Dagur - 22.11.1945, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 22. nóvember 1945
DAGUR
5
SIGURÐUR EGGERZ
Föstudagsmorguninn 16. þ. m.,
um stundu fyrir hádegi, urðu
menn þess varir að fánar voru
dregnir í hálfa stöng á nokkrum
byggingum í bænum. Og brátt
var fregnin á allra vörum: Sig-
urður Eggerz er látinn. Innan
stundar blöktu fánar í hálfa
stöng um allan bæinn, svo víða,
að fá dæmi munu til áður. Allur
bærinn vottaði samúð sína og
sorg. Fyrir fáum mánuðum
kvaddi Akureyrarbær Sigurð
Eggerz, að því er bezt varð vitað
heilan og hressan. Nú var hann
látinn. Nokkrum dögum áður
hafði að vísu borzt sú frétt hing-
að að tekinn hefði verið af hon-
um fóturinn vegna meinsemdar,
en flestir vonuðu að með þeirri
aðgerð væri lífi hans bjargað um
sinn. En það átti ekki að verða.
„Fótmál dauðans fljótt er stig-
ið“.
Sigurður Pétursson Eggerz var
fæddur að Borðeyri 1. marz
1875, að því er hann taldi sjálf-
ur. Kirkjubækur telja liann hins
vegar fæddan 28. febrúar. Voru
foreldrar hans Pétur verzlunar-
stjóri Friðriksson prests Eggerz,
Eggertssonar prests í.Skarðsþing-
um Jónssonar, og Sigríður Guð-
mundsdóttir bónda að Kollsá í
Hrútafirði, Jónssonar. Varð Sig-
urður stúdent 1895 og kandidat
í lögfræði frá Hafnarháskóla
1903. Var hann svo á næstu ár-
um settur sýslumaður í nokkrum
sýslum, málafíutningsmaður við
landsyfirdóminn og aðstoðar-
maður í stjórnarráðinu, unz
hann var skipaður sýslumaður í
Skaftafellssýslu vorið 1908 og
gegndi því þangað til liann varð
ráðherra 1914. Árið eftir, 1915,
var hann skipaður sýslumaður í
Mýra- og Borgarfjarðarsýslum og
settur bæjarfógeti í Reykjavík
1917, en varð það sama ár fjár-
málaráðherra. Varð forsætis- og
dómsmálaráðherra 1922—1924
og bankastjóri Landsbankans
1924—1980, sýslumaður í ísa-
fjarðarsýslum og bæjarfógeti á
ísafirði 1932—1934, og sýslumað-
ur í Eyjafjarðarsýslu og bæjarfó-
geti á Akureyri 1934—1945 að
hann fékk lausn fyrir aldurssak-
ir. Hann var þingmaður Vestur-
Skaftfellinga 1911 — 1916, lands-
kjörinn þingmaður 1916—1926
og þingmaður Dalamanna 1927
—1931. Forseti sameinaðs Ah
þingis 1922. Auk þessa starfaði
hann í fjölda nefnda, gengis-
nefnd, Alþingishátíðarnefnd og
utanríkismálanefnd o. m. fl. Var
hann nú síðast, eftir að hann
fluttist til Reykjavíkur, í utan-
þings- og stjórnarskrárnefnd
þeirri er nú situr.
Á því sem hér hefir talað verið,
og þó aðeins stiklað á því stærsta,
sézt berlega að Sigurður Eggerz
hefir víða komið við opinbera
sögu þjóðarinnar síðustu 40 ár-
in, enda var liann löngu þjóð-
kunnur. Hvar og hvenær sem
stjórnmálasga tímabilsins frá
1904—1944 verður skrifuð, verð-
ur nafn hans eitt þeirra, sem oft-
ast verður nefnt. Algert sjálf-
stæði íslands var honum hjart-
fólgnast allra mála og fyrir því
barðist hann með afburða ein-
urð og drengskap, Verður þess
af konungsfundi 1915 og hafði
þá sett ráðherradóm sinn að veði1
fyrir framgangi sjálfstæðismáls-
ins. Framkoma hans í ríkisráði
skapaði þá, hjá miklum hluta
þjóðarinnar, þann Ijóma um
nafn Sigurðar Eggerz, sem hald-
ist hefir æ síðan ,og ekki mun
fyrnast. Og þó að ekki yrði hon-
um kjörið að leggja opinberlega
síðustu hönd á lausn sjálfstæðis-
málsins 1944, mun liann þó hafa
átt þar drýgri þátt, frá fyrri tíð,
en nokkur annar.
Það sem einkenndi stjórn-
málaferil Sigurðar Eggerz, var
hið sama er einkenndi hann sem
privat-mann, drengskapur og
einurð, samfara skilningi og
góðvilja. Hann gat verið harð-
skeyttur andstæðingur, enda átti
hann oft hörðu að mæta. Efi
aldrei minnist sá, sem þetta ritar
þess, að hafa nokkurn tíma
heyrt Siguið Eggerz kasta steini
að nokkrum manni eða tala illa
um nokkurn mann, jafnvel þó
ákveðnir og misjafnir pólitískir
andstæðingar ættu í hlut. Er það
sjaldgæfur mannkostur á þessurn
síðustu dögum. Enda mun mað-
úfinn Sigurður Eggerz fáa eða
enga andstæðinga hafa átt, þó
ekki gætu allir átt samleið með
honum á hinum pólitíska vett-
vangi. Hann var maður vin-
margur og vinfastur.
Sigurður Eggerz var mikill
hugsjónamaður, og það svo að
stundum gat maður undrast að
hann skyldi velja lögfræði til
nárns á yngri árum. Var hann þó
vafalaust góður lögfræðingur.
En fagurfræðileg efni, skáld-
skapur og heimspeki, voru hon-
um ekki síður hugleikin, nema
fremur væri. í frístundum sín-
um, sem ekki voru þó margar,
svo umfangsmiklum embættum
sem hann lengst ævi sinnar átti
að gegna, fékkst hann allmikið
við skáldskap. Strax á Hafnarár-
um sínum gaf hann út ljóðabók
og orti alltaf síðan meira og
minna. Hafa sum kvæðihansnáð
alþjóðarhylli, sem sem „Alfað-
ir ræður“. Síðustu árin gaf hann
sig aðallega að leikritasmíð. Eru
þau helztu þeirra: Líkkistusmið-
urinn, Það logar yfir jöklinum,
Pála, í sortanum o. fl., sem enn
hafa ekki komið fyrir almenn-
ings sjónir. Sjálfur skoðaði hann
sig aldrei mikið skáld. Hann
„orti sér til hugar-hægðar, en
hvorki sér til lofs né frægðar".
En hann var vafalaust meira
skáld en hann hélt sjálfur. Önn-
ur störf urðu að sitja í fyrirrúmi
fyrir þjónustu skáldgyðjunnar.
Sigurður Eggerz var glæsi-
menni, svo að hvar-vetna var eftir
tekið. Hann var allra manna
glaðastur og leit björtum augum
á lífið. Enda var hann um flest
gæfumaður. Hann sá hugsjónir
sínar rætast í lifanda lífi. Á Al-
þingi 1915 sat hann sem þing-
maður V.-Skaftfellinga. Flutti
hann þá frumvarp um byggingu
Jökulsárbrúar á Sólheimasandi.
Ýtti hann fast eftir í báðum
deildum þingsins, en fékk lítinn
byr. Var frumvarp hans fellt. En
þegar fjárlögin komu í sameinað
þing, tók hann frumvarpið enn
lengi minnst, er hann kom heim upp, og fyígdi því þá með eftir-
minnilegri ræðu og einni
ákveðnustu brýningu til þing-
manna sem heyrzt hefir. Brúin
kom. En þessi barátta var í raun-
inni táknleg fyrir Sigurð Eggerz.
Hann vildi vinna að því að brúa
allar Jökulsár í íslenzku þjóðlífi,
sjá hér rísa sjálfstætt ríki, sem
byggt væri upp af frjálsri menn-
ingarþjóð, andlega og efnalega
vaxandi. Og hann var óþreyt-
andi að vinna að því marki. Til
þess voru engar fórnir honum of
dýrar.
Svo sem vænta mátti hafði Sig-
urði Eggerz hlotnast margs kon-
ar viðurkenning fyrir unnin
störf. Hafði hann verið, sæmdur
fjölda innlendra og erlendra
heiðuismerkja af hæstu stigum.
Þeim verður nú skilað aftur við
andlát hans. En óbrotgjarnan
minnisvarða, sem ekki verður af
honum tekinn við dauðsfall
hans, hefir hann reist sér í þakk-
látri minningu íslenzku þjóðar-
innar og í hjörtum fjölda vina,
sem ekki gleyma honum, þó
hann sé horfinn af jarðneska
sjónarsviðinu. Hans minning
mun lengi lifa. Við hann eiga
orðin: Þessi lærisveinn deyr
ekki.
Sigurður Eggerz var' kvæntur
Sólveigu Kristjánsdóttur, dóm-
stjóra, Jónssonar frá Gautlönd-
um, hinni merkustu konu. Stóð
hún jafnan ótrauð við hlið
manns síns og studdi hann vel í
hverju máli. Börn þeirra éru
Pétur cand. jur., nú sendiráðs-
fulltrúi í London, og Erna,
bankaritari f Reykjavík. Er að
þeim kveðinn þungur harmur
með þessum missi. En úr því sem
komið var var þó jafnvel sjálfur
dauðinh gleðiefni. Vinir Sigurð-
ar Eggerz eiga bágt með að
hugsa sér þetta lífsglaða og
stayfsfúsa glæsimenni berjast við
þunga elli sem örkumlamann.
Og við trúum því að heimkom-
an hafi verið honum björt. Dags-
verkið var orðið inikið og gott.
Nú bíða launin hans. Og vega-
nestið yfir um eru þakkir og hlý-
hugur fjöldans sem hann vann
fyrir, þjóðarinnar sem hann
unni.
Drottinn gefi dánum ró, hin
um líkn sem lifa.
Friðrik J. Rafnar.
— Fokdreifar
(Framhald af 4. síðu).
um, að fjölmörg af okkur, — foreldr
um í þessum bæ, gangi steinsofandi í
þessu efni og höfum sofið bæði fast
og lengi. Og hætt er við, að einhver
vakni upp við vondan draum, þegar
farið verður að reka hina fyrirhuguðu
stofnun fyrir vandræðabörn og draga
í þann dilk. Fáir munu vilja vita barn
sitt vandræðabarn. Og þau, sem nafn-
ið hljóta, eiga örðugt með að losna
við það aftur, enda þótt þau reynist
að lokum ekki lélegri þjóðfélagsþegn-
ar en margir þeir, sem aldrei hafa
hlotið slíka nafngift.
t*G TEK ÞAÐ skýrt fram, að eg er
ekki að áfellast þessa uppástungu
um vinnuheimili fyrir þessi svoköll-
uðu vandræðabörn, úr því svona illa
er komið, — og það er sjálfsagt óvé-
fengjanleg staðreynd, að svo sé, —
kennararnir ættu að vita bezt um það,
— þá er þessi stofnun ekki aðeins
nauðsynleg, heldur sjálfsögð. Og því
fyrr sem hún tekur til starfa, því
betra.
En samt sem áður mun engin móð-
ir, sem út í þetta hugsar, óska þessari
stofnun vaxandi gengis eða mikils
verksviðs, — svo mikill metnaður er,
vonandi, í okkur.
Mér sýnist, að ástandið í þessum
málum, sem snerta börnin okkar, sé
nannig, að það sé óhjákvæmilegt, að
allir foreldrar i bænum bindist sam-
tökum og reyni af alefli að draga úr
iessu gönuskeiði, sem börnin eru á.
Eg veit, að þetta, sem eg er að
myndast við að segja er gömul saga.
Margir, serrí eg jafnast ekki við í
neinu, hafa talað úm þetta. Kennarar
hafa haldið fundi með foreldrum, og
mikið er ritað og rætt um vandamál
barnauppeldisins, og margt mjög gott.
En það er eitt, sem mér finnst mjög
undarlegt, og það er það, hvað sá að-
ilinn í þessu máli gleymist oft, sem
áreiðanlega gæti þó haft lang-beztu
og voldugustu áhrifin, ef vel væri á
haldið. Þessi aðili er kirkjan.
Eg skil ekkert í því, hvað sjaldgæft
iað er að heyra raddir frá konum um
áhrif kirkjunnar á uppeldismál. Eg er
alveg handviss um það, að bætt sam-
starf heirr.ilt og skóla við kirkjuna
mundi hafa ómetanleg áhrif, ef það
samstarf væri vel skipulagt.
■^IÐ FORELDRARNIR ættum að
fara þess á leit við sóknarprest-
inn, að hann helgaði börnunum sér-
staklega eina guðsþjónustu í mánuði
yfir skólatímann. Efstu bekkir Barna-
skólans ættu að annast sönginn við
íessar guðsþjónustur, en kennarar í
hverjum bekk að benda börnunum á
iá sálma, er sungnir yrðu við næstu
kirkjuathöfn, og sjá um, að þau lærðu
jafnóðum sálmana, svo að allur söfn-
uðurinn gæti sungið og þar með tekið
betri þátt í athöfninni. Kennarar
Dyrftu að brýna fyrir börnunum
nauðsyn þess, að þau sæktu þessar
guðsþjónustur, og styðja að því á alla
lund, að þau tækju þetta mál með
festu og alvöru.
Og þá kemur að okkar þætti. Við
gætum mikið gert fyrir börnin á
þessu sviði, ef við viljum. Við höfum
sjálfsagt flest orðið fyrir áhrifum í
kirkju einhvern tíma á bernskuárun-
um, sem ekki hafa gleymst og ekki
svikið okkur, og þess er gott að minn-
ast. Ef við fengjum þessar guðsþjón-
ustur fyrir börnin fyndist mér mikið
unnið. En það væri þó mest á okkar
valdi, hvort þetta starf bæri árangur
eða ekki. Við þyrftum að fara með
börnunum í kirkjuna, hjálpa þeim til
þess að koma hæversklega fram á al-
an hátt, syngja með þæm og hlusta
með þeim. Eg hefi trú á pví, að reglu-
bundnar guðsþjónustur, miðaðar við
hæfi barnanna, hefðu mjög bætandi
áhrif.
Ahrif, sem mundu vara lengur en
rétt þá stund, sem setið er í kirkj-
unni, og gefa framkomu og umgengni
barna og unglinga mýkri og ákjósan
legri blæ, þegar fram í sækir. Og þá
er víst, að vandræðabörnunum mundi
fækka en ekki fjölga.
pF EG VÆRI spurð núna, á meðan
eg er að skrifa Þessar línur, hvers
eg óskaði mér helzt, þá myndi eg
segja:
Eg óska þess, að allir foreldrar á
Akureyri bindist samtökum um það
að glæða trúarlöngun barna sinna og
stuðla af alefli að auknu og bættu
samstarfi kirkju, heimila og skóla.
Eg óska þess, að kirkjan og skólinn
sjái börnum fyrir einni góðri guðs-
þjónustu í mánuði, er sniðin væri við
þeirra hæfi.
Eg óska þess, að núverandi vand-
ræðabörn megi sem fyrst fá góða bót
meina sinna, og að okkar fámenni en
yndislegi bær megi hrinda af sér með
fullum sóma því orði, að hann þurfi
að halda uppi stofnUn fyrir vand-
ræðabörn.
Þetta vilja sjálfsagt margir fleiri,
en það er ekki nóg að vilja, maður
þarf líka að geta. Og eg er viss um,
að við getum mikið x þessu efni, ef
við aðeins viljum.
K,
Lýðræðið er siguisælt.
Ritstjórnargrein í New York
Times.
»
Þótt þrumuský ósamkomulags
og tprtryggni séu ennþá víða á
lofti á himni alþjóðamálanna,
má þó greina ýms góðviðris-
merki, sem vekja vonir uni
ajartari tíð. Mest þeirra er sókn
og sigursæld lýðræðisins. í um-
róti því, sem skapaðist upp úr
fyrri heimsstyrjöldinni og náði
hámarki í hinni síðari, héldu
forvígismenn tveggja aðalbylt-
ingastefna þessarar aldar því
i'ram, að framtíðin tilheyrði
nazi-fasismanum eða kommún-
ismanum, og hið gamla, svifa-
seina lýðræði mundi 'farast í
átökunum milli þessara tveggja
byltingastefna. Og þegar þýzki
nazisminn og ítalski fasisminn
voru í staðinn gjörsigraðir af
rerjum lýðræðis- og kommún-
istaþjóðanna sameiginlega,
léldu æstustu vinstrimennirnir
rví fram, að hin rauða stefna
mundi leggja undir sig heiminn.
Nú eru jarðhræringar þær,
sem síðari heimsstyrjöldin skap-
aði, óðum að fjara út og þjóð-
irnar eru að skapa sér grundvöll
friðsamlegra samskipta. í þessu
uppbyggingarstarfi er augljóst,
að hið vestræna lýðræði hefir
ekki aðeins staðist prófið, heldur
er það sterkara en nokkru sinni
:yrr og á jjleiri fylgismenn en
nokkrun tíma áður. Hvar-
vetna, þar sem leyfa nazi-fasism-
ans ennþá gætir í stjórnmálum,
svo sym á Spáni, Argentínu og
Japan, er lýðræðið í sókn. Ein-
ræðisstjórn Argentínu er þegar
á undanhaldi, Franco er farinn
að tala um að draga sig í hlé, og
dagar japanska einræðisins eru
þegar taldir. Þess verður ekki
langt að bíða, að þessi síðustu
virki fasismans verði þurrkuð
burt af jörðunni.
En lýðræðið er sömuleiðis
vopn fólksins gegn öðrum ein-
í'æðiskenningum, þar með talinn
kommúnisminn. Á vesturhveli
jarðar hefir lýðræðið ævinlega
verið styrkasta þjóðmálakenning
og einræðissinnarnir, til hægri
og vinstri, hafa oftast nær orðið
að dylja takmörk sín og stefnu-
mið, er þeir hafa sótzt til valda.
Nú gerast sömu atburðir í Ev-
rópu og Asíu. Hvarvetna, þar
sem kosningar hafa verið háðar,
hefir lýðræðið sigrað og komm-
únistarnir, þótt þeir hafi haft
vald og styrkleika Sovét-Rúss-
lands á bak við sig, hafa hvergi
náð hreinum meirihluta. Sums
staðar hafa þeir unnið nokkuð á,
af því að þeir hafa óttast um eig-
in styrkleika og gengið í félag
við meira og minna ófrjálsar
samfylkingar þeirra flokka, er
standa lengst til vinstri í þjóðfé-
lögunum. En þó eru þeir víðast
hvar minni hluta flokkur. í kosn-
ingunum í Finnlandi, þar sem
rússneskt útvarp og blöð lögðu
hönd á plóginn með kommún-
istaflokknum, hlaut samfylking
sú, er kommúnistar stofnuðu til,
ekki nema einn fjórða hluta
(Framhald á 6. slðu),