engan veginn nógu greini-
leg skil milli Freysteins og ann-
arra bænda í leiknum, sem sum
ir hverjir flagga helzt til mikið
með einkennum, sem Freysteini
einum er ætlað að sýna. Nafn
kenndustu bændurna leika þeir
Jón Ingimarsson, Tryggvi Krist-
jánsson og Júlíus Oddsson. Eru
það allt lítil hlutverk, og gefa
ekki tilefni til mikilla umræðna
að öðru leyti. Þó held eg að það
sé misskilningur að gera Ólaf í
Vatnagarði að spaugilegri fí
u. Hans er rödd alvörunnar,
sem vill gera upp við samvizkti
og sannfæringu áður en í stór
ræðin er ráðist. Bjarni á Hellum
að vera sýnishorn hinna dug-
miklu, stórgerðu og höfðinglegu
rænda, sem til hafa verið á ís
landi á öllum ölcfum. Ekki kann
eg við að hann skuli ,,tina“, þótt
aldraður sé orðinn, og sarna má
segja um Ingiríði í Hvammi,
sent leikin er af Jónínu Þor-
steinsdóttur. Snjólaugu
Hvamnti leikur Matthildur Ol-
geirsdóttir, mjög snoturlega, og
Hólm Lénharðsmann, lítið hlut
verk, leikur Ingólfur Kristins-
son. Þá et u að auki sveinar Lén-
harðs og menn Torfa, sem ekki
hafa veríð nefndir hér.
Búningar voru yfirleitt mjög
skrautlegir, sums staðar um of
Má þar nefna búning Guðnýjar
á Selfossi og gerir það leikinn
óeðlilegan á köflum. Þá eru Lén
harðsmenn allir mjög vel búnir
en ekki getur sveitin þó talizt
hermennskuleg né líkleg til stór
ræða. Mætti leikstjórinn gjarnan
leggja meiri áherzlu á að gera
þá upplitsdjarfari og meiri fyrir
sér á sviðinu. Sögurnar um of
beldi og ribbaldahátt af hálfu
þessa liðs verða næsta spaugileg
ar þegar maður virðir það fyrir
sér á leiksviðinu. Þá finnst mér
hinni hópsýningunni á sviðinu
er fólkið kemur úr kirkjunni
einnig vera talsvert ábótavant
Of mikil áherzja virðist þar lögð
í það að gera hvern einstakling
skringilegan og óviðfelldið er
að þeir; skuli ekki hlýða með
óskiptri athygli á sýslumann sinn
og fyrirliða, heldur stinga saman
nefjum, tvístiga og aka sér
meðan ræða hans stendur. En
t. v. er hér til of mikils mælst
þar sem leikendurnir í hópsýn
ingunni eru flestir nýliðar.
Leikfélagið hefir nú fengið
retta sýningarnar hraðari og er
rað ntikil bót frá því sem áður
var. Aðsókn að leiknum var
sæmilega góð í þetta sinn og
óhætt er að hvetja bæjarbúa til
Jtess að sækja leiksýningarnar.
Þótt að ýmsu megi finna er
vissulega betur farið en heima
setið. Góður skilningur bæjar-
búa mun og verða til þess að efla
leikfélagið til glímu við stærri
og rneiri viðfangsefni.
H. Sn.
Jón Jónsson
bóndi á Skjaldarstöðum 60 ára
Þann 24. okt. sl. átti Jón Jóns-
son, bóndi á Skjaldarstöðum í
Öxnadal 60 ára afmæli. Hefði eg
verið í grendinni þann dag,
mundi eg hafa heimsótt þennan
gamla æskuvin minn til að árna
honum heilla, en úr því þess var
ekki kostur, verð eg að láta
nokkrar línur nægja og koma
tær þó síður skyldi.
Jón var rétt um fermingu er.
i’aðir hans andaðist frá konu og
5 börnum. Var Jón elztur barn-
anna, en hin voru í ómegð. Við
ráfall föðursins bættist svo það,
að bróðir Jóns missti heilsuna
um lengri tíma og varð að dvelj-
ast lengi á sjúkrahúsi. Þau hjón
töfðu verið fátæk og hygg eg að
flestum ekkjum í sporum Önnu
Vfagnúsdóttir, móður Jóns,
tefði orðið það eitt fyrir í því-
íkum kringumstæðum, að leita
i náðir svetiarinnar. Það gerði
Anna þó ekki, heldur bjargaðist
áfram með börntun sínum og
varð því liinn ungi fermingar-
drengur að taka á sig störf og
ábyrgð fullorðins manns, sem
yrirvinna móður sinnar. Það
fórst honurn beinlínis með ágæt-
um, syo að allt bjargaðist vel af.
Muif þetta fágætt þrekvirki af
jafn ungum dreng og reyndar
engu síður af móður hans.
Mér er ekki vel ljóst hvenær
Jón tók beinlínis við búinu á
Skjaldarstöðum, enda varð ekki
mikil breyting á við það. Anna
móðir hans varð þá ráðskona
hans og hún dvelur enn hjá hon-
um háöldruð, en systir hans hef-
ir nú tekið við ráðskonustörfj;
um. Jón er ókvæntur og barn-
laus. Skjaldarstaðir eru ekki stór
jörð og Jón hefir ekki haft stórt
bú, en þó búið myndarlega og
bætt jörð sína mikið.
Eg á margar góðar endur-
minningar um Skjaldarstaða-
heimilið, bæði frá æskuárum og
síðar á æfinni. Segi eg það alveg
hiklaust, að eg hefi hvergi mætt
meiri né sannari gestrisni en hjá
Jóni á Skjaldarstöðum og Önnu
móður hans.
Jón tók mikinn þátt í ung-
mennafélagsskapnum í sveit
sinni á yngri árum og var mörg
ár í stjórn U. M. F. Ö. íþróttirn-
ar voru aðal áhugamál hans af
því, sem ungmennafélögin
höfðu með höndum. Glímumað-
ur var hann ágætur og þó hann
væri tveggja manna maki að
burðum, lét hann þó ekki kenna
aflsmunar í glímu, heldur
glímdi liðlega og drengilega.
Lýsir þetta skaplyndi mannsins
nokkuð.
Á síðari árum hefir Jón ekki
tekið ntikinn þátt í almennum
málum, en fylgist þó með þeim
af áhuga.
Hann er nú farinn að gerast
þreytulegur og reyndar fyrir ald-
ur fram, enda er einyrkjabúskap-
urinn erfiður og Jón hefir ekki
legið á Jiði sínu.
Við sveitungar hans þökkurn
honum liðin ár og árnum hon-
unt allra heilla í framtíðinni.
Bemh. Stefánsson.
RITFREGNIR
Glóðafeykir. Svo nefnist nýútkom-
in bók í bókaflokknum, Skagfirzk
fræði, sem Sögufélag Skagfirðinga
gefur út, og er þetta 6. bindið, sem út
kemui nú.
Kennir þarua margra góðra og
girnilegra grasa. Jón Sigurðsson, al-
þingismaður á Reynistað. ritar minn-
ingargrein um Margeir á Ögmundar-
stöðum. Þá er þarna bráðskemmtileg
grein eftir Guðmund Hannesson, pró-
fessor, sem hann nefnir: Endurminn-
ingar úr Skagafirði. Næst kemur þátt-
ur Gísla Konráðssonar af Grafar-Jóni
og Staðarmönnum, fróðlegur og
skemmtilegur í senn. Þarna er enn-
fremur fyrsta sýslusamþykkt i land-
inu um lartdbúnaðarmál. Er þar skýrt
frá fundi, sem Skagfirðingar héldu við
Vallnalaug, til þess að ræða um
„skaðvænlega hesta, beit og göngu í
búfjárhögum“. Einnig er þarna fyrsta
kjörskrá í Skagafirði. Er það merki-
legt plagg og fróðlegt. Loks er þarna
þáttur af séra Sveini Jónssyni á
Barði.
Brynleifur Tobiasson, menntaskóla-
kennari, sá um útgáfu bókarinnar og
ritar fyrir henni stuttan formála.
Bók þessi er góð viðbót við það,
sem áður er út komið af Skagfirzkum
fræðum, og enginn Skagfirðingur ætti
að láta hana vanta í bókaskáp sinn.
Þeir, sem kynnu að vilja gerast
áskrifendur að ' bókum Sögufélags
Skagfirðinga, eða kaupa rit þetta sér-
staklega, geta fengið það hjá undir-
rituðum.
Haimes J. Magnússon.
Til athugunar
Þeir heiðraðir viðskiptavinir, sem þurfa að láta harðstífa i
| skyrtur, flibba og dömubrjóst fyrir jólin, eru vinsamlega |
i beðnir að koma því í þvottahúsið, sem allra fyrst. — Einnig I
I hvítum slaufum og vestum. — Þetta ofantalda verðnr ekki \
| hægt að taka frá 10. des. til 2. jan.
ÞVOTTAHÚSIÐ „MJÖLL“.
| 5
•• mumiimimmmiuimmmtitmiiiiinttmmmimmmiimiu»mmnmnmmtuiuuutiuimmmmmuutumimutmi»m1